Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 20
Því er stundum haldið fram, að heimsbyggðinni hafi orðið lítt ágengt í orustunni við fátækt undangengna áratugi, en það er ekki rétt. Sannleikurinn er sá, að verulega hefur dregið úr sárri fátækt um heiminn. Með sárri fá- tækt í þróunarlöndum er venju- lega átt við þjóðartekjur á mann undir einum Bandaríkjadollara á dag. Á þann mælikvarða fækkaði fátæklingum úr röskum helmingi mannfjöldans í Asíu fyrir tveim áratugum niður í þriðjung í Suður-Asíu, þ.m.t. Indland, og niður í fimmtung í Austur-Asíu, þ.m.t. Kína. Þetta þýðir það, að hundruð milljóna manna hafa hafizt upp úr sárri fátækt í átt til bjargálna. Afríka er annar hand- leggur, því að þar hefur hlutfall fátækra í mannfjöldanum staðið nokkurn veginn í stað síðan 1980: nærri helmingur allra Afríkubúa býr enn við sára fátækt. Árið 1981 bjuggu 1,4 milljarðar jarð- arbúa við sára fátækt, eða tæpur þriðjungur. Tuttugu árum síðar var talan komin niður í 1,1 millj- arð, eða röskan sjöttung. Það er framför, enda þótt sár fátækt sé víða þyngri en tárum taki, eink- um í Afríku. Hvað er til ráða? Alþjóða- stofnanir og einstök lönd hafa rétt fátækum þjóðum hjálpar- hönd í meira en hálfa öld, en ár- angur hjálparstarfsins hefur verið umdeildur. Sumir efast um, að hjálpin hafi gert nokkurt um- talsvert gagn. Ég er á öðru máli. Sár fátækt er eins og mikill eldsvoði. Þróunarhjálp er eins og slökkvistarf. Þróunaraðstoð ríkra landa við Afríkulönd hefur að minni hyggju og margra ann- arra verið of lítil: hún hefur verið borin saman við einn slökkviliðsmann að berjast við mikinn eld, án árangurs. Sumir hafa þá sagt: þarna sjáið þið, hjálpin ber engan árangur, við skulum hætta þessu. Aðrir segja, og það geri ég: það vantar fleiri í slökkviliðið, við skulum auka þróunarhjálpina, svo að hún geti skilað árangri. Ég held, að meiri og markvissari hjálp við fátæk lönd geti gert þeim mikið gagn, sé vel á málum haldið. Hvað þarf til þess? Meira fé í fyrsta lagi. Þrátt fyrir ítrekaðar samþykktir í þá veru, að iðnríkin láti 0,7% af landsframleiðslu sinni ganga til þróunarhjálpar, hafa aðeins nokkur lönd náð þessu marki (Danmörk, Holland, Lúxemborg, Noregur og Sví- þjóð). Bandaríkin létu 0,13% af landsframleiðslu sinni af hendi rakna 2002, litlu minna en Ísland, á móti 0,35% af hálfu Evrópu- sambandslanda. Ríkisstjórnin hér heima hefur nýlega ákveðið að auka til muna fjárframlög Íslands til þróunarhjálpar. En peningar eru samt ekki allt, sem til þarf, því að það er ekki sama, hversu með þá er farið. Stjórnarfari í fátækum löndum er víða ábótavant, svo að viðtakendur þróunarfjár hafa þá stundum freistazt til að stinga því undan í stað þess að beina því til réttra viðtakenda. Látum eitt dæmi duga: Móbútu keisari í Saír, sem heitir nú aftur Kongó, stal umtalsverðum hluta þeirrar fjárhagsaðstoðar, sem var mokað inn í landið um langt árabil, og lagði féð inn á bankareikninga sína í Sviss og víðar. Allir vissu þetta, og enginn gerði neitt. Eitt sinn þegar erlendir fulltrúar gefenda komu að heimsækja hann, sendi hann þotu þjóðflug- félagsins til Frakklands að sækja stúlknakór til að syngja fyrir gesti sína. Annað var eftir því. Þess vegna getur það reynzt betur að reiða þróunarhjálpina fram í fríðu: með því kenna fólk- inu, lækna mein þess og þannig áfram, því að þess konar aðstoð er ólíklegri til þess að fara til spillis í höndum spilltra lands- feðra. Þarna er e.t.v. verk að vinna handa Íslendingum: við getum boðizt til að senda kenn- ara, lækna og hjúkrunarfólk að hjálpa til í þeim löndum, sem við kjósum helzt að styðja og styrkja, í stað þess að senda þeim fé. En jafnvel þetta er ekki nóg. Þróunarhjálp þarf helzt að lúta ákveðum skilyrðum, eigi hún að bera ávöxt – skilyrðum, sem er ætlað að tryggja, að aðstoðin skili árangri. Þau lönd, sem hafa þegar náð viðunandi árangri, eiga þá greiðari aðgang að þróun- arhjálp en önnur lönd, sem hafa staðið sig sýnu verr. Með þessu vinnulagi væru þróunarlöndum send skýr skilaboð þess efnis, að þau lönd, sem standa sig vel með því t.d. að halda verðbólgu og spillingu í skefjum, eigi verðlaun í vændum og önnur lönd, þar sem hagstjórnin og stjórnarfarið eru í lakara horfi, þurfi þá að bíða. Ný- legar rannsóknir hagfræðinga á áhrifum þróunarhjálpar benda til þess, að hún beri árangur, þegar hún helzt í hendur við góða hag- stjórn og gott hagskipulag – og stundum minni en engan ella. ■ H agvöxturinn í samfélaginu virðist nú byrjaður að dragaúr atvinnuleysi í landinu. Nýjustu tölur um atvinnu-leysi benda í þá átt. Fram undan er frekari hagvöxtur og búast má við að atvinnu- leysi fari enn minnkandi á komandi mánuðum. Við slíkar kring- umstæður er æskilegt að nýta sér erlent vinnuafl við Kára- hnjúka. Það dregur úr hættu á ofrisi efnahagslífsins og lakari kjara almennings á Íslandi. Kárahnjúkavirkjun er stórfellt inn- grip í íslenskt efnahagslíf og það er hagur samfélagsins að áhrifin af slíku inngripi verði sem minnst. Virkjanir voru á árum áður tilefni uppgripa og launa- hækkana. Margir verkalýðsleiðtogar horfa til þeirra tíma þegar kjör almennings bötnuðu verulega vegna slíkra fram- kvæmda. Svigrúmið til slíks er mun minna nú, sérstaklega þegar horft er til þess hversu hátt hlutfall laun eru af heildar- kostnaði fyrirtækja. Afleiðingar mikils launaskriðs vegna framkvæmda eru meðal annars há verðbólga sem að lokum bitnar á skuldugum almenningi. Einnig myndi slík þensla á vinnumarkaði leiða til þess að fyrirtæki gætu ekki borið launa- kostnaðinn, flyttu úr landi eða legðu upp laupana. Þessi þróun er þegar hafin og í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi sjá stjórn- endur fyrirtækja ekki grundvallarmun á því að flytja inn vinnuafl eða flytja út starfsemi. Kárahnjúkavirkjun er staðbundin framkvæmd og því ekki hægt að flytja starfsemina út. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að við ráðningu erlendra verkamanna sé farið að reglum og samningum. Hins vegar er ólíklegt að Íslendingar sækist í stór- um stíl eftir dvöl á fjöllum. Mikil verkefni eru í íslenskum byggingariðnaði og þaðan berast nú fréttir af ólöglegu innfluttu vinnuafli. Svört starfsemi er ólíðandi. Hún skekkir samkeppnisstöðu milli fyrirtækja sem fara að reglum og hinna sem skeyta engu um samninga og lög í landinu. Þá skiptir ekki miklu hvort svört starfsemi byggir á innlendu eða erlendu vinnuafli. Ekki má rugla saman ólöglegri starfsemi af því tagi og innflutningi vinnuafls þar sem farið er að lögum og reglum. Annars vegar er um að ræða óheiðarleg vinnubrögð á markaði, líkt og kennitölusvindl sem Samtök iðn- aðarins hafa barist gegn. Hins vegar er um að ræða möguleika okkar til þess að taka við tímabundnum sveiflum í eftirspurn eftir vinnuafli og að manna störf innanlands, þar sem innlent vinnuafl fæst ekki. Landsvinnsla í sjávarútvegi er mönnuð með innfluttu vinnuafli í sífellt meiri mæli. Mismunandi skoðanir má hafa á þessari þróun. Hún er hins vegar staðreynd og í mörgum tilvikum stöndum við einungis frammi fyrir því vali hvort við flytjum vinnuaflið inn eða störf- in út. Það er á grundvelli þessara staðreynda sem umræðan þarf að verða í samfélaginu. Ekki á grundvelli þess tíma þegar við bjuggum í lokuðu miðstýrðu hagkerfi þar sem skrúfað var frá og fyrir kaupmáttinn til að núllstilla rekstur sjávarútvegs- fyrirtækja í landinu. ■ 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Ekki má rugla saman innflutningi vinnuafls og svartri atvinnustarfsemi. Innflutt vinna og svört FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG ÞRÓUNARHJÁLP ÞORVALDUR GYLFASON Við getum boðizt til að senda kennara, lækna og hjúkrunarfólk að hjálpa til í þeim löndum, sem við kjósum helzt að styðja og styrkja, í stað þess að senda þeim fé. ,, Stríð gegn fátækt Óheillatákn Hakakross þýskra nasista er ásamt hamri og sigð rússneskra kommúnista helsta óheillatákn síðustu aldar. Hvar- vetna sem hakakrossinn sést vekur hann uppnám og óhug venjulegs fólks. Af einhverjum ástæðum er hamri og sigð sýnt meira umburðarlyndi og er þó saga kommúnismans ófögur. Þegar breska götublaðið Sun birti á dögunum ljósmynd af Harry, yngri syni Karls Bretaprins, þar sem hann klæddist nas- istabúningi skrýddum hakakrossi í furðufata- samkvæmi ungmenna, varð mikill hvellur í bresku þjóðlífi. Prins- inn baðst opinberlega afsökunar á dóm- greindarleysi sínu og rætt er um að í iðrunarskyni verði hann sendur í kynnisferð í Auswitch-fanga- búðirnar. Í framhaldinu hafa þýskir þingmenn á Evrópuþinginu rætt um að bera fram tillögu um að bannað verði að bera merki nasista á almannafæri í löndum Evrópusambandsins. Slíkt bann mundi að líkindum teygja sig til Íslands. Algengt á Íslandi Fréttavefur BBC rifjaði í gær upp af þessu tilefni að hakakrossinn á sér miklu eldri sögu en nasisminn og er til í mörgum útgáfum. Hann hefur til dæmis verið notaður sem trúartákn hindúa um þúsundir ára. Og bæta má við að hakakross á sér langa sögu í norrænum búmerkjum, innsiglum og skjaldarmerkjum. Hann var algengt tákn á Íslandi á miðöldum og þá jafn- an kenndur við þrumuguðinn Þór. Á nítjándu öld og í byrjun hinnar tuttug- ustu var það talið merki um ræktar- semi við forna menningu Íslendinga að nota Þórsmerkið. Það er skýringin á því að Hið íslenska bókmenntafélag tók hakakross upp sem einkennismerki sitt og síðar Eimskipafélagið. Það væri því kjánalegt að banna merkið sem slíkt enda sker hakakross nasista sig greini- lega frá öllum öðrum útgáfum þess; svartur á rauðum grunni og snýr upp á rönd. Hugmyndir munu hafa verið uppi um að fjarlægja Þórsmerkið af húsi Eimskipafélagsins við Pósthússtræti í Reykjavík en það yrði að teljast menn- ingarsögulegt slys því engin tengsl eru á milli þess merkis og hakakross nasista. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja- vík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf sími 585 8330 Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.