Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 8
1Hverjir hafa veitt Íslenskri erfðagrein-ingu og SÁÁ styrk til að rannsaka erfðafræði alkóhólisma og fíknar? 2Hvaða Íslendingur verður líklega álista Forbes yfir ríkustu menn heims? 3Hvaða Norðurlandaþjóð heldur þing-kosningar eftir þrjár vikur? SVÖRIN ERU Á BLS. 38 VEISTU SVARIÐ? 8 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Essó afturkallaði hækkun á bensínverði: Lækkuðu vegna samkeppninnar BENSÍN Essó hefur afturkallað tveggja krónu hækkun á elds- neyti. Olíufélagið hækkaði á mánu- daginn verð á 95 oktana bensíni um tvær krónur á lítra, en dísil- olíu, flotaolíu og svartolíu um eina krónu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Essó var hækkun á heimsmarkaðsverði ástæðan fyrir hækkuninni á mánudaginn. Í fyrradag afturkallaði Essó þessar hækkanir án frekari skýringa á heimasíðu sinni. Í kjölfar hækk- unar Essó hækkaði Olís verð á eldsneyti hjá sér en dró hækkun- ina síðan til baka líkt og Essó. Hugi Hreiðarsson, upplýsinga- fulltrúi Atlantsolíu, segir þetta vissulega vekja athygli því ljóst sé að heimsmarkaðsverð hafi ekki lækkað á þessum eina sólarhring. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, segir að verðið hafi verið lækkað aftur vegna samkeppninn- ar á markaðnum. „Það var alveg full ástæða fyr- ir þessari hækkun á mánudag- inn,“ segir Hjörleifur. „Ef samkeppnisaðilar fylgja hins vegar ekki hækkunum eftir þá verðum við að bregðast við því og það gerum við venjulega innan tuttugu og fjögurra tíma. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist á bensín- markaðnum.“ - th Ný sókn fyrir Eyjagöng Árni Johnsen boðar gjörbreyttar forsendur fyrir jarðgöngum og borgarafund í Vestmannaeyjum. Segist ekki vera að lýsa yfir framboði á ný: „Ég hef aldrei verið í pólitík“. Fullyrt er að 8-10 fjölskyldur séu að flytja frá Eyjum. STJÓRNMÁL Árni Johnsen blæs til sóknar í dag í samgöngumálum Vestmannaeyinga: „Ég ætla að kynna gjörbreyttar forsendur fyrir göngum til Eyja“. Boðaður blaðamannafundur Árna í Reykja- vík og borgarafundur í Eyjum í kjölfarið þykja til marks um að Árni ætli að láta til sín taka í stjórnmálum á ný. „Ég hef aldrei verið í pólitík. Hins vegar lagði ég fram þessar hugmyndir um göng, Bakkafjöru og fleira á þingi og ég er vanur að fylgja eftir mínum hugmyndum á hvaða vettvangi sem er.“ Útspil Árna kemur á sama tíma og þingmenn Suðurkjördæmis hafa legið undir ámæli fyrir úr- ræðaleysi í atvinnu- og sam- göngumálum Vestmannaeyja. Guðni Ágústsson og Hjálmar Árnason, þingmenn Framsóknar- flokksins, héldu fund með Eyja- mönnum í fyrrakvöld og kannski var það táknrænt að þeir urðu veðurtepptir í kjölfarið. Hjálmar bendir á að atvinnu- og samgöngu- málin séu nátengd, ekki síst til að efla ferðaþjónustu í Eyjunum. „Jarðgangagerð er hins vegar langtímalausn og sama má segja um höfn í Bakkafjöru. Bæta má flugsamgöngur en vegna veður- skilyrða er ekki síður brýnt að efla siglingar, þannig að farnar séu tvær ferðir, sex daga vikunn- ar.“ Hjálmar og Guðni tilkynntu á fundinum að þeir myndu leggja til við forsætisráðherra að skipaðar yrðu tvær nefndir til að kanna hvaða möguleikar væru fyrir hendi annars vegar í Vestmanna- eyjum og hins vegar öðrum hlut- um Suðurkjördæmis en slík úttekt hefur verið gerð á Norðvestur- kjördæmi. Athygli vekur að Eyverjar, félag ungra sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum, gagnrýndi Árna Mathiesen sjávarútvegsráð- herra harkalega eftir fund í Eyj- um á sunnudag. „Það eru ekki samgöngur eða skattamál sem brenna helst á Eyjamönnum. At- vinnumál, eða öllu heldur sjávar- útvegurinn, eru í forgrunni. Ey- verjar og aðrir Eyjamenn eru orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi þingmanna Suðurlands og áhuga- leysi sjávarútvegsráðherra í þeim efnum. Öruggar heimildir herma að um 8-10 fjölskyldur flytjist frá Eyjum í janúarmánuði af þessum ástæðum og ekki er ólíklegt að fleiri fylgi í kjölfarið ef ekkert verður að gert.“ a.snaevarr@frettabladid.is Falleg dökkblá herrataska sem inniheldur BLUE LAGOON sturtugel og rakakrem. bluelagoon@bluelagoon.is • www.bluelagoon.is • 420 8800 á bóndadaginn Fyrir hann Bláa Lónið – verslun, Aðalstræti 2 Verð 2.590 kr. Minnum á gjafakortin – ávísun á einstaka upplifun. Boðskort í Bláa Lónið – heilsulind fylgir með. Herrataskan er fáanleg í verslunum Bláa Lónsins í heilsulind, að Aðalstræti 2 í Reykjavík og á www.bluelagoon.is. Einnig í Lyf og heilsu, Kringlunni. ÍRAK Í það minnsta 26 manns létust í fjórum sprengjuárásum sem gerðar voru á einni og hálfri klukkustund í og við Bagdad í gær. Þá létust tveir starfsmenn bresks öryggisfyrirtækis í árás víga- manna og hollenskir hermenn skutu íraskan bílstjóra til bana eftir að hann stöðvaði bifreið sína ekki við vegatálma. Ástralska sendiráðið í Bagdad var skotmark fyrstu sprengjuárás- arinnar í gær. Þar lést einn íraskur borgari og margt fólk særðist, þeirra á meðal tveir ástralskir her- menn. Næsta sprengjuárás var mun mannskæðari. Þá sprakk bíl- sprengja við sjúkrahúsið al-Alahi í Bagdad og létust átján manns, þar af fimm lögreglumenn. Síðar voru gerðar árásir við al- þjóðaflugvöllinn í Bagdad og flug- völl sem íraski herinn notar. Bandalag íslamskra fræði- manna, sem eru samtök súnnískra klerka, hétu í gær á vígamenn, sem eru að stórum hluta súnní- múslimar, að sleppa gíslum sínum í tilefni af trúarhátíðinni Eid al- Adha sem hefst í vikunni. „Trú okkar leyfir ekki gjörðir sem leiða til morða og auðmýkingar,“ sagði Omar Raghib, talsmaður banda- lagsins. ■ Um þrjátíu manns féllu í sprengjuárásum: Ofbeldið færist enn í aukana HJÖRLEIFUR JAKOBSSON Forstjóri Essó segir að full ástæða hafi verið fyrir hækkuninni á mánudaginn. VIÐ ÁSTRALSKA SENDIRÁÐIÐ Bandarískir hermenn sjást hér á vakt við ástralska sendiráðið eftir sprengju- árásina í gær. 1956: 1973: 1990: 2004: 4.224 5.303 4.926 4.227 2,6% 2,48% 1,92% 1,44% ÞRÓUN ÍBÚAFJÖLDA Í VESTMANNAEYJUM Eyjamenn hafa ekki verið jafn fáir síðan 1956. Þá voru þeir 2,6% landsmanna en 1,44% í dag. HERJÓLFUR Hægt er að fara til Eyja með Herjólfi eða með flugi. Ferðin með Herjólfi til Vestmannaeyja tekur tæpar þrjár klukkustundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.