Fréttablaðið - 20.01.2005, Side 8

Fréttablaðið - 20.01.2005, Side 8
1Hverjir hafa veitt Íslenskri erfðagrein-ingu og SÁÁ styrk til að rannsaka erfðafræði alkóhólisma og fíknar? 2Hvaða Íslendingur verður líklega álista Forbes yfir ríkustu menn heims? 3Hvaða Norðurlandaþjóð heldur þing-kosningar eftir þrjár vikur? SVÖRIN ERU Á BLS. 38 VEISTU SVARIÐ? 8 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Essó afturkallaði hækkun á bensínverði: Lækkuðu vegna samkeppninnar BENSÍN Essó hefur afturkallað tveggja krónu hækkun á elds- neyti. Olíufélagið hækkaði á mánu- daginn verð á 95 oktana bensíni um tvær krónur á lítra, en dísil- olíu, flotaolíu og svartolíu um eina krónu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Essó var hækkun á heimsmarkaðsverði ástæðan fyrir hækkuninni á mánudaginn. Í fyrradag afturkallaði Essó þessar hækkanir án frekari skýringa á heimasíðu sinni. Í kjölfar hækk- unar Essó hækkaði Olís verð á eldsneyti hjá sér en dró hækkun- ina síðan til baka líkt og Essó. Hugi Hreiðarsson, upplýsinga- fulltrúi Atlantsolíu, segir þetta vissulega vekja athygli því ljóst sé að heimsmarkaðsverð hafi ekki lækkað á þessum eina sólarhring. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, segir að verðið hafi verið lækkað aftur vegna samkeppninn- ar á markaðnum. „Það var alveg full ástæða fyr- ir þessari hækkun á mánudag- inn,“ segir Hjörleifur. „Ef samkeppnisaðilar fylgja hins vegar ekki hækkunum eftir þá verðum við að bregðast við því og það gerum við venjulega innan tuttugu og fjögurra tíma. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist á bensín- markaðnum.“ - th Ný sókn fyrir Eyjagöng Árni Johnsen boðar gjörbreyttar forsendur fyrir jarðgöngum og borgarafund í Vestmannaeyjum. Segist ekki vera að lýsa yfir framboði á ný: „Ég hef aldrei verið í pólitík“. Fullyrt er að 8-10 fjölskyldur séu að flytja frá Eyjum. STJÓRNMÁL Árni Johnsen blæs til sóknar í dag í samgöngumálum Vestmannaeyinga: „Ég ætla að kynna gjörbreyttar forsendur fyrir göngum til Eyja“. Boðaður blaðamannafundur Árna í Reykja- vík og borgarafundur í Eyjum í kjölfarið þykja til marks um að Árni ætli að láta til sín taka í stjórnmálum á ný. „Ég hef aldrei verið í pólitík. Hins vegar lagði ég fram þessar hugmyndir um göng, Bakkafjöru og fleira á þingi og ég er vanur að fylgja eftir mínum hugmyndum á hvaða vettvangi sem er.“ Útspil Árna kemur á sama tíma og þingmenn Suðurkjördæmis hafa legið undir ámæli fyrir úr- ræðaleysi í atvinnu- og sam- göngumálum Vestmannaeyja. Guðni Ágústsson og Hjálmar Árnason, þingmenn Framsóknar- flokksins, héldu fund með Eyja- mönnum í fyrrakvöld og kannski var það táknrænt að þeir urðu veðurtepptir í kjölfarið. Hjálmar bendir á að atvinnu- og samgöngu- málin séu nátengd, ekki síst til að efla ferðaþjónustu í Eyjunum. „Jarðgangagerð er hins vegar langtímalausn og sama má segja um höfn í Bakkafjöru. Bæta má flugsamgöngur en vegna veður- skilyrða er ekki síður brýnt að efla siglingar, þannig að farnar séu tvær ferðir, sex daga vikunn- ar.“ Hjálmar og Guðni tilkynntu á fundinum að þeir myndu leggja til við forsætisráðherra að skipaðar yrðu tvær nefndir til að kanna hvaða möguleikar væru fyrir hendi annars vegar í Vestmanna- eyjum og hins vegar öðrum hlut- um Suðurkjördæmis en slík úttekt hefur verið gerð á Norðvestur- kjördæmi. Athygli vekur að Eyverjar, félag ungra sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum, gagnrýndi Árna Mathiesen sjávarútvegsráð- herra harkalega eftir fund í Eyj- um á sunnudag. „Það eru ekki samgöngur eða skattamál sem brenna helst á Eyjamönnum. At- vinnumál, eða öllu heldur sjávar- útvegurinn, eru í forgrunni. Ey- verjar og aðrir Eyjamenn eru orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi þingmanna Suðurlands og áhuga- leysi sjávarútvegsráðherra í þeim efnum. Öruggar heimildir herma að um 8-10 fjölskyldur flytjist frá Eyjum í janúarmánuði af þessum ástæðum og ekki er ólíklegt að fleiri fylgi í kjölfarið ef ekkert verður að gert.“ a.snaevarr@frettabladid.is Falleg dökkblá herrataska sem inniheldur BLUE LAGOON sturtugel og rakakrem. bluelagoon@bluelagoon.is • www.bluelagoon.is • 420 8800 á bóndadaginn Fyrir hann Bláa Lónið – verslun, Aðalstræti 2 Verð 2.590 kr. Minnum á gjafakortin – ávísun á einstaka upplifun. Boðskort í Bláa Lónið – heilsulind fylgir með. Herrataskan er fáanleg í verslunum Bláa Lónsins í heilsulind, að Aðalstræti 2 í Reykjavík og á www.bluelagoon.is. Einnig í Lyf og heilsu, Kringlunni. ÍRAK Í það minnsta 26 manns létust í fjórum sprengjuárásum sem gerðar voru á einni og hálfri klukkustund í og við Bagdad í gær. Þá létust tveir starfsmenn bresks öryggisfyrirtækis í árás víga- manna og hollenskir hermenn skutu íraskan bílstjóra til bana eftir að hann stöðvaði bifreið sína ekki við vegatálma. Ástralska sendiráðið í Bagdad var skotmark fyrstu sprengjuárás- arinnar í gær. Þar lést einn íraskur borgari og margt fólk særðist, þeirra á meðal tveir ástralskir her- menn. Næsta sprengjuárás var mun mannskæðari. Þá sprakk bíl- sprengja við sjúkrahúsið al-Alahi í Bagdad og létust átján manns, þar af fimm lögreglumenn. Síðar voru gerðar árásir við al- þjóðaflugvöllinn í Bagdad og flug- völl sem íraski herinn notar. Bandalag íslamskra fræði- manna, sem eru samtök súnnískra klerka, hétu í gær á vígamenn, sem eru að stórum hluta súnní- múslimar, að sleppa gíslum sínum í tilefni af trúarhátíðinni Eid al- Adha sem hefst í vikunni. „Trú okkar leyfir ekki gjörðir sem leiða til morða og auðmýkingar,“ sagði Omar Raghib, talsmaður banda- lagsins. ■ Um þrjátíu manns féllu í sprengjuárásum: Ofbeldið færist enn í aukana HJÖRLEIFUR JAKOBSSON Forstjóri Essó segir að full ástæða hafi verið fyrir hækkuninni á mánudaginn. VIÐ ÁSTRALSKA SENDIRÁÐIÐ Bandarískir hermenn sjást hér á vakt við ástralska sendiráðið eftir sprengju- árásina í gær. 1956: 1973: 1990: 2004: 4.224 5.303 4.926 4.227 2,6% 2,48% 1,92% 1,44% ÞRÓUN ÍBÚAFJÖLDA Í VESTMANNAEYJUM Eyjamenn hafa ekki verið jafn fáir síðan 1956. Þá voru þeir 2,6% landsmanna en 1,44% í dag. HERJÓLFUR Hægt er að fara til Eyja með Herjólfi eða með flugi. Ferðin með Herjólfi til Vestmannaeyja tekur tæpar þrjár klukkustundir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.