Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 44
Halldór Bragason hefur verið blús- aðdáandi allar götur frá árinu 1972 þegar hann kynntist Willie Dixon. „Hann var á plötum Bítlanna og Led Zeppelin og hafði samið einhver lög. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þetta var einhver bassaleikari í Chicago, sem var kannski ekki heit- asta borgin á þessum árum,“ segir Halldór og hlær. Seinna meir komu síðan BB King og fleiri inn í spilið. Halldór hefur verið sendiherra blúsins á Íslandi um árabil og þeir eru ófáir sem hafa barið hljómsveit hans, Vinir Dóra augum. Þótt það hafi farið óvenju lítið fyrir þeim félögum á undanförnum árum eru þeir hvergi nærri dauðir úr öllum æðum heldur ráðgera að gefa út plötu á næstu mán- uðum. Sumir vilja meina að blúsinn hafi verið í lægð á Íslandi og telja jafnvel einhverjir að blúsinn hafi hreinlega sungið sinn svanasöng þegar Púlsinn lagðist af. Halldór segir þó að árið í fyrra hafi sennilega verið það blóm- legasta í sögu blúsins á Íslandi, og bendir á blúshátíðina í Reykjavík, blúskennslu, nýjan vef blus.is. „Blús- inn er ekki dauður á Íslandi þótt minna fari fyrir okkur gömlu refun- um, það er einfaldlega komin miklu meiri breidd inn í blússamfélagið og nýjar hljómsveitir sífellt að koma fram.“ Blús og golf Og þó að ekki hafi mikið borið á því, og margir viljað tengja Halldór ein- göngu við blúsinn, þá eru ekki margir sem vita að Halldór er mjög liðtækur golfari. „Ég lenti í slysi 1987 og fór því að nota golfið í heilsubótarskyni.“ Hann segist hafa byrjað með bróður sínum, en vegna þess að hann sé svo manískur sé hann betri en hann í dag, kominn með 7,5 í forgjöf sem þykir nú nokkuð gott. „Golfið er ákaflega heillandi íþrótt, vegna þess að maður er að takast á við sín eigin mistök, þetta er því ekki eingöngu heilsubæt- andi, heldur einnig ákaflega þrosk- andi.“ Halldór segir margt vera sammerkt með golfi og blús. „Ég kynntist því þegar ég var að kenna blús hvað það eru margir sem halda að þetta sé ein- falt. Alveg eins og golfið. Þetta er ekki bara að sveifla einhverri kylfu og blúsinn er ekki bara einhverjir þrír hljómar.“ Halldór segir það algengan mis- skilning að nóg sé að vera með flott sett til að geta verið góður golfari. „Það eru ótrúlega margir sem kaupa sér sett upp á marga tugi þús- unda, föt og allar græjur, en eru svo að týna boltunum mest allt sumarið. Menn þurfa náttúrlega að fara í kennslu til þess að geta eitthvað,“ segir hann og hlær. Hann segir að eftirlætisgolfarinn hans sé Vijah Singh, enda eigi þeir margt sameiginlegt. „Hann vinnur langmest í öllu því sem hann gerir,“ segir Halldór og glottir. Hann bætir þó við að það sé ekkert endilega það versta að tapa í golfinu. „Ég spilaði einu sinni á móti Þorsteini Hallgríms- syni Íslandsmeistara og tapaði með einu höggi. Hann vann með fugli á síðustu holi, en ég get ekki sagt að það hafi verið leiðinlegt, enda er þetta persónuleg íþrótt.“ Halldór spilaði líka golf með Guðmundi heitnum Ingólfssyni.“ Við spiluðum svolítið golf saman. Hann var svona grannur, hann var alveg rosalega beinn og spilaði með tré- dræver.“ Halldór er í golfklúbbnum úti á Nesi og bíður óþreyjufullur eftir því að komast út á völl á ný. „Núna er maður bara að æfa sig í Básum,“ segir konungur blúsins sem virðist vera að leggja golfið undir sig líka. Halldór Bragason bíður eftir því að snjóa leysi Blúsaður golfari? Halldór Bragason Er jafn liðtækur með gítarinn og dræverinn. F2 18 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 70 74 01 /2 00 5 Verðtrygging í ADSL þjónustu. BORGAÐU ALDREI MEIRA EN 2 GB ADSL viðskiptavinir Og Vodafone þurfa aldrei að greiða fyrir meira en 2 GB af erlendu niðurhali. Komdu í Og Vodafone verslun, smelltu þér á www. ogvodafone.is eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. Sunnudagar eru áfram frídagar Viðskiptavinir okkar fá aukalega 500 MB niðurhal alla sunnudaga. Tilboð á búnaði miðast við 1 GB að lágmarki og 12 mánaða samning á kreditkort. Þráðlaust Internet 1.990 kr. Fröken Freyja leysir vandann Með þrjá í takinu Ég get ekki annað sagt en ég sé í gríðarlegum vandræðum. Málið er að ég er hrikalega heit fyrir þremur strákum og er ég búin að vera að hitta þá alla á sama tíma. Þar sem Reykjavík er frekar lítil borg nýt ég mín aldrei því ég er alltaf svo hrædd um að hitta hina þegar ég er með einum þeirra. Ég hef því brugðið á það ráð að gera ekkert venjulegt eða hitta þá heima. Nú er ég hins vegar að verða uppiskroppa með hugmyndir. Svo fæ ég martraðir nótt eftir nótt og þær eru allar þess eðlis að gæjarnir banki allir upp á á sama tíma Hvað á ég að gera? HH í Reykjavík Þú lifir greinilega mjög spennandi lífi og það er ekki laust við að Freyjunni myndi langa að vera með í þessu bingói. Í mínum huga er þetta alls ekkert vandamál. Njóttu hverrar mín- útu og láttu það ekki hvarfla að þér að þú sért að gera eitthvað rangt. Farðu á bókasafnið og reyndu að viða að þér fleiri hugmyndum. Nú ef piltarnir mæta allir á sama tíma heim til þín skaltu bjóða þeim öllum til stofu og spila við þá Marías. Útsöluvandræði Ég er í miklum bobba staddur. Þannig er mál með vexti að eigin- kona mín er með svokallað útsölu- æði. Það lýsir sér þannig að þegar það eru útsölur helst hún ekki heima fyrir heldur hangir í versl- unarmiðstöðvum öllum stundum. Á meðan á útsölum stendur fer allt úr skorðum á heimilinu, börnin eru vanrækt og það kemst ekkert annað að hjá henni. Þar fyrir utan er þetta að gera út af við fjárhag heimilisins. Hvernig get ég brugð- ist við þessu vandamáli? BJ í Garðabæ Þetta kalla ég ekki vandamál, þetta er rolugangur. Þú verður náttúrlega að taka tillit til eiginkonunnar og leyfa henni að njóta sín þessi tvö misseri á ári sem útsölurnar eru allsráðandi. Fáðu þér aukavinnu svo eiginkonan hafi ráð á að fjárfesta vel á útsölum og einnig til að borga barnapíu sem getur séð um börnin og heimilið meðan á þessu útsölubrasi stendur. Með þessu móti munt þú upplifa sanna hamingju sem mun endast til langframa. Sendið fyrirspurnir og vandamál til fröken Freyju, F2, Skaftahlíð 24, 105 Rvk eða sendið henni tölvupóst á netfangið frkfreyja@frettabladid.is. Nöfn sendenda verða ekki gefin upp í blaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.