Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 60
28 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Ég get stundum verið óskaplegur klaufi. Það er einungis í stuttan tíma sem ég á allt settið af glös- um, eða diskum, þar sem mér tekst á einhvern ótrúlegan hátt að brjóta þetta í uppvaskinu (góð rök fyrir að eignast uppþvottavél, fyrir utan glerbrotið sem hefur dvalið í einum fingurgómi mínum í fjölmörg ár vegna slíks klaufaskapar). Ég reyni að bjóða gestum mínum upp á kaffi í könnunum sem enn hafa höld- ur. Sjálf gríp ég eina af þessum fjöl- mörgu sem höldurnar hafa brotnað af (aftur, mjög algengt að slysin ger- ist í uppvaskinu). Ég geng á ljósastaura, rek tærnar í þröskulda, dett niður tröppur og allt annað það sem gefur til kynna að annað hvort þarf ég að vera duglegri við að ganga með gleraugun mín, eða vera meira með hugann við það sem ég er að gera þá stundina. Fyrir ekki svo löngu síðan tókst mér að ganga á hurð. Fyrir vikið fékk ég svolitla gulgræna slikju und- ir vinstra auga, nokkuð sem stund- um kallast glóðarauga en mér fannst ofboðslega lítið áberandi. Dagana á eftir var þó ekki þverfótað fyrir vin- um og samstarfsfólki sem kom til mín áhyggjufullt og vildi vita hvað hefði eiginlega komið fyrir mig. Eft- ir að hafa útskýrt nokkrum sinnum að ég hefði gengið á hurð, og fengið viðbrögðin; „Gekkstu á hurð? Er það hægt? Er þetta ekki gamla góða afsökunin?“ ákvað ég eiginlega að það væri betra að koma með einhverjar ótrúlegar lýsingar á hörkuslagsmálum. Reynd- ar held ég að enginn sem ég þekki trúi upp á mig miklum bardagahæfi- leikum – eða löngun. Því síður að ég hafi verið barin. En afsökunin „að ganga á hurð“ er orðin fastgróin við hugmyndir um heimilisofbeldi. Því var tækifærið notað til að gantast um slíkt og ég jafnvel vænd um að vera búin að koma mér upp leyndar- dómsfullum unnusta. Allir virtust sammála um að það að hafa í alvöru gengið á hurð, þó bílhurð hafi verið, væri eitt það hallærislegasta sem hægt væri að gera. Jafnvel hallæris- legra en að vera barin. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SVANBORG SIGMARSDÓTTIR GENGUR Á HURÐ Að hafa hugann við annað M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Melhagi - glæsileg Vorum að fá í sölu mjög fallega og mikið standsetta 4ra herb. rishæð í einu af þessum virðulegu húsum í vesturbænum. Franskir gluggar eru í íbúðinni. Svalir til suðurs. Eftirsótt staðsetning. Verð 20,5 millj. 4689. Vorum að fá í sölu mjög fallega 2ja herb. íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi við Hagamel. Íbúðin skiptist í rúmgóða stofu, eldhús, herbergi, baðherbergi og hol með skápum. Úr stofu er gengið út í garð. Björt og falleg íbúð. Stór afgirtur garður. Verð 12,6 millj. 4688. Klapparstígur - með bílageymslu Vorum að fá í einkasölu mjög fallega 2ja herb. íbúð á 1. hæð í lyftuhúsi. Íbúð- in snýr að mestu leyti til suðurs og er mjög björt. Búið er að leggja ljósleiðara í húsið. Gervihnattadiskur. Íbúðinni fylgir merkt stæði í bílageymslu. Verð 15,3 millj. 4644. Digranesvegur - mjög fallegt Vorum að fá í sölu mjög fallegt 226 fm parhús á tveimur hæðum auk kjallara. Húsið er byggt árið 1955 en hefur verið mikið standsett. Húsið skiptist þannig: 1. hæð: forstofa, snyrting, gangur, tvær stofur og eldhús. 2. hæð: þrjú herbergi og baðherbergi. Kjallari: forstofa, baðherbergi, tvö rúmgóð herbergi og þvottahús (gæti nýst sem eldhús). Rúmgóður bílskúr á tveimur hæðum. Á neðri hæð bílskúrs er herbergi og geymsla. Glæsilegt útsýni. Fallegur garður til suðurs. Göngufæri í þjónustu. Sjá myndir á heimasíðu Eignamiðlunar. Verð 35,7 millj. 4699. Hagamelur Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Úff! Áttu ekkert ódýrara? Hérna séðu svona pen gleraugu! „Mycko sushi“ á aðeins 40 þúsund. Hæ, Stanislaw. Pabbi sagði að ég mætti kíkja á rúgbrauðið um helgina. Sama hér. Aftur í skólann! Fríið búið! Gamanið búið! Ahh – sjáið við hvern ég er að tala – þú berð enga ábyrgð – engin dagleg rútína – þú gerir EKKI NEITT! Ég hvíli mig oft! Einhver verður að gera það! Föðmumst? Ég hélt að við værum bara að styðja hvort annað svo við dyttum ekki! Líka það! Ég elska það þegar við komum börnunum í háttinn og stöndum síðan hér og föðmumst!Mmmm, já... Þetta er það besta við kvöldin. Hæ Hæ Sama hér. Sama hér. Þrátt fyrir það er ég til í þetta. Hann segir að vísu að það sé mikilvæg reynsla að gera upp gamlan bíl. Þannig læri ég að axla ábyrgð, setja mér mark- mið og koma hlutum í framkvæmd. Jú, „Pú pill“ gler- augu á 30 þús- und. Ótrúlega létt! Góð gler- augu! 30 þúsund? Eitthvað meira.... ég meina eitthvað sem kostar minna? „Gráu sendi- herragleraug- un“ á aðeins 20 þúsund! Allt í lagi með þau! 20 þúsund... einhver önn- ur? Bensínstöðvar- gleraugu á þúsund kall! Þú færð Essó- derhúfu í kaupbæti! Slegið! Fara þau mér ekki vel? Aðal-vinningur erMEDION XXL tölva með 17”flatskjá! 99 kr/skeytið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.