Fréttablaðið - 26.01.2005, Síða 21

Fréttablaðið - 26.01.2005, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 2005 Sjálfstæð hugsun lykilatriði Stærðfræðibækurnar Geisli eru nýtt námsefni fyrir 5.-7.bekk í grunnskóla þar sem áhersla er lögð á að nemendur leysi verk- efnin með sjálfstæðri hugsun fremur en fyrir fram tilgreindum aðferðum. Jónína Vala Kristinsdóttir er ein af höfundum Geisla, en námsefnið samdi hún ásamt Guðbjörgu Páls- dóttur, Guðrúnu Angantýsdóttur og Guðnýju Helgu Gunnarsdóttur. „Nýja námsskráin sem kom út árið 1999 var lögð til grundvallar þessu námsefni, þar sem mikil áhersla er lögð á að nemendur skilji þau viðfangsefni sem þeir fást við og noti sína eigin hugsun,“ segir Jónína Vala. Jafnframt var stuðst við nýjar rannsóknir á því hvernig börn læra stærðfræði og rannsóknir á stærðfræðikennslu sem nýtist nemendum vel. „Með þessu nýja námsefni er áhersla lögð á að börnin skoði fyrst áður en kennarinn segir þeim til, þegar þau eru að læra um reikni- aðgerðirnar,“ segir Jónína Vala og er þannig hvatt til þess að nemend- ur leysi dæmin sjálfir á þann hátt sem þeim er eðlilegur. „Í ljós hefur komið að það að kenna eina aðferð hefur heftandi áhrif á hugsunina. Mikilvægt er að börnin noti sína eigin hugsun og út- skýri sjálf þær aðferðir sem þau nota við reikninginn, en þannig skapa nemendur sína eigin þekk- ingu við námið,“ segir Jónína Vala og bætir því við að hugsun kennar- ans geti aldrei orðið hugsun nem- andans. Jónína Vala segir að í aðalnáms- skrá fyrir stærðfræði sé meðal annars kveðið á um tengsl við dag- legt líf og það sé meðal þess sem þurfi að hafa í huga við gerð efnis- ins. „Við allt stærðfræðinámið þarf að hafa í huga að verkefnin séu eitthvað sem börnin þekkja. Að þau geti tengt námið við eitthvað sem þau hafa þekkingu á fyrir, þannig að verkefnin séu ekki í ein- hverju tómarúmi og séu um eitt- hvað sem er börnum skiljanlegt,“ segir Jónína Vala. ■ Árlega eru veittir ellefu námsstyrkir til virkra viðskiptavina Námunnar, námsmannaþjónustu Landsbankans. Styrkirnir skiptast þannig: • 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms á Íslandi, 100.000 kr. hver • 3 styrkir til háskólanáms á Íslandi (Ba/Bs/Ma/Phd), 200.000 kr. hver • 3 styrkir til háskólanáms erlendis (Ba/Bs/Ma/Phd), 300.000 kr. hver • 2 styrkir til listnáms, 200.000 kr. hvor Í SL EN SK A AU GL ÝS IN GA ST OF AN /S IA .I S L BI 2 69 09 0 1/ 20 05 Námsstyrkir til Námufélaga Umsóknarfrestur vegna úthlutunar námsstyrkja er til 11. febrúar 2005 Allar nánari upplýsingar er að finna á www. landsbanki.is og þar má einnig nálgast skráningarblað sem nauðsynlegt er að fylgi hverri umsókn. Umsóknum skal skilað í næsta útibú Landsbankans, merktum: Námsstyrkir, Markaðsdeild, Sölu- og markaðssvið, Landsbankinn, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Á vef Námsgagnastofnunar, http://www.namsgagnastofnun.is/, er að finna gagnlegt efni fyrir foreldra. Þar er Geislavefurinn sem er um námsefni í stærðfræði fyrir miðstig grunnskóla, http://www.namsgagnastofnun.is/geisli/geisli.htm, og einnig vefur tengd- ur námsefninu Einingu sem er fyrir yngsta stigið, http://www.nams.is/eining/ein- ing.htm Rúmfræðidæmi úr Geisla 2 sem sýnir hvernig hægt er að nálgast stærðfræði á ólíkan máta. Jónína Vala segir stærðfræðina þurfa að tengjast daglegu lífi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.