Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 2005 Sjálfstæð hugsun lykilatriði Stærðfræðibækurnar Geisli eru nýtt námsefni fyrir 5.-7.bekk í grunnskóla þar sem áhersla er lögð á að nemendur leysi verk- efnin með sjálfstæðri hugsun fremur en fyrir fram tilgreindum aðferðum. Jónína Vala Kristinsdóttir er ein af höfundum Geisla, en námsefnið samdi hún ásamt Guðbjörgu Páls- dóttur, Guðrúnu Angantýsdóttur og Guðnýju Helgu Gunnarsdóttur. „Nýja námsskráin sem kom út árið 1999 var lögð til grundvallar þessu námsefni, þar sem mikil áhersla er lögð á að nemendur skilji þau viðfangsefni sem þeir fást við og noti sína eigin hugsun,“ segir Jónína Vala. Jafnframt var stuðst við nýjar rannsóknir á því hvernig börn læra stærðfræði og rannsóknir á stærðfræðikennslu sem nýtist nemendum vel. „Með þessu nýja námsefni er áhersla lögð á að börnin skoði fyrst áður en kennarinn segir þeim til, þegar þau eru að læra um reikni- aðgerðirnar,“ segir Jónína Vala og er þannig hvatt til þess að nemend- ur leysi dæmin sjálfir á þann hátt sem þeim er eðlilegur. „Í ljós hefur komið að það að kenna eina aðferð hefur heftandi áhrif á hugsunina. Mikilvægt er að börnin noti sína eigin hugsun og út- skýri sjálf þær aðferðir sem þau nota við reikninginn, en þannig skapa nemendur sína eigin þekk- ingu við námið,“ segir Jónína Vala og bætir því við að hugsun kennar- ans geti aldrei orðið hugsun nem- andans. Jónína Vala segir að í aðalnáms- skrá fyrir stærðfræði sé meðal annars kveðið á um tengsl við dag- legt líf og það sé meðal þess sem þurfi að hafa í huga við gerð efnis- ins. „Við allt stærðfræðinámið þarf að hafa í huga að verkefnin séu eitthvað sem börnin þekkja. Að þau geti tengt námið við eitthvað sem þau hafa þekkingu á fyrir, þannig að verkefnin séu ekki í ein- hverju tómarúmi og séu um eitt- hvað sem er börnum skiljanlegt,“ segir Jónína Vala. ■ Árlega eru veittir ellefu námsstyrkir til virkra viðskiptavina Námunnar, námsmannaþjónustu Landsbankans. Styrkirnir skiptast þannig: • 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms á Íslandi, 100.000 kr. hver • 3 styrkir til háskólanáms á Íslandi (Ba/Bs/Ma/Phd), 200.000 kr. hver • 3 styrkir til háskólanáms erlendis (Ba/Bs/Ma/Phd), 300.000 kr. hver • 2 styrkir til listnáms, 200.000 kr. hvor Í SL EN SK A AU GL ÝS IN GA ST OF AN /S IA .I S L BI 2 69 09 0 1/ 20 05 Námsstyrkir til Námufélaga Umsóknarfrestur vegna úthlutunar námsstyrkja er til 11. febrúar 2005 Allar nánari upplýsingar er að finna á www. landsbanki.is og þar má einnig nálgast skráningarblað sem nauðsynlegt er að fylgi hverri umsókn. Umsóknum skal skilað í næsta útibú Landsbankans, merktum: Námsstyrkir, Markaðsdeild, Sölu- og markaðssvið, Landsbankinn, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Á vef Námsgagnastofnunar, http://www.namsgagnastofnun.is/, er að finna gagnlegt efni fyrir foreldra. Þar er Geislavefurinn sem er um námsefni í stærðfræði fyrir miðstig grunnskóla, http://www.namsgagnastofnun.is/geisli/geisli.htm, og einnig vefur tengd- ur námsefninu Einingu sem er fyrir yngsta stigið, http://www.nams.is/eining/ein- ing.htm Rúmfræðidæmi úr Geisla 2 sem sýnir hvernig hægt er að nálgast stærðfræði á ólíkan máta. Jónína Vala segir stærðfræðina þurfa að tengjast daglegu lífi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.