Fréttablaðið - 26.01.2005, Síða 54

Fréttablaðið - 26.01.2005, Síða 54
26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Ég hef nú aldrei talist til mat- vands fólks enda er ég alin upp þannig að borða skuli það sem er á boðstólum, sama hvort fólki finnst það gott eða vont. Mat- vant fólk þykir mér líka afskaplega leiðinlegt. Ég hef því látið flest ofan í mig og van- ist mörgu sem mér þótti ekki sér- stakt. Ég borða til dæmis skötu og finnst hún bara ansi skemmtileg og athyglisverð á bragðið. Einu sinni fékk ég meira að segja úldinn humar á virtu veit- ingahúsi. Ég brást ekki verr við en svo að ég sagði: „Neihh en fyndið, það er svona skötubragð af þessum humri!“ Móðir mín tjáði mér að það væri ekkert í lagi að skötu- bragð væri af humri svo ég fékk nýjan. Mér finnst samt æðislegt að fá góðan mat og kann vel að meta það. En ég borða líka flestan súr- mat, lifur, rækjur, allan fisk og tek meira að segja fljótandi lýsi á hverjum morgni. Mér finnst það samt ekki gott og það er heljarinn- ar athöfn að taka lýsið á þann hátt að ég finni ekki bragðið. Fyrst opna ég báðar flöskurnar; lýsið og Frískamínið. Svo helli ég lýsinu í skeið, held niðri í mér andanum og gleypi. Þar næst helli ég vítamín- inu í skeið (held ennþá niðri í mér andanum) og gleypi það. Vítamínið er gott á bragðið og eyðir lýsis- bragðinu. Næst gólpa ég í mig teslurk til þess að eyða öllu bragð- inu. En þó svo að ég geti vanist flest- öllum mat sem mér þykir ekki góð- ur fyrst er eitt fyrirbrigði sem ég neita að samþykkja sem mat. Það er brauðsúpa. Hvað í ósköpunum?? Ógeðslegur brauðgrautur sem fólk setur rúsínur og rjóma út í. Uss! Sko, ef um er að ræða manneskju sem á ENGAN mat nema gamlar brauðskorpur sem eru of harðar til þess að borða með smjeri og áleggi, þá fyrst er kannski í lagi að sjóða vatn og leysa brauðið upp í vatninu og búa til súpu. Annars er það bara alls ekkert í lagi og ekki mönnum bjóðandi! ■ STUÐ MILLI STRÍÐA BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR GETUR BORÐAÐ FLESTALLAN MAT Engan brauðgraut takk! M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Laugardaginn 29. janúar kl.20:00 Borgarleikhúsið Verð 2100 kr. Midasala: 568 8000 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is FRIÐRIK ÞÓR FRIÐR IKSSON SEGIR FRÁ GJALDÞROTI ÍSLENSKU KVIKMY NDASAMSTEYPUNN AR OG HVAR HONUM MISTÓKST. HANN LÝSIR ÁRÁS INNI Á ÖLSTOFUNNI ÞAR S EM VITNUM VAR ÓG NAÐ. LÍFRÓÐUR LEIKSTJÓRANS TENÓRINN SEM VIL DI HEIMSFRÆGÐ NÆRMYND AF KRIS TJÁNI JÓHANNSSYN I MÓÐIR BERST VIÐ MND Á LOKASTIGI SÉRBLAÐ UM HEILSU EINKAVIÐTAL ÞÓRA Í ATLANTA FLUGRÍ K OG FRJÁLS Janúar 2005 01. tbl. 22. árg. 899 kr. m.vsk. á 899 kr m vsk M ANNLÍF MANNLÍF á nýju ári UPPSELT HJÁ ÚTGEFAND A Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Það verður fínt að byrja að vinna á ný! Ég trúi því vel! Árið hefur verið svo fljótt að líða! Þetta ár síðan stelpan kom í heiminn hefur runnið í eitt! Vissulega, en þú hefur gott af því að komast út á vinnumarkaðinn á ný í staðinn fyrir að liggja í leti hérna heima! Ég veit! Þess vegna notaði ég koddann! Mér finnst hún meiri- háttar flott. Hæ, Palli. Ég var að kaupa skyrtu handa þér. Takk, mamma … Það er kominn tími til að fara. Það er erfitt að kveðja … Bles s! Gamli vin! Bless Jæja, ég ætti kannski að njóta þess meðan ég get! Klukkan er hálfátta á laugardagsmorgni og það er enn kyrrð og ró í húsinu. Þetta er skrýtið! Hvað? Engir háværir krakkar… engar teiknimyndir á hæsta styrk í sjónvarpinu … Vertu snöggur að því! Bless! Ahh...ég var að.....grínast.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.