Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 54
26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Ég hef nú aldrei talist til mat- vands fólks enda er ég alin upp þannig að borða skuli það sem er á boðstólum, sama hvort fólki finnst það gott eða vont. Mat- vant fólk þykir mér líka afskaplega leiðinlegt. Ég hef því látið flest ofan í mig og van- ist mörgu sem mér þótti ekki sér- stakt. Ég borða til dæmis skötu og finnst hún bara ansi skemmtileg og athyglisverð á bragðið. Einu sinni fékk ég meira að segja úldinn humar á virtu veit- ingahúsi. Ég brást ekki verr við en svo að ég sagði: „Neihh en fyndið, það er svona skötubragð af þessum humri!“ Móðir mín tjáði mér að það væri ekkert í lagi að skötu- bragð væri af humri svo ég fékk nýjan. Mér finnst samt æðislegt að fá góðan mat og kann vel að meta það. En ég borða líka flestan súr- mat, lifur, rækjur, allan fisk og tek meira að segja fljótandi lýsi á hverjum morgni. Mér finnst það samt ekki gott og það er heljarinn- ar athöfn að taka lýsið á þann hátt að ég finni ekki bragðið. Fyrst opna ég báðar flöskurnar; lýsið og Frískamínið. Svo helli ég lýsinu í skeið, held niðri í mér andanum og gleypi. Þar næst helli ég vítamín- inu í skeið (held ennþá niðri í mér andanum) og gleypi það. Vítamínið er gott á bragðið og eyðir lýsis- bragðinu. Næst gólpa ég í mig teslurk til þess að eyða öllu bragð- inu. En þó svo að ég geti vanist flest- öllum mat sem mér þykir ekki góð- ur fyrst er eitt fyrirbrigði sem ég neita að samþykkja sem mat. Það er brauðsúpa. Hvað í ósköpunum?? Ógeðslegur brauðgrautur sem fólk setur rúsínur og rjóma út í. Uss! Sko, ef um er að ræða manneskju sem á ENGAN mat nema gamlar brauðskorpur sem eru of harðar til þess að borða með smjeri og áleggi, þá fyrst er kannski í lagi að sjóða vatn og leysa brauðið upp í vatninu og búa til súpu. Annars er það bara alls ekkert í lagi og ekki mönnum bjóðandi! ■ STUÐ MILLI STRÍÐA BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR GETUR BORÐAÐ FLESTALLAN MAT Engan brauðgraut takk! M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Laugardaginn 29. janúar kl.20:00 Borgarleikhúsið Verð 2100 kr. Midasala: 568 8000 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is FRIÐRIK ÞÓR FRIÐR IKSSON SEGIR FRÁ GJALDÞROTI ÍSLENSKU KVIKMY NDASAMSTEYPUNN AR OG HVAR HONUM MISTÓKST. HANN LÝSIR ÁRÁS INNI Á ÖLSTOFUNNI ÞAR S EM VITNUM VAR ÓG NAÐ. LÍFRÓÐUR LEIKSTJÓRANS TENÓRINN SEM VIL DI HEIMSFRÆGÐ NÆRMYND AF KRIS TJÁNI JÓHANNSSYN I MÓÐIR BERST VIÐ MND Á LOKASTIGI SÉRBLAÐ UM HEILSU EINKAVIÐTAL ÞÓRA Í ATLANTA FLUGRÍ K OG FRJÁLS Janúar 2005 01. tbl. 22. árg. 899 kr. m.vsk. á 899 kr m vsk M ANNLÍF MANNLÍF á nýju ári UPPSELT HJÁ ÚTGEFAND A Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Það verður fínt að byrja að vinna á ný! Ég trúi því vel! Árið hefur verið svo fljótt að líða! Þetta ár síðan stelpan kom í heiminn hefur runnið í eitt! Vissulega, en þú hefur gott af því að komast út á vinnumarkaðinn á ný í staðinn fyrir að liggja í leti hérna heima! Ég veit! Þess vegna notaði ég koddann! Mér finnst hún meiri- háttar flott. Hæ, Palli. Ég var að kaupa skyrtu handa þér. Takk, mamma … Það er kominn tími til að fara. Það er erfitt að kveðja … Bles s! Gamli vin! Bless Jæja, ég ætti kannski að njóta þess meðan ég get! Klukkan er hálfátta á laugardagsmorgni og það er enn kyrrð og ró í húsinu. Þetta er skrýtið! Hvað? Engir háværir krakkar… engar teiknimyndir á hæsta styrk í sjónvarpinu … Vertu snöggur að því! Bless! Ahh...ég var að.....grínast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.