Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 56

Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 56
Á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur í kvöld verður flutt svíta í þremur þáttum, byggð á íslenskum þjóðlög- um, eftir stjórnanda tónleik- anna, Eero Koivistoinen. Stórsveit Reykjavíkur heldur sína fyrstu tónleika á þessu ári í Ráð- húsi Reykjavíkur í kvöld klukkan 20.00. Stjórnandi á tónleikunum verður einn fremsti djasstónlist- armaður Finna um langt árabil, Eero Koivistoinen, sem einnig mun koma fram sem einleikari á tenórsaxófón. Á tónleikunum verða ný og eldri verk eftir Koivistoinen, auk útsetninga hans af verkum ann- arra. Meað annars verður flutt nýtt verk Koivistoinens, Tvísöng- ur, en það er svíta í þremur þátt- um, byggð á íslenskum þjóðlög- um. Koivistoinen hefur, meðal annars, samið mikið fyrir Stór- sveit finnska ríkisútvarpsins og margsinnis stýrt þeirri hljóm- sveit en hún telst með fremstu stórsveitum Evrópu. Þekktastur er Koivistoinen þó sem leiðandi saxófónleikari Finna síðustu ára- tugi. Hann er leitandi tónlistar- maður sem hefur reynt fyrir sér í ýmsum stílbrigðum djasstónlistar á löngum ferli og því ekki lítið forvitnilegt að fá að heyra hvern- ig hann vinnur úr íslensku þjóð- lögunum. Stórsveitin er einn af föstu punktunum í tilverunni, heldur að jafnaði sex tónleika í Ráðhúsinu á hverjum vetri – en sem fyrr segir eru tónleikarnir í dag fyrstu tón- leikarnir á nýju almanaksári. Sig- urður Flosason, forsvarsmaður Stórsveitarinnar, segir mikinn feng að því að fá Koivistoinen til liðs við hana. „Þetta er einn af fremstu djasstónlistarmönnum Finna og hefur verið um áratuga- skeið. Hann hefur samið mjög svo áhugavert verk fyrir sveitina, svítu, og það er í fyrsta sinn sem slíkt heyrist í stórbandaformi.“ Sigurður segir Stórsveitina þegar byrjaða að safna í disk sem hún ætlar að vinna með ýmsum stjórnendum. „Við vinnum aðal- lega með erlendum stjórnendum,“ segir hann. „Við fáum nokkra slíka til okkar á hverju ári og erum byrjaðir á þeirri nýbreytni að taka upp nokkur lög með hverj- um þeirra. Við stefnum að útgáfu á diski innan tveggja ára – og þá með alvarlegri tónlist. Við höfum gefið út disk með tónlist í léttari kantinum og nú er komið að þeim alvarlegri.“ Stórsveitin hefur starfað í fimmtán ár og Ráðhústónleikar hennar verið starfræktir stærst- an hluta þess tíma. Þegar Sigurð- ur er spurður hvað einkenni tón- listina sem flutt verður í kvöld, segir hann: „Ætli við getum ekki sagt að það sé persónuleiki höfundarins og norrænt yfirbragð, en þó um leið alþjóðlegt. Það er dálítið and- lega stutt á milli Finna og Íslend- inga sem sést best í því að eftir að Koivistoinen sá nótur að íslensku þjóðlögunum á bók, skynjaði hann mjög vel eðli og kjarna tónlistar- innar. ■ 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… Regnhlífunum í New York, bókaþætti Þorsteins J. klukkan 21.15 í sjónvarpinu, þar sem hann skoðar bókaheiminn, segir nýjustu fréttir og spjallar við gesti um bækur á náttborðum heims- ins... Á skurðarborði augans, sýn- ingu Valgerðar Guðlaugsdóttur í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Á sýningunni kryfur Valgerður kven- líkamann og sundrar honum í smáar einingar sem mynda síðan einar og sér nýtt sjónarhorn á kvenímyndina... Hauststarf Heimilisiðnaðarfélagsins var með miklum ágætum í haust og var áber- andi mikil aðsókn í þjóðbúningasaumi. Einnig komust færri að en vildu í mynd- vefnað og þæfingu. Starfsemin er nú að hefjast að nýju og er óhætt að segja að þar kenni margra áhugaverðra grasa. Má þar nefna baldýringu, dúkaprjón, eld- smíði, faldabúning og skautbúning, hekl, hnífagerð, íleppa, jurtalitun, knipl, körfugerð, myndvefnað, möttulsaum, orkeringu, spjaldvefnað, tóvinnu, víra- virki, alls kyns útsaum, þjóðbúninga kvenna og karla og flestar tegundir þæfingar. Einnig eru ýmsir fyrirlestrar og námskeið á döfinni. Laugardaginn, 29. janúar klukkan 10.00 fjallar Elínbjört Jónsdóttir um baldýringu í Hornstofu. Á sama stað fjallar Ríkey Kristjánsdóttir um íslenskar út- saumsgerðir 11. febrúar klukkan 20.00 og heldur síðan helgarnámskeið í útsaumi laugardaginn 12. febrúar og sunnudaginn 13. febrúar. Námskeiðin verða tvö, annars vegar fyrir byrjendur, hins vegar fyrir lengra komna. Fyrir þá sem skoðað hafa hið ein- staka heimilisiðnaðarsafn á Blönduósi, eru námskeið Heimilisiðnaðarfélagsins kjörinn vettvangur til þess að kynnast listaverkum íslenskra kvenna nánar. Handverkshefðir vinsælar TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 27. JANÚAR KL. 19.30 Verk fyrir flautu og hljómsveit eftir Mozart og Carl Nielsen Sönglög og óperuaríur eftir Mahler, Bizet og Rossini Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einleikari ::: Hafdís Vigfúsdóttir, flauta Einsöngvari ::: Sólveig Samúelsdóttir, mezzósópran Miðasala í síma 545 2500 I www.sinfonia.is Ungt listafólk Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga STÓRA SVIÐ HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara- sögu Böðvars Guðmundssonar Fim 27/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20 - UPPSELT Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl. 20 - UPPSELT, Sun 6/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20 - UPPSELT, Fö 11/2 kl 20 - UPPSELT, Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 17/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 - UPPSELT, Lau 19/2 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 28/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 Síðustu sýningar LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14 Síðustu sýningar NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR e. Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin Aðalæfing Fi 3/2 kl 20 - kr. 1.000 Frumsýning Fö 4/2 kl 20 - UPPSELT Hátíðarsýning Su 6/2 kl 20 Mi 9/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20, Fö 11/2 - Lokasýning BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson, Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT, Lau 12/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 Sýningum lýkur í febrúar AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Lau 29/1 kl 20, Su 6/2 kl 20, Fö 11/2 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson. Í samstarfi við TÓBÍAS. Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20, Fi 3/2 kl 20, Lau 5/2 kl 20 Ath: Bönnuð yngri en 12 ára. BOUGEZ PAS BOUGER Frönsk - japönsk nýsirkussýning Lau 29/1 kl 20 - kr. 2.100 Aðeins þessi eina sýning Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar NÁMSKEIÐ UM VESTURFARNA HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 2. FEBRÚAR Kennarar: Viðar Hreinsson, 2/2 Upp- haf vesturferða Gísli Sigurðsson, 9/2 Sagnalist Vestur Íslendinga Helga Ögmundardóttir, 16/2 Lífskjör og að- stæður frumbyggjanna Böðvar Guð- mundsson, 23/2 Bréfin frá Vestur-Ís- lendingum. Skráning hjá Mími Sí- menntun á www.mimi.is eða í síma 5801800. Þátttakendum verður boðið á sýningu á Híbýlum vindanna 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 – 3. sýning 18.feb. kl 20.00 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 6. sýning 27. febrúar kl. 19.00 – 7. sýning 4. mars kl. 20.00 8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00 Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Banki allra landsmanna Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Safnar í disk sem hún ætlar að vinna með ýmsum stjórnendum. Svíta í stórsveitarformi EERO KOIVISOINEN Þekktasti saxófón- leikari Finna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.