Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 56
Á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur í kvöld verður flutt svíta í þremur þáttum, byggð á íslenskum þjóðlög- um, eftir stjórnanda tónleik- anna, Eero Koivistoinen. Stórsveit Reykjavíkur heldur sína fyrstu tónleika á þessu ári í Ráð- húsi Reykjavíkur í kvöld klukkan 20.00. Stjórnandi á tónleikunum verður einn fremsti djasstónlist- armaður Finna um langt árabil, Eero Koivistoinen, sem einnig mun koma fram sem einleikari á tenórsaxófón. Á tónleikunum verða ný og eldri verk eftir Koivistoinen, auk útsetninga hans af verkum ann- arra. Meað annars verður flutt nýtt verk Koivistoinens, Tvísöng- ur, en það er svíta í þremur þátt- um, byggð á íslenskum þjóðlög- um. Koivistoinen hefur, meðal annars, samið mikið fyrir Stór- sveit finnska ríkisútvarpsins og margsinnis stýrt þeirri hljóm- sveit en hún telst með fremstu stórsveitum Evrópu. Þekktastur er Koivistoinen þó sem leiðandi saxófónleikari Finna síðustu ára- tugi. Hann er leitandi tónlistar- maður sem hefur reynt fyrir sér í ýmsum stílbrigðum djasstónlistar á löngum ferli og því ekki lítið forvitnilegt að fá að heyra hvern- ig hann vinnur úr íslensku þjóð- lögunum. Stórsveitin er einn af föstu punktunum í tilverunni, heldur að jafnaði sex tónleika í Ráðhúsinu á hverjum vetri – en sem fyrr segir eru tónleikarnir í dag fyrstu tón- leikarnir á nýju almanaksári. Sig- urður Flosason, forsvarsmaður Stórsveitarinnar, segir mikinn feng að því að fá Koivistoinen til liðs við hana. „Þetta er einn af fremstu djasstónlistarmönnum Finna og hefur verið um áratuga- skeið. Hann hefur samið mjög svo áhugavert verk fyrir sveitina, svítu, og það er í fyrsta sinn sem slíkt heyrist í stórbandaformi.“ Sigurður segir Stórsveitina þegar byrjaða að safna í disk sem hún ætlar að vinna með ýmsum stjórnendum. „Við vinnum aðal- lega með erlendum stjórnendum,“ segir hann. „Við fáum nokkra slíka til okkar á hverju ári og erum byrjaðir á þeirri nýbreytni að taka upp nokkur lög með hverj- um þeirra. Við stefnum að útgáfu á diski innan tveggja ára – og þá með alvarlegri tónlist. Við höfum gefið út disk með tónlist í léttari kantinum og nú er komið að þeim alvarlegri.“ Stórsveitin hefur starfað í fimmtán ár og Ráðhústónleikar hennar verið starfræktir stærst- an hluta þess tíma. Þegar Sigurð- ur er spurður hvað einkenni tón- listina sem flutt verður í kvöld, segir hann: „Ætli við getum ekki sagt að það sé persónuleiki höfundarins og norrænt yfirbragð, en þó um leið alþjóðlegt. Það er dálítið and- lega stutt á milli Finna og Íslend- inga sem sést best í því að eftir að Koivistoinen sá nótur að íslensku þjóðlögunum á bók, skynjaði hann mjög vel eðli og kjarna tónlistar- innar. ■ 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… Regnhlífunum í New York, bókaþætti Þorsteins J. klukkan 21.15 í sjónvarpinu, þar sem hann skoðar bókaheiminn, segir nýjustu fréttir og spjallar við gesti um bækur á náttborðum heims- ins... Á skurðarborði augans, sýn- ingu Valgerðar Guðlaugsdóttur í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Á sýningunni kryfur Valgerður kven- líkamann og sundrar honum í smáar einingar sem mynda síðan einar og sér nýtt sjónarhorn á kvenímyndina... Hauststarf Heimilisiðnaðarfélagsins var með miklum ágætum í haust og var áber- andi mikil aðsókn í þjóðbúningasaumi. Einnig komust færri að en vildu í mynd- vefnað og þæfingu. Starfsemin er nú að hefjast að nýju og er óhætt að segja að þar kenni margra áhugaverðra grasa. Má þar nefna baldýringu, dúkaprjón, eld- smíði, faldabúning og skautbúning, hekl, hnífagerð, íleppa, jurtalitun, knipl, körfugerð, myndvefnað, möttulsaum, orkeringu, spjaldvefnað, tóvinnu, víra- virki, alls kyns útsaum, þjóðbúninga kvenna og karla og flestar tegundir þæfingar. Einnig eru ýmsir fyrirlestrar og námskeið á döfinni. Laugardaginn, 29. janúar klukkan 10.00 fjallar Elínbjört Jónsdóttir um baldýringu í Hornstofu. Á sama stað fjallar Ríkey Kristjánsdóttir um íslenskar út- saumsgerðir 11. febrúar klukkan 20.00 og heldur síðan helgarnámskeið í útsaumi laugardaginn 12. febrúar og sunnudaginn 13. febrúar. Námskeiðin verða tvö, annars vegar fyrir byrjendur, hins vegar fyrir lengra komna. Fyrir þá sem skoðað hafa hið ein- staka heimilisiðnaðarsafn á Blönduósi, eru námskeið Heimilisiðnaðarfélagsins kjörinn vettvangur til þess að kynnast listaverkum íslenskra kvenna nánar. Handverkshefðir vinsælar TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 27. JANÚAR KL. 19.30 Verk fyrir flautu og hljómsveit eftir Mozart og Carl Nielsen Sönglög og óperuaríur eftir Mahler, Bizet og Rossini Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einleikari ::: Hafdís Vigfúsdóttir, flauta Einsöngvari ::: Sólveig Samúelsdóttir, mezzósópran Miðasala í síma 545 2500 I www.sinfonia.is Ungt listafólk Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga STÓRA SVIÐ HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara- sögu Böðvars Guðmundssonar Fim 27/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20 - UPPSELT Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl. 20 - UPPSELT, Sun 6/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20 - UPPSELT, Fö 11/2 kl 20 - UPPSELT, Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 17/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 - UPPSELT, Lau 19/2 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 28/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 Síðustu sýningar LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14 Síðustu sýningar NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR e. Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin Aðalæfing Fi 3/2 kl 20 - kr. 1.000 Frumsýning Fö 4/2 kl 20 - UPPSELT Hátíðarsýning Su 6/2 kl 20 Mi 9/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20, Fö 11/2 - Lokasýning BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson, Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT, Lau 12/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 Sýningum lýkur í febrúar AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Lau 29/1 kl 20, Su 6/2 kl 20, Fö 11/2 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson. Í samstarfi við TÓBÍAS. Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20, Fi 3/2 kl 20, Lau 5/2 kl 20 Ath: Bönnuð yngri en 12 ára. BOUGEZ PAS BOUGER Frönsk - japönsk nýsirkussýning Lau 29/1 kl 20 - kr. 2.100 Aðeins þessi eina sýning Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar NÁMSKEIÐ UM VESTURFARNA HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 2. FEBRÚAR Kennarar: Viðar Hreinsson, 2/2 Upp- haf vesturferða Gísli Sigurðsson, 9/2 Sagnalist Vestur Íslendinga Helga Ögmundardóttir, 16/2 Lífskjör og að- stæður frumbyggjanna Böðvar Guð- mundsson, 23/2 Bréfin frá Vestur-Ís- lendingum. Skráning hjá Mími Sí- menntun á www.mimi.is eða í síma 5801800. Þátttakendum verður boðið á sýningu á Híbýlum vindanna 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 – 3. sýning 18.feb. kl 20.00 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 6. sýning 27. febrúar kl. 19.00 – 7. sýning 4. mars kl. 20.00 8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00 Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Banki allra landsmanna Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Safnar í disk sem hún ætlar að vinna með ýmsum stjórnendum. Svíta í stórsveitarformi EERO KOIVISOINEN Þekktasti saxófón- leikari Finna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.