Fréttablaðið - 05.02.2005, Page 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
62,42 62,72
117,59 118,17
80,90 81,36
10,88 10,93
9,75 9,81
8,90 8,95
0,60 0,60
94,62 95,18
GENGI GJALDMIÐLA 05.02.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
111,45 +0,67%
4 5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
Sorpa lokaði í Grafarvogi um áramót:
40 milljónir sparast
SPARNAÐUR „Þetta var einfaldlega
sparnaðarráðstöfun. Það var
krafa sveitarfélaganna sem eiga
og reka Sorpu að draga úr kostn-
aði við þessa þjónustu,“ segir Ög-
mundur Einarsson, framkvæmda-
stjóri Sorpu, en endurvinnslustöð-
inni í Bæjarflöt í Grafarvogi var
lokað um áramót.
Hann segir að talið sé að fjöru-
tíu milljónir króna sparist á ári
við að loka stöðinni en árlegur
rekstrarkostnaður allra endur-
vinnslustöðvanna er 320 milljónir.
Ólafur F. Magnússon, borgar-
fulltrúi F-lista spurði um ástæðu
lokunar Grafarvogsstöðvarinnar
á borgarráðsfundi á fimmtudag.
Hún er sumsé peningar. „Þetta
var samdómaálit allra stjórnar-
manna,“ segir Ögmundur og við-
urkennir að sér hafi þótt óljúft að
loka. „En ég varð að fara eftir
fyrirmælum.“
Næsta endurvinnslustöð er á
Sævarhöfða og þangað hafa
Grafarvogsbúar farið með drasl
sitt og dót. Nálægð stöðvanna
tveggja réð mestu um að ákveðið
var að loka í Bæjarflötinni en ekki
annars staðar.
Og Ögmundur framkvæmda-
stjóri hefur ekki farið varhluta af
óánægju. „Ég hef heyrt fullt af
óánægjuröddum,“ segir hann.
„Hins vegar var merkilegt með
þessa stöð í Grafarvogi að hún
stækkaði ekki í magni eða
heimsóknarfjölda í líkingu við
hverfið.“ - bþs
Hálfur milljarður
í landnámsbæinn
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gagnrýnir það sem hann kallar
gríðarlega mikinn kostnað borgarinnar vegna landnámsskálans í Aðalstræti.
Borgarstjóri segir kostnaðinn vera í samræmi við áætlanir.
BORGARMÁL Kostnaður Reykjavík-
urborgar vegna landnámsbæjar-
ins við Aðalstræti er kominn í
rúmlega 320 milljónir króna. Í
bréfi innri endurskoðunardeildar
sem lagt var fyrir borgarráð
kemur fram að á þessu ári og því
næsta verði lagðar 207 milljónir
króna til viðbótar í landnáms-
bæinn. Heildarkostnaður borgar-
innar vegna landnámsbæjarins
verður því vel yfir hálfan milljarð
króna.
„Mér finnst þetta gríðarlega
mikill kostnaður við þennan
skála,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn. „Síðan á
eftir að reka þetta og kostnaður-
inn á því bara eftir að aukast. Ég
er ekki viss um að þeir sem
byggðu þennan bæ á landnáms-
tímanum hafi gert ráð fyrir því að
borgarsjóður Reykjavíkur ætti
eftir að verða fyrir þvílíkum
búsifjum vegna hans á 21. öld-
inni.“
Í desember seldi borgin fyrir-
tækinu Stoðum sýningarskálann,
sem verður í kjallara hótelsins
sem verið er að byggja við Aðal-
stræti, fyrir 160 milljónir króna.
Borgin gerði samning við Stoðir
um að leigja kjallarann. Samning-
urinn er til 25 ára og greiðir borg-
in 1,7 milljónir króna í leigu á
mánuði eða samtals 510 milljónir
á 25 árum. Vilhjálmur Þ. segir
s a m n i n g i n n
ó h a g s t æ ð a n
fyrir borgina.
Borgin fái
vissulega pen-
inginn núna en
greiði hann
allan til baka og
vel rúmlega
það. Vilhjálmur
Þ. segir að forn-
leifarnar þurfi
náttúrlega ákveðna umgjörð.
Kostnaðurinn sé samt kominn
fram úr öllu hófi og það lýsi ekki
góðri fjármálastjórn.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
borgarstjóri segir að rústirnar
séu umfangsmiklar og kostnaður
vegna fornleifarannsókna sé al-
mennt mjög mikill. Hún vísar hins
vegar gagnrýni Vilhjálms Þ. til
föðurhúsanna því heildarkostn-
aður borgarinnar vegna land-
námsbæjarins sé í fullu samræmi
við áætlanir. Þá segir hún samn-
inginn við Stoðir vera hagstæðan.
Ákveðin hagkvæmni sé fólgin í
því að sama fyrirtækið eigi
bæði hótelið og sýningar-
skálann. Borgin muni
einnig koma til með að
spara fjármuni því Stoð-
ir muni sjá um viðhald
skálans.
trausti@frettabladid.is
Hálka á Norðurlandi:
Bílvelta á
Dalvík
LÖGREGLUMÁL Ökumaður slapp
ómeiddur þegar bíll hans valt rétt
sunnan við Dalvík á áttunda tím-
anum í gærmorgun. Að sögn lög-
reglunnar á Dalvík var mikil
hálka á veginum og missti öku-
maðurinn stjórn á bílnum með
fyrrgreindum afleiðingum.
Maðurinn var fluttur á heilsu-
gæslustöðina á Dalvík þar sem
hugað var að honum en hann
reyndist lítið sem ekkert meiddur.
Bíllinn er hins vegar mikið
skemmdur og talinn óökufær.
Hann var dreginn af vettvangi
skömmu eftir að óhappið átti sér
stað. -bs
Veðrið í ársbyrjun:
Dyntóttur
janúar
VEÐURFAR Illviðri voru tíðari og
snjór meiri í janúarmánuði en verið
hefur á sama tíma undanfarin ár
samkvæmt upplýsingum frá Veður-
stofu Íslands. Síðasta vika mánaðar-
ins var hins vegar mjög hlý og
leysti snjó af láglendi og upp með
fjöllum.
Hæsti hiti mældist á Teigarhorni
og var 18 gráður 30. janúar, en mest
mældist frost við Auðkúluheiði og
var 23,9 stig 2. janúar. Meðalhiti í
Reykjavík var -0,2 stig sem er 0,3
gráðum yfir meðallagi en á Akur-
eyri var meðalhiti -0,6 stig sem er
1,6 gráðum yfir meðallagi. Sólskins-
stundir voru nærri meðallagi bæði í
Reykjavík og á Akureyri. - bs
FUNDAÐ UM REGLUGERÐINA
Drög að reglugerð um atvinnu-
réttindi útlendinga eru á loka-
stigi. Búist er við að fulltrúi fé-
lagsmálaráðuneytisins eigi fund
með fulltrúum Samtaka atvinnu-
lífsins og verkalýðshreyfingar-
innar á næstunni og verði að hon-
um loknum reynt að ná sátt um
reglugerðina. Að því búnu verður
hún gefin út.
Banaði dóttur sinni:
Áfram
á Sogni
DÓMSMÁL Móðirin sem varð ellefu
ára dóttur sinni að bana og særði
son sinn á Hagamel í lok maí í fyrra
er gert að sæta áfram öryggisgæslu
á réttargeðdeildinni að Sogni. Hún
er ekki talin sakhæf og segir í áliti
geðlæknis að hún hafi verið alls
ófær um að stjórna gerðum sínum
þegar hún framdi verknaðinn.
Móðurinni var einnig gert að
greiða syni sínum eina og hálfa
milljón króna í miskabætur en hún
stakk hann sex sinnum áður en hann
náði að forða sér út af heimilinu og
leita sér hjálpar. - hrs
TEKIÐ TIL EFTIR ÁRÁS
Vopnaðir menn réðust á mosku sjía-
múslima í Bagdad og skemmdu hana með
sprengjum.
Írösku kosningarnar:
Mikið fylgi
lista sjía
ÍRAK, AP Sameinaða íraska banda-
lagið hefur mikið forskot á
önnur framboð í írösku kosning-
unum samkvæmt þeim tölum
sem hafa verið birtar. 3,3 millj-
ónir atkvæða hafa verið taldar
úr tíu héruðum þar sem sjía-
múslimar eru fjölmennir.
Sameinaða íraska bandalagið,
listinn sem komið var saman að
frumkvæði hins áhrifamikla
sjía-klerks Ali al-Sistani, fékk
2,2 milljónir þeirra 3,3 milljóna
atkvæða sem hafa verið talin.
Næst kemur Íraski listinn,
framboð Iyad Allawi forsætis-
ráðherra og félaga hans, með
tæplega 600 þúsund atkvæði. ■
■ ATVINNUMÁL
Höfðabakka 1 - sími 587 50 70
OPIÐ Í DAG
10-14.30
Stór humar
Opið laugardaga 10-14:30
FLOKKUM OG SKILUM
Grafarvogsbúar þurfa nú að fara í Sævar-
höfða með dót til endurvinnslu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
AÐALSTRÆTI
Sýningarskálinn verður í kjallara hótelsins sem verið er að byggja á horni
Túngötu og Aðalstrætis
VILHJÁLMUR Þ.
„Mér finnst þetta
gríðarlega mikill
kostnaður.“
STEINUNN VALDÍS
Vísar gagnrýni
Vilhjálms Þ. til
föðurhúsanna.
■ EVRÓPA
SKÓLARÚTA Í ÁREKSTRI Tveir full-
orðnir létust og 23 börn slösuðust í
árekstri á ísilögðum vegi í vestur-
hluta Þýskalands. Þeir sem létust
voru í bíl sem rakst á skólarútu.
Tvö barnanna voru hættulega slös-
uð en flest voru með beinbrot eða
skrámur að sögn lögreglu.