Fréttablaðið - 05.02.2005, Side 8

Fréttablaðið - 05.02.2005, Side 8
5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins: Lánadrottnum Máka bjargað af yfirvöldum ALÞINGI Iðnaðarráðuneytið lagði til 35 milljónir króna til að ljúka fisk- eldi Máka á Sauðárkróki sem varð gjaldþrota árið 2002. Milljónirnar voru hluti söluhagnaðar af Stein- ullarverksmiðjunni á Sauðár- króki. Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, telur fjárveitinguna óeðlilega þar sem sýnt hafi verið að eldi fisktegundarinnar barra væri ekki arðbært hér á landi. „Ég hef ákveðnar grunsemdir um að á ferðinni hafi verið ein- hverskonar björgunaraðgerð til að forða lánadrottnum frá tapi.“ Í svari Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra við fyrirspurn Magnúsar á Alþingi stendur að ríkisstjórnin hafi samþykkt að hlutur ríkisins yrði seldur og helmingi söluhagnaðar verk- smiðjunnar, 105 milljónum, varið til samgöngubóta og uppbygging- ar í sveitarfélögum sem áttu veru- legra hagsmuna að gæta. Magnús segir milljónirnar 35 ekki hafa farið í uppbyggingu. Hann hyggist fylgja málinu eftir á Alþingi. Ekki náðist í iðnaðarráðherra. - gag Landspítali-háskólasjúkrahús: Enn álag vegna flensunnar HEILBRIGÐISMÁL Enn er talsvert álag á Landspítala-háskólasjúkra- húsi vegna inflúensunnar sem geisað hefur hér á landi undan- farnar vikur, að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur sviðs- stjóra á lyflækningasviði. „Við höfum ekki þurft að opna aðrar deildir eins og við þurftum að gera á tímabili,“ sagði Guðlaug Rakel. „En það er búið að vera mikið álag og fólk er að koma og leggjast inn daglega vegna afleið- inga flensunnar. Það er sérstak- lega fullorðið fólk sem fær fylgi- kvilla, svo sem lungnabólgu.“ Guðlaug Rakel sagði að starfs- fólkið á spítalanum hefði einnig verið að veikjast og það gerði einnig erfitt fyrir. „Það hafa verið töluverð veik- indi á starfsfólkinu, en toppnum á því virðist náð, alveg eins og er að gerast úti í bæ. Þetta endurspegl- ar náttúrlega stöðuna, því við erum öll í einu samfélagi. Það er enginn vafi, að flensan er í rénun, en hún er þó ekki búin enn.“ - jss Vill sérdeild fyrir yngstu fangana Ungir fangar koma hættulegri úr fangelsum en þeir voru þegar þeir fóru inn, segir Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður. Hann vill sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára í nýju fangelsi. FANGELSISMÁL Tilgangurinn með þingsályktunartillögu um sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára í fyrirhuguðu fangelsi á Hólmsheiði er að auka möguleika á betrun ungra fanga, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar fyrsta flutningsmanns tillögunnar. „Fangar koma hættulegri út en þeir voru þegar þeir fóru inn,“ segir hann. „Það hefur ekki góð áhrif, að mínu mati, að blanda saman ung- um og óreyndum saman við hina eldri og forhertari,“ segir Ágúst Ólafur og vísar í rannsókn Helga Gunnlaugssonar prófessors í fé- lagsfræði. „Þar kemur fram að hlutfall þeirra sem lenda aftur í kasti við lögin eftir að þeir losna úr fangelsi er hærra hér á landi en víðast annars staðar. Þetta hlutfall fer hækkandi eftir því sem aldursflokkurinn er yngri. Þar kemur með- al annars fram sú niðurstaða að 37 prósent þeirra sem luku fangavist voru fangelsuð á ný, 44 prósent voru dæmd á ný og um 73 prósent þeirra sem luku f a n g a v i s t þurftu afskipti lögreglunnar á ný innan fimm ára frá því að afbrotamenn- irnir luku afplánun. Ítrekunar- tíðnin var enn hærri í yngri aldursflokkum.“ Ágúst Ólafur sagði aldurinn ekki vera algildan mælikvarða. Hins vegar ætti almennt að taka tillit til ungs aldurs. Fyrirhuguð bygging nýs fangelsis gæti veitt einstakt tækifæri til að gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir unga fanga. Í umræðum um nýja fang- elsið hefði hins vegar komið fram að ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkri sérdeild. „Samkvæmt upplýsingum sem fengist hafa frá Fangelsismála- stofnun er bygging nýja fangels- isins nú í biðstöðu þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til þess í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2005,“ sagði Ágúst Ólafur. „Það er því enn tækifæri til að gera ráð fyrir sér- deild fyrir unga fanga á aldrinum 18 til 24 ára. Ef ekki er hægt að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga í nýja fangelsinu eða bygg- ing þess frestast verulega teljum við, flutningsmenn tillögunnar, að breytingar á núverandi fangels- um séu nauðsynlegar í því skyni.“ jss@frettabladid.is ■ ASÍA BLÓÐUGAR KOSNINGAR Tíu létust í tveimur árásum á kjör- staði í Bihar og Jharkhand, ríkj- um Indlands. Níu lögreglumenn og einn kjósandi létust í árás maóískra uppreisnarmanna. Annars staðar í Bihar skutu lög- reglumenn á mannfjölda, tvær konur létust og drengur á tán- ingsaldri særðist. LANDSPÍTALI Enn er fólk að leggjast inn vegna afleið- inga flensunnar. MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Segir ólykt af máli Máka og Sægulls á Sauðárkróki. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Vill sérdeild fyrir unga fanga í nýju fangelsi. LITLA-HRAUN Á Litla-Hrauni afplána ungir og eldri afbrotamenn refsingar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.