Fréttablaðið - 05.02.2005, Page 46

Fréttablaðið - 05.02.2005, Page 46
Hörður Ágústsson listamað- ur segist hafa þurft að vera gagnrýninn á sjálfan sig þeg- ar hann stúderaði myndlist hér heima á stríðsárunum. Sýning á verkum Harðar Ágústs- sonar stendur nú yfir í vestursal Kjarvalsstaða. Hörður er fyrir löngu orðinn kunnur sem einn af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Á ferli sem spannar meira en hálfa öld hefur hann skilað margföldu lífsstarfi sem myndlistarmaður, hönnuður, kennari, gagnrýnandi, rithöfundur, fræðimaður á sviði sjónvísinda og brautryðjandi í rann- sóknum á íslenskri húsagerðarsögu. Síðast en ekki síst er hann einn helsti baráttu- og hugsjónamaður á sviði íslenskra sjónlista, talsmaður þess að umbúnaðurinn sem slíkur eigi sér innihald og að mennt og menningararfur forms og lita sé engu síðri en orðsins list. Á sýningunni er leitast við að varpa ljósi á framlag Harðar Ágústssonar á sviði myndlistar, hönnunar og byggingarlistar og hvernig hinir ólíku þættir fléttast saman í einstæðu lífsverki, þar sem enginn þeirra verður skilinn án vit- undar um hina. Hörður segist mjög sáttur við uppsetninguna á sýningunni. Hún spannar tímabilið frá 1941 til dags- ins í dag – en Hörður varð 83 ára 4. febrúar. Ekki segist Hörður eiga neitt uppáhaldsverk á sýningunni. „Þetta er eins og að eiga mörg börn,“ segir hann. Maður hefur sama álit á þeim öllum. Sérstöðu listsköpunar sinnar segir Hörður mega rekja aftur til þess tíma sem hann var beðinn um að kenna formfræði. „Ég fór að rannsaka hvað væri formfræði. Guðmundur Finnbogason hafði skrifað rit, óþekkt og mjög merki- legt, þar sem hann rannsakar og spyr sjálfan sig og aðra að því hvers vegna sum form séu merkileg og ómerkileg. Ég fór að spyrja mig að því sama í samvinnu við mína nem- endur og upp úr því varð til hinn formræni hlutur sýningarinnar til. En það var svo mikið verk að mála ferhyrninga, þríhyrninga og hringa að mér leist ekki á blikuna. En svo varð mér gengið framhjá Málaran- um einn daginn og sá þar límbands- rúllur. Ég hugsaði með mér að þetta væri einmitt það sem vantar í form- fræðina og litafræðina og keypti rúllur í mismunandi litum. Þetta hef ég notað fram til dagsins í dag.“ Áhugi Harðar á arkitektúr hefur átt stóran þátt í því að vekja Íslend- inga til vitundar um íslenska bygg- ingarlist. „Ég hef nú sagt við vini mína að ég hafi ætlað að vera lista- maður fyrir hádegi og arkitekt eftir hádegi. Ég stefndi að því þeg- ar ég var ungur að verða arkitekt. En stríðið kom í veg fyrir það, lok- aði fyrir samgöngur til meginlands- ins og norðurlandanna – og til Bandaríkjanna vildi ég ekki fara. Ég fékk lánað lítið herbergi í kjall- ara á Laufásvegi og setti upp skóla fyrir sjálfan mig. Það eina góða við stríðið var að þá opnaðist markaður fyrir listaverkabækur frá Banda- ríkjunum. Í gegnum þær kynntist ég módernismanum sem kom sér vel þegar ég fór til Parísar. Ég hef alltaf litið svo á að ég hafi verið minn eigin kennari – vegna þess að þegar ég bar verk mín saman við þau sem voru í listaverkabókunum, þurfti ég að vera gagnrýninn á sjálfan mig. 42 5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… … Gítar- tónleikum Péturs Jón- assonar á Myrkum músíkdög- um í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi á morgun klukkan 15.00. Pétur leikur verk eftir Svein Lúðvík Björnsson, Jónas Tómasson, Huga Guðmunds- son, Per Nörgaard, Einojuhani Rautavaara og Anders Nilsson. … Allra síðustu sýningu á hinu sprellfjöruga og fyndna verki, Faðir vor, í Iðnó annað kvöld. …Heimildarmynd um Ragnar í Smára í sjónvarpinu annað kvöld. Skökk staða nútímatónlistar í dag er um- ræðuefni á málþingi og í pallborðsumræð- um Tónskáldafélags Íslands sem haldin verða í Norræna húsinu í dag klukkan 13.00. Þátttakendur eru Sten Melin formaður Sænska tónskáldafélagsins, Anders Beyer ritstjóri Nordic Sounds/ NOMUS, Patrick Kosk tónskáld frá Finnlandi og Kolbeinn Bjarnason flautuleikari CAPUT. Fundarstjóri er Bjarki Sveinbjörnsson Rætt verður um tónlist á hátíðum – einlitt efnisval út frá forneskjulegum fagurfræði- legum forsendum, áhrif mennturnar á tón- sköpun í dag og spurt hvort úreltar tón- smíðakennsluaðferðir í skólum séu að tak- marka tónsköpun í dag. Einnig verður rætt um tónlist á geisladisk- um og í útvarpi, þar sem spurt er hvort markaðsþenkjandi útsendingarstjórar og út- gáfustjórar séu að úthýsa framsækinni nú- tímatónlist. Umræðurnar fara fram á skandinavísku og verða hljóðritaðar af RÚV til flutnings á norrænum vettvangi. Kl. 22.00 Raftónleikar – fjölvíðir og fjölbreyttir í Salnum Kópavogi. Leikin verða verk eft- ir Hilmar Þórðarson, Ríkharð H. Frið- riksson, Camillu Söderberg, Harald Sveinbjörnsson og Úlfar Inga Haralds- son. menning@frettabladid.is Málþing tónskáldanna Birgitta og Jónsi í Ávaxtakörfunni HÖRÐUR ÁGÚSTSSON Myndlistarmaður, hönnuður, kennari, gagnrýnandi, rithöfundur, fræðimaður á sviði sjónvísinda og brautryðjandi í rannsóknum á íslenskri húsagerðarsögu. Söngleikurinn vinsæli, Ávaxta- karfan, verður frumsýndur á morgun með nýjum leikendahóp þar sem Birgitta Haukdal leikur hina réttsýnu Geddu gulrót og Jónsi er kominn í hlutverk Imma ananas, sem vill verða konungur ávaxtanna. „Nú eru bráðum liðin sjö ár síðan þetta var sýnt síðast og nýir áhorfendur komnir í heiminn,“ segir Kristlaug María Sigurðar- dóttir, annar tveggja höfunda Ávaxtakörfunnar. Hún gerði text- ann en Þorvaldur Þorvaldsson samdi lögin. „Við Þorvaldur höfum orðið vör við mikla eftirspurn. Fólk hefur hringt í okkur og spurt hvenær við ætlum að setja þetta upp aftur eða hvort við ætlum ekki að gera framhald.“ Eins og margir muna gerist þessi söngleikur í ávaxtakörfu þar sem Mæja litla jarðarber verður fyrir stanslausu einelti meðan Immi ananas býr sig undir að verða krýndur konungur ávaxtanna. „Þetta er náttúrlega hápóli- tískur söngleikur þar sem ekkert er verið að skafa utan af hlutun- um, og krökkunum finnst það ágætt. Þau þekkja alveg einelti og eru voða glöð að geta talað hreint út um það.“ Selma Björnsdóttir, sem var í örlitlu hlutverki í fyrri uppfærsl- unni, leikur nú Evu appelsínu en með hlutverk Mæju litlu jarðar- bers, sem sífellt sætir einelti, fer nú Lára Sveinsdóttir. Þorvaldur hefur auk heldur samið tvö ný lög og Kristlaug hefur raunverulega endurskrifað allt leikritið. „Ég byrjaði með tóma tölvu og skrifaði þetta alveg upp á nýtt, en held samt í kjarnann úr gömlu uppfærslunni. Auðvitað má ég ekki breyta of miklu, en nú er meiri húmor í þessu og ég er búin að mýkja aðeins pólitíkina. En hún er þarna samt.“ Minn eigin kennari ! JÓKER 2 MILLJÓNIR Í FYRSTA VINNING FLEIRI VINNA! 2x Jókerinn kostar 200 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 14 9 6 8 ÁVAXTAKARFAN LIFNUÐ Á NÝ Birgitta Haukdal leikur Geddu gulrót í nýju Ávaxtakörf- unni, sem frumsýnd verður á morgun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.