Fréttablaðið - 28.02.2005, Side 4

Fréttablaðið - 28.02.2005, Side 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 60,75 61,05 115,94 116,50 79,98 80,42 10,75 10,81 9,68 9,73 8,81 8,86 0,58 0,58 92,61 93,17 GENGI GJALDMIÐLA 25.02.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 109,70 -0,28% 4 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR Fyrstu tveir mánuðir ársins: Enginn látist í bílslysum BANASLYS Það sem af er ári hefur enginn látist í bílslysum á þjóð- vegum landsins. Banaslysið sem varð þegar maður fór fram af hengju á vélsleða á Landmanna- leið fyrr í mánuðinum telst til um- ferðarslysa, þar sem um vélknúið farartæki var að ræða. Eru veg- farendur á Hellisheiði minntir á dauða vélsleðamannsins á skiltinu ofan við Litlu kaffistofuna, þar sem nú stendur að einn hafi látist í umferðinni á árinu. Slysið þar sem íslensk kona lést í bílslysi á Kanaríeyjum fyrr í mánuðinum telst ekki með, því líkt og hérlendis gilda sömu regl- ur og þegar útlendingar láta lífið í umferðinni á Íslandi, mannslát er talið með í tölfræði þess lands. Sigurður Helgason hjá Um- ferðarstofu segir að þótt hvert einasta banaslys sé hörmulegur atburður hafi nýja árið verið gott þegar kemur að banaslysum. „Það hefur áður gerst að tveir og jafn- vel upp í fjórða mánuð hafi liðið án banaslysa í umferðinni. Yfir- leitt eru júlí og ágúst langverstu mánuðirnir, en í slæmum aðstæð- um að vetri til fara ökumenn sér hægar, sem skilar sér í færri slys- um,“ segir Sigurður og beinir þeim orðum til ökumanna lands- ins að fara ætíð með mestu gát þegar þeir setjast undir stýri og bera þá miklu ábyrgð að stýra bifreið. ■ Eftir lúðrablástur er flokkurinn stefnulaus Formaður VG telur ESB-umræðuna hugsanlega skilaboð um breytt stjórnar- mynstur á næsta kjörtímabili. Formaður Samfylkingarinnar telur sjálfstæðis- menn móta stefnu Framsóknarflokksins í Evrópumálum. STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur skondið að meginniðurstaða um- ræðna um Evrópumálin sé að Framsóknarflokkurinn ætli hugs- anlega að móta sér stefnu meðan flestir aðrir flokkar hafi skýra stefnu um þau mál. „Þarna hefur Framsókn fylgt hefðinni, er opin í báða enda og kemur stefnulaus í Evrópumálum út úr þessu þingi. Merkilegast er að eftir mikinn lúðrablástur í upp- hafi flokksþingsins kom í ljós að innan samstarfsflokksins í ríkis- stjórn reis greinilega mikil and- staða gegn þessu hjá Framsókn. Það virðist því sem svo að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi tekið fram fyrir hendur Framsóknarflokksins og mótað stefnu hans. Og komist upp með það.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, segir að ályktun um utanríkismál sem sam- þykkt var á flokksþingi Framsókn- arflokksins virki sérkennilega á sig í ljósi þess að formaður flokks- ins sé forsætisráðherra í ríkis- stjórn sem hafi allt aðra stefnu í stjórnarsáttmála en komi fram í ályktuninni. „Maður veltir fyrir sér hvað þessar æfingar eiga að þýða, hvort þetta hefur þá líka áhrif inn í stjórnarstefnuna og þá nefnd sem er að störfum og fyrrverandi for- sætisráðherra skipaði í allgóðu samkomulagi allra flokka. Maður veltir líka fyrir sér hvort eigi að taka þetta alvarlega,“ segir hann. „Það er líka spurning um það hvort þeir séu að senda einhver skilaboð til samstarfsflokksins eða hvort þeir séu að undirbúa ein- hverjar breytingar, jafnvel breytt stjórnarmynstur á næsta kjörtíma- bili. Það væri nærtækt að láta sér detta það í hug.“ Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar og hún sjái ekki að ályktun framsóknarmanna breyti því að neinu leyti. ghs@frettabladid.is SABAWI AL-HASSAN Hann var númer 26 á lista Bandaríkja- manna yfir eftirlýsta Íraka. Írak: Hálfbróðirinn handsamaður BAGDAD, AP Sýrlensk yfirvöld handtóku í gær hálfbróður Saddam Hussein, Sabawi Ibrahim al-Hassan, en hann er grunaður um að hafa fjármagnað hryðju- verk og skæruhernað í Írak eftir að landið var hernumið. Þegar Saddam var enn við völd var al-Hassan einn af hans helstu ráðgjöfum. Hann sá um öryggis- mál ríkisins og hefur verið sakað- ur um pyntingar og pólitískar aftökur. Eftir innrás Bandaríkja- manna fyrir tæpum þremur árum flúði Hassan til Sýrlands en þaðan er hann sagður hafa styrkt upp- reisnarmenn. ■ Banaslys í Sandgerði: Fannst látinn í höfninni LÖGREGLUMÁL Maður á áttræðis- aldri fannst látinn í Sandgerðis- höfn um klukkan hálf tvö að- faranótt sunnudags. Maðurinn hafði verið að vinna við trillu í höfninni á laugardag- inn og var saknað þegar kvöldaði. Björgunarsveitir í Sandgerði og Garði voru kallaðar út til leitar að manninum um miðnætti. Ekki er vitað um tildrög þess að maðurinn lenti í sjónum. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. -þlg RAUÐMAGI 20 kr/stk Glæný Ýsuflök Ný lagaður Plokkfiskur Ný steiktar Bollur ■ VATÍKANIÐ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Egilsstaðir: Táragas á ofstopamenn LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglan á Egils- stöðum þurfti að beita táragasi á tvo aðkomumenn sem létu öllum illum látum á skemmtistöðum bæjarins aðfaranótt sunnudags- ins. Voru mennirnir vel við skál og slógust við heimamenn og þrjá lögreglumenn þegar verst var. Engin slys urðu á fólki, en ofstopamennirnir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu misst sjónina tímabundið af völdum gassins. Þeir voru færðir í fanga- geymslur til að sofa úr sér vímuna og bræðina. - þlg ÁREKSTRAR Á AKUREYRI Fjórir árekstrar urðu í umdæmi lög- reglunnar á Akureyri aðfaranótt sunnudags og á sunnudagsmorg- un. Fyrirtaks akstursaðstæður voru í bænum og ollu árekstrarn- ir minniháttar tjóni og litlum meiðslum á fólki. Umferð gekk að öðru leyti vel í nágrenni Akur- eyrar og mannlíf sömuleiðis, þrátt fyrir gleði og glaum mann- fólksins. PÁFI AÐ HRESSAST Jóhannes Páll II páfi sýndi sig óvænt í gær þegar hann blessaði út um glugga mannfjölda sem safnast hafði saman fyrir utan sjúkrahúsið sem hann dvelur á. Páfi sagði ekkert heldur benti á háls sinn til merkis um að hann gæti ekki talað en hann undirgekkst skurðaðgerð á dögunum. SLYSAVETTVANGUR Banaslysin eru oft flest á sumrin, þegar aðstæður eru sem bestar. Ríkislögreglustjóri: Starfsemi Wilke skoðuð VINNUMARKAÐUR Vinnumálastofnun og Ríkislögreglustjóraembættið hafa til skoðunar starfsemi lett- nesku konunnar Ilonu Wilke hér á landi. Hún er talin reka fyrirtækið Vis- landia í Lettlandi og vera frumkvöð- ullinn að sölu á vinnuafli frá Lett- landi og Litháen sem þjónustu hér á landi síðustu misseri. Wilke hefur tímabundið atvinnu- leyfi hér á landi en Viðskiptanetið í Þverholti 21 í Reykjavík sótti um at- vinnuleyfi fyrir hana sem þýðanda í fyrra. Wilke hefur hins vegar verið í Lettlandi og sent þaðan starfs- menn hingað til lands. - ghs STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Formaður Vinstri grænna veltir því fyrir sér hvaða áhrif ályktun framsóknarmanna um ESB-málin hafi á stjórnarstefnuna. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Formaður Samfylkingarinnar telur sjálfstæðismenn komast upp með að móta ESB-stefnu Framsóknarflokksins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 04-05 27.2.2005 21:02 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.