Fréttablaðið - 28.02.2005, Page 15

Fréttablaðið - 28.02.2005, Page 15
Við höfum mikið vægi Halldór hefur bent á að hann telji að vægi Íslands sem smáríkis yrði hlutfallslega stórt innan ESB. Hins vegar höfum við ekkert að segja um þær ákvarðanir sem teknar séu innan EFTA og Evr- ópska efnahagssvæðisins. „Við höfum afskaplega lítið að segja í sambandi við þær ákvarðanir. Það skiptir okkur alltaf máli að vera við borðið. Ef maður er ekki við borðið getur maður ekki tekið þátt í umræðunni,“ segir hann. „Mér hefur fundist alls staðar þar sem ég hef komið fram fyrir hönd Íslands að ef um mikilvæg hagsmunamál okkar sé að ræða komum við því alltaf að. Okkur gengur vel að halda okkar mál- stað. Ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Halldór. Höfuðborgarstefnan merkileg Þegar Halldór er spurður út í önnur helstu mál sem flokksþing- ið ályktaði um segir hann það mjög merkilegt að Framsóknar- flokkurinn hafi markað sér sér- staka höfuðborgarstefnu. „Það er alveg nýtt. Oft hefur verið talað um Framsóknarflokkinn sem sér- stakan landsbyggðarflokk og ég tel að þessi stefna staðfesti það að Framsóknarflokkurinn er flokkur landsins alls og gerir sér grein fyrir mikilvægi höfuðborgar- innar,“ segir Halldór. Stórt skref í jafnréttismálum Þá var tekið stórt skref í jafnrétt- ismálum á þinginu er samþykkt var ákvæði í lögum flokksins er kveður á um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera lægri en 40 pró- sent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins sem og við val á framboðslista. „Mér líst vel á 40 prósenta regluna. Ég er mjög ánægður með það að þáttur kvenna í flokknum hefur stóraukist. Þegar ég kom fyrst í þingflokkinn gekk ég inn í þingflokk sautján karla og ég man eftir fyrsta fundinum sem ég sat í einu ákveðnu sveitarfélagi, þar mættu nánast allir bændur, engin kona. Tvær komu inn á fundinn til þess að hafa tal af mönnum sín- um. Síðan eru liðin rúm þrjátíu ár þannig að ég er afskaplega ánægður með þessa þróun,“ segir Halldór. Spurður hvort þetta marki upphaf nýrrar framsóknar segir hann að flokkurinn hafi alltaf verið að breytast og þróast. „Við hljótum að taka mið af breyttum tímum, taka mið af framtíðinni, og ég tel að við höfum gert það á þessu flokksþingi,“ segir hann. Formaður í sjötta sinn Halldór var kjörinn formaður í sjötta sinn á flokksþinginu. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Þetta er fjölmennasta flokksþing sem ég hef setið frá því að ég byrjaði að sitja þau. Flokkurinn hefur gengið í gegnum mörg erfið og umdeild mál undanfarið og við vorum að taka hér skýra afstöðu til Evrópumála. Ég tel því að þetta sé góð niðurstaða,“ segir hann. Halldór segir að fram undan sé að vinna að þeim mörgu málum sem fjallað hafi verið um á þing- inu og halda áfram því ágæta stjórnarsamstarfi sem Framsókn- arflokkurinn er í. „Ég tel að þetta flokksþing styrki stöðu Fram- sóknarflokksins mjög mikið.“ Halldór vill ekki kannast við það að átök hafi verið innan flokksins að undanförnu. „Ég vil ekki kalla það beint átök. Það er eðlilegt að það sé tekist á í tíu þús- und manna hreyfingu, það eru ekkert allir sammála. Framsókn- arflokkurinn er tæki fólks til þess að hafa áhrif á sín mál og áhrif á framtíðina,“ segir Halldór. Spurður hvort þetta sjötta sinn verði hið síðasta sem hann er kjörinn formaður segir hann: „Það ætla ég að vona ekki.“ ■ MÁNUDAGUR 28. febrúar 2005 Síminn færði Þjóðminjasafninu Fjarskipta- safn sitt að gjöf á fimmtudaginn. Safnið hefur verið starfrækt í 7 ár en það er til húsa í gömlu Loftskeyta- söðinni við Suðurgötu. Í safn- inu eru gripir og myndir sem tengjast og segja fjarskiptasögu Íslands sem spannar um hundrað ár. Meðal muna eru gamlar sím- stöðvar og símtæki og óvíst að ungt fólk viti til hvers þau voru notuð, svo mjög hafa tækin breyst í gegnum árin. Þar eru líka hakar og skóflur sem starfsmenn Pósts og síma notuðu til að grafa fyrir símalínum fyrir daga vélknúinna skurðgrafa. Hús Fjarskiptasafnsins, Loftskeyta- stöðin við Suðurgötu, var reist á fullveldisárinu 1918 en Einar Erlendsson húsameistari teiknaði það. Þjóðminjasafnið fékk húsið líka að gjöf. ■ HVAÐ ER? FJARSKIPTASAFNIÐ Saga símtala í máli og myndum SAFNGRIPUR FRAMTÍÐARINN- AR Þróunin á fjarskiptamarkaði er hröð og nýjasta tækni fljót að úr- eldast. 14-15 (360) 27.2.2005 20:55 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.