Fréttablaðið - 28.02.2005, Side 63
22 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR
FÓTBOLTI Jose Mourinho setti Eið
Smára inn á í hálfleik en fram að
þeim tíma hafði Chelsea gengið
einkar brösulega að finna fæturna
fyrir framan mark Liverpool.
Liverpool fékk sannkallaða
óskabyrjun þegar John Arne Riise
kom liðinu yfir eftir aðeins 43 sek-
úndna leik með góðu skoti innan
teigs. Eftir markið lögðust leik-
menn Liverpool í skotgrafirnar og
vörðust gríðarlega skipulega.
Chelsea hafði mikla yfirburði en
komst lítt áleiðis gegn varnarmúr
Liverpool þar sem Jerzy Dudek
var auk þess í miklu stuði fyrir
aftan.
Mourinho breytti um leik-
skipulag í hálfleik og tók miðju-
manninn Jiri Jarosik af velli fyrir
Eið Smára. Sú skipting átti eftir
að reynast gjöful því innkoma
Eiðs frískaði mjög upp á leik
Chelsea og sóknarþunginn ókst
jafnt og þétt.
Það þurfti samt sem áður
sjálfsmark frá fyrirliða Liverpool
til að brjóta ísinn fyrir Chelsea.
Steven Gerrard skallaði þá bolt-
ann í eigið net eftir hættulitla
aukaspyrnu Paulo Ferreira langt
utan af velli og sló þetta mark
leikmenn Liverpool algjörlega út
af laginu á meðan leikmenn
Chelsea fengu aukinn byr í seglin.
Jose Mourinho var hins vegar
rekinn inn í klefa fyrir að ögra
stuðningsmönnum Liverpool í
fagnaðarlátum sínum og það var
því undir stjórn aðstoðarþjálfar-
ans Steve Clarke sem Chelsea hélt
í framlengingu.
Þegar þangað var komið héldu
yfirburðir þeirra bláklæddu
áfram og það kom lítið á óvart
þegar Didier Drogba náði foryst-
unni eftir misskilning í vörn
Liverpool. Skömmu síðar, á 112.
mínútu, skoraði Mateja Kezman
þriðja markið, einmitt eftir undir-
búning Eiðs Smára, en Antonio
Nunez hélt spennunni með því að
minnka muninn aðeins mínútu
síðar. Úthald Liverpool var hins
vegar á þrotum og náðu þeir
rauðu aldrei að ógna marki Chel-
sea af neinu viti á lokamínútun-
um. Fyllilega sanngjarn sigur
Chelsea því staðreynd og fyrsti
titillinn kominn í hús af þeim
mörgu sem Jose Mourinho og
Eiður Smári Guðjohnsen hafa
sagst ætla að vinna með félaginu.
Eiður og félagar sigruðu
í fjarveru Mourinhos
Hinn ástralski Mark Webber, öku-þór hjá Williams-liðinu í Form-
úlu 1 kappakstrinum, viðurkenndi
að Williams yrði ekki með í toppbar-
áttunni á komandi
keppnistímabili, að
minnsta kosti ekki
til að byrja með.
„Við verðum með
öflugt lið í framtíð-
inni en ég held að
fyrstu keppnirnar
verði okkur erfiðar,
við getum ekki neitað því,“ sagði
Webber. Í gær var Harbour-brúnni í
Sydney lokað til að leyfa Webber að
aka yfir hana í auglýsingaskyni. „Það
var ótrúleg tilfinning að keyra þarna
yfir en ég verð að viðurkenna að
það fór smá um mig,“ sagði Webb-
er í samtali við fjölmiðla.
Dallas Mavericks tók á mótiPhoenix Suns í NBA-körfubolt-
anum í fyrrinótt en liðin tvö hafa
verið í toppbaráttunni í deildinni í
vetur. Suns lék án leikstjórnandans
Steve Nash sem er
meiddur á læri. Það
kom þó ekki að sök
því Suns náði að
knýja fram góðan
útisigur að þessu
sinni, 124-123. Það
var Joe Johnson
sem tryggði sigur
með góðu skoti og Shawn Marion
varði skot frá Dirk Nowitzki í kjöl-
farið. Suns er efst allra liða í deild-
inni um þessar mundir með rúm-
lega 76% vinningshlutfall en Mav-
ericks er í fjórða sæti í Vesturdeild-
inni.
Orðrómur er á kreiki að forráða-menn Ajax renni hýru auga til
Martin Jol, knattspyrnustjóra Tott-
enham, en Ronald Koeman sagði
starfi sínu lausu hjá félaginu í síð-
ustu viku eftir að
Ajax datt úr UEFA
Cup keppninni.
Jol vildi ekki
meina að neitt
væri til í fréttun-
um og fullyrti að
hann væri mjög
ánægður hjá Tott-
enham. „Spurs er gott félag, hér er
fólkið yndislegt og stuðningsmenn-
irnir líka. Ég er mjög ánægður,“
sagði Jol. Koeman hefur verið
orðaður við stjórastöðuna hjá
Valencia en Claudio Ranieri var
sem kunnugt er rekinn þaðan í
vikunni sem leið.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Slæmur strákur
en skytta góð
Fyrir átta árum var ég staddur á Bogli-
asco, æfingasvæði Sampdoria, þeirra
erinda að taka viðtal við Sven Göran
Eriksson, þáverandi þjálfara liðsins, og
nokkra leikmenn. Einn þeirra var Sinisa
Mihajlovic, sem var í miklu uppáhaldi
hjá mér enda var ævinlega mikill æs-
ingur í stúkunni þegar liðið fékk auka-
spyrnu á vallarhelmingi andstæðing-
anna og Sinisa
bjó sig undir
að spyrna að
marki. Að
loknu spjalli
við séntil-
mennið Sven
Göran beið ég
eftir að ná tali
við Mihajlovic,
sem var að
spjalla við nokkra ítalska blaðamenn.
Það sem kappinn hafði fram að færa
við þá var svo skelfilegur málflutningur
að mér var svo brugðið að ég kom vart
upp orði þegar loks var komið að mér
að fá að spyrja spyrnukónginn spjörun-
um úr. Stríðið á Balkanskaga var enn í
gangi og vinskapur Mihajlovic við einn
mesta hrotta síðari tíma, hershöfðingj-
ann Arkan, var til umræðu í spjalli hans
við ítölsku blaðamennina. Mihajlovic
taldi hann til mestu stórmenna, lét alls
kyns þvætting út úr sér um sögulega
nauðsyn Stór-Serbíu (man einhver eftir
„Lebensraum“?) og hélt klassíska ræðu
um nauðsyn þess að fórna nokkrum
peðum fyrir hagsmuni heildarinnar. Ég
skaut einhverjum sakleysislegum spurn-
ingum að kappanum annarshugar en
hafði á endanum ekki geðslag til að
birta viðtalið.
Elskaður af bullunum
Stríðsárin voru vissulega erfiður tími
fyrir serbneska íþróttamenn sem töldu
margir nauðsynlegt að verja land sitt og
þjóð gegn gagnrýnisröddum á Vestur-
löndum. En Mihajlovic náði áður
óþekktum hæðum með málflutningi
sínum og aflaði sér mikilla óvinsælda í
pressunni. Ekki minnkuðu óvinsældirnar
þegar hann gekk til liðs við Lazio en
það félag var uppáhaldslið sjálfs
Mussolini, skartar litum fasista og æst-
ustu stuðningsmenn liðsins eru al-
ræmdustu hægribullur á Ítalíu. Mihajl-
ovic efldist í þessu umhverfi og varð
mikil hetja meðal bullnanna með því
að sjá kommúnista í hverju horni og
ausa úr fróðleiksbrunni sínum um mál-
efni innflytjenda og guð veit hvað. Á
leikvelli var þetta farið að vera honum
til trafala, andstæðingar voru farnir að
ausa hann svívirðingum og hann svar-
aði í sömu mynt en átti þó oftar en ekki
upphaf að illdeilunum. Hann var
dæmdur í leikbann fyrir kynþáttafor-
dóma sem hann jós yfir Patrick Vieira
og í langt bann fyrir að hrækja á Adrian
Mutu, sem hann sagði rúmenskan
sígaunaaumingja.
Mesta skytta sögunnar
Þessi framkoma Mihajlovic undanfarin
ár hefur varpað skugga á annars glæst-
an feril leikmanns sem hefur yljað
mörgum í gegnum tíðina með mögnuð-
um mörkum sínum beint úr auka-
spyrnu. Nýlega skoraði hann tvö slík
mörk í leik gegn Roma og eru auka-
spyrnumörkin hans í Serie A þar með
orðin 26 talsins, sem er met. Það er
jafn mikið og Platini og Maradona af-
rekuðu samanlagt. Í heildina hefur
hann skorað yfir 50 svona mörk, meira
en Beckham og Roberto Carlos til sam-
ans svo enn frekari samanburður sé
gerður við heimskunnar skyttur. Mér
hefur ekki tekist að finna dæmi um
neinn sem skorað hefur fleiri auka-
spyrnumörk en Mihajlovic í toppdeild-
um Evrópu í seinni tíð.
Þessum árangri hefur ekki verið sýndur
jafn mikill áhugi og efni standa til og
skýrist það einkum af illa þokkuðum
málflutningi Mihajlovic. En honum er
slétt sama. „Ég mun aldrei sleikja rass-
inn á blaðamönnum né neinum öðrum
og fólk mun muna
eftir afrekum
mínum löngu
eftir að lyg-
ar press-
unnar um
hvað ég sé
slæmur
strákur
eru
gleymd-
ar“.
EINAR LOGI
VIGNISSON
Eiður Smári Guðjohnsen átti frábæra innkomu af bekknum og átti stóran
þátt í að tryggja Chelsea sigur í frábærum úrslitaleik enska deildabikarsins.
Jose Mourinho var vikið af velli fyrir óíþróttamannslega framkomu.
MEISTARAR Lið Chelsea er
vel að sigrinum í deilda-
bikarnum komið, enda
klárlega best spilandi liðið á
Englandi um þessar mundir.
62-63 (22-23) Sport 27.2.2005 20:22 Page 2