Fréttablaðið - 28.02.2005, Síða 58
Fyrir nokkrum dögum hækkaði
Seðlabanki Íslands svokallaða
stýrivexti sína í 8,75% úr 8,25%. Ef
svona háir stýrivextir væru settir á
í dag af Seðlabanka Bandaríkjanna
myndi efnahagskerfi þeirra líklega
hrynja. Ekkert minna. Seðlabankar
Evrópu eru margir með um 2%
stýrivexti á evrunni og telja mikla
hækkun óráðlega. Dettur það ekki í
hug. Við erum því aleinir í hópi
siðaðra þjóða með 8,75% stýrivexti
þegar flestir aðrir láta sér nægja
um 2%, bæði örlítið minna eða
örlítið meira.
Okkur var sagt á síðasta ári að
Seðlabanki Íslands myndi hækka
stýrivexti mjög verulega vegna
áhrifa frá Kárahnjúkum. Draga
yrði úr framkvæmdum Íslendinga
í bili, sem færu þá sjálfir í vinnu
við Kárahnjúka. Einnig myndu
háir stýrivextir soga til sín
peningaþenslu og peningaflóð frá
Kárahnjúkum. Stoppa þannig of-
þenslu sem svo aldrei kom.
Kárahjúkar hafa lítil sem engin
áhrif á hagkerfi okkar. Nýju hús-
næðislánin hafa á hinn bóginn risa-
vaxin áhrif í dag á hagkerfið með
nægum ódýrum lánum með 4,15%
vöxtum. Öll þessi nýju ódýru lán
ganga þvert á ofurháa stýrivexti
Seðlabanka sem áttu að stoppa
framkvæmdir Íslendinga og reka
þá í vinnu við Kárahnjúka.
Raunar hefur óvænt komið í
ljós að Kárahnjúkar eru að mestu
utan við okkar daglega íslenzka
hagkerfi. Vinnuaflið við Kára-
hnjúka er meira og meira Kínverj-
ar og blöðin segja okkur að 1.000
nýir Pólverjar verði fengnir frá
Póllandi til að byggja álverið á
Reyðarfirði. Aðföng, efni og vinn-
uafl kemur því beint frá útlöndum
að mestu. Hefur lítil áhrif hér á
hagkerfi okkar. Háir stýrivextir
koma því Kárahnjúkum ekkert við.
Þurftu ekki að hækka vegna Kára-
hnjúka. Það reyndist blekking eða
mistök.
Raunar sagði Greiningardeild
LÍ þessa dagana að áhrif þessarar
nýju 0,5% hækkunar stýrivaxta
Seðlabanka yrðu enn ódýrari doll-
ari en þessi í dag á um 63 krónur.
Dollarinn yrði núna enn ódýrari en
63 krónur. Ekki var talað einu orði
um Kárahnjúka. Þeir eru gleymdir
vegna háu stýrivaxtanna.
Fyrir nokkrum árum kom hér
þekktur bandarískur hagfræðing-
ur á vegum Seðlabankans. Hann
átti að ráðleggja okkur og gerði.
Ástandið var svipað og í dag.
Nokkur þensla með falinni verð-
bólgu og of ódýrum og rangt
skráðum dollara sem var haldið
föstum með opinberu gengi og
hafður of ódýr til að þrýsta verð-
bólgunni hér innanlands niður og
fela hana. Ódýr dollari falsaði
verðbólguna.
Þessi þekkti bandaríski hag-
fræðingur benti á í opinberum við-
tölum ef rétt er munað að viss
heiðarleiki og viðurkenning á
sannleika og staðreyndum yrði að
vera í hagfræði ef vel ætti að
ganga í efnahagsmálum. Ísland
væri ekki undantekning. Ef hér
væri 10% falin verðbólga bæri að
viðurkenna þá staðreynd og lofa
henni að hækka opinberlega.
„Efnahagskerfið ætti að þola það
vel,“ sagði hann. Svo mætti ekki
falsa gengi dollarans eins og gert
var þá. Hann yrði að vera frjáls á
markaði enda var losað um fasta
opinbera gengi dollarans á þessum
árum.
Ef þessi ágætu og sönnu heil-
ræði hagfræðingsins eru færð til
dagsins í dag ætti að lofa 10% fal-
inni verðbólgu í dag að koma fram
og verða opinber. Lánskjaravísital-
an myndi þá hækka um 10% og
stoppa hækkanir íbúða.
Ef Seðlabankinn hætti í dag að
falsa gengi dollara með stýrivöxt-
um sínum, hafa verð hans tilbúið
og falsað á 63 krónur og setti hann
í þess stað á frjálsan markað, óháð-
an allt of háum stýrivöxtum Seðla-
bankans, myndi verð hans hækka
og fara fljótt í svona um 75 krónur.
Verða rétt markaðsverð.
Útgerðin segist tapa á 63 króna
dollara árlega í dag 20 milljörðum
á ársgrundvelli. Með 75 krónu doll-
ara myndi þetta tap útgerðarinnar
réttast af en á því er brýn þörf.
Einnig myndi draga úr miklum
viðskiptahalla við útlönd en hann
er of mikill og skapar skuldasöfn-
un erlendis sem enginn getur
endurgreitt eða ráðið við.
Við eigum að gera eins og
bandaríski hagfræðingurinn sagði.
Viðurkenna staðreyndir í efna-
hagsmálum og lofa frjálsum, óháð-
um markaði að ráða, líka verði
gjaldeyris og dollarans. Hann
myndi hækka í um 75 krónur sem
er rétt gengi.
Ef við gerðum það myndi Seðla-
banki Íslands hætta að falsa verð á
gjaldeyri með 8,75% stýrivöxtum
og setja með því t.d. næstum alla
útgerð á Íslandi á endanum á haus-
inn með 20 miljarða árlegu tapi í
dag.
Niðurstaðan af öllu þessu er því
sú að Seðlabankinn á að lækka
aftur stýrivexti sína verulega og
yfirgefa sín verðbólgumarkmið.
Þau eru hvort sem er vonlaus enda
verðbólgan í dag hækkandi. Látum
frjálsa markaðinn ráða. Það er
hollast. ■
MÁNUDAGUR 28. febrúar 2005
Um loðnuna og lífríkið
Fræðingar segja þorskinn með
tóman maga og að hann stækki
ekki nema til þriggja ára aldurs.
Fræðingar segjast aldrei hafa
upplifað annan eins hungurdauða
sjófugla við Íslandsstrendur og
nú. Fræðingarnir hafa fengið
óviðjafnanlegt útskýringaverk-
færi í hendur til að afsaka þessa
staðreynd. Sökudólgurinn á að
heita gróðurhúsaáhrif, sem hefur
ekkert með sjófuglahungur og
smáþorsk að gera. Með hags-
munatappa í rassgatinu er hægt
að réttlæta rangfærslur og stund-
argróðahyggju yfirboðarans.
Náttúran sjálf sér á sinn eðlilega
hátt um bæði þorskeldi og sjó-
fuglaeldi, svo framarlega sem
loðnan fær að vera í friði. Loðnan
er ein helsta undirstaða lífríkisins
við strendur Íslands. Hún er fæða
fugla og fiska, rækju og skelja –
hún er ómissandi hlekkur í fæðu-
keðjunni. Ef maðurinn af skamm-
sýni sinni tekur þennan hlekk í
burtu, þá er keðjan ekki lengur til.
Á einni vertíð á að drepa milljón
tonn – þúsund milljón kíló – af
loðnu. Milljón tonn af nauðsyn-
legri fæðu fyrir allt lífríkið. Ef
fræðingar halda því fram að millj-
ón tonn af fæðu skipti ekki máli
fyrir lífríkið við strendur Íslands,
þá hefur gamla barnalesbókin
Gagn og gaman meiri vísdóm að
geyma en allar doktorsritgerðir
sem skrifaðar hafa verið. ■
Seðlabankinn og
gengi dollarans
LÚÐVÍK GIZURARSON
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR
UMRÆÐAN
GENGISMÁL
PÉTUR TRYGGVI
SKRIFAR UM ÞORSKINN OG FISKI-
FRÆÐINGANA
Loðnan er ein helsta
undirstaða lífríkisins
við strendur Íslands. Hún er
fæða fugla og fiska, rækju
og skelja – hún er ómiss-
andi hlekkur í fæðukeðj-
unni.
,,
16-57 (16-17) Leiðari 27.2.2005 19:11 Page 3