Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2005, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 28.02.2005, Qupperneq 59
„Þetta verður bara venjulegur dagur, nema ég vona að einhver hafi eldað góðan mat þegar ég kem heim,“ segir Edda Jónsdóttir, eig- andi gallerísins i8, sem er 63 ára í dag. Edda ætlar að byrja daginn á að fara á fund með ungum fjárfestum sem eru að byrja að fjárfesta í nú- tímamyndlist og er líka önnum kafin við að taka niður sýningu í galleríinu og undirbúa aðra. „Ég held annars ekkert upp á daginn, þetta er ekki neitt stórafmæli,“ segir Edda og kveðst vera lítið af- mælisbarn. „Reyndar hélt ég veg- lega upp á sextugsafmælið. Þá fór ég og hitti börnin mín í London og átti ánægjulega helgi með þeim þar.“ Edda hefur rekið galleríið i8 við Klapparstíg ásamt Írisi Stefáns- dóttur og Evu Guðmundsdóttur í tæplega tíu ár en Edda og sonur hennar eiga galleríið. Áður hafði hún verið í myndlist sjálf en fannst kominn tími til að söðla um. „Ég fór í þetta á sínum tíma af því að mér fannst vanta gallerí og áður en ég vissi var þetta orðið mun alvarlegra en efni stóðu til og ég hef helgað mig þessu síðan.“ Að loknu myndlistarnámi hér á landi hélt Edda í framhaldsnám í Amsterdam og tók þátt í ýmsum sýningum næstu árin. „Ég hafði mikinn metnað en var raunsæ. Þegar ég var búinn að vera í þessu í fimmtán til tuttugu ár og nýta þá möguleika sem stóðu til boða sá ég hvernig landið lá. Ég var ágætur grafíker en sá fyrir mér að ég myndi ekki ná því sem ég hefði viljað ná á þessum vettvangi.“ Í kjölfarið ákvað Edda að stofna gallerí til að skapa starfsgrundvöll fyrir listamenn. Fáir höfðu reynt að koma þeim á framfæri erlendis og hún hafði það fyrir augum að hafa galleríið alþjóðlegt og taka þátt í listakaupstefnum. „Ég vildi reyna að gera þennan markað skemmtilegri og reyna að ná lengra með mínum listamönnum. Þetta er skapandi starf og fullnæg- ir mér alveg.“ Edda segist vera nánast hætt að mála. Það sem hún dundi sér við endi ofan í skúffu. „Ég hugsa stundum til þess að taka mér eitt- hvað nýtt fyrir hendur en það yrði á allt öðru sviði.“ Aðspurð hvort ekki væri kjörið að fagna 64 ára afmælinu að ári með því að halda sýningu á eigin verkum neitar Edda því ákveðið. „Ég hef engan áhuga fyrir því að halda sýningu á eigin verkum. Þeim kafla í lífi mínu er lokið og minn áhugi liggur hjá listamönn- unum mínum sem ég hef mikla trú á. Það er engin eftirsjá í því.“ bergsteinn@frettabladid.is 18 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR MICHEL EYQUEM DE MONTAIGNE (1533-1592) fæddist þennan dag. Hittir fjárfesta og undirbýr sýningar TÍMAMÓT: EDDA JÓNSDÓTTIR GALLERÍSEIGANDI ER 63 ÁRA Í DAG „Engin samtöl eru leiðinlegri en þau þar sem allir eru sammála.“ Michael de Montaigne var franskur rithöfundur sem oft er nefndur faðir ritgerðarinnar. Hann var nútímalegur í hugsun og taldi að ólík menning og siðferðisviðmið gætu engu að síður verið jafngild. Hann var á móti landnámi og nýlendustefnu vegna þjáningarinnar sem hún hafði í för með sér fyrir innfædda. Hann var hallur undir kennsluaðferðir sem byggja á dæmum og tilraunum, frekar en stað- reyndanámi sem gleypa á við án gagnrýni. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Hilmar Foss, skjalaþýð- andi og dómtúlkur, er 85 ára í dag. Guðrún Halldórsdóttir, forstöðumaður Náms- flokka Reykjavíkur, er sjötug í dag. Mats Wibe Lund ljós- myndari er 68 ára í dag. María Baldursdóttir söngkona er 58 ára í dag. Tryggvi Pálsson hagfræðingur er 56 ára í dag. Kristín Snædal Sig- tryggsdóttir söngkona er 54 ára í dag. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1483 Rafael, listmálari. 1923 Charles Durning, leikari. 1942 Brian Jones, gítar- leikari Rolling Stones. 1944 Kelly Bishop, leik- kona. 1948 Mercedes Ruehl, leikkona. 1948 Bernadette Peters, leikkona. 1952 Cristina Raines, leikkona. 1955 Gilbert Gottfried, gamanleikari. 1957 John Turturro, leikari. 1957 Cindy Wilson, söngkona B-52's. 1962 Rae Dawn Chong, leikkona. 1969 Robert Sean Leon- ard, leikari. ANDLÁT Kristín Guðmundsdóttir, frá Kirkjubóli, Hvítársíðu, Borgarfirði, lést föstudaginn 18. febrúar. Ingveldur Gísladóttir, frá Patreksfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 21. febrúar. Guðbjörg (Gugga) Guðmundsdóttir, Sólvangi, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 24. febrúar. María Sigursteinsdóttir, Langholtsvegi 65, Reykjavík, lést fimmtudaginn 24. febrúar. JARÐARFARIR 13.00 Elísabet R. Jónsdóttir, hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Guðrún Maríasdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.00 Bjarni Sveinsson, Þernunesi 7, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju. 14.00 Dagmar Aðalheiður Júlíusdóttir, Lindarsíðu, Akureyri, verður jarð- sungin frá Glerárkirkju. 15.00 Sólveig Kristjánsdóttir, Gull- smára 9, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Digraneskirkju. 15.00 Þorkell Jóhannesson, prentari, Álfaskeiði 58, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju. EDDA JÓNSDÓTTIR Fannst hún vera búin að nýta þá möguleika sem stóðu til boða sem myndlistarmaður og ákvað því að söðla um og opna gallerí til að skapa betri starfs- grundvöll fyrir listamenn. Þennan dag árið 1987 kom Mikhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, heimsbyggðinni á óvart með því að kalla eftir samkomulagi um kjarnorku- afvopnun. Hann sagði Sovétmenn til- búna að skrifa án tafar undir samkomu- lag um brottflutning meðaldrægra kjarnorkuflauga, bæði Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, frá Evrópu. Tilboð Gorb- atsjovs varð til þess að hreyfing komst á afvopnunarviðræður og leiddi að lokum til undirskriftar sáttmála um brottflutn- ing meðaldrægra flauga (INF-sáttmál- inn) í desember sama ár. Gorbatsjov og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti höfðu tekist á um kjarnorkuafvopnun allt frá árinu 1985 þegar þeir hittust fyrst aug- liti til auglitis til að ræða málin. Miklar vonir voru um árangur fyrir fund þeirra í Reykjavík árið 1986, en viðræðum var hætt þegar Gorbatsjov vildi tengja um- ræður um meðaldrægar flaugar við svo- kallaða „geimvarnaáætlun“ Bandaríkja- manna. Þegar Gorbatsjov kom svo með útspil sitt í febrúar 1987 lagði hann til að „vandinn tengdur meðaldrægum flaugum í Evrópu“ yrði tekinn fyrir sér- staklega og því máli lokið. Í Bandaríkj- unum veltu margir því fyrir sér tíma- setningu framspils Gorbatsjovs, því það kom örfáum dögum eftir að fram kom opinber skýrsla í Bandaríkjunum sem gagnrýndi Reagan stjórnina harðlega fyrir aðkomuna að Íran-Contra hneyksl- inu. Töldu sumir að Gorbatsjov hafi reiknað út að í ljósi erfiðra mála heim- fyrir myndi Reagan vera viljugri til að semja um kjarnorkuvopnin. 28. FEBRÚAR 1987 Gorbatsjov kom með út- spil í viðræðum um kjarn- orkuafvopnun. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1525 Cuauhtemoc, síðasti keisari Azteka, er pyntaður og svo líflátinn af Hernan Cortes, landnámsmanni Spánverja. 1849 Ckipið Kalifornia leggur að höfn í San Francisco með fyrstu gullleitarmennina. 1910 Vélbáturinn Argó frá Hafn- arfirði ferst með níu mönn- um. 1929 Kleppsspítali vígður í Reykjavík. 1932 Félag Íslenskra hljóðfæra- leikara stofnað. 1933 Nasistar draga úr borgara- legum réttindum fólks í Þýskalandi. 1968 Ölfusá flæðir inn á Selfoss. Miklar skemmdir á húsum. 1986 Olof Palme forsætisráð- herra Svía er myrtur í Stokkhólmi þar sem hann er á heimleið úr bíó. Gorbatsjov kallaði eftir sátt um kjarnorkuvopn Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, Halldórs Maríasar Ólafssonar múrarameistara, Brekkugötu 12, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinga Karitas, starfsfólks 11 E á Landspítalanum við Hringbraut og starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Eygló Hjaltadóttir, Rebekka Halldórsdóttir, Sturla Þór Björnsson, Lilja Ýr Halldórsdóttir, Magnús Stefán Skúlason, Ólafur Garðar Halldórsson, Emma Dröfn Víkingsdóttir, Alexander, Erlingur Örn og Arnar Ingi, Björg Ólafsdóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir og fjölskyldur. Rafrænn aðgangur milli safna Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Akraness gerðu nýverið með sér samkomulag um að opna fyrir rafrænan aðgang á milli myndavefja safnanna. Með þessu er á báðum stöðum búið að opna fyrir aðgang að myndasafni Ólafs Árnasonar (1919-1997) ljósmyndara frá Akra- nesi, sem Ljósmyndasafn Reykja- víkur varðveitir. Einungis þarf að fara inn á annan hvorn vefinn, ljos- myndasafnreykjavikur.is eða akra- nes.is/ljosmyndir. Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur af þessu tilefni sett um 100 myndir inn á vefinn og í tilkynningu kemur fram að á næstu mánuðum standi til að bæta enn við efni. Ólafur Árnason starfaði sem ljósmyndari á Akranesi í tæp 50 ár. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru alls varðveittar eftir hann um 30 þúsund myndir, þar af um 23 þúsund mannamyndir af ljós- myndastofu Ólafs og um 7 þúsund mannlífsmyndir frá Akranesi. Mikið til eru þetta myndir af út- gerð og iðnaði, svo sem frá bygg- ingu Sementsverksmiðjunnar, af skipasmíði og viðburðum á borð við sjómannadaginn, eða frá leik- félaginu, skólaskemmtunum og fleiru. ■ Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is 10-40% afsláttur af legsteinum út febrúar AKRANES.IS/LJOSMYNDASAFN Búið er að opna fyrir rafrænan aðgang milli mynda- vefja Ljósmyndasafns Akraness og Ljósmyndasafns Reykjavíkur. 58-59 (18-19) Tímamót 27.2.2005 19:13 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.