Fréttablaðið - 28.02.2005, Síða 61
20 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR
Við óskum ...
...Eiði Smára Guðjohnsen til hamingju með að vera fyrsti Íslendingurinn til að
vinna titil í ensku knattspyrnunni. Eiður Smári lagði heldur betur sitt af mörkum í
úrslitaleiknum gegn Liverpool í gær og það var ekki fyrr en eftir að hann var
kynntur til leiks í hálfleik sem Chelsea fann leiðina framhjá Jerzy Dudek í marki
Liverpool.
„Nú ættuð þið að hafa vit á því hvenær best sé að halda
kjafti. Þið hefðuð ekki átt að efast um getu míns líðs.“
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir bresku pressunni til syndanna eftir að
Chelsea hafði sigrað Liverpool í úrslitaleik deildabikarsins í gær.sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
25 26 27 28 1 2 3
Mánudagur
FEBRÚAR
KÖRFUBOLTI Keflvíkingar tryggðu
sér deildarmeistaratitilinn í
Intersport-deild karla í körfu-
bolta með sætum sigri á erki-
fjendunumn í Njarðvík í gær, 94-
82. Engu skipti þó að Snæ-
fellingar unnu sigur á KR-ingum í
þríframlengdum maraþonleik,
110-115.
Leikurinn í Frostaskjólinu var
frábær skemmtun frá upphafi til
enda og gat sigurinn auðveldlega
dottið hvorum megin sem var.
Lárus Jónsson gat tryggt KR-
sigur þegar hann jafnaði 89-89 í
lok venjulegs leiktíma og fékk
vítaskot að auki en hann missti
marks af vítalínunni þegar fjórar
sekúndur voru eftir.
Snæfellingar höfðu alltaf
frumkvæðið í framlengingunum
og að lokum voru það sjö dýrmæt
stig frá Mike Ames í þriðju og
síðustu framlengingunni sem
riðu baggamuninn fyrir gestina.
Leikurinn í Keflavík var
nánast eign heimamanna frá
upphafi og átti liðið svar við öllu
því sem bjátaði á, hvort sem það
voru villuvandræði eigin manna
eða góðir leikkaflar Njarðvíkur.
Það voru einkum tveir menn sem
lögðu grunninn að sigri Kefla-
víkur. Fyrst ber að nefna Anthony
Glover sem átti frábæran leik, og
þá sérstaklega í fyrri hálfleik.
Það var síðan Magnús
Gunnarsson sem nánast kláraði
leikinn upp á eigin spýtur í síðari
hálfleik. Njarðvíkingar réðu
ekkert við pilt og þá sérstaklega
fyrir utan þriggja stiga línuna, en
Magnús skoraði átta slíkar úr 11
tilraunum.
Sigurður Ingimundarson játti
því við Fréttablaðið að það hefði
verið sætt að tryggja sér deildar-
meistaratitilinn með sigri á
Njarðvík.
„Jú, því er ekki að neita. Þetta
var leikur sem skipti rosalega
miklu máli fyrir okkur. Við höfum
lent í nokkrum svona leikjum
fyrr í vetur, til dæmis eins og í
bikarnum þar sem við töpuðum
einmitt gegn Njarðvík. Þannig að
það var kominn tími á að við
spiluðum almennilega,“ sagði
Sigurður.
„Við gerðum allt of mörg
mistök í síðari hálfleik sóknar-
lega og við vorum að láta allt of
marga leikmenn í aukahlutverki
hjá þeim gera of mikið. Þegar
lykilmenn lentu í villuvand-
ræðunum voru það aukaleikar-
arnir sem héldu uppteknum hætti
og náðu alltaf að halda for-
skotinu,“ sagði Einar Árni
Jóhannesson, þjálfari Njarðvík-
inga, í samtali við Fréttablaðið.
Þar hitti hann sannarlega naglann
á höfuðið því það er einmitt
breidd Keflvíkinga sem hefur átt
hvað mestan þátt í deildar-
meistaratitlinum og með hana að
vopni má búast við að það verði
fá, ef einhver, lið sem munu ráða
við lið Keflavíkur í úrslita-
keppninni.
Sigurður Ingimundarson vill
þó lítið spá til um það. „Við ætlum
að vera sparir á yfirlýsingarnar
fyrir þessa úrslitakeppni.“
Keflavík tryggði sér
deildarmeistaratitilinn■ ■ LEIKIR
19.30 ÍS og Njarðvík eigast við í
Kennaraháskólanum í 1. deild
kvenna í körfuknattleik.
■ ■ SJÓNVARP
17.00 Þrumuskot á Skjá einum.
Sýnt úr enska boltanum.
18.30 NBA á Sýn. Endurtekin
útsending frá gærkvöldinu þar sem
sýndur var leikur New Jersey Nets
og Cleveland Cavaliers.
20.30 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn
22.00 Olíssport á Sýn.
23.15 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn. Endurtekinn þáttur.
23.30 Ensku mörkin á RÚV.
Intersportdeildin í körfu
KR–SNÆFELL 110–115
Stig KR: Cameron Echols 41 (21 fráköst), Aaron
Harper 27 (12 fráköst), Lárus Jónsson 16 (10
stoðs.), Brynjar Björnsson 12, Steinar Kaldal 5,
Níels Páll Dungal 4, Ólafur Már Ægisson 3, Jón
Ólafur Jónsson 2.
Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 34 (12 fráköst,
8 stoðs.), Mike Ames 25, Calvin Clemmons 18
(18 fráköst), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14 (8
stoðs.), Sigurður Þorvaldsson 12, Magni
Hafsteinsson 8 (9 fráköst, 6 stoðs.), Helgi Reynir
Guðmundsson 4.
HAUKAR–SKALLAGRÍMUR 91–83
Stig Hauka: Kristinn Jónasson 21, Micheal
Manciel 18, Demetric Shaw 15 (11 fráköst),
Sigurður Einarsson 11, Mirko Virijevic 10, Sævar
Haraldsson 10 (8 stoðs.), Gunnar Sandholt 4,
Ottó Þórsson 2.
Stig Skallagríms: Clifton Cook 27, Jovan
Zdravevski 20 (11 fráköst), George Byrd 15 (16
fráköst), Hafþór Gunnarsson 12, Ragnar
Steinsson 5, Ari Gunnarsson 3.
KEFLAVÍK–NJARÐVÍK 94–82
Stig Keflavíkur: Anthony Glover 35 (10 fráköst),
Magnús Gunnarsson 26 (8 þriggja stiga körfur),
Nick Bradford 14 (8 fráköst), Sverrir Sverrisson 7
stig (7 stoðs, 4 stolnir), Jón N. Hafsteinsson 4,
Gunnar Einarsson 2, Gunnar Stefánsson 2,
Elentínus Margeirsson 2.
Stig Njarðvíkur: Friðrik Stefánsson 15 (10
fráköst), Anthony Lackey 14 (7 fráköst), Brenton
Birmingham 14 stig (6 fráköst, 4 stolnir), Páll
Kristinsson 11 (8 fráköst), Matt Sayman 10,
Ólafur Ingvarsson 7, Guðmundur Jónsson 6,
Halldór Karlsson 5.
TINDASTÓLL–FJÖLNIR 82–127
Stig Tindastóls: Svavar Birgisson 20, Bethuel
Fletcher 19, David Aliu 17, Kristinn Friðriksson 7,
Brian Thompson 5, Matthías Rúnarsson 5, Axel
Kárason 5, Gunnar Andrésson 2.
Stig Fjölnis: Nemanja Sovic 35, William Coley 29,
Magnús Pálsson 17, Hjalti Vilhjálmsson 16, Jeb
Ivey 13, Pálmar Ragnarsson 8, Guðni
Valentínusson 6, Helgi Þorláksson 3.
KFÍ–HAMAR/SELFOSS 96–111
Stig KFÍ: Joshua Helm 48, Pétur Sigurðsson 26,
Sigurður Þorsteinsson 8, Tom Hull 7, Neil
Þórisson 3, Baldur Jónasson 3. Böðvar
Sigurbjörnsson 1.
Stig Hamars/Selfoss: Damon Bailey 32, Marvin
Valdimarsson 30, Chris Woods 37, Ragnar
Gylfason 11, Svavar Pálsson 4, Atli Gunnarsson 4,
Hallgrímur Brynjólfsson 3.
STAÐAN
KEFLAVÍK 21 17 4 1940–1672 34
SNÆFELL 21 16 5 1870–1731 32
NJARÐVÍK 21 14 7 1873–1684 28
FJÖLNIR 21 13 8 1969–1908 26
SKALLAGR. 21 11 10 1835–1788 22
ÍR 21 11 10 1913–1908 22
KR 21 10 11 1948–1887 20
HAUKAR 21 9 12 1845–1829 18
GRINDAVÍK20 9 11 1841–1904 18
HAM./SELF. 21 8 13 1896–1970 16
TINDAST. 21 5 16 1783–2021 10
KFÍ 20 2 18 1708–2119 4
Deildabikar KSÍ:
BREIÐABLIK–GRINDAVÍK 4–1
Olgeir Sigurgeirsson, víti, sjálfsmark, Steinþór
Þorsteinsson, Hjalti Kristinsson – Óli Stefán
Flóventsson, víti.
ÞRÓTTUR–FH 1–1
Henning Jónasson – Jónas Grani Garðarsson
FYLKIR–VALUR 2–3
Finnur Kolbeinsson, Hrafnkell Helgason, víti –
Guðmundur Benediktsson 2, Bjarni Ólafur
Eiríksson.
FRAM–KA 1–1
Andrés Jónssón, Heiðar Geir Júlíusson, Andri
Fannar Ottóson – Bjarni Pálmason 2, Hreinn
Hringsson
KR–KEFLAVÍK 1–1
Guðmundur Steinarsson – Garðar Jóhannesson
LEIKIR GÆRDAGSINS
Jose Mourinho:
Vill fá Collina
FÓTBOLTI Jose Mourinho, stjóra
Chelsea, grunar að UEFA muni
gera allt til að hafa dómgæsluna
gallalausa í síðari leik Barcelona
og Chelsea og því sé líklegt að
leitað verði til hárlausa Ítalans
knáa, Pierluigi Collina. „Það er
eitthvað sem segir mér að hann
muni dæma leikinn, sá besti í
heiminum. Hinn fullkomni dóm-
ari með persónuleika og gæða-
stimpil á sér,“ segir hann.
Keflvíkingar unnu Njarðvíkinga örugglega á heimavelli og því skipti engu máli
að Snæfellingar, eina liðið sem hafði tölfræðilega möguleika á titlinum fyrir
utan Keflavík, unnu KR-inga í þríframlengdum maraþonleik í Vesturbænum.
Íslendingar létu mikið að sér kveða í þýska handboltanum um helgina:
Einar reyndist hetja Grosswallstadt
Enn klúðrar Webber
Sacramento og Philadelphia mættust í NBA:
KÖRFUBOLTI Það leit allt út fyrir að
framherjinn Chris Webber
myndi byrja vel með nýja liði
sínu, Philadelphia 76ers, þegar
gömlu félagar Webber í Sacra-
mento Kings voru í heimsókn í
Philadelphia í NBA-körfuboltan-
um í fyrrinótt.
Sixers náði fljótlega yfir-
höndinni í leiknum og þegað að-
eins þrjár og hálf mínúta var lið-
in var staðan orðin 11-2, Sixers í
vil. Webber byrjaði vel og skor-
aði tvær góðar körfur með skot-
um utan af velli á kaflanum.
Kings var ekki af baki dottið,
minnkaði muninn og staðan í
leikhléi var 50-47 fyrir Sixers.
Jafnræði var með liðunum í
seinni hálfleik en gestirnir náðu
góðri forystu á lokamínútu leiks-
ins og lokamínúturnar voru æsi-
spennandi. Allen Iverson, leik-
maður Sixers, fékk vítaskot þeg-
ar 3,4 sekúndur voru eftir af
leiknum í stöðunni 101-98. Hann
hitti úr fyrra skotinu en brenndi
viljandi af úr því síðara. Webber
náði frákastinu og fékk kjörið
tækifæri til að jafna leikinn en
misnotaði skot sitt og í barátt-
unni um frákastið rann leiktím-
inn út og sigur Kings var í höfn.
Þar með klikkaði Webber á
úrslitastundu, nokkuð sem hann
var ítrekað gagnrýndur fyrir á
árum sínum hjá Sacramento
Kings.
Hann skoraði engu að síður 16
stig og tók 11 fráköst í leiknum
en stigahæstur á vellinum var
Allen Iverson með 27 stig, 14
stoðsendingar og 6 fráköst. ■
CHRIS WEBBER Hefði líka óskað sér
betri byrjunar á ferli sínum með
Philadelphia 76ers. Fréttablaðið/AP
HANDBOLTI Einar Hólmgeirsson
var hetja Grosswallstadt á
laugardag. Liðið skoraði
sigurmarkið á lokasekúndu leiks-
ins þegar Grosswallstadt vann
óvæntan sigur á Loga Geirssyni
og félögum í Lemgo í þýsku
úrvalsdeildinni í handbolta, 28-27.
Var það fjórða mark Einars í
leiknum. Snorri Steinn Guðjóns-
son gerði enn betur, skoraði fimm
mörk og var markahæstur. Logi
skoraði sex mörk fyrir Lemgo.
Annars létu íslensku atvinnu-
mennirnir í þýsku úrvalsdeild-
inni vel að sér kveða í leikjum
helgarinnar. Gylfi Gylfason
skoraði fjögur mörk og Robert-
as Pauzuolis, fyrrum leikmaður
Hauka, þrjú þegar Wilhelms-
havener lagði Lubbecke á úti-
velli, 22-23.
Göppingen tapaði gegn Flens-
burg á heimavelli, 26-27. Jaliesky
Garcia skoraði þrjú mörk fyrir
heimamenn en Andrius Stel-
mokas, fyrrum leikmaður KA,
skoraði tvö. Loks var Guðjón Val-
ur Sigurðsson markahæstur með
níu mörk í liði Essen sem burstaði
Pfullingen á útivelli, 33-22.
Düsseldorf steinlá fyrir
Hamburg í dag, 29-19, þar sem
Alexander Petersson skoraði
fimm mörk fyrir Düsseldorf og
Markús Máni Michaelsson tvö.
Patrekur Jóhannesson komst
ekki á blað fyrir Minden sem beið
í lægri hlut fyrir Nordhorn, 32-26,
og þá skoraði Arnór Atlason
fjögur mörk fyrir Magdeburg
sem vann Post Schwerin á heima-
velli, 40-26. Sigfús Sigurðsson lék
ekki með Magdeburg vegna
meiðsla. ■
Knattspyrnumaðurinn KristinnHafliðason er að öllum líkindum
á leið til Víkinga í 1. deildinni.
Kristni var tilkynnt fyrir skemmstu af
forráðamönnum KR að þeir hygðust
ekki endurnýja
samning hans við
félagið og því hefur
Kristinn verið að
líta í kringum sig
eftir nýju félagi að
undanförnu. Víking-
ur leitar grimmt að
arftaka Kára Árna-
onar og Viktors B. Arnarsonar á
miðjunni og hefur komið sér í
samband við Kristin en vitað er að
hann hefur meiri áhuga á að leika
með liði í efstu deild. En ef Kristni
verður enginn áhugi sýndur á næst-
unni má þykja líklegt að leikmaður-
inn haldi í Víkina.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
BIKARINN Á LOFT Gunnar
Einarsson lyftir hér bikarnum
sem Keflavík fékk að launum
fyrir að vinna deildarmeistara-
titilinn. Fréttablaðið/Víkurfréttir
60-61 (20-21) Sport 27.2.2005 22:14 Page 2