Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2005, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 28.02.2005, Qupperneq 14
„Þetta eru mikil tíðindi í níutíu ára sögu Framsóknarflokksins,“ segir Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra um ályktun flokks- þingsins í Evrópumálum. „Þetta er í fyrsta skipti sem Framsókn- arflokkurinn opnar með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusam- bandinu þannig að við höfum um- boð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða,“ segir Hall- dór. Spurður hvort hann líti á niðurstöðuna sem sigur fyrir Evrópusinna innan flokksins segir Halldór niðurstöðuna sigur fyrir flokkinn. Hann segist túlka niðurstöðuna þannig að flokkur- inn telji að vinna eigi að því að skýra betur þau mál er varði hugsanlegar aðildarviðræður svo flokkurinn geti tekið endanlega afstöðu til þess fljótlega í fram- tíðinni. „Það liggur því fyrir að Fram- sóknarflokkurinni útilokar ekki aðild að ESB og er ég því mjög sáttur. Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega af- stöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Við höfum unnið mjög mikið í þessu undanfarin ár þannig að þetta er eðlilegt fram- hald af því,“ segir Halldór. Ekki víst að verði kosningamál Halldór segist ekki gera sér fylli- lega grein fyrir því á þessari stundu hvort Evrópusambandið verði helsta kosningamálið fyrir næstu alþingiskosningar. „Við bíðum eftir að sjá hvernig Evrópusambandið þróast. Nú er að hefjast atkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá og við munum fylgjast með henni. Einnig skiptir verulegu máli hvað Bretar, Svíar og Danir gera í sambandi við að- ild að evrunni,“ segir hann. Hann ítrekar að margt geti haft áhrif á afstöðu Íslendinga gagnvart umsókn að aðild, ekki síst hver umræðan verði í Noregi. Halldór segist finna það afskap- lega vel að stefna Norðmanna varðandi Evrópusambandið hafi mikil áhrif á Íslendinga – og öfugt. „Það viðurkenna það allir. Noregur getur ekki hugsað sér að einangrast og Ísland getur það ekki heldur,“ segir hann. „Við erum á Evrópska efna- hagssvæðinu. EES-samningurinn er gerður fyrir Ísland, Noreg og Liechtenstein. Framkvæmd hans er tiltölulega erfið á margan hátt. Það skiptir miklu máli að Sviss ákvað að vera ekki með í samn- ingnum,“ segir Halldór. „Ef Ísland fer inn í ESB verður það enn erfiðara fyrir Noreg. Ef Noregur fer inn verður mjög erfitt fyrir Ísland og Liechten- stein að reka þennan samning. Áhrif okkar hafa minnkað mjög mikið síðan samningurinn var gerður og það segir sig sjálft að ef Noregur sækir um og fer inn í ESB hefur það mikil áhrif, en Noregur greiðir meginhluta kostnaðarins við framkvæmd samningsins,“ segir Halldór. Vill ekki meta fyrirætlanir Norð- manna Halldór segist ekki vilja meta það hvort líklegt sé að Norðmenn sæki um aðild á næsta kjörtíma- bili, sem hefst nú í haust. „Það er hins vegar ljóst að Norðmenn, eins og við, ætla að meta stöðuna á næsta kjörtímabili. Þeir eru líkt og við að bíða og sjá hver þróun sambandsins verður með nýrri stjórnarskrá og hvað gerist með evruna. Þeir eru í svipaðri stöðu og við. Sjávarútvegsmál skipta þá miklu máli en þau skipta okkur hins vegar enn meira máli.“ Halldór sagði í setningarræðu sinni á flokksþinginu að hann teldi hagsmunum Íslendinga betur borgið innan Evrópusam- bandsins ef í það stefndi að Norð- menn ætluðu að sækja um aðild. Spurður um það segir hann mjög mikilvægt að ræða þetta mál í mikilli alvöru. „Ég tel að ég hafi miklu betra umboð til að gera það fyrir hönd míns flokks eftir þetta flokksþing. Ég tók málið á dag- skrá í flokknum fyrir allmörgum árum og það er alveg ljóst að það er ekkert létt mál að taka slíkt mál upp í jafn rótgrónum stjórn- málaflokki og Framsóknarflokk- urinn er. Umboðið frá flokknum eftir þetta flokksþing er mjög skýrt og skiptir verulegu máli. Það skiptir öllu máli.“ 14 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR Evrópustefnan sigur fyrir flokkinn Halldór Ásgrímsson segir ályktun flokksþingsins mikil tíðindi og sigur fyrir flokkinn. Í fyrsta sinn hafi verið opnað fyrir aðild að Evrópusambandinu. Hann hafi nú umboð flokksins til að huga að aðildarviðræðum. Það skipti öllu máli. S: 552 5070 við JL-Húsið Opið 08:00-18:30 Þar sem fiskurinn stoppar stutt Fiskur í dag ? ! Ýsuflök 390 kr. kg. Fiskfars 299 kr. kg. Ýsa í sósu 590 kr. kg. Rauðmagi 25 kr. stk. Nú eru liðnir nærri því tveir mánuðir síðan jarðskjálftinn stóri og flóðbylgjan sem fylgdi í kjölfarið tæpri klukkustund síðar reif vesturströnd Aceh í sundur. Hinn gríðarlegi fjöldi látinna og þeirra sem saknað er er nánast merkingarlaus enda eru þessar tölur of stórar til að hægt sé að skilja þær. Búið er að grafa 118.767, enn er 114.922 saknað og um 150 þúsund börn hafa misst foreldra. Allir sem ég hef talað við hér í Banda Aceh hafa misst fólk sem var þeim kært og margir hafa misst alla fjölskyldu sína. Í starfi mínu fyrir Alþjóða Rauða kross- inn hef ég komið á marga staði þar sem miklar hörmungar hafa átt sér stað, bæði af völdum mannskepnunnar og náttúrunnar, en ég kemst ekki einu sinni nálægt því að meðtaka það sem gerðist á nokkrum mínútum að morgni 26. desember. Það er eins og fólk sé fyrst núna að reyna að skilja til fulls hvað þetta þýðir fyrir líf þeirra. Á hverjum degi eru fluttar sögur af örvæntingarfullum mæðrum sem hafa misst börn sín og eiginmenn og feður sem vita ekki hvernig þeir eiga að sjá fjölskyldu sinni farborða án þess að hafa stuðning eiginkonu eða fjöl- skyldu til að sjá um börnin. Og svo eru það auðvitað börnin sjálf. Þau sem eiga einhvern ættingja á lífi geta búið með þeim en um 20 þúsund börn hafa misst alla fjölskyldu sína, ekki bara for- eldra. Mér persónulega er farið að finnast erfitt að takast á við þetta. Á hverjum degi heyrast fleiri sögur um fleiri hörm- ungar. Daglegir eftirskjálftar minna okk- ur öll á það að enn er mögulegt að annar stór jarðskjálfti eigi sér stað – og meira að segja hristist skrifstofan til vegna jarðskjálfta meðan ég skrifa þess- ar línur. Rauði kross Indónesíu og Alþjóðasam- tök Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans munu nú fara af stað með næsta áfanga neyðaraðstoðarinnar ásamt landssamtökum Rauða krossins um all- an heim. Íslendingar hafa gert Rauða krossi Íslands kleift að styðja vel við þessa vinnu sem mun halda áfram um ókomin ár. Örlæti fólks um allan heim er metið mjög mikils hér og ókunnugt fólk þakkar mér oft fyrir hjálpina sem mitt land hefur veitt. Þjáðir eru hjálpinni þakklátir PÓSTKORT FRÁ SÚMÖTRU: ROBIN BOVEY, SENDIFULLTRÚI RAUÐA KROSS ÍSLANDS MÓÐA Í MALASÍU Miklir skógareldar hafa geisað í Malasíu að undanförnu og hefur reykurinn borist alla leið til höfuðborgarinnar Kúala Lúmpúr. Vart mátti greina sjónvarpsturninn í borg- inni þegar ástandið var sem verst. AP M YN D SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA UM FLOKKSÞINGIÐ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Á FLOKKSÞINGI Í GÆR „Ég tók málið á dagskrá í flokknum fyrir allmörgum árum og það er alveg ljóst að það er ekkert létt mál að taka slíkt mál upp í jafn rótgrónum stjórnmálaflokki og Framsóknar- flokkurinn er. Umboðið frá flokknum eftir þetta flokksþing er mjög skýrt og skiptir veru- legu máli. Það skiptir öllu máli,“ segir hann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÉT U R 14-15 (360) 27.2.2005 20:07 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.