Fréttablaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 28. febrúar 2005 11
800 7000 - siminn.is
Stundum er betra að senda SMS!
S úr heimasíma
Efni Listahátíðar í Reykjavík kynnt í gær:
Myndlistin í forgrunni
LISTIR Listahátíð verður haldin í
Reykjavík dagana 14. maí til 5.
júní. Sérstök áhersla verður
lögð á samtímamyndlist á hátíð-
inni og ber þar helst að nefna
viðamikla sýningu á verkum
svissnesk-þýska listamannsins
Dieters Roth í þremur listasöfn-
um í borginni. Hann átti heimili
sitt á Íslandi frá sjötta áratug
síðustu aldar og gerði það að
heimalandi sínu. Jessica Morg-
an, sýningarstjóri frá Tate-safn-
inu í London, hefur af þessu til-
efni tekið að sér að stjórna öðr-
um hluta verkefnisins; Tími,
rými, tilvera. Þar eru sýnd ný
verk um þrjátíu myndlistar-
manna, innlendra og erlendra,
sem eru sérstaklega pöntuð
fyrir sýninguna. Verkin þróa
áfram viðfangsefni og áhrif sem
finna má í verkum Roths. Sú
sýning verður sett upp í Reykja-
vík og nágrenni og öðrum lands-
fjórðungum. KB banki er aðal-
styrktaraðili myndlistarhluta
hátíðarinnar en kostnaður við
hana er áætlaður um 120 millj-
ónir króna.
- js
Einhleypar
japanskar konur:
Sjö af hverj-
um tíu sáttar
HEILSA Sjö af hverjum tíu ein-
hleypum konum í Japan segjast
ekkert hafa á móti því að halda
áfram að vera einar. Þetta kemur
fram í nýrri skoðanakönnun dag-
blaðsins Yomiuri.
Í könnuninni kemur einnig
fram að fjöldi kvenna sem trúir
því að þær geti verið hamingju-
samar þrátt fyrir einveruna hefur
aukist um 10% frá árinu 2003.
Sérfræðingar telja að niðurstöð-
urnar beri þess merki að fólk sem
sé einhleypt sé ekki lengur litið
sama hornauga og áður fyrr. ■
Umhverfisstofnun
um litarefni:
Ekki ástæða
til aðgerða
MATVÆLI „Næsta skref er að fá
frekari upplýsingar um hvaða
vörur er um að ræða, en að öðru
leyti sjáum við ekki ástæðu til að
stökkva af stað,“ segir Baldvin
Valgarðsson, matvælafræðingur
hjá Umhverfisstofnun, um við-
varanir bresku matvælastofnun-
arinnar um að krabbameinsvald-
andi litarefni, Sudan-1, sé í yfir
350 matvælategundum þar í landi.
Efnið greindist í sósu. „Sósan
er ekki til hér á landi og við erum
ekki komin á það stig að kanna
hvort eitthvað af þeim matvælum
sem gefin hafa verið upp séu til
hér á landi. En fáum við tilkynn-
ingar um það bregðumst við vita-
skuld við,“ segir Baldvin. - bs
VINNUMARKAÐUR Marteinn Másson,
lögmaður GT verktaka, segir
fyrirtækið kaupa þjónustu af er-
lendu fyrirtæki og um slíka þjón-
ustusölu gildi lög frá árinu 2001
þannig að hið erlenda fyrirtæki
geti sent starfsmenn sína hingað
til að sinna þeirri þjónustu. Þeir
geti verið hér í allt að níutíu daga
í senn við framkvæmd hennar.
Vinnumálastofnun og lögregl-
an á Egilsstöðum eru að skoða
rútubílaakstur erlendra ríkis-
borgara á Kárahnjúkum en GT
verktakar kaupa slíkan akstur af
lettneska fyrirtækinu Vislandia.
„Í lögum eru ákveðnar reglur
sem eiga að tryggja þessum
starfsmönnum lágmarksréttindi.
Þeir eiga að njóta þeirra lág-
markskjara sem eru hér á landi
þannig að ekki er verið að flytja
inn hálfgerða þræla, eins og reynt
er að ýja að. Þetta hefur verið
málað dálítið dökkum litum,“
segir Marteinn.
Samkvæmt samningnum við
Vislandia kaupa GT verktakar
bæði akstursþjónustu og verklega
vinnu en Marteinn kveðst ekki
vita í hversu miklum mæli GT
verktakar muni nýta þann þátt í
þjónustusamningnum. - ghs
Lögmaður GT verktaka:
Kaupa vinnuafl hjá þjónustusölu
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR
Kynnti efni listahátíðar í Reykjavík.
MARTEINN MÁSSON LÖGMAÐUR
Segir að GT verktakar kaupi þjónustu af
erlendu fyrirtæki við ráðningu á starfs-
mönnum að utan til að flytja fólk á
Kárahnjúkum.
Selfoss:
Harður
árekstur
LÖGREGLUMÁL Ökumaður var
handtekinn af lögreglunni á Sel-
fossi aðfaranótt sunnudags með
fíkniefni í fórum sínum. Fíkni-
efnin voru gerð upptæk en
lögreglan áætlar að maðurinn
hafi ætlað þau til eigin nota.
Maðurinn var færður í fanga-
geymslur og yfirheyrður á
sunnudag.
Þá varð harður árekstur á
Austurvegi þegar tveir bílar
skullu harkalega saman um
þrjúleytið á sunnudag. Engin slys
urðu á fólki en bílarnir voru báðir
óökuhæfir eftir áreksturinn.
- þlg
10-11 27.2.2005 18:12 Page 3