Fréttablaðið - 28.02.2005, Síða 35

Fréttablaðið - 28.02.2005, Síða 35
18 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR Ómissandi hluti af lífinu Strætóskiptistöðvar þjóna mikilvægum tilgangi víðs vegar um heim – og líka á Íslandi. Á öllum tímum dags er fólk á flækingi á stöðvunum, bíðandi eftir strætó, nýkomið úr strætó eða að sýna sig og sjá aðra. Á Íslandi er allra veðra von eins og flestum ætti að vera kunnugt og því mikilvægt að við eigum góðar skiptistöðvar til að hlýja þeim sem nýta sér strætó til að komast milli staða. Það er eitthvað ótrúlega heillandi við skiptistöðvar. Þar er hægt að sitja tímunum saman og skemmta sér við að horfa á fólkið sem kemur inn og út úr kuldanum. Miklar líkur eru á að maður hitti einhvern sem maður kannast við og geti tekið upp létt spjall en ef svo er ekki er alltaf hægt að slaka á, virða mannlífið fyrir sér og njóta lífsins. Skiptistöðvar eru nauðsynlegur sam- komustaður í samfélaginu þó að þessi samkomustaður sér eilítið öðruvísi en flestir aðrir. Ómissandi hluti af lífinu á Íslandi. ■ Mjóddin er miðstöð Breið- holtsins og þar er afskap- lega fjölbreytt þjónusta. Skiptistöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru allar sérstakar og geta sagt margt um hvert svæði fyrir sig. Lækjartorg er í hjarta miðborgarinnar og aldrei tómt. Það er alltaf ys og þys í Ártúni enda miðstöð margra menntaskólanema til að komast milli staða. Skiptistöðin var stór hluti af sögu og bæjarmynd Kópavogs allt þar til hún brann fyrir nokkrum vikum. Hlemmur er orðinn víðfræg skiptistöð enda gerð um hann samnefnd heimildarmynd. 18-19 lesið 26.2.2005 17:15 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.