Fréttablaðið - 28.02.2005, Síða 19
3MÁNUDAGUR 28. febrúar 2005
,,Við ætlum fjórar vinkonur
saman aftur og aftur!
Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“
Sumarnámskeið fyrir skapandi börn,
eldri og yngri, keramik, teikning,
málun - allt innifalið - litlir hópar.
Aðeins 8500 kr. vikan!
Skráning í Keramik fyrir alla,
sími 552 2882, Laugavegi 48b.
Sjá lýsingu: www.keramik.is
Hvað segja börnin
um námskeið í
Keramik fyrir alla?
Barnaafmæli
Bekkjarferðir
Keramik fyrir alla,
Frábær skemmtun
fyrir allan hópi n.
Tilboðspakkar
Keramik og pizza frá
kr. 990 á mann.
Öðruvísi
rúmgaflar
RÚMGAFLAR ÞURFA EKKI AÐ VERA
ÓÞÆGILEGIR OG ÓFRUMLEGIR.
Rúmgafl setur svo sannarlega sinn
svip á rúmið og allt herbergið sem
það er í. Rúmgaflar virðast oft allir
vera eins þegar leitað er að rúmum
en það er algjör óþarfi að gefa upp
vonina. Leyfðu ímyndaraflinu að
leika lausum hala og búðu til þinn
eigin rúmgafl. Ekki er vitlaust að
endurnýta hluti sem hefðu annars
lent í ruslinu.
• Gamalt hvítt grindverk. Ef þú ert að
skipta um grindverk, ekki henda því
gamla. Taktu þér sandpappír í hönd,
pússaðu það vel upp og lakkaðu það
í þeim lit sem þú vilt. Mældu breidd-
ina á rúminu þínu og láttu grindverk-
ið smellpassa við breiddina. Þá er
kominn hinn fínasti frumlegi rúmgafl.
• Gömlum hlutum bjargað. Ef þú vilt
losa þig við arinhillu eða skreytingu
fyrir ofan hurð skaltu ekki henda
þeim hlutum. Þeir geta nýst vel fyrir
ofan rúmið sem eiginlegur rúmgafl.
Passaðu bara að hengja stykkið nógu
hátt upp svo þú rekir ekki höfuðið í
það. Festu það síðan vandlega og
sofðu vel.
• Koddahimnaríki. Taktu gömlu gard-
ínustöngina úr geymslunni og
hengdu hana fyrir ofan rúmið. Festu
tvo kodda á hana og láttu þá hanga
niður hlið við hlið. Þeir mynda
skemmtilegan rúmgafl sem er líka
rosalega þægilegur. Gott er að festa
höldur á púðana þannig að auðvelt
sé að renna þeim á gardínustöngina.
• Gamalt garðskýli. Alls ekki henda
gamla garðskýlinu þínu ef þú lumar
á einu slíku. Pússaðu það upp og
lakkaðu og festu það vel og vand-
lega þannig að það rammi endann á
rúminu inn. Þá verður rúmið eins og
lítið hús sem þú býrð í og veitir visst
öryggi og þér finnst þú alltaf vera
ein(n) í heiminum. Auðvitað er líka
hægt að nota eitthvað annað til að
ramma rúmið inn – notaðu bara
ímyndaraflið!
Það er mjög sniðugt að ramma rúmið
inn með garðskýli eða einhverju öðru
smekklegu.
Sandblástursfilmur í glugga
bjóða upp á óendanleg frum-
legheit.
Frumlegheit og sniðugar lausnir
eru það sem allir vilja inn á
heimilin sín og nú getur fólk látið
hugmyndaflugið ráða þegar
kemur að rúðum í anddyri og
baðherbergjum. Hjá Memó ehf.
eru fáanlegar sandblástursfilm-
ur í glugga sem hægt er að fá eft-
ir máli og að hugmyndum hvers
og eins. „Þetta eru filmur sem
eru settar í gluggana þannig að
rúðan lítur út eins og sandblásin
og svo skerum við út í filmuna
það sem fólk vill,“ segir Einar
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Memó.
„Í anddyrinu er vinsælt að
vera með húsnúmer og nöfn þeir-
ra sem búa í húsinu og í baðher-
bergisgluggana eru ljóðlínur og
málshættir mjög vinsæl.
Það allra nýjasta er svo að við
getum skorið út ljósmyndir í
filmuna.
Við erum að fá margar sniðug-
ar pantanir og hvetjum fólk til að
gefa hugmyndafluginu lausan
tauminn og hafa þetta frumlegt
og persónulegt.“ ■
Með lýríkina í ljóranum
Ávextir skornir í sandblástursfilmur.
Hér hafa verið skorin út ljóð og máls-
hættir í stofugluggann.
02-03 fast lesið 26.2.2005 17:14 Page 3