Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 28.02.2005, Qupperneq 16
Í 101 Reykjavík er margs konar miðja: þar býr margt skemmtilegt fólk og margt ríkt fólk og margt mjög einkennilegt fólk. Það er farsæl blanda. Þetta fólk býr í höllum eða hjöllum: það er líka fín blanda. Í 101 er eitthvað í loftinu. Þar skynjar maður titring af mögu- leika á því að þarna gæti þrifist mannlíf og þarna hafi þrifist mannlíf; hér á þessu horni hafi staðið Sæfinnur á sextán skóm á sínum tíma og Benedikt Gröndal á sínum, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Magnús Stephensen... í þessu hverfi er lágur ymur af sögu, þarna er samhengi sem mann langar til að skynja, þarna hefur alltaf verið sambýli höfðingja, smælingja og listamanna: þessi samsetning er inntak hverfisins. Almennt er 101 talið vera inn- hverfið: Gjörvallt Ísland er þá „úthverfin“ og „úti á landi“. Mað- ur finnur þennan tón í skrifum 101-inga eftir menningarnótt. Fólkið sem gerir tilkall til að búa í „miðbænum“ skrifar þá í yfirlæt- isfullum kvörtunartón um innrás „úthverfafólksins“ eins og það sé ekki Reykvíkingar, og 101 sé ekki miðbær þess. Til eru fallegri bæjarmiðjur. Til dæmis í Hafnarfirði, sem krat- ar eyðilögðu að vísu með svo ljótu malli að það hlýtur að vera kennsluefni víða um heim; Stykk- ishólmur státar af fallegum mið- bæ, Ísafjörður, Akureyri: en þegar maður kemur á þessa staði sér maður ekkert fólk, það er hugsanlega heima að baka eða í kaffi við eldhúsborðið hvert hjá öðru. En maður sér því bregða fyrir á jeppa að fara út í búð. Sem er dapurleg sjón. Íslendingar virðast ekki átta sig á því að til þess að upplifa það iðandi mannlíf sem þeir þrá þá neyðast þeir til að vera úti. 101 Reykjavík er innhverfi og þar er margs konar miðja – en er það „Miðjan“? Þar er saga og sam- hengi og skemmtilegt fólk – en er þetta miðborg? Kannast ekki allir við þann þanka þegar þeir hafa labbað niður Laugaveginn, að væri þetta ókunn borg þá væru þeir sífellt að hugsa um það hvenær þeir kæmu eiginlega inn í miðborgina? Í umræðum um skipulagsmál hættir fólki til að miða við Reykjavík eins og hún var í bók- um Hendriks Ottóssonar um Gvend Jóns og félaga, vestan og austan lækjar – hitt sé „úti“. Í þessari heimsmynd miðast borg- arhliðin við gömlu gasstöðina við Hlemm. Menn láta sig þá dreyma um að ekki þurfi annað en að reisa ný og vegleg hús við Laugaveginn til að lokka fólkið „inn“ aftur. Og Laugavegurinn fyllist þá á ný af fólki og stemmningin verði svipuð og þegar Kjörgarður státaði af eina rúllustiga landsins – fyrir utan Amaro á Akureyri. Því miður: 101 Reykjavík er út- hverfi. Miðja verslunar og skemmt- anahalds fyrir fjölskyldur er í Smáranum í Kópavogi. Á meðan fólk virðist líta svo á að um fjall- veg sé að fara milli búða og treystir sér ekki öðruvísi en í jeppa milli húsa þá er Smárinn í Kópavogi miðjan: eitt stórt mall og svo breiðgötur á milli búða sem ekki má fara fótgangandi um: það er hingað sem búðirnar flýja. Hér líður McDonaldsi vel. Guðni Elísson skrifaði skemmtilega grein í Lesbókina á dögunum – eins og hann er vanur – og fjallaði um ljótleika Reykja- víkur. Þar er af nógu að taka. En þegar Guðni hættir sér austur fyrir Hlemmtjald verður bara fyrir honum hið óhugnanlega Múlahverfi og Grensásvegurinn sem er hin eina sanna Desolation Row okkar. Þetta er vissulega sú ömurlega Reykjavík þar sem allt er svo grátt en þar fyrir ofan er hið fallega Smáíbúðahverfi og veðursæll Fossvogurinn; við höfum líka Breiðholtið sem er mestanpart fallegur borgarhluti, fullur af grænum ilmi, kátum krökkum og hlýðnum hundum – við höfum Árbæinn sem fóstrað hefur svo margt snjallt fólk að þar hlýtur að vera gott að vera og við höfum ný hverfi þar sem sér- hver gata er spennandi landnám. Úthverfin í Reykjavík eru fín og mönnum sæmst að hætta að hnýta í þau. Fólk kemst af án þess að fara „niður í bæ“ – það veit ekki einu sinni af því að það sé „úti“. Sé ætlunin að Laugavegur- inn blómstri sem verslunargata þarf að hætta að láta sig dreyma um að hann geti keppt við stóru möllin heldur á að lækka fast- eignagjöldin þar, afleggja með öllu hin fráleitu stöðumælagjöld, virða söguna og samhengið og leyfa raunverulegum arkítektum að teikna hús í eyðurnar en hleypa að skapandi fólki í litlu hreysin. Af ferköntuðum steinkumböld- um er hins vegar enginn hörgull í Reykjavík. ■ Þ að hefur verið hálf hjákátlegt að fylgjast með þeim rama-kveinum sem hafa heyrst úr ýmsum hornum þegar lokskoma fram hugmyndir sem geta átt þátt í því að blása nýju lífi í verslun og mannlíf við Laugaveginn. Þar á meðal er jafnvel fólk sem hefur ár eftir ár kvartað yfir að borgaryfirvöld standi aðgerðalaus hjá á sama tíma og miðbæ Reykjavíkur fari hnignandi, og þá sérstaklega verslun við Laugaveginn, en sér því nú allt til foráttu að tuttugu og fimm gömul hús, sem eru flest löngu komin á tíma, megi víkja ef eigendur þeirra kjósi að byggja ný í þeirra stað. Ekki hefur verið ákveðið að rífa þessi hús og það leyfi verð- ur ekki gefið nema fyrir liggi teikningar að nýju húsunum sem samræmast hugmyndum okkar daga um hvernig eigi að reisa byggingar inn í gamla götumynd. Allt tal um að sporin hræði, með tilvísun í til að mynda húsið sem var byggt á sínum tíma milli Reykjavíkurapóteks og Hótel Borgar, er bull. Þær hug- myndir sem ríktu í arkitektúr á þeim árum tilheyra liðnum tíma. Miklu nærtækara er að líta til nýjustu húsanna sem hafa verið byggð við Laugaveginn, til dæmis hótelsins sem stendur við Laugaveg 18 og húsin sem voru reist annars vegar og endur- byggð hins vegar á brunarústunum aðeins ofar við Laugaveg, við númer 40 og 42. Þetta eru stásslegar byggingar sem þjóna tvíþættu hlutverki; á götuhæð hýsa þau verslun og þjónustu en þar fyrir ofan eru íbúðir sem fólk vill búa í. Og þar er komið að stórum punkti í allri þessari umræðu. Okkur vantar fleiri íbúa í bæinn, því hvað er miðbær án fólks? Samstaða hefur verið innan borgarstjórnar um fyrirhugaða uppbyggingu við Laugaveginn fyrir utan kröftug mótmæli Ólafs F. Magnússonar, þess ágæta borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins. Ólafur setti sig líka upp á móti hugmyndum um niðurrif Austurbæjarbíós, sem virðist því miður eiga að fá að standa áfram. Í því máli sáu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sér leik á borði og hopuðu frá stuðningi við niðurrif bíósins þegar ljóst var að ekki ríkti einhugur innan R-listans um framtíð þess. Var sú framganga borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna til lítils sóma, enda réðu skammtíma pólitískir hagsmunir fremur ferð- inni en hagur borgarbúa. R-listinn hafði ekki dug í sér til að klára málið upp á sitt ein- dæmi og nú stendur Austurbæjarbíó eins og þurs sem varð að grjóti við sólarupprás án þess að nokkur vilji í raun eiga það né reka. Það er líka fullkomlega óljóst hvaða starfsemi eigi að fara þar fram enda ekki eins og okkur skorti samkomuhús í Reykja- vík. Í raun er ekkert óeðlilegt að Austurbæjarbíó fari sömu leið og önnur kvikmyndahús sem eitt sinn voru í miðbænum. Stjörnubíó er farið, Nýja bíó líka og Tjarnarbíó er löngu hætt að vera bíó og er núna í eigu borgarinnar. Ekki má gleyma Gamla bíói sem er orðið óperuhús. Og vel á minnst, það losnar innan ekki mjög margra ára þegar Íslenska óperan fær inni í tónlist- arhúsinu sem á að fara að byggja, og þá þarf að finna því nýtt hlutverk líka. ■ 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Öllum hugmyndum sem geta blásið nýju lífi í miðbæinn á að fagna. Laugavegurinn og bíóin FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG REYKJAVÍK GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Á meðan fólk virðist líta svo á að um fjall- veg sé að fara milli búða og treystir sér ekki öðruvísi en í jeppa milli húsa er Smárinn í Kópavogi miðjan: eitt stórt mall og svo breiðgötur á milli búða sem ekki má fara fótgangandi um: það er hing- að sem búðirnar flýja. Hér líður McDonaldsi vel. ,, Hið innhverfa úthverfi Evrópubrellan Spunameistarar Framsóknarflokksins gátu farið sælir heim af flokksþinginu sem haldið var um helgina. Með brellu – snjallri en gamalli – tókst þeim að fá þingfulltrúa til að tala sig heita um mál sem engu skipti en gleyma að mestu ágreiningsefnunum sem raunverulega skapa togstreituna í flokknum. Þessu hélt að minnsta kosti Helgi Hjörvar fram í Silfri Egils í gær. Hann taldi að tillag- an um Evrópusam- bandið, sem jafnt þingfulltrúar sem fjöl- miðlar gleyptu við og héldu að væri sett fram í alvöru, væri komin úr smiðju spunamannanna sem þarna hefðu fundið leið til að bjarga flokksforystunni frá erfiðum mál- um, hatrömmum innanflokksdeilum og ágreiningi um efni eins og Írak, sölu Símans og fleira. Og það hefði tekist. Sælir vefarar Hvort sem tilgáta Helga Hjörvar er rétt eða ekki blasir hitt við að Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknarflokks- ins, kemur ólaskaður af flokksþinginu. Hann getur brosað breitt. Það má lík- lega öðru fremur þakka Evróputillög- unni. Og þeir hafa fullt tilefni til að vera í góðu skapi í dag vefarar Halldórs á spunaverkstæðinu; Björn Ingi Hrafns- son, Pétur Gunnarsson og Steingrímur Ólafsson. Vefsíða um stjórnarskrána Stjórnarskrárnefnd er búin að opna vefsíðu þar sem hægt er að lesa fund- argerðir nefndarinnar og erindi sem henni berast. Slóðin er stjornarskra.is. Þetta er lofsvert framtak og verður von- andi fleiri sambærilegum aðilum til eft- irbreytni. Í því sambandi rifjast upp að starfandi er sérstök þverpólitísk Evr- ópunefnd á vegum forsætisráðuneytis- ins. Formaður hennar er frægasti bloggari landsins, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Hann þarf að drífa í því að koma gögnum og fundargerð- um nefndarinnar á netið. Og meðal annarra orða: Hvenær ætlar forseta- embættið að opna vefsíðu? Lénið for- seti.is hefur verið í vinnslu frá 1996. Er ekki tími til kominn að tengja? gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA 16-57 (16-17) Leiðari 27.2.2005 21:51 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.