Fréttablaðið - 28.02.2005, Síða 71

Fréttablaðið - 28.02.2005, Síða 71
30 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR – hefur þú séð DV í dag? Sorg eftir brunann á Sauðárkróki Grunaður um íkveikju sem banaði æskufélaga „ÉG MAN EKKERT FYRR EN ÉG VAR KOMINN ÚT” Breski uppistandsgrínarinn og klæðskiptingurinn Eddie Izzard mun troða upp á Íslandi í byrjun mars og vinsældir hans hér eru slíkar að það seldist upp á sýning- ar hans á örskotsstundu. Izzard ætlaði að upphaflega að halda eina sýningu á Broadway 9. mars en miðar á þá sýningu seldust upp á 8 mínútum þannig að sala á aukasýningu þann 10. hófst strax í kjölfarið. Miðar á þá sýningu eru einnig búnir en sá kvittur er kominn á kreik að þessar góðu undirtektir gætu dregið magnaðan dilk á eftir sér en sjálfur Ricky Gervais mun vera að íhuga það að fylgja í kjöl- far landa síns. Gervais er vinsæll uppistandsgrínari en er þekktast- ur fyrir túlkun sína á skrifstofu- stjóranum óþolandi David Brent í gamanþáttunum The Office. Gervais er einnig annar höfundur þáttanna og í kjölfar vinsælda þeirra hafa honum staðið allar dyr opnar í Hollywood sem og annars staðar. Það þarf auðvitað ekki að fjöl- yrða um það hversu mikill fengur það yrði fyrir Íslendinga að fá þennan grínista til landsins en hann er enn þekktari en Izzard á Klakanum og myndi sjálfsagt fylla Broadway á innan við 8 mín- útum ef út í það er farið. ■ Skrifstofublók á eftir klæðskiptingi [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Magnús Árni Magnússon. Stjarnan. Peter Benenson. Yngsti Liverpool-aðdáandi lýð- veldisins fæddist Hafnfirðing- um 25. dag janúarmánaðar. Drengurinn var skírður á sunnudaginn var; Mikael Freyr. Sagan segir að faðir hans Hilm- ar Ægir Þórðarson, einn dyggasti Liverpool-aðdáandi landsins, hafi valið snáðanum nafn knattspyrnukappanna Michaels Owen og Freys Bjarnasonar varnarmanns í FH, en sem borinn og barnfæddur Gaflari heldur Hilmar vitaskuld upp á sitt heimalið í fótboltan- um. „Jú, ég segi fólki það óhikað; að minnsta kosti vinum mínum, en nefndi það ekki við konuna. Það var annað hvort að drengur- inn héti Mikael eða Stefán; þá í höfuðið á Steven Gerrard,“ segir Hilmar brosmildur og alls blygðunarlaus. „Freys-nafnið hafði ég alltaf ákveðið að gefa frumburðinum, ekki út af neinu sérstöku, en ekki skemmir fyrir honum að eiga nafnann Frey Bjarnason, þótt nafngiftin eigi líka vísun í Freysa útvarpsmann á X-inu, en ég var að horfa á leik með Real Madrid og hlusta á Freysa þegar ég fastsetti nafn- ið.“ Mikael litli Freyr fékk Liver- pool-búning frá vinum föður síns í skírnargjöf og var klædd- ur í hann strax daginn eftir. „Jájá, kúturinn er búinn að máta og var mjög lukkulegur í honum; greinilega sáttur við að vera orðinn fullgildur Liver- pool-aðdáandi. Það er best að hefja innrætinguna sem fyrst og bara gott að gera svoleiðis við börn. Kennsla á Liverpool-dýrk- un hefst því mjög fljótlega; drengurinn hefur ekkert val,“ segir pabbinn stoltur, en hann hefur haldið með fótboltaliðinu frá Lifrarpolli síðan hann var á sjöunda árinu. „Þá var Liverpool besta liðið, en svo heldur maður ætíð tryggð við það þótt illa eða verr gangi. Það er enda bannað að skipta um lið og hrein helgi- spjöll. Það er þumalputtaregla, en alltaf einn og einn sem fylgir þeim liðum sem eru á toppnum, og ekki litið stórt upp til slíkra manna meðal fótboltaaðdá- enda.“ Sjálfur fékk Hilmar FH-inn- rætingu með móðurmjólkinni. „Ég er Gaflari og fékk frá blautu barnsbeini að heyra að FH og Haukar væru bestir. Ég fékk ekkert val, frekar en Mikael Freyr fær,“ segir Hilm- ar, á leiðinni með búninginn svo hægt sé að merkja hann drengn- um með stóra fótboltanafnið. thordis@frettabladid.is HILMAR ÆGIR ÞÓRÐARSON: SKÍRÐI FRUM- BURÐINN Í HÖFUÐIÐ Á MICHAEL OWEN Liverpool- búningur í skírnargjöf Nú þegar besta bíómyndin hefur verið verðlaunuð með gylltum Óskari er ekki úr vegi að spyrja eina Íslendinginn sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna hver besta bíómynd kvikmyndasögunn- ar sé. „Það er ET vegna þess að hún er the greatest story ever told,“ svarar leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson; til- nefndur fyrir Börn náttúrunn- ar árið 1992. „ET er auðvitað Biblían. Geimveran kom eins og Kristur til manna; gat læknað sjúka, var framseld og hjólaði upp til himna,“ segir Friðrik Þór, en almennt eru áhorfendur ekki meðvitaðir um þá óvenjulegu túlkun, þótt hún virðist augljós þegar heim kemur. Kveðjustundin, þegar ET fer á hjólinu upp í him- inhvolfið, var á dögunum valin sú sorglegasta í kvik- myndasögunni. „Það er skiljanlegt meðal kristinna manna, en síðast þegar menn vissu steig Bin Laden út úr helli Bora Bora, líkt og Kristur, svo þetta er allt að brengl- ast. Ég vil þó ekki heimfæra Bin Laden upp á ET þar sem hann hefur engan lækningamátt,“ segir Friðrik Þór og skellir upp úr. Segir ET sína uppáhalds- bíómynd. „Citizen Kane kemur fast á hælana, en auðvitað er ekkert lát á gerð góðra mynda. Stórkostleg kvik- mynd fæðist á fimm ára fresti, en sú síðasta var Underground eftir Emir Kusturica.“ Og að mati Friðriks verður góð bíómynd að snerta áhorfandann. „Ef það tekst ekki floppa þær örugg- lega, en þó ganga myndir sem snerta við fólki oft mjög illa í bíó. Þetta er eins og með mataræðið. Fólk rótar í ruslfæði af því það er svangt, og fer það í bíó til að drepa tímann og hugsa sem minnst. En ef það hefur áhuga á öðrum menningarheimi og því að hugsa álpast það kannski inn á góðan japanskan eða indverskan veitingastað; nýtur þess og verður ekki samt á eftir.“ Friðrik Þór segir gyðinga hafa gert margar fallegar Jesúmyndir, þótt þeir hafi krossfest Krist. „Það er erfitt að fara aftur eftir mestu sögu allra tíma, en Bin Laden gæti verið efni í stórkostlega kvik- mynd, ekki síst ef honum væri ljáður lækninga- máttur!“ Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri segir geimverumyndina ET bestu bíómynd allra tíma SÉRFRÆÐINGURINN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐ- RIKSSON LEIKSTJÓRI Kveðjustundin, þegar ET hjólar upp til himna, var valin sorglegasta atriði kvikmyndasögunnar. Var framseld og hjólaði upp til himna Hrósið fá eigendur Norðurskeljar í Hrísey fyrir að vinna að því að skapa fjölda nýrra starfa í Eyja- firði með kræklingarækt. HRÓSIÐ RICKY GERVAIS Þessi kostulegi leikari og uppistandari gæti sótt Ísland heim í kjölfar Eddie Izzard sem treður í tvígang upp á Broadway í mars. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R FEÐGARNIR OG LIVERPOOL-AÐDÁ- ENDURNIR HILMAR OG MIKAEL FREYR Litli maðurinn fékk nafn tveggja fótboltakappa í skírnargjöf, en faðir hans er gallharður Liverpool- og FH-aðdáandi, og nöfnin fengin frá fótboltahetjunum Michael Owen og Frey Bjarnasyni. » FA S T U R » PUNKTUR 70-71 (30-31) Fólk 27.2.2005 22:04 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.