Fréttablaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 12
12 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR Allur máttur úr Magna Dráttarbátar eru litlir og láta lítið yfir sér en þeir hafa krafta í köggl- um svo um munar. Það er hins vegar af sem áður var hjá Magna, flaggskipi íslenska drátt- arbátaflotans, því vélin í honum er handónýt. Starfsmenn Stálsmiðj- unnar vinna nú að því að flikka upp á fleyið en fimmtugsafmæli þess rennur upp í sumar. Magni er fyrsta stálskipið sem Ís- lendingar hönnuðu og smíðuðu og á Hjálmar R. Bárðarson, fyrrverandi siglingamálastjóri, heiðurinn af því. Hann var smíðaður í Stálsmiðj- unni í Reykjavík en nú hálfri öld síðar situr hann aftur í slippnum og bíður þess sem verða vill. „Þetta er mjög traust skip og hann sinnti verkefnum sínum með prýði þar til vélin í honum skemmd- ist,“ segir Hilmar Kristinsson, verkstjóri hjá Stálsmiðjunni, en mörg ár eru síðan það gerðist. Hann var bundinn við bryggju í gömlu höfninni í Reykjavík þangað til hann var færður í slipp fyrir nokkrum mánuðum. „Það má eigin- lega segja að hann hafi bara verið að grotna niður en við höfum verið að velta því fyrir okkur hvort ekki megi nýta hann með einhverjum hætti,“ bætir Hilmar við. Upphaflega var hugmyndin að kaupa notaða vél í bátinn en síðan datt Hilmari og félögum hans í hug að sniðugt gæti verið að nota Magna sem tilraunaskip með vetni. Þeir höfðu samband við Nýorku um málið. „Þeir tóku ekki nógu vel í það, voru eiginlega búnir að semja við Norðmenn um þetta mál. Okkur finnst það nokkuð miður að vera að flytja þetta úr landi þegar við getum leitt tilraunir með vetnið.“ Því býst Hilmar við að haldið verði áfram að reyna að fá notaða vél í skipið, sem hann giskar á að myndi kosta um tíu milljónir króna. „Þetta þyrfti ekki að vera neitt sérstak- lega merkileg vél því þetta skip fer aldrei framar í neinn slag.“ Margt má gera við skip eins og Magna. Til dæmis mætti opna þar kaffihús eða bjóða Reykvíkingum í skemmtisiglingar um höfnina og nágrenni hennar. Reykjavíkurhöfn á samt Magna og hefur því síðasta orðið um hvað verður gert við hann. Ef Hilmar fengi að ráða þá myndi hann breyta Magna í skólaskip fyrir verðandi vélstjóra og stýrimenn. Hilmar telur þó að Magni verði enn um sinn í slippnum enda er hann ekki forgangsverkefni. „Við erum bara að klappa honum svona eftir því sem við höfum tíma. Við erum að reyna að þurrka hann upp og mála og sjá hvað við getum gert fyrir hann, greyið.“ sveinng@frettabladid.is                 !"#     $         %    &     '  %    () *+ ,   () - % (    ) ( % #  $    *(* - %  &(* ' * # ............. /   % ' *                  !  "    #   "$  " %& '  ' ) (    $     % 0 &' * # 1  (   )*+ ' ),+"+1 2     +)- ../), ..+ 3(+&%   4  %# 5  #        6 (    0-###    & # 7*  *+ ) +  +2 ' . ((8 3.333 REFIR ERU Á ÍSLANDI. ÞAR AF EINN Á VESTURLANDI. Heimild: Bændasamtökin SVONA ERUM VIÐ „Það er allt gott að frétta. Ég var rétt í þessu að klára að messa í Kolaport- inu,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir mið- borgarprestur en þar hefur hún mess- að síðasta sunnudag í hverjum mán- uði síðan árið 2000. Fleiri prestar koma að helgihaldinu í Kolaportinu, meðal annars Bjarni Karlsson, eigin- maður Jónu, og síðan stýrir Þorvaldur Halldórsson söngnum. „Það er alger snilld,“ segir Jóna og fer ekki ofan af því að portgestir taki klerkunum vel. „Í ljósi allrar umræðunnar og látanna yfir því að það megi ekki koma með guðsorðið í grunnskólana þá verðum við sem betur fer ekki fyrir miklu að- kasti þótt við séum ekki í hefðbund- inni kirkju,“ segir hún glettnisfullri röddu. Annars hefur ýmislegt skemmtilegt drif- ið á daga Jónu að undanförnu. „Ég var með í að halda trúðanámskeið með Halldóru Geirharðsdóttur fyrir sunnu- dagaskólakennara. Hún er frábær sem Barbara trúður og hún kenndi okkur hvernig við getum notað trúðinn í sam- skiptum við börn og komið boðskapn- um til skila. Trúðurinn er bæði einlæg- ur og forvitinn, rétt eins og börnin.“ Annasamur tími er svo fram undan. „Endalaus vinna, sem er nú kannski hvorki fréttnæmt eða skemmtilegt,“ segir Jóna skellihlæjandi. „Páskarnir eru framundan og þá verður gaman og um næstu helgi er svo æskulýðs- dagurinn. Þá ætla krakkarnir úr mið- borgarstarfinu að láta ljós sitt skína og ég hlakka til að taka þátt í því.“ ■ Höfum ekki orðið fyrir aðkasti HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR „Auðvitað er þetta dapurt. Það er agalegt og hrikalegt að búa við svona lítið starfsör- yggi,“ segir Kon- ráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, um þá ákvörðun Tinnu Gunnlaugs- dóttur Þjóðleik- hússtjóra að segja upp föstum samn- ingi við þá tíu leikara sem stystan starfsaldur hafa hjá leikhúsinu. „Þetta er eitt af því sem við erum að horfa á í þjóðfélaginu í dag, hvernig at- vinnurekendur eru farnir að vinna. Því miður. Svona eru stjórnunarhætt- irnir að verða,“ segir Konráð, sem hefur lengi staðið í skylmingum við atvinnurekendur. Konráð gefur lítið fyrir röksemdir Tinnu um að uppsagnirnar feli í sér tækifæri fyrir leikarana ungu. „Ég er nú eiginlega alveg hissa á orðum svo reyndrar manneskju eins og Þjóðleik- hússtjóri er. Það hlýtur að vera miklu meira öryggi í því að hafa störf, það þarf að sjá sér og sínum farborða og í þessu tilliti er ekkert starfsöryggi. Mér finnst vanta virðingu fyrir fólki.“ ■ Ekkert starfsöryggi UPPSAGNIR LEIKARA SJÓNARHÓLL HILMAR KRISTINSSON OG MAGNI Í sumar er liðin hálf öld síðan Stálsmiðjan afhenti Reykjavíkurhöfn Magna. Vonandi kemst hann aftur á sjó áður en langt um líður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L KONRÁÐ ALFREÐSSON JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR 12-13 (24 st.) 27.2.2005 18:11 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.