Fréttablaðið - 28.02.2005, Qupperneq 2
2 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR
Fastráðnir í Þjóðleikhúsinu:
Tinna tilkynnir
uppsagnir í dag
ÞJÓÐLEIKHÚS „Mér finnst aðferðin
við þetta rýra gildi manns sem
leikara,“ segir Brynhildur Guð-
jónsdóttir, sem er einn þeirra tíu
fastráðnu leikara við Þjóðleikhús-
ið sem hafa stystan starfsaldur og
verður sagt upp fyrir vikið.
Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóð-
leikhússtjóri hefur boðað til fund-
ar með öllum fastráðnum leikur-
um leikhússins og er gert ráð fyrir
að á fundinum skýrist hverjum
verði sagt upp, hverjir verði ráðn-
ir aftur og á hvaða forsendum.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins liggja fyrir nöfn átta
leikara sem verður sagt upp. Þeir
eru Brynhildur og eiginmaður
hennar Atli Rafn Sigurðarson,
Þórunn Lárusdóttir, Rúnar Freyr
Gíslason, Kjartan Guðjónsson,
Nanna Kristín Magnúsdóttir, Arn-
björg Hlíf Valsdóttir og Sólveig
Arnarsdóttir.
„Við sem erum á „drekalistan-
um“, eins og við köllum þetta okk-
ar á milli, höfum sammælst um að
bíða með að gefa yfirlýsingar þar
til eftir fundinn með Þjóðleikhús-
stjóra,“ segir Sólveig. Við viljum
fá betri upplýsingar um til dæmis
grundvöllinn að þessum uppsögn-
um, hverjir verða ráðnir aftur og
á hvaða forsendum.“ - bs
Danir gagnrýna nýja eigendur verslunarkeðjunnar Magasin:
Versluninni í Álaborg lokað
VIÐSKIPTI Ákveðið hefur verið að
loka Magasin-vöruhúsinu í Álaborg
en fyrirtækið er í meirihlutaeigu ís-
lenskra fjárfesta og er Baugur
þeirra stærstur. Í tilkynningu sem
stjórn Magasin sendi frá sér á
föstudagskvöldið segir að afkoma
útibúsins í Álaborg hafi lengi verið
óviðunandi og engar líkur á að úr
henni rætist. Húsaleigusamningi
hefur verið sagt upp og verður
versluninni lokað 31. júlí næstkom-
andi. 65 manns missa vinnuna.
Birgir Þór Bieltvedt, einn ís-
lensku fjárfestanna, segir að miklar
endurbætur fari senn í hönd á hús-
næði verslunarinnar í Álaborg og
talsvert rask hafi því verið fyrirsjá-
anlegt á starfseminni. Þegar ljóst
varð að ekki næðist samkomulag
um nýjan leigusamning var ákveðið
að segja honum upp.
Þótt uppsagnirnar hafi verið
gagnrýndar í dönskum fjölmiðlum
óttast Birgir ekki að orðspor fyrir-
tækisins bíði hnekki. „Við erum ein-
faldlega að hagræða. Þetta er eining
sem við teljum að muni ekki ganga
vel miðað við núverandi forsendur.
Hins vegar getur vel verið að við
skoðum Álaborg seinna. Við munum
kappkosta að útvega þessu fólki
sem var sagt upp störf í öðrum búð-
um.“ - shg
Allt brann sem
brunnið gat
Fjögurra manna fjölskylda er heimilislaus eftir eldsvoða í Breiðholti á laugardag.
Fjölskyldan hafði flutt inn fyrr um daginn. Slökkviliðið segir aðstæður hafa verið
mjög erfiðar. Eldsupptökin liggja ekki fyrir en rannsókn beinist að rafmagni.
ELDSVOÐI „Líðan okkar er eftir að-
stæðum, mér og konunni hefur
ekki komið dúr á auga eftir þetta,“
segir Hjálmar Diego Haðarson,
heimilisfaðir að Rjúpufelli 22,
sem horfði á heimili sitt brenna í
fyrrakvöld. „Þetta átti að vera
fyrsta nóttin okkar á nýja heimil-
inu þannig að þetta var eins ömur-
legt og hugsast getur,“ segir
Hjálmar, sem ætlaði að flytja inn
ásamt konu sinni og tveimur börn-
um.
Fjölskyldan hafði nýlega keypt
raðhúsið og eytt drjúgum tíma í
að gera það upp og var nýbúin að
mála það allt að innan. Á laugar-
dagskvöld var fjölskyldan úti að
borða þegar hringt var í Hjálmar
og honum sagt að kviknað væri í
húsinu. Hann kom að húsinu í ljós-
um logum. Það eina af munum
fjölskyldunnar sem bjargaðist
var fjórir kassar sem átti eftir að
fara með í húsið. Hjálmar segir of
snemmt að segja hvað taki við.
„Við tökum bara einn dag fyrir í einu og vitum ekki hvað tekur
við.“ Fjölskyldan býr hjá aðstand-
endum um sinn.
„Það var verulega heitt þarna
og við áttum í erfiðleikum með að
komast inn sökum hita. Það
brenndist einn maður frá okkur
lítillega þegar hann reyndi að
komast inn,“ segir Höskuldur Ein-
arsson, stöðvarstjóri slökkviliðs-
ins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður
gekk vel að slökkva eldinn. „En
íbúðin var mikið brennd og flestir
innanstokksmunir brenndir,“ seg-
ir Höskuldur. Reykur barst í
aðliggjandi íbúð og þurfti að reyk-
ræsta hana en Höskuldur segir að
ekki hafi verið hætta á að eldur-
inn breiddist út í aðrar íbúðir.
Að sögn lögreglu liggur ekki
fyrir hver eldsupptökin voru en
eldhúsið og stofan eru mjög mikið
brunnin og engu líkara en spreng-
ing hafi orðið þar inni. Nýbúið var
að leggja rafmagn í húsið og horfa
rannsakendur helst til þess að eld-
urinn hafi kviknað út frá raf-
magni þó ekki sé hægt að slá
neinu föstu að svo stöddu.
hrs@frettabladid.is
Flensufaraldur:
Fleiri dauðs-
föll en oft áður
HEILBRIGÐISMÁL Grunur leikur á að
inflúensan sem gengið hefur yfir
landið hafi valdið fleiri dauðsföllum
meðal eldri borgara en almennt
gerist þegar inflúensa geisar.
„Það verða alltaf umframdauðs-
föll þegar flensa geisar en við
höfum grunsemdir um að þau hafi
verið fleiri núna en oft áður,“ segir
Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Haraldur segir ekki liggja fyrir
hversu margir kunni að hafa látist
af völdum flensunnar en verið sé að
kanna málið. „Við mælum með bólu-
setningum og þá sérstaklega hjá
starfsfólki á heilbrigðisstofnunum. “
- bs
Ísrael:
Bakslag í
friðarferlið
JERÚSALEM, AP Samskipti Ísraela og
Palestínumanna hafa snöggkólnað
eftir sjálfsmorðssprengjuárás í
Tel Aviv á föstu-
daginn sem
kostaði fjögur
mannslíf. Ariel
Sharon, forsæt-
isráðherra Ísra-
els, hótaði í gær
að stöðva friðar-
umleitanir ef
Palestínumenn
gripu ekki þegar
í stað til ráðstaf-
ana til að koma
lögum yfir hryðjuverkamenn.
Í kjölfar árásarinnar ákvað rík-
isstjórnin að fresta því að láta
Palestínumenn um löggæslu í
fimm bæjum í landinu og í gær
tjáði Tzipi Livni, dómsmálaráð-
herra Ísraels, palestínskum ráða-
mönnum að 400 Palestínumenn
sem sitja í ísraelskum fangelsum
yrðu ekki látnir lausir að sinni. ■
Raðmorðingi í Kansas:
Gripinn þrjátíu
árum seinna
KANSAS, AP Lögreglan í Wichita í
Kansas-ríki í Bandaríkjunum hand-
tók um helgina Dennis nokkurn
Rader en hann er grunaður um að
hafa myrt í það minnsta tíu manns á
áttunda og níunda áratug síðustu
aldar. Skelfing ríkti í Wichita á ár-
unum 1974-1986 þegar óþekktur
raðmorðingi kyrkti tíu manns. Hann
sendi fjölmiðlum bréf undirrituð
BTK sem stendur fyrir binda-
pynta-drepa (bind-torture-kill) en
málið náði aldrei að upplýsast. Á
þessu ári tók hann aftur að senda
slík bréf og nú með munum úr eig-
um fórnarlambanna. Talið er að lög-
reglan hafi haft upp á Rader með
aðstoð erfðatækni. ■
29.956,-*
Subaru Legacy Wagon sjálfskiptur 2.590.000
2.790.000Ver› á›ur
Ver› nú
200.000
SPURNING DAGSINS
Þorvaldur Bjarni, er Idol ekki
við hæfi barna?
„Það er sérstaklega við hæfi barna.“
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson er dómari í Idol-
keppninni en á föstudag vísaði lögregla ungum
Idol-aðdáendum af Idol-kvöldi á vínveitinga-
staðnum Bragganum á Hólmavík.
NÁMSMÖGULEIKAR KANNAÐIR
Skeggrætt af miklum móð í hugvísinda-
deild Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands:
Vinsæl náms-
kynning
NÁM Mikið var um dýrðir í Háskóla
Íslands á sunnudag þegar ellefu
deildir Háskólans kynntu náms-
framboð sitt og rannsóknarverkefni
á Háskólasvæðinu, bæði í grunn- og
framhaldsnámi. Fjölmargar nýj-
ungar eru í boði á komandi námsári
og möguleikar til samsetningar
náms nánast óþrjótandi.
Námskynning á Háskólasvæðinu
hefur undanfarin ár verið gríðarvel
sótt. Það er í samræmi við stöðuga
fjölgun nemenda í háskólanám og
því margir námsfúsir sem nutu
þess nú að fá kost á persónulegum
upplýsingum frá kennurum og nem-
endum skólans. - þlg
Íran og Rússland:
Samið um
kjarnorkumál
ÍRAN, AP Rússar hafa komist að sam-
komulagi við Írana í kjarnorkumál-
um. Rússar munu sjá Írönum fyrir
kjarnorkueldsneyti og aðstoða þá
við að koma kjarnorkuveri í
Bushehr í gang á næsta ári.
Samkomulagið er í trássi við
vilja Bandaríkjamanna, sem óttast
að Íranar noti kjarnorkueldsneytið
til að koma sér upp kjarnorku-
sprengjum, og ræddi George W.
Bush, forseti Bandaríkjanna, málið
við Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seta á fundi þeirra í vikunni. Rússar
benda aftur á móti á að fullnýtt
eldsneyti verði flutt aftur til Rúss-
lands þannig að útilokað eigi að
vera að Íranar geti notað það í hern-
aðarlegum tilgangi. ■
BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR OG
SÓLVEIG ARNARSDÓTTIR
Báðar eru þær meðal þeirra tíu leikara
sem stystan starfsaldur hafa í Þjóðleikhús-
inu en þær hafa báðar verið áberandi í
burðarhlutverkum í leikhúsinu.
SYRGJANDI
ÆTTINGJAR
Útfarir þeirra sem
létust í sprengjutil-
ræðinu í Tel Aviv fóru
fram um helgina.
HORFIR Á HEIMILIÐ BRENNA
Hjálmar ræðir við lögreglumann á vettvangi á meðan á eldsvoðanum stendur.
EFTIR BRUNANN
Húsið er mikið skemmt og eldurinn eirði
fáu innanhúss.
BIRGIR ÞÓR BIELTVEDT
Slæm afkoma og fyrirsjáanleg röskun á starfseminni vegna framkvæmda eru orsakir
lokunar Magasin-verslunarinnar í Álaborg.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
02-03 27.2.2005 21:16 Page 2