Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. febrúar 1975 TÍMINN 3 Verið er að taka netin um borp i Sóieyju, sem var að hætta á línu og byrja með netin. Fréttabréf frá Flateyri KSn-Flateyri. Þorrablót Flat- eyringa „Stútungur” fór fram 1. febrúar sl. með mikilli og góöri þátttöku. Nafn sitt fékk þorra- blótið fyrir fjölmorgum árum, er þorrablót voru fyrst tekin upp, vegna þess að þeir, sem þá gengust fyrir skemmtuninni auglýstu hana með undirskrift- inni „nokkrir stútungskarlar.” Hefur þorrablótið verið árviss skemmtun undir nafninu „Stútungur.” Góð gjöf Nýlega tók Flateyrarhreppur við gjöf Jóns Rósinkranz Svein- sonar frá Hvilft og erfingja hans i minningu látinnar eiginkonu og móöur gefenda, Guðbjargar Tómasdóttur, en Jón Rósin- kranz Sveinsson lézt 29. desem- ber sl. Gjöf þessi er eignarhluti i jörðinni Hvilft, ibúðarhús og peningshús. Er vilji gefenda, að eign þessi verði notuð f þágu liknarmála önfirðinga. Flat- eyringar meta mikils þann hlý- hug og þá vináttu, sem þeim er sýnd með þessari gjöf. Húsbyggingar Hér hefur nýlega verið úthlut- að sjö byggingarlóðum, sem væntanlega verður byggt á i sumar. Þrjár lóðir fara til ein- staklinga, en Flateyrarhreppur hyggst byggja á fjórum lóðum, parhús samkvæmt reglum um leiguibúðabyggingar sveitar- félaga. Nokkrir einstaklingar hafa á prjónunum áætlun um byggingu Ibúðarhúsa, en bygging þeirra er brýn nauðsyn. Hefur verið gengið frá teikningum að bygg- ingum ibúðarhúsa á fimm lóð- um, sem geta verið allt að 600 fermetrar. Aflabrögð Héðan hafa verið gerðir út fjórir bátar i vetur, og allir á linú. Afli hefur verið tregur undanfarnar vikur. Einn bát- anna, sem héðan er gerður út, er nú að fara á net. Togararnir Þormóður goöi og Ólafur Bekkur lönduðu i janúar rúmlega 100 lestum af fiski hér. Hafði það góð áhrif á atvinnulif- iö. Samgöngur Hér hefur verið mjög snjó- þungt i vetur og færð innan- sveitar með eindæmum stirð allt siðan i byrjun desember. Þegar þetta er skrifað, 11. febrúar, eru loks vegir færir um önundarfjörð og I Dýrafirði, eftir stanzlausa vinnu i heila viku við snjómokstur. Þau ánægjulegu tiðindi gerðust einn- ig, að Dýrafjarðarbotn var ruddur þannig að nú er öllum vegheflum fært á milli Flateyr- ar og Þingeyrar. óánægja er þó með að ekki hefur verið rutt út ruðningum, sem eru allt að tveggja metra háir, og óttast menn þvi mjög, að vegir lokist þvi I fyrsta byl. En mikið vill meira, og nú er rætt um að opna ætti Breiða- dalsheiði, enda vegkanturinn upp úr snjónum alla leið yfir heiöina. önfirðingar eru uggandi um, að hinn nauðsynlegi Djúpvegur geti orðið til þess, að þeir gleymist.er eiga heima vestan Breiöadalsheiðar, enda er svo mikið vist, að innansveitarvegir i önundarfirði eru að langmestu leyti það niðurgrafnir, eða lágir, að þeir þola sáralitinn snjó, án þess að verða þegar ófærir. ön- firðingar leggja megináherzlu á aö innansveitarvegir verði byggðir upp úr snjó, eftir þvi sem hægt er, og að brú veröi smiðuð á önundarfjörð. Kæmi auk þess brú á Dýrafjörð væru samgöngumál þessara byggðarlaga i allgóðu lagi. Flugsamgöngur og Djúp- báturinn hafa þó mikil áhrif i átt að rjúfa einangrun þessara byggðarlaga, og eru önfirðing- ar þakklátir Vængjum hf. og Djúpbátnum hf. fyrir lipra og góða þjónustu i hvivetna. Vegna þess öryggisleysis, sem skapast hér vegna læknis- leysisins,.hefur verið hafin söfn- un i þvi skyni að festa kaup á snjóbil fyrir Flateyrarlæknis- hérað. Hafa undirtektir verið mjög góðar bæði meðal önfirð- inga heima og þeirra, sem bú- settir eru syðra. Vegna þessara góðu undirtekta hefur verið pantaður snjóbill, Track Master, 9 manna, og er hann væntanlegur til Flateyrar 25. febrúar. Eftir viku hlýindi hafði snjórinn sjatnað um rúman metra. Ljósmyndir Kr.Sn. A myndinni sjást skemmdirnar, sem uröu þegar bryggjukanturinn seig. OFT VAR ÞÓRF — EN NU ER NAUÐSYN LÁTIÐ EKKI HINN UMTALAÐA ÚTSÖLUMARKAO FRAM HJÁ YÐUR FARA HREINT ÓTRULEG KJÖR MIKIÐ VÖRUÚRVAL 70% afsláttur @ KARNABÆR Utsölumarkaður Laugaveg 66 50

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.