Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 16. febrúar 1975 TímiSín 11 Frönsk kvikmyndavika í Háskólabíói: UNGIR LEIKSTJÓRAR EIGA BRÓÐURPART MYNDANNA — ein myndanna, Autt sæti, var frumsýnd fyrir skömmu í París Atriði úr myndinni, Autt sæti, eftir Pierre Jallaud. Hinn kunni fanski leikari, Philippe Noiret, sem leikur úrsmiðinn í Saint-Paul, i sam- nefndri kvikmynd eftir Bertrad Tavernier. Frönsk kvikmyndavika veröur i Háskólabiói dagana 18.-25. febrúar (engin sýning veröur 20. febrúar) Sýndar veröa sjö franskar kvikmyndir. Þvi er eins fariö nú og á kvikmynda- vikunni i fyrra aö boðið er upp á fjölbreytt úrval franskrar kvikmyndaframleiöslu siðustu ára. Aðaláherzla veröur lögö á aö kynna kvikmyndahúsgestum nýja kynslóð leikstjóra. TRUFFAUT, — GARNIER — DEFERRE og REICHEBACH, leikstjórar kvikmyndanna, er sýndar voru I fyrra, tilheyra stefnu, sem kallast á frönsku ,,la nouvelle vague” eöa nýja hreyfingin. Chabrol og Rohmer, sem forráöamenn Háskólabióis viröast hafa miklar mætur á, fylgja einnig þessari stefnu. Leikstjórar þessir koma allir fram á sjónarsviöiö upp úr 1960. Kvikmyndir þær, sem sýndar veröa núna, eru nýrri af nálinni. Jallaud, Pinoteau og Tavernier leikstýröu fyrstu kvikmyndum sinum fyrir um það bil þremur eöa fjórum árum. Úrsmiöurinn I St-Paul (L’Horloger de St.-Paul) er fyrsta kvikmynd leikstjórnas — Einkasýning (Projeciton Privée) — Auði Stóllinn (La Chaise Vide) og Kinnhesturinn» (La Gifle) eru seinni myndir leikstjóranna. Kvikmy ndahúsgestir eru reyndar kunnugir verkum Molinaro, Robert og Deray, en þau geta varla talizt til meöal- mennsku. Malinaro segir nú skiliö við gamanmyndir um lifnaöarhætti og venjur fólks, en fram til þessa háfa þ®r verið aðalviðfangsefni nans. Yves Robert hóf feril sinn I kabarettleikjum I Saint-Germain- des-Prés, en breytir um stefnu, er hann hefur hiö árangursrika samstarf viö Pierre Richard, en þeir leikstýröu „Le Grand Blond” eöa L jóshæröur Maður á Svörtum Skóm. Innreiö nýrra leikstjóra I franskt listalif er engri tilviljun háö. Hún hófst skyndilega viö lok mikilla breytinga i kvikmynda- framleiöslu og smekk almennings. Undanfarin tiu ár hafa mörg kvikmyndahús neyözt til aö leggja upp laupana, en fjöldi litilla kvikmyndahúsa hafa skotið upp kollinum. Brátt varö ástandiö mótsagnakennt. Kvikmyndahúsgestum fækkaöi stööugt, en kvikmyndahúsunum fjölgaöi. Nýju kvikmyndahúsin lögöu aðaláherzlu á gæöi, en þau heföbundnu, sem fækkuöu stööugt, leituöust viö aö örva aösókn með sýningum á tvenns konar myndum, er enn eru bannaöar I sjónvarpi: ofbeldis- myndum og kynlifsmyndum. Þessar breytingar juku á fjölbreytni i kvikmyndagerð, og nú má segja, að kvikmyndahús- gestum fari ekki fækkandi lengur, svo fremi að óskir þeirra séu uppfylltar. Það er athyglisvert, aö sföustu breytingar 1 kvik- myndagerð Frakka eiga sér ekki rætur I Frakklandi heldur i öðrum frönskumælandi löndum. Parisarbúar kynntust fyrir þrem- ur árum verkum ungra leikstjóra frá Sviss og Kanada og hrifust af þeim. Það var tvennt, sem olli hinni miklu hrifningu, I fyrsta lagi hversdagslegt andrúmsloft og I öðru lagi raunsæ lýsing. Ungu frönsku leikstjórarnir aöhylltust fljótt hina nýju stefnu. Andstætt leikstjórum, „La Nouvelle Vague” mynduðu hinir nýju leikstjórar ekki samstilltan hóp. Það sem tengir þá saman, er fyrst og fremst afturhvarf til innihaldsins. Fyrir tíu árum kröfuðust kvikmyndahúsgestir ofdirfsku I llfslýsingum og tækni- útfærslu, og var þetta notað af framleiðendum I söluskyni. Það er hryggilegt hversu lágt Vadim hefur lagzt I kvikmyndagerö til aö koma á móts við þessar kröfur. Frjálsleg meöferö efnis og kvikmyndunar hefur ekki verið dregin I efa, heldur forgangs- réttur stilsins. Úrsmiðurinn I St.-Paul (L’Horloger de St-Paul) — Autt Sæti (La Chaise Vide) og Kinnhesturinn (La Gifle) eru kvikmyndir sem lýsa llfi okkar i dag. Þaö skiptir engu máli, þó fyrsta myndin sé sorgleg, önnur gamansöm og þriöja mitt á milli eins og lífiö sjálft. Kynslööa- vandamáliö er ekki sett fram I deiluformi. Sjálfumglaðir foreldrar eru endurfæddir. Úrsmiðurinn I St-Paul (L’Horloger de St-Paul) nálgast sööugt son sinn, en hins vegar á faröirinn I Kinnhestnum (La Gifle) viö persónulega erfiöleika aö etja, sem eru alls ekki minni en erfiöleikar dóttur sinnar. t kvikmyndunum Einkasýning (Projection Privée) og Leikarinn (Salut 1 ’Artiste) er tema, sem oft hefur veriö tekið til meðferðar I frönskum kvikmyndum. Ringulreiöin er skapast milli starfs og einkalifs leikara I Leikaranum og ruglingur i tlma- skynjun leikstjóra I Einkasýningu eru af sama toga spunnar. Hér er lýst manni, er leitar að jafnvægi slnu eöa frekar aö sjálfum sér. Mastroianni leikur I Leikaranum og J. L. Bideau, sem kom fyrst á sjónarsviðið I svissneskri kvikmynd, leikur I Einka- sýningu. Kaldhæöni örlaganna (L’Ironie du Sort) og Borsalino og Co, sem eru óllk verk, lýsa „Rétro” tlskunni. Sem andsvar viö sterkum hugumyndum um góð og ill öfl sögunnar, breyta kvikmyndalistin og bókmenntirnár hugmyndum okkar um slöari heims- styrjöldina. Persónunum er nú ekki lýst sem tækjum i þjónustu sögunnar. t „Kaldhæðni örlaganna” (L’Ironie du Sort) eru það ekki mennirnir, sem hafa áhrif á at- burðina né heldur hið gagnstæða. Tilviljunin er eini dómarinn. Bif- reiö, sem fer af staö eða ekki af staö, hefur áhrif á hóp manna. Leikstjórinn gefur kost á báðum möguleikunum, meö því að sýna samtimis tvær myndir, með öll- um slnum afleiðingum. Borsalino og Co gerist ekki á tlmum seinni heimsstyrjaldar- innar, heldur árið 1934. Samt sem áöur er miöpunktur myndarinnar baráttan gegn fasisma. Borsalino, glæpamaðurinn frá Marseille háir þessa baráttu. Mynd þessi er gerð af meistara á slnu sviöi. Fyrir nokkrum árum heföi verið óhugsandi, að glæpa- maður heföi haft svo jákvæöu hlutverki að gegna i franskri kvikmynd. Nýrri kynslóð leikstjóra tilheyrir ný kynslóð leikara. Delon, Brialy, Cassel, Noiret, Cirardot komu fram meö „La Nouvelle Vague” og hafa nú fimmtán ára leikferil að baki. Þeim, er ekki stjakað til hliðar heldur fengin hlutverk viö sitt hæfi. En ný andlit birtast: Francis Perrin, Isabelle Adjani, aöeins 18 ára aö aldri, Jacques Spiegler, Pierre Clementi og Bulle Ogier. Listi yfir kvikmyndir leikstjóranna Yves Robert: Ni Vu Ni Connu — La Guerre des Boutons —■ Bebert et l’Autobus — Alexandre le Bienheureux — Le Grand Blond. Molinaro: La Mandarine. Pinoteau: Le Silencieux. Jallaud: Une Infinie Tendresse. Deray: 5h. du Soir en Etf — Du Risisi á Tokyo — La Piscine — Borsalino. Leterrier: Acteur (de Bressen) — Les Mauvais Coups. Tavernier: Fyrrverandi kvikmyndagagnrýnandi hjá timaritinu „Cinéma”, fyrrver- andi blaöafulltrúi. ÚTGERÐARMENN Ef ykkur er einhvers vant til útgerðarinnar þá athugið hvort við getum ekki bætt úr því. Höfum á lager flestar útgerðarvörur. Kaupfélag Suðurnesja KEFLAVÍK - NJARDVÍK - GRINDAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.