Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. febrúar 1975 TÍMINN 9 Jom Kippurstríðið var áfall fyrir ísraelsþjóð, og hefui leitt til þess aðhúnhefur orðið að lita tilveru sina nýjum augum. Nýir forystumenn i stjórnmálum og hernaði hafa komiðfram, menn sem skilja, að ísraelsmenn geta ekki háð strið við arabiska nágranna sina að eilifu. En varanlegur friður er enn langt undan og enn um sinn verða ísraelsmenn að vera viðbúnir nýju striði, sem allir yita að yrði erfitt og dýrt. Rabin forsætisráðherra segir: — Við getum ekki alltaf búizt við sigrum eins og i sex daga striðinu. ÞAU BÍÐA EFTIR NÝJU STRÍÐI Skósmiöurinn Erich Steinmann á Ajeletsamyrkjubúinu i efri Galfleu hefur aldrei losnaö viö þá tilfinningu, að hann væri i hættu. Þaö hafa komið timabil, þegar hættan hefur dvinað. Nú er Erich Steinmann 65 ára gamall, og ógnirnar eru enn á næstu grösum, eins og þegar hann flúði Þýzka- land nasista og eignaðist nýtt heimili við ána Jórdan i Palestinu. — Þá, segir Steinmann — fóru Arabar að ráðast i samyrkjubú okkar. A hverri nótt urðum við að standa vörð, og jafnvel við bústörfin vorum við með byssuna hlaðna og tilbúna til að skjóta. Siðan hefur Steinmann lifað þrenn striö — sjálfstæðisbar- áttuna 1948 (hann skaut á sýr- lenzkar árásarflugvélar), sex daga striðið (hann var vitni að áhlaupinu að Gólanhæðum), og loks októberstriðið i fyrra. Hann segir frá siðasta striðinu: — Við sátum I skýlunum og heyrðum gnýinn frá skriðdreka- bardaganum á Gólanhæðum, og vissum, að öllu væri lokið, ef Sýrlendingar kæmust i gegn. Sýrlendingar komust ekki i gegn, en Jom Kippurstriðið hefur breytt Israel. I Ajelet ha Schashar starfa náttvarðdeildir af fullum krafti, og á ökrunum eru byggð hermannaskýli með metraþykkum steyptum veggjum. — Striðið harðnar stöðugt, og ég veit ekki hvort við munum nokkurn tima kynnast friði, segir Erich Steinmann. Þessari spurningu velta allir landsmenn fyrir sér. Oryggis- tilfinningin eftir sex daga striðið hefur ekki reynzt á rökum reist og er alveg horfin. Meðvitundin um vaxandi herafla Araba hvilir eins og mara á tsraelsmönnum, ásamt óttanum við sivaxandi hryðju- verk gegn Gyðingum. Ekki aðeins á landamærasvæðunum, heldur um allt land, hefur sveitum óbreyttra borgara verið komið á fót. Vopnaðir verðir eru við skóla, I verzlunum, i kvikmyndahúsum, strætisvagnastöðvum og á iþróttavöllum, já meira að segja á baöströndum. Þrátt fyrir allt þetta liður ekki sá dagur, að árás eigi sér ekki stað eða sprengja uppgötvist. Lifið er erfitt I Israel. Áfall fyrir þjóðina Jom Kippurstriðið eyðilagði trú allra á að Israelsmenn hefðu unnið fullnaðarsigur. Landið var á heljarþröm, og það leið á löngu unz Israelsmenn náðu sér eftir áfallið. Loks nú hafa þeir náð jafnvægi á ný. Ennþá einu sinni grétu þúsundir þetta haust við grafir þeirra, sem féllu I Jom Kippur- striðinu, og enn einu sinni var þjóðinni ljóst, að hún þoldi ekki fleiri strið. 2500 hermenn létu lifið I bardögum. — Það skelfilega, segir hinn þekkti útvarpsmaður, Amos Goren, — er ekki aðeins það, að við misstum 2.500 menn, heldur sú staðreynd, að við hefðum öll getað látið lifið. ísraelsmenn misstu trúna á að land þeirra væri það bezta i heimi um leið og trúa á ótviræða hernaðarlega yfirburði. — I stærsta kvöldblaði I tsrael, Jediot Acharonoth, stóð: „Fyrir Jom Kippurstriðið virtu Israels- menn sig gjarna fyrir sér i spegli, og það sem þeir sáu, var falleg, sterk og vel gefin þjóð. Eftir striðiö voru menn ekki vissir, nema þeir hafi horft i spéspegil, og sannfærðust um að þeir væru hvorki fallegir, vitrir né sterkir.” Augu Israelsmanna opnuðust fyrir þvi, að rfki þeirra var ekki aðeinshernaðarlega veikt, heldur voru einnig meðal þeirra miklar þjóðfélagslegar andstæður svo sem gifurlegur munur á fátækum og rlkum, milli þeirra sem fluttu snemma til ísraels og þeirra nýkomnu, milli Gyðinga frá Evrópu og Gyðinga frá Austur- löndum, milli fátækrahverfa og einbýlishúsahverfa. Sumir úr yfirstétt mennta- manna gagnrýna sjálfa sig ákaft og velta þvi fyrir sér hvaða til- verurétt tsraelsriki eigi. Ári eftir Jom Kippurstríðið veltir blaða- maðurinn Ehud Ben Ezer þessu vandamáli fyrir sér I nýrri bók sinni: — Hverjir eru kostirnir við að búa i vigbúr.um Gyðingahverfum fyrir Miðjarðarhafsbotni fram yfir lif Gyðinga i öðrum löndum, jafnvel þótt Gyðingahatur blossi þar upp öðru hverju, — þar er þó ekki þessi þrotlausa barátta fyrir lifinu, sem við verðum stöðugt að heyja I þessu landi? Og rithöfundurinn Jizhar Smilansky og foringi i hernum i striði skrifar i Jerusalem Post um innri vandamál ísraels: Skyndilega er oröið vafasamt, hvort Sionisminn er sú örugga höfn, sem Gyðingar töldu hann vera. Þeir eru eins og barn, sem skyndilega kemst að þvi, að faðir þess er ekki almáttugur, að hann getur lika orðið hræddur. Þetta er liður i þroskaferli. Ég held ai áfallið knýi marga til að lita mál ið raunsærri augum. Nýir leiðtogar taka við Þetta raunsæi varö til þess að gömlu leiðtogunum með Goldu Meir og Moshe Dayan i broddi fylkingar var fórnað. Sú fagra mynd af landinu, sem þau héldu fram, hrundi i Jom Kippurstrið- inu. Þau höfðu rekið utanrikis- stefnu, sem hafði það markmið eitt að halda öllu óbreyttu, hvað sem það kostaði. Þau urðu að fara, þegar stjórnmálastefna þeirra var borin fyrir róða, og þjóöin harmaði þau ekki. 1 þeirra stað komu ekki aðeins ný nöfn, heldur einnig ný kynslóð. Itzhak Rabin er fyrsti forsætis- ráðherra ísraels, sem fæddist i landinu. Sabras-hópurinn tók viö stjórninni. Robin og utanrikis- ráðherrann Jigal Allon voru frá- bærir hermenn. Báðir tóku þátt i öllum striðum, allt frá þvi að neöanjarðarher Gyðinga, Haganah, leit dagsins ljós. Rabin er kallaður faðir Israelshers, eins og hann er nú. Hann leiddi hann til sigurs sem hershöfðingi, en sem Allon var honum ljóst, að hlutföll herstyrks styrjaldaraðila '-------------------------------------------- Næst verður barizt af hörku Rætt við Itzahak Rabin, forsætisróðherra ísraels — Rabin forsætisráðherra: Þolir ísrael nýtt strið? — Ég held að enginn ísraelsmaður óski þess, að nokkurn tima komi til striðs aftur, en allir ísraelsbúar vita, að lifið er að vera viðbúinn striði. Ef við ætlum okkur að lifa, verðum við e.t.v. að heyja mörg strið. Þess vegna er ekki um að ræða, hvort við þolum nýtt strið, heldur hvort við höfum efni á að vera óviðbúnir nýju striði? — Er Israelsriki nógu öflugt til að þola nýtt strið? — Ég held að við getum varið okkur. Ég veit, að i framtiðinni verður strið ekki stutt. Ég held það yrði mjög hart. Við getum ekki alltaf vænzt sigra eins og þeirra, sem við unnum i sex daga striðinu. — Hverja teljið þér hættuna á striði, ef ráðstefnan um 1' ndin fyrir botni Miðjarðar- hafs mistekzt? — Vandamálið hefur ekki verið leyzt undanfarin 26 ár. Að búast við að það leysist á fáum vikum, er mikill misskilningur. En ef árangur samningaviðleitni verður enginn, eykst hættan á nýju striði. Við ætlum að standa við skuldbindingar okkar við Egypta og Sýrlendinga. Við verðum ekki fyrri að rjúfa þá samninga — ef hinir aðilarnir gera það ekki. — Nú eru ísraelsmenn i erfiðustu aðstöðu, siðan rikið var stofnað. Eftir fjögur ár standa menn andspænis sama vandamálinu og 1948, hvort arabiskt riki eigi að vera innan Palestinu. — Það er satt, að ísrael hefur átt erfiða tima, en þó hefur ástandið fyrr verið verra. Árið 1948 voru ísraelsmenn 600.000—800.000, og Egyptar voru aðeins i 25 kilómetra fjar- lægð frá Tel Aviv. Við misstum 6000 her- menn og 30.000—40.000 særðust. Við erum vanir erfiðum dögum. — Þér eruð fyrsti forsætisráðherra ísra- els, sem hefur víðurkennt Palestinuvanda- málið. Hver er lausnin að yðar mati? — Auðvitað er til Palestinuvandamál, en lausnin er i öllum atriðum komin undir ara- bisku rikjunum — undir friðarvilja þeirra. Ég held að komast megi að lausn, sem er byggð á gömlu Palestinu frá dögum Tyrkja, og nær yfir báða bakka árinnar Jórdan. Ég tel þetta svæði nægilega stórt til þess að þar sé rúm fyrir tvö sjálfstæð riki. Annað þeirra —vestanmegin — verður ísrael, sem merkir ekki að þar muni aðeins búa Gyðingar. Hitt rikið gæti verið austan megin, Jórdania, eða Jórdan-Palestina, hvað sem það yrði nú kaHað — Haldið þér að þér lifið það, að friður verði með Aröbum og ísraelsmönnum? — Við munum eiga erfiða tima næstu 10 eða 20 árin. Hinn arabiski heimur er i geysi- mikilli þróun. Arabar þurfa að vinna upp 100 ár. Nú eiga þeir auðæfi og þá möguleika, sem siðari hluti 20. aldar hefur að bjóða þeim. Sú úrslitastund kemur, að þeir hafa náð mikilli tækni á sitt vald, án þess að hafa um leið yfir skynsemishugsun vestrænnar menningar að ráða. Þetta verður úrslita- stund fyrir ísraelsmenn, en ég held að sam- vinna verði hugsanleg, þegar við erum kom- in á þetta stig. Eftir mannsaldur er hugsanlegt, að til verði nýtt arabiskt þjóðskipulag með ný markmið. Það verður betra fyrir ísraels- menn, þegar fram i sækir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.