Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 33
Sunnudagur 16. febrúar 1975 TÍMINN 33 sagði Sorcha þá. Ég skal sjá til þess að enginn sjái hana nema þjón- ustufólkið hérna i kastalanum. Þá fær enginn vitneskju um að hér er fallegri stúlka en þú. Vesalings Etain átti þvi illa ævi. Sorcha og Grainne voru meðal áhorfenda að kappleiknum. Þær sátu meðal hefðarfólks- ins á upphækkuðum palli. Etain langaði lika til að fylgjast með leikn- um, en hún fékk ekki leyfi til þess. Henni tókst þó að stelast út úr kastalanum og lauraast svo að litið bar á inn i mannfjöldann. Allra augu beindust þegar i upphafi leiksins að ókunna manninum, sem lék i staðinn fyrir prinsinn. Hreyfingar hans voru svifléttar og hnitmiðaðar, og það var sannarlega ekki ofmælt, að leikurinn snerist algjörlega um hann. En skyndilega barst skelfingarstuna frá áhorfendum. Boltinn hafði skollið af ofurafli á ókunna manninum, með þeim afleiðingum, að hann hneig út af sem dauður væri. Etain stóð þarna skammt frá og án þess að hugsa sig um eitt andartak, þaut hún til ókunna mannsins og lyfti upp höfði hans. Við það féll ljós hárkollan af höfði hans og svartir lokkarnir komu i ljós. — Kormákur prins. Kormákur prins, hróp- aði mannfjöldinn i undr- un sinni. Kormákur opnaði augun andartak og starði á fritt andlit stúlkunnar, sem beygði sig yfir hann. Svo missti hann aftur meðvitund- ina. — Flytjið prinsinn i kastalann minn, hrópaði Sorcha. Og sendið strax eftir lækni. Læknirinn kom fljótt á vettvang og öllum til mikillar gleði upplýsti hann, að prinsinn væri ekki i lifshættu. Hann þyrfti aðeins á hvild og næði að halda. Sorcha flýtti sér að segja, að prinsinum væri velkomið að deljast i kastalanum eins lengi og hann vildi, og Grainne var himinlif- andi glöð yfir að fá að snúast i kringum hann. — Farðu i fallegustu fötin þin, dóttir góð, sagði Sorcha við Grainne. Svo skaltu syngja fegurstu söngv- ana, sem þú kannt, og gera allt sem þú getur til að skemmta prinsinum og töfra hann með glæsi- legri framkomu. Grainne lét ekki á sér standa. Hún söng og söng, og aumingja prinsinn, sem var mjög söngelskur, var alveg að ærast, þvi að aldrei hafði hann heyrt jafn ömurlegan og falskan söng. Fréttir af slysinu höfðu auðvitað borizt til konungshallarinnar. Konungurinnvar fjarver- andi, en drottningin hélt þegar i stað til kastal- ans. Henni sóttist ferðin seint vegna illviðris og ófærðar, en þegar að kastalanum kom, brauzt sólin fram úr skýja- þykkni og baðaði um- hverfið geislum sinum. Og þgegar vagn drottningarinnar nálg- aðist kastalagarðinn, barst yfir garðmúrinn yndislegasti söngur, sem drottningin hafði nokkru sinni heyrt. — Stöðvið vagninn, sagði drottningin. í sama bili þagnaði söng- urinn, og út um hlið á garðmúrnum kom yndisfögur stúlka. Ljós- gullið hár hennar flóði um axlirnar, og það stirndi á það i sólinni. Drottningin gat ekki dulið aðdáun sina. Hún starði hugfangin á stúlk- una. Svo sagði hún: — Hvað heitir þú, fagra mær? — Ég heiti Etain, yð- ar hátign. Nú kom stór og stæði- legur maður skyndilega æðandi út um hliðið. — Flýttu þér, hrópaði hann og baðaði út hönd- unum. Stjúpmóðir þin er að kalla á þig ', og þú veizt hvernig skapið i henni er. Siðan hurfu þau bæði inn fyrir múr- inn. Þegar drottningin kom i kastalann, krupu Sorcha og Grainne á kné og buðu hana velkomna með lotningarfullum orðum. — Ég er ykkur inni- lega þakklát fyrir gest- risnina og hjálpsemina, sem þið hafið sýnt syni minum, sagi drottningin við þær. — Ó, yðar hátign, sagði Sorcha. Það hefur verið okkur mikill heið- ur og ánægja að fá að annast prinsinn. Þegar drottningin og prinsinn höfðu heilsazt af miklum innileik, sagði drottningin: — Þegar við nálguð- umst kastalagarðinn heyrðum við svo yndis- legan söng. — Það hlýtur að hafa verið Grainne, dóttir min, sem yðar hátign heyrði syngja, sagði þá Sorcha. Hún hefur svo undurfagra söngrödd. — Já, mamma min, sagði Kormákur prins. Hún hefur stórkostlega rödd. — Eitthvað fannst drottningunni Kormák- ur undarlegur á svipinn, þegar hann sagði þetta, en hún lét ekki á neinu bera. — Og þegar við kom- um alveg að garðinum, kom fegursta stúlka, sem ég hef augum litið, út um hliðið. Ég hélt, að það hefði verið hún sem söng svona fallega. — Nei, nei, flýtti Grainne sér að segja, Það var bara ein af þjónustustúlkunum. —Þótt hún væri fátæk- lega til fara, sagði drottningin, var hún töfrandi fögur, og það glóði á hárið á henni eins og gull. — Mamma hrópaði Kormákur. Ég hef séð slika stúlku i draumum minum. — Sonur yðar hefur verið með óráði næstum allan timann sem hann hefur verið hér, yðar hátign, sagði Sorcha. Það eina sem getur hresst hann, er drykkur, sem ég hef búið til handa honum. — Kormákur horfði á móður sina og sagði: Finnst þér það ekki skrýtið, að mér finnst ég vera fullfriskur, áður en ég drekk þennan drykk, en ég er ekki fyrr búinn að renna honum niður en ég verð svo undarlega máttlaus? Móðir hans svaraði ekki, en sneri sér að Sorcha og sagði: — Ég geri ráðstafanir til að sækja prinsinn eins fljótt og unnt er. Siðan kvaddi hún og fór, en ekki leið á löngu, unz hun var kom- in aftur til að sækja son sinn. Sorcha og Grainne voru sammála um að hvorki drottningin né Kormákur mættu sjá Etain. Þær læstu hana þvi inni i turnherbergi, og enginn fékk að koma þar nærri. Einn var þó sá, sem ekki lét aftra sér frá að tala við Etain. Það var Conn, sem var látinn vinna öll erfiðustu og sóðalegustu störfin i kastalnum. Hann var stór og griðarlega sterk- ur, en hann var lika blið- ur og góður og mátti ekkert aumt sjá. Conn þótti ákaflega vænt um Etain og vildi alltfyrir hana gera. Hún sagði honum lika alltaf frá vandræðum sinum, þegar stjúpmóðir henn- ar var vond við hana, og hann reyndi þá eftir fremsta megni að hjálpa henni. Skömmu áður en drottningin kom til þess að sækja son sinn, lædd- ist Conn upp i turninn: — Ertu þarna stulka min? hvislaði hann i gegnum skráargatið. — Já, Conn, heyrðist svarað fyrir innan dyrn- ar. Conn fleygði sér á hurðina af öllum sinum þunga, og lásinn lét und- an. Siðan flýtti hann sér inn til Etain. — Komnu með mér, sagði hann, en farðu hljóðlega. Drottningin og prinsinn eru að leggja af stað, og við skulum laumast út bakdyra- megin. Etain elti Conn niður alla stigana, og brátt voru þau komin út i kastalagarðinn. — Jæja, sagði Conn. Þegar við komum að hliðinu, skaltu láta mig um framkvæmdirnar. Láttu bara sem minnst á þér bera. Nú lagði vagninn af stað frá kastaladyrun- um. Sorcha og Grainne til sárrar mæðu. Þegar vagninn kom að bakhlið- inu, stökk Conn út á göt- una fyrir framan hann og baðaði út höndunum. — Nemið staðar hróp- aði hann. Litið i átt að hliðinu! Allra augu beindust þá að Etain, sem stóð þarna grafkyrr i hliðinu. Hún var likust álfamey, þar sem hún stóð þarna i mánaskininu. — Mamma hrópaði Kormákur. Þetta er stúlkan, sem ég hef séð i draumum minum. Conn kom nú að vagn- dyrunum og sagði: — Ó, yðar hátign takið þessa vesalings stúlku með yð- ur og bjargið henni frá stjúpmóður hennar, sem er svo vond við hana. — Já, mamma, sagði þá Kormákur. Tökum hana með okkur til hallarinnar. — Ég get ekki farið frá Conn. Hann er bezti vinur minn, sagði Etain. —Það er nóg rúm fyrir ykkur bæði sagði drottn- ingin. Etain steinþagði á leiðinni til hallarinnar en það sama var sannarlega ekki hægt að segja um Conn. Hann lék á alls oddi. — Hætt er nú við að hungrið sverfi að kastalabúum i kvöld, sagði hann ánægjulega og neri hendur sinar. — Þér skiljið, yðar hátign. Sorcha og þessi and- styggðar dóttir hennar kunna vel að meta góðan mat og hafa góða matarlyst. — Og fá þær svo ekk- ert að borða i kvöld? spurði drottningin. Conn hristist allur af hlátri, um leið og hann svaraði: — Það finnst mér harla ótrúlegt, yðar hátign. Ég safnaði nefnilega saman öllum hungruðu köttunum, sem ég fann i nágrenn- inu, og hleypti þeim inn i búrið. Drottningin og Kormákur gátu ekki að sér gert að brosa, og litið vorkenndu þau Sorcha og Grainne. Endir þessarar sögu er svo sá, að konungur- inn og drottningin fengu heitustu ósk sina upp- fyllta, þegar sonur þeirra kvæntist Etain hinni fögru. Heimsfrægar jósasamlokur 6 og 12 v. 7" og 5 3/4" Bílaperur — fjölbreytt úrval Sendum gegn póstkröfu um allt land. r* * * ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.