Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 4
4
riYIlNN
Sunnudagur 16. febrúar 1975
Demantar og „stjörnur"
einkenndu kvöldið
Blööin í Hollywood sögöu að
þetta heföi verið „kvöld stjarn-
anna”, þegar þau sögðu frá
hátið, sem MGM-kvikmynda-
félagið hélt til heiðurs gamalla
og nýrra leikara sinna, en þö
einkum hinna frægu kvik-
myndastjarna frá fyrri dögum.
MGM-félagið hefur látið gera
kvikmynd, sem þeir kalla
„That’s Entertainment! ” og er
hún byggð upp á endurminning-
um um „stjörnurnar” frægu, og
vegna þessarar myndar var
veizlan haldin. Fyrst fór fram
sýning i MGM-leikhúsinu en sið-
an gengu gestirnir eftir rauðum
flosdregli til Beverly Wilshire
Ballroom, en þar var kvöld-
verður og dans. Þarna mættust
gamlir vinir, sem sumir höfðu
ekki lengi sést, og var fjölmennt
mjög af frægu fólki: T.d. Liz
Taylor, June Allyson, James
Stewart, Gloria Swanson,
Margaret O’Brian, o.fl. Þarna
söng Liza Minnelli lagið „You
Made Me Love You” I minningu
um móður sina Judy Garland
söngkonu, en Liza hefur mjög
lika rödd og hún, og gamlir vinir
Judy táruðust að hlusta á söng-
inn. A eftir var dansað af miklu
fjöri. Þar á meðal voru dans-
stjörnurnar gömlu FredAstaire
(sem sést hér á mynd með gesti
sinum (óþekktum) og Ginger
Rogers, en þau léku saman i
mörgum dans- og söngmyndum
I gamla daga. Þau höfðu ekki
talazt við i mörg ár, en bættu úr
þvi þarna og dönsuðu saman og
skemmtu sér hið bezta. Mikla
athygli vakti Alexis Smith fyrir
unglegt útlit. Hún virtist ekkert
hafa elzt i 20 ár! Hún sést þarna
leiöa Craig Stevens. Einnig var
talað um Gloriu Swanson, hve
hún væri ótrúlega ungleg (hún
er meö hatt). Hún gefUr upp að
hún sé 75 ára, en sagt er að hún
sé eldri. Keenan Wynn (með
yfirskeggið) var þarna einnig.
Hann sagðist skemmta sér vel,
en þvi miður yrði hann að fara
Keenan Wynn
thoroughly enjoj
the evening of
nostalgia, but
left early, to get
up next morning
for filming of
“Deadly Touch.”
DENNI
DÆAAALAUSI
„Ætlarðu að búa til snjókarla
handa mér áður en þú ferð I vinn-
una.”