Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 16. febrúar 1975 JÓN DAN er einn þeirra manna, sem er annað ofar i huga en að aug- lýsa eigin verðleika. Af hljóðlátu yfirlætisleysi hefur hann unnið verk sin og lætur ekki blása i básúnu, þótt ut komi bók eftir hann. Það var rétt með naumindum að blaðamanni frá Timan- um tókst að ná tali af Jóni ekki alls fyrir löngu og spyrja hann nokkurra spurninga um ævi hans og störf. Nokkuð af þvi, sem okkur Jóni fór á milli verður hér skráð, en þó hvergi nærri allt, þvi að hann kýs fremur að vita meha en hann segir, en að segja meira en hann veit. — Hvað vilt þú segja mér um ætt þína og uppruna, Jón? — Ættin er smá og uppruninn óljós nema hvað ég er að sjálf- sögðu kominn af Noregskonung- um. Þó er einn forfaðir minn i móðurætt svo frægur að um hann mynduðust þjóðsögur, en það er Jón Danielsson i Stóru-Vogum. Af Jóni Danielssyni, sem ýmist var kallaöur sterki eða riki, eru komnir ýmsir þjóðkunnir menn, en faöir minn var af Hlfðarætt I Skaftártungu og kemur sú ætt við I Skógum og Selkoti undir Eyja- fjöllum. Faöir minn; Jón Einarsson, kemur hlaupandi sunnan af Mið- nesi, þvert yfir Miðnesheiði, þar sem nú er Keflavikurflugvöllur, fer um hlað á Njarðvikurbæjum og skokkar eftir Vogastapa endi- löngum aö heita má þar til hann rennir sér niður snarbrattann Rauðastig og er þá kominn svo til I hlað á Brekku, friösælu kotbýli, sem kúrir i vin undir Stapanum milli sævar og fjalls. Og erindið er að biðla til einnar heimasæt- unnar, Margrétar Pétursdóttur. Þá var nú ekki verið að spara sporin. Telja má vist að biðlinum hafi ekki verið illa tekið, enda þekktur þar um slóðir, organisti i Otskálakirkju og dugandi sjó- sóknari, sem komizthafði lifs af I brimlendingu i Garði þegar bát- inn braut i spón og faöir hans fórst. Ariö 1903 halda foreldrar minir norður til Hriseyjar, þar sem fað- ir minn er formaður i sjö ár á skipi sem hann á með Þorsteini Jörundssyni. Ekki mun móðir min hafa fest yndi þar, og 1910 koma þau suður með tvo syni og eiga þá ekki i annað hús að venda en að Brekku, þar sem þau dvelj- ast fram til ársins 1911 að faðir minn kaupir hálfa Brunnastaði á Vatnsleysuströnd og býr þar til æviloka. En þau eru ekki langt undan - A Brunnastöðum fæðast fjórir syn- ir, og von er á fimmta barninu þegar vágestur þræðir byggðina meö ströndum fram og eirir engri konu þungaöri. Það er spánska veikin, sem helzt velur sér fórn- arlömb i blóma lifsins. Faðir minn tekur veikina lika, kemst á fætur en er aldrei samur og deyr að ári liðnu. Þegar móöir min deyr er kona fengin að sunnan, ættuö af Akra- nesi, til að annast fimm bræöur (einn er þá dáinn) og frænda, sem alizt haföi upp á heimilinu. Hún hét Valgerður Pétursdóttir. Arið, sem hún er með okkur er faðir minn ýmist lasinn og að lokum fárveikur á sjúkrahúsi I Reykja- vfk. Þegar faðir minn deyr er jörð og skip selt og Valgerður fer til Reykjavikur með yngsta strák- inn. Hinir fara til móður og föður- systkina sinna I Vogum og Sand- gerði. Óbugað fólk þrátt fyrir kröpp kjör — Hverjar eru fyrstu bernsku- minningar þlnar? — Ætli fyrsta minningin sé ekki frá þvi ég var næstum drukknað- ur. Ég hef þá verið fjögurra ára. Var ég ásamt bræðrum minum að leika mér við tjörn, sem er i Brunnastaöatúni, féll i hana og fór á bólakaf. 1 þriðja sinn sem mér skaut upp náðu strákarnir i hárlubbann á mér og drógu mig á land. En nú var úr vöndu að ráða. Sjálfsagt hafa þeir verið meö mig þarna við tjörnina i óleyfi, eða þeir hafa trassað að gæta min sem skyldi, nema nú reiðá að láta ekki komast upp að ég hefði farið i vatnið. Datt þeim óðara snjall- ræði i hug. Allhár sjávarkambur hefur hlaðizt upp þarna og fóru þeir með mig niður fyrir hann til þess ekki sæist til okkar heiman frá bæ. Hvasst var og kalsaveður. Berhátta þeir mig og vinda garmana sem bezt þeir geta færa mig svo i aftur, leiða migá milli sin og hlaupa fram og aftur til þess aö vindþurrka mig áður en þeir færu með mig heim. Atti'þá ekkert að komast upp. En faðir minn mun hafa verið að huga að skip sinu, sem stóð I nausti, sá til sona sinna og þótti undarlegt at- hæfi þeirra, nema hann fer að gá og sér hvers kyns er. — Hvernig voru lifnaðarhættir manna á Vatnsleysuströndinni um það leyti, sem þú ferð að taka eftir lifinu i kringum þig? — Ég fer að sunnan fimm ára gamall og heimur minn er þá ekki annar en þröngur hringur heimil- isins. Eftir þá miklu fátækt, sem Vatnsleysustrendingar áttu við aö búa frá þvi fyrir aldamót, þeg- ar Englendingar gereyðileggja fiskimið þeirra, voru þeir um þetta leyti svolitið farnir að rétta úr kútnum. En ég tel að Hríseyj- arför foreldra minna upp úr alda- mótum hafi verið sprottin af sjálfsbjargarviðleitni þeirra, þar eð hvorki var fisk að fá undir Vogastapa né I Garðsjó. Sjálfsagt hefur þau lika skort jarðnæði. Þegar þau koma til baka er litið bjartara, enda rær faðir minn þá nokkrar vertiðir á Austfjörðum. Arið 1910 er hann eins og áður segir kominn að Brekku með konu og tvo syni og rær þá vertíð með Pétri tengdaföður sinum, og þá er svo hart I búi að hann selur orgel sem hann á, á eitthundrað og sextiu krónur. En ekki er hann fyrr búinn að selja orgelið en hann er beðinn að taka að sér organistastarfið I Kálfatjarnar- kirkju, og fylgir þvi starfi að æfa kirkjukórinn. Er hann nú orgel- laus og er honum mikill bagi að þvi. — Var lestur mikið iðkaður á heimilum, yfirleitt? — Ég veit það ekki. Kristleifur á Stóra-Kroppi er á Minni-Vatns- leysu milli 1880 og 1890 og þá seg- ist hann hvergi hafa séð bækur nema i Landakoti. Ég held að for- eldrar minir hafi ekki átt bækur að ráði, þær voru ekki nauðsyn- legar I þá daga. Faðir minn skrif- ar I febrúar 1911 i bréfi til systur sinnar: „Héðan fara margir upp i Grindavfk annað kvöld á kome- dlu. Hér var Álfadans á þrettándanum og svo eru alltaf böllin öðru hverju”. Ungmennafélagið kaupir litið orgel á 75 krónur og hjá þvi kenn- ir faðir minn söng tvo daga i viku og fær 1 krónu og 25 aura fyrir hverja ferð. Trúað gæti ég að nót- ur hafi ekki legið á lausu i þá daga, að minnsta kosti á ég i fór- um minum nokkuð af nótum, sem faðir minn hefur skrifað, og þykir mér sennilegt að hver hafi skrifaö upp þau lög, sem honum lék hugur á að eignast. Ég trúi frá- sögn Kristleifs á Stóra-Kroppi, það hefur sjálfsagt verið litið um bækur, bara söngur, nótur og hér og þar gott hjartalag. Það finnst mér þó nokkur menning. Sögur, sem gerast neðan þindar — og aðrar sögur — Næst kemur hálfgerð sam- vizkuspurning, — ég veit ekki hvort þú vilt svara henni: Sunnudagur 16. febrúar 1975 TÍMINN 21 Jón Dan rithöfundur. Hæglátur maður, sem vinnur verk sln af alúð og samvizku- semi og lætur ekki blása i iúðra, þótt komi út bók eftir hann. á þvl að velja sögum þessum stað, kemst ég ekki út fyrir Vogana. Til gamans get ég þess, að alllengi, og vissi ég þó frá upphafi að ekk- ert yrði úr þvi, lék ég mér að þeirri hugmynd að láta Atburðina gerast norður i Eyjafirði. Astæðan til þess að mér flaug þessi staöur i hug, var aö sjálf- sögðu sú, að þá var ég áður, i Siávarföllum, búinn að nota Vogana, og þá með raunverulegum örnefn- um. En bernskugeymdin varð ekki umflúin, enda eru Atburðirn- ir vaxnir upp úr umhverfi Stap- ans. Þarna er allt fullt af þjóð- sagnaminnum. Þarna gengu sæ- kýr á land enda hétu Vogarnir áð- ur Kvíguvogar, þarna var mar- bendill dreginn úr sjó og þarna mun Grfmur hinn norðlenzki, sem hvarf á Vogastapa frá félögum sinum á leið I verið, hafa hafzt við á hverri vertið. Þarna áttu sér i raun og veru stað málaferlin milli stórbónda og kotunganna i kring einmitt á þeim árum, sem at- burðirnir gerast. Og þarna gekk Stapadraugurinn um hauslaus og ljóslif andi. Þar eð ég var aldrei nema að sumri til á þessum stað, gerast bæði Sjávarföllin og Atburðirnir á stuttum tima að sumri. Stundum kemur ónóg þekking min á stað- háttum, atvinnuháttum og náttúruháttum fram. En fyrst ég ólst ekki upp þarna að öllu leyti, jafnvel að minnstu leyti, en staöurinn á samt svona sterk itök I mér, hlýtur sú spurning að vakna hvað valdi. Er þar um aö ræða erfða næmisgeymd frá for- feörunum, eða er staðurinn gædd- ur óvenju sterku áhrifamagni? A Brekku var á þessum árum fernt i heimili, amma min, móðursystir min og maður henn- ar og bróðir minn, sem gekk hjón- unum I sonar stað. 1 Sjávarföllum heitir bærinn Hjalli en i Atburðunum Stapi. I Sjávarföllum er heimilisfólkið öldruð hjón en sonur þeirra er gestur þá dagsstund, sem sagan gerist. Sonur hans er aftur á móti heimilismaður þar. I Atburðun- um er heimilisfólkið hið sama og I veruleikanum, amma, hjón og sonur. Og þó er ekki ein einasta persóna vitund lik þvi fólki, sem bjó á Brekku. En næmisgeymdin frá bernsku réð ferðinni. ,,Ég var að segja sögu og það þýðir að.......” — 1 Atburðunum eru tvær kýr, sem koma við sögu. Eru það merkar kýr? — Ég held nú það, hinar merk- ustu kýr. Menn sem ég tek mark á segja að þær séu hápólitiskar. Aftur á móti segir einn kunningi minn að gæðakýrin sé islenzk list, sú dyntótta gagnrýnandinn sem hrósi sigri yfir listinni dauðri. Ég veit ekki hvort ég á að taka mark á honum. — En Stapajón? Mér finnst ég kanna.,t við hann. Er hann ekki bara íslenzki bóndinn, sem vill allt til vinna, leikur jafnvel örg- ustu refskák, til þess að bjarga jörðinni sinni? — Þú segir að hann leiki örg- ustu refskák. Þá dettur mér i hug að Hagalin sagði i ritdómi, að þegar allt var komið i óefni hjá karli, hafi sonur hans risið upp, neytt föður sinn til að horfast i augu við staðreyndirnar og bjargaö þvi sem bjargað varð. Æskan gegn sjálfsblekkingunni. — Ertu að segja það i sögunni? — Spurðu þá sem lesið hafa, spurðu hvað hafi komizt til skila. En ég var ekki aö skrifa dæmi- sögu. Ég var að segja sögu og það þýðir að sagan sjálf ráði mikið til feröinni og ég verði oft að beygja mig til að þóknast henni. Hún er kröfuhörð og gengur aldrei á mála, beygir sig aldrei. Þess vegna sjáum við stundum marg- brotnar sögur, sem átti að reyna aö sveigja til að vild höfundar. A meðan maður skrifar sögu er maöur þræll hennar. —VS. Hverjar af bókum þfnum þykir þér vænzt um? — Nú langar mig helzt til að snúa út úr. Það væri auma skyss- an að fara að flokka párið úr sér eftir tilfinningum. Á hinn bóginn gæti ég sagt þér hvaða saga mér þætti lökust. Raunar, þegar ég hugsa mig um sé ég það væri eng- inn hægðarleikur. Þar kæmi svo anzi margt til greina. — Eru raunverulegar fyrir- myndir að persónum i bókum þin- um, til dæmis i sögunni Nótt i Blæng? — Já og nei. Ég held að oftast sé hægt að svara þannig, Nótt i Blæng. Þar eru raunverulegar fyrirmyndir að landsháttum og búskaparháttum, ekki mönnum og málefnum. Hún er rómantisk saga, það varð hún að vera, þvi að þegar hún var skrifuð var allt bannfært nema hin raunsæa saga, helzt hin pólitiska saga. Nú hefur svolitið rofað til, nú má saga vera furðusaga, hrekkjalómasaga, dæmisaga, jafnvel málverk og hljómlist. — En neðanþindarsaga? — Já, satt er það, hún er vinsæl. En að sjálfsögðu er hún mikils metin af ritdómurum af þvi þeim finnst höfundarnir hafa mikið til brunns að bera, ekki bara af þvi hún gerist neðan þindar. Það er annars svolitið skrítið hvað mönnum finnst gott og hvað slæmt. En svo ég minnist aftur á Nótt I Blæng, þá gerist hún i skugga dauðans, og þar hef ég fyrirmynd frá öðrum staö og öðr- um tíma en gildir I sögunni. Næmleiki og geymd — En hvað hefur þér fundizt erfiðast að skrifa? — Það hefur alltaf verið erfitt að skrifa en jafnframt gaman. Alltaf jafnerfitt en misjafnlega gaman. Skemmtilegast þótti mér að skrifa siðustu bókina, Atburð- ina á Stapa. — Þar er margt forvitnilegt. Margirteija að þú hafir þar fyrir- myndir að persónunum? — Já, þar eiga sumar persónur sér fyrirmynd, en allt lagað eftir þörfum sögunnar. En nú skal ég segja þér svolitið. Þvi er oft drótt- að að rithöfundum að þeir noti fyrirmyndir úr lifinu i skáldskap sinum. En jafnframt er fundið að þvi að þeir skrumskæli og fari ekki rétt með staðreyndir. A vissu skeiði bernsku eða upp- vaxtaráranna er næmleiki barna slikur, að allt sem þau umgangast mótar þau, menn, umhverfi og aðstæður. Ætla má að listamenn séu næmari en almennt gerist, og helzt þessi móttökuhæfileiki oft fram eftir ævi. Bernskugeymdin (næmisgeymd frá bernsku) kem- ur fram I þeirri alkunnu stað- reynd að rithöfundar og skáld skrifa gjarna um lifið eins og það var I æsku þeirra. Duggara- bandsgeymdin kemur fram á þann hátt að skrifað er og ort feiknin öll um fyrstu ástina, um kynþroskaskeiðið. Um næmis- geymd frá fullorðinsárum vitnar það ef höfundi tekst að skrifa gott verk um samtíð sina. Lika er það til vitnis um fullorðnisnæmi ef höfundur skrifar góða bók um sögulegt efni. Það hefur Hörður Agústsson, listmálari, sagt mér, að enginn myndlistarmaður geti lýst sögulega bók nema að sökkva sér ofan i menningarsögu þess tima, sem hún gerist á, húsagerð- arsögu, klæðaburðarsögu, vopna- burðarsögu, trúarsögu o.fl. o.fl. Sama gildir um rithöfundinn, eigi hann næmi sitt litt skert getur hann á þennan hátt byggt i sér næmisgeymd, sem dugi honum til að skrifa góða sögulega bók. Þegar ég skrifa söguna Bréf að austan nota ég næmisgeymd frá 12-13 ára aldri. Þegar ég skrifa Nótt i Blæng nota ég næmis- geymd frá því um þritugt. Þegar ég svo skrifa Sjávarföll og At- burðina á Stapa nota ég næmis- geymd úr bernsku, frá 6-12 ára aldri. Og svona kemur það fram: Báðar sögurnar gerast á sama stað, á bæ afa míns og ömmu, á bænum þar sem foreldrar minir dveljast i nokkur ár, á bænum þar sem ég er part úr hverju sumri á aldrinum 6-12 ára. Þegar ég byrja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.