Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 24
24 TíMINN Sunnudagur 16. febrúar 1975 skemmtanalíf i unga fólksins og sat oft kvöld eftir kvöld í búðinni og skrafaði við sjómennina, sem nýkomnir voru heim. En hún hafði nóg að gera, enn hafði hún einn til þess að sjóða og prjóna handa. Þegar voraði aftur og ísa tók að leysa, varð Katrín þess vör, að einhver óró var kominn yf ir drenginn.Hann stóð tímunum saman við gluggakistuna og mæmdi út yfir Bátvíkina, og hún veitti því athygli, hvernig hend- urnar, sem hann hélt þá jafnan fyrir aftan bak, kipptust til. ,,Hvað hyggst þú fyrir um sumarvinnu?" sagði hún einn daginn. ,,Hvað ég hyggst fyrir? — Ekkert.... Það sama og í fyrra". ,,Þú átt við, að....?" „Já. Svensson vill fá mig sem ársmann. Ég ætla að ráða mig hjá honum, því að það er þó skárra en vinna sinn daginn hjá hverjum". ,,Já, einmitt". Katrín minntist ekki meira á þetta nokkra daga. Hún skildi, hvar fiskur lá undir steini. Nú varð hún að veita syni sínum frlesi. En fengi hann f relsi, var hún dæmd til langrar og hræðilegrar einveru. Gat hún afborið hana? Ekki varð það heldur sagt, að hún hefði beðið hann að vera heima. Og margir aðrir kusu að sjá sér farborða á þurru landi árið um kring. Já, en þó ekki synir hennar, — sjórinn hafði laðað þá og hrif ið f rá henni. En hvernig gat hún af borið það að sjá yngsta soninn sigla brott, kannski fyrir fullt og allt eins og Eirík? En ef hún hélt honum heima, átti hún líka á hættu að tapa trausti hans. Hann gat farið að hata bæði hana og heimilið. útþráin var farin að kvelja hann. Þetta hlaut að verða honum hræðilegt sumar, ef hann átti að hírast heima, bundinn í báða skó, meðan skipin sigldu vota vegu um Eystrasalt og Norðursjó. „Hvers vegna ræðurðu þig ekki á skip, Gústaf ? Það er ekki svo mikið upp úr því að hafa að vera vinnumaður hér heima". Það birti yfir drengnum, en hann reyndi að leyna því. ,, Ég ber þó svipað úr býtum og aðrir. Og ekki er ég svo sérstaklega hneigður fyrir sjóinn". ,, En sumarið yrði þér áreiðanlega langt og lýjandi hér heima, — það geturðu verið viss um. Og Svensson er naumur á mat í ofanálag á annað. Ég myndi ráða mig á skip, væri ég í þínum sporum". „Heldurðu það?" „Já. — Hefur enginn skipstjóri falað þig?" „O-jú. AAargir aukheldur. En ég vil ekki skilja þig eftir eina heima". „Ég er nú ekki neinn krakki. Og ég er bæði hraust og sjálffær —og raunar ung manneskja enn. Ég þarf ekki neinn til þess að vaka yfir mér". „Ef þú vilt, að ég fari, þá geri ég það auðvitað. En annars liggur mér í léttu rúmi, hvort er", svaraði Gústaf með uppgerðar-hirðuleysi, lét á sig húf u og gekk út, létt- ur í spori. Hann hafði ekki fyrr lokað hurðinni á eftir sér en hann tók til fótanna og hljóp niður brekkurnar. Katrín horfði lengi á eftir honum. Nú var hann að fara niður í búðina til þess að ráða sig. Og það var rétt til getið. Um kvöldið sagði hann þau tíðindi, að hann hefði fengið skip- rúm hjá Svanström skipstjóra. Bátvíkin var auð. Allar skúturnar voru farnar, og hvergi sást hvíttsegl milli sumargrænna hólmanna. Ein- ar var langt burtu — hinum megin á hnettinum — og skip Gústafs sigldi hraðbyri suður til framandi landa. Katrin matreiddi nú aðeins handa sér einni. Þegar hún var háttuð á kvöldin, var allt hljótt sem gröf, og tif gömlu klukkunnar lét henni í eyrum eins og glymjandi hávaði, og þó var það þyngslalegt, eins og hún væri að gefast upp við að hlusta á skröltið í sjálf ri sér. En erf ið- isvinnunni fylgdi sultur og þreyta og svefn, hversu autt og hljótt sem kotið var. Katrín vann á bændabýlunum, hlúði að eplatrjánum sínum og blómabeðunum sínum og hirti um leiðin tvö í kirkjugarðinum. Stundum heimsótti hún grannkonurnar og hafði þá prjónana með sér. Börnum Lydíu var hún eins og góð frænka. Hún prjónaði sokka og vettlinga handa þeim, fléttaði á þeim hárlð, þegar þau komu hlaupandi til hennar með gult strýið úfið og ógreitt, og gaf þeim pip- arkökur, sem hún hafði kannski geymt langa-lengi. Það bar einnig við, að hún fór niður í þorpið og heim- sótti Elvíru, sem nú var eins síns liðs og átti f ullt í fangi meðaðsjá barnahópnum farborða. En þetta sumar kom Urho aftur úr Vesturheimi. Hann hafði, eins og Elvíra gat sér til, ekki fest þar yndi til langf rama. En hann eirði ekki heldur heima. Hann barðist við útþrána í tvö ár og jók enn við barnahópinn. Síðan f ór hann aftur vestur um haf. Hann hefði sjálf ur helzt kosið að fara með alla f jöl- skylduna til nýja landsins, þar sem lííið hafði allt annan l'f Ö iliili SUNNUDAGUR 16.febrúar 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög úr ýmsum áttum. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntúnleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Súnata fyrir trompet og orgel i A- dúr eftir Handel. Maurice André og Marie-Claire Alain leika. b. Pianósónata nr. 16 i B-dúr (K570) eftir Mozart. Artur Schnabel leikur. c. Sinfónia nr. 53 i D- dúr „L’Imperiale” eftir Haydn. Hljómsveitin Phil- harmonia Hungarica leikur, Antal Dorati stj. d. Fiðlu- konsert I D-dúr eftir Tsjai- kovsky. Zino Francescatti og Filharmóniuhljómsveitin I New York leika, Dimitri Mitropoulos stjórnar. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.15 Hugsun og veruleiki, — brot úr hugmyndasögu. Dr. Páll Skúlason lektor flytur fyrsta hádegiserindi sitt: Óvissa og öryggisleit. 14.00 Á listabrautinni. Jón B. Gunnlaugsson kynnir. 15.00 Miðdegistúnleikar: Frá túnlistarhátlðinni'i Helsinki s.l. haust. a. Finnski pianó- leikarinn Folke Grasbeck leikur verk eftir Debussy, Chopin og Liszt. b. Berlinar- oktettinn leikur Oktett I F- dúr op. 166 eftir Schubert. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir 16.25 Endurtekið efni: a. Við aitari og járnaiögn. Valgeir Sigurðsson talar við séra Jóhannes Pálmason i Reyk- holti (áður útvarpað 26. júli s.l.). b. Visnaþáttur frá Vesturheimi. borsteinn Matthiasson safnaði saman og flytur. (áður útv. 30. okt.). c. Þáttur af Gamia- Júni I Gvendarhúsi. Harald- ur Guðnason bókavörður I Vestmannaeyjum flytur frásöguþátt (áður útvarpað 20. febr. i fyrra). 17.20 Létt túnlist frá austur- riska útvarpinu. 17.40 (Jtvarpssaga barnanna: „1 föður staö” eftir Kerstin Thorvall Falk.Olga Guörri Árnadóttir les þýðingu sina (4). 18.00 Stundarkorn með brezka lágfiðiuleikaranum Lionel Tertis. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjánsson og Haraldur Matthiasson. 19.45 Ljúð eftir Heiðrek Guð- mundsson. Ingibjörg Step- osnsen les. 20.00 Otvarp frá KÓS.kÚlabiúi: Afhending búkmenntaverö- iauna Norðuriandaráðs. a. Johannes Antonsson forseti Norðurlandaráðs setur at- höfnina. b. Þættir úr „Þrymskviðu” óperu eftir Jón Asgeirsson. Guðrún A Simonar, Rut L. Magnús- son, Guðmundur Jónsson, Jón Sigurbjörnsson, Magnús Jónsson, Þjóðleik- húskórinn, karlakórinn Fóstbræður og Sinfóniu- hljómsveit Islands flytja. Höfundur stjórnar. — Róbert Arnfinnsson flytur skýringar. c. Afhending bókmenntaverðlauna. Tor- ben Broström magister kynnir Hannu Salama rit- höfund frá Finnlandi, sem tekur síðan við verðlaunun- um og flytur ávarp. 21.15 Tapiola, túnaljúð op. 112 eftir Jean Sibelius. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur, Robert Kajanus stjórnar. 21.35 Spurt og svarað. Svala

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.