Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 16. febrúar 1975 Menn og máUfni árri kosta var ekki völ A sania tima og karpaö er um fiskverö og skiptingu tekna f landi haida sjömennirnir ótrauöir áfram að færa björg í bú. Myndin er tekin á loönumiðunum. Timamynd: Gunnar. Snögg um- skipti Gengislækkunin, sem var framkvæmd I siöustu viku, er ný sönnun þess, hve snöggar breyt- ingar geta orðið á viðskiptakjör- um þjóðarinnar. A tæpu ári hefur kaupmáttur útflutningsteknanna rýrnað um hvorki meira né minna en 50%. Sé horft aðeins gleggra til baka, voru horfur það ískyggilegar i efnahagsmálum sumarið 1972, að vinstri stjórnin skipaði nefnd sér- fræðinga til að gera tillögur um ráð til úrbóta. Nefndin var sam- málaumað ástandið væri þannig, að annaðhvort yröi að færa niður keupið eða lækka gengið. Þriðja leiðin, sem var einskonar millileið, kom einnig til greina, en henni fylgdi hliðstæð kjara- skerðing og hinum tveimur. Vinstri stjórnin valdi gengis- lækkunarleiðina. Gengið var fellt um áramótin 1972-1973. Rétt á eftir, eða i ársbyrjun 1973 fóru viðskiptakjörin mjög batnandi og taldi vinstri stjórnin þá mögulegt aö hækka gengið. A siðari hluta ársins héldu viðskiptakjörin enn áfram að batna, og helzt það óslitið fram á fyrsta ársfjórðung ársins 1974. Um þetta leyti i fyrra þegar endanlega var gengið frá nýjum kjarasamningum, munu viðskiptakjörin hafa verið i hámarki. Það mun hafa haft veruleg áhrif á það, að samið var um óhæfilega mikla grunnkaupshækkun, að samningsaðilar gerðu sér vonir um að enn myndu viðskiptakjörin halda áfram að batna. Þvi er hægt að segja nú, vegna þeirrar reynslu sem fengizt hefur á þvi ári, sem liðið er síðan kjara- samningamir voru gerðir, að þeir voru aö þessu leyti gerðir á eins óheppilegum tima og hugsazt gat. sréan á fyrsta ársfjórðungi ársins 1974 hefur næstum allt I sambandi við viðskiptakjörin snúizt á hinn verri veg. Samkvæmt útreikningi Þjóðhags- stofnunarinnar nam vlsitala viðskiptakjaranna á fyrsta árs- fjórðungi ársins 1974 123,3 stigum. Slðan hefur hún farið silækkandi, eins og sést vel á þvl, að meðal- visitalan fyrir allt árið var 102,6 stig. Eins og horfur eru nú er hún hinsvegarkominniðuri 86,7 stig. Hún hefur sem sagt lækkað úr 123,3 stigum i 86,7 stig á þessu eina ári, sem liðið er siðan núgild- andi kjarasamningar voru gerðir. Þetta þýðir, að kaupmáttur útflutningsteknanna hefur rýrnað um 30% á þessum tíma. Sú rýrn- un stafar jöfnum höndum af þvi, að verðlag á útflutningsafurðum okkar hefur lækkað og verðlag á innfluttum vörum hækkað. Ohjákvæmileg aðgerð Þaö var strax ljóst, að grunnkaupshækkanir þær, sem fólust I kjarasamningunum, sem geröir voru I febrúarmánuði I fyrra, voru miklu meiri en útflutningsframleiðslan gat risið undir. Þess vegna flutti vinstri stjórnin frumvarp á Alþingi I malbyrjun I fyrra, þar sem lagt var til aö grunnkaupshækkunin yrði bundin viö 20% og frekari vfsitölubætur jafnfrmt bannaðar. Þessar tillögur hlutu ekki samþykki Alþingis, eins og kunnugt er. Þegar hafizt var handa um aðgeröir eftir alþingis- kosningarnar höfðu viðskipta- kjörin enn versnað og voru allir flokkar þá sammála um, að gengislækkun yröi ekki umflúin. Þá tölu sérfræðingar, að 15-17% gengislækkun væri nægileg, ef kaupgjaldsvisitalan yrði bundin áfram, eins og vinstrí stjórnin hafi gert með bráðabirgða- lögum um nokkurra mánaöa skeið. Nú er hins vegar komið á daginn, að þessi aðgerð var ekki nægileg. Viðskiptakjörin hafa enn versnað og hallarekstur orðið meiri hjá útflutningsatvinnuveg- unum á siðastliðnu ári en áætlað hafði verið. Nýjar aðgerðir hafa þvi reynzt óhjákvæmilegar, ef ekki átti að láta útflutningsat- vinnuvegina stöðvast og aðrar at- vinnugreinar i kjölfarið. Slikt heföi hæglega getað endað með algerri uppgjöf og þjóðar- gjaldþroti. Kjara- skerðingin Hin mikla kaupmáttarrýrnun útflutningsteknanna, sem nemur orðiö 30% á einu ári, gerir það óhjákvæmilegt, að þjóðin verður að breyta lifsvenjum sinum um stund og taka upp aukinn sparnað. Það tjáir ekki annað en að horfast i augu við það, að gengis- fellingunni hlýtur að fylgja veru- leg kjaraskerðing. Þar skiptir' mestu máli, að reynt sé að verja hag þeirra, sem lægst hafa launin, en byrðar hinna verði hlutfallslega auknar. A þennan hátt er hægt að sigrast á vandan- um réttlátlega og búa i haginn fyrir framtiðina. I þessum anda verður að vinna að lausn þeirra erfiðleika, sem að okkur steðja á þessu sviði, og við það verða þeir, sem meira hafa boriö úr býtum að undanförnu, að sætta sig. Allir verða að skilja, að við eigum ekki annarra kosta völ, ef við eigum ekki að leiða yfir okkur ennþá meiri örðugleika, og fyrir þeirri staðreynd verður að beygja sig. Það er að sjálfsögðu mannlegt að vilja bera sem mest frá borði og hafa sem rýmstan hag. En kjör manna hljóta að tak- markast af þvi, hvað til skiptanna er, og þegar skerða verður kjör einhverra, er eðlilegt að fyrst sé að þvi gætt að tryggja hag þeirra, sem minnst bera úr bý.tum. Víti til varnaðar Það þarf ekki að taka fram, að gengislækkun er alltaf neyðarúr- ræði, sem gripið er til i þeim tilgangi að afstýra öðru verra. Þetta gildir ekki siður um þá gengisfellingu sem nú hefur verið ákveðin, en hinar fyrri. Það er sérstakur óhugur I mörgum i sambandi við gengis- fellingar, vegna þeirrar reynslu sem fékkst af gengisfellingunni 1967 og 1968. Þeim fylgdi stórfellt atvinnuleysi og mikil kjara- skerðing hjá láglaunafólki. Þetta er þó ekki rétt aö skrifa á reikning gengisfellinganna sjálfra, heldur að sumu leyti á reikning rangra hliöarráðstafana, og að öðru leyti á reikning hliðarráðstafana, sem ekki voru gerðar. Þannig má t.d. rekja hið mikla atvinnuleysi, sem rlkti á þessu tlmabili, að verulegu leyti til alltof mikils samdráttar I opinberum framkvæmdum, of mikils samdráttar I útlánum f jár- festingarsjóðanna og of mikillar takmörkunar á rekstrarlánum til iönaöarins og fleiri atvinnu- greina. Það voru þessar óheppi- legu samdráttaraðgerðir, sem voru gerðar samhliða gengis- fellingunum, sem áttu verulegan þátt I hinu mikla atvinnuleysi umræddra ára, landflóttanum og vaxandi vantrú á framtlð lands og þjóöar. Hin óbærilega kjara- skerðing hjá láglaunastéttunum stafarði svo að verulegu leyti af þvl, pg nauðsynlegar hliðarráð- stafanir höfðu ekki verið gerðar til að tryggja kjör þeirra. Af hinni bitru reynslu þessara ára er vissulega hægt að læra margt um það, hvað beri að varast og hvað beri að gera I sambandi við gengisfellingar. Meginverkefni Það er yfirlýst stefna núver- andi rlkisstjórnar, að hún telji ^að meginverkefni sitt I efna- hagsmálunum að tryggja atvinn- uöryggið og hlut þeirra, sem minnst bera úr býtum. Við þetta tvennt munu þær hliöar- ráðstafanir, sem nú eru undir- búnar I framhaldi af gengis- fellingunni, fyrst og fremst miðast Þessar ráðstafanir verður að vanda vel og reynt að tryggja sem bezt, að þær nái umræddum tilgangi. Það ætti að vera til mikils stuðnings I þessum efnum að verkalýðshreyfingin hefur lýst yfir þvi, aö hún hafi þetta tvennt einnig efst á blaði. Meginkrafa hennar er að at- vinnuöryggið verði tryggt, en þar næst að hlutur láglaunastéttanna verði tryggður sem bezt. Allir munu sammála um, að nauösynlegt sé að halda opinber- um útgjöldum sem mest I hófi. Nauösynlegt er aö gæta þar sparnaðar og hagsýni, eins og frekast er unnt. En sá sparnaður sem dregur úr atvinnuörygginu og leiöir til atvinnuleysis, er of dýru verði keyptur. Þeir sem muna eftir atvinnuleysinu á heimskreppuárunum og árunum 1967-1969, gera sér þetta áreiðan- lega ljóst. Dómarnir um núver- andi stjórn munu áreiðanlega fara mjög eftir þvi, hvernig henni tekst að tryggja atvinnuöryggið á þeim miklu erfiðleikatimum, sem nú eru. Umskiptingar Ekki er hægt að hugsa sér öm- urlegri umskipti en þau, sem hafa orðið hjá Alþ.bandalaginu slðan óróamenn þess fengu þvi framgent, að það færi I stjðrnar- andstööu öll iðja þess beinist nú að þvi að halda fram gagnstæðri stefnu við þá, sem bandalagiö fylgdi meðan það var I vinstri stjórninni. Þá voru þeir Lúðvik Jósefsson og Magnús Kjartans- son, Ragnar Arnalds og aðrir leiðtogar þess reiðubúnir að fylgja kauplækkun eða gengis- lækkun, ef það þótti nauðsynlegt til að tryggja atvinnuöryggið. Erfiðleikarnir voru þó margfallt minni þá en nú. Eftir að erfiðleikarnir hafa margfaldazt, hafa þeir alveg snúið við blaðinu og látizt ekki vilja heyra neitt slíkt nefnt. í staðinn benda þeir á kuklaðgerðir, sem engin áhrif myndu hafa i þá átt að tryggja at- vinnuöryggið og rekstur atvinnu- veganna. Umskiptin stafa eingöngu af þvi, að nú eru þeir ekki lengur I stjórn. óróamenn flokksins réðu þvi, að flokkurinn fór I stjórnarandstöðu, þegar þeir sáu fram á vaxandi erfiðleika. Það mun rétt, sem Magnús Kjartansson sagði nýlega i Þjóðviljanum, að hann og Lúðvik- vildu vera I stjórn áfram. Þeir voru hinsvegar kúgaðir af óróa- mönnunum, alveg eins og Magnús var kúgaður I járn- blendisverksmiöjumálinu. Alþýðubandalagsmenn eiga áreiöanlega eftir að reyna, að þjóðin dáist ekki að sliku ábyrgðarleysi og umskiptings- hætti á erfiðleikatimum. Hún ætlast til annars af forráðamönn- um sinum. Ómakleg árás 1 umræðum, sem nýlega fóru fram á Alþingi, deildi annar af þingmönnum Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna á fyrr- verandi stjóm og ásakaði hana um, að hún hefði ekki látiö leggja neitt til hliðar á árinu 1973, þegar góðæriðhefði verið mikið. Ef það hefði verið gert væri vandinn nú auðveldari úrlausnar en ella. ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra hnekkti þessum fullyrðingum rækilega. Hann nefndi I fyrsta lagi, að vinstri stjórnin hefði hækkað gengið 1973 en gengishækkun hefði þá ekki veriö gerð á íslandi um 50 ára skeið. Þessi ráðstöfun hefði stuðlað að þvi aö draga úr verðbólgunni. Þá hefði miklu fé verið varið til skipakaupa og endurnýjunar á hraðfrystihúsum og þannig búið i haginn varðandi framtiðina. Þá hefði gjaldeyris- varasjóðurinn aukizt meira en nokkru sinni fyrr og numið 9 milljöröum kr. I árslokin. Siðast, en ekki sizt, er svo ástæða ástæða til að benda á, að afkoma at- vinnuveganna varð yfirleitt góð á árinu 1973, einkum þó sjávarút- vegsins. Þannig voru atvinnuveg- imir betur búnir undir það en ella að mæta erfiðleikum. Staða þjóðarbúsins og atvinnu- rekstursins var þannig mjög hag- stæö i ársbyrjun 1974. En þá hófust erfiðleikarnir, sem fólust i versnandi viðskipta kjörum og hóflausri grunnkaupshækkun. En þessu hefði þó mátt verjast, ef strax hefði verið brugðizt við vandanum. Það gerði lika vinstri stjórnin undir forustu Ólafs Jóhannessonar með efnahagstil- lögum, sem voru bornar fram á siðastliðnu vori. Þegar mest reið á Það var á þessum örlagariku timamótum, sem Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna brugðust. Af fimm þingmönnum Samtakanna snerust fjórir gegn vinstri stjórninni og gengu til liðs við stjórnarandstöðuna og hjálpuðu henni til að stöðva framgang efnahagstillagnanna. Fyrir vinstri stjórnina var þá ekki um annað að gera en að rjúfa þing og leggja málin i hendur kjósenda. Slikt tafði hins vegar framgang aðkallandi efnahags- aögerða i marga mánuði og var vandinn þá orðinn miklu meiri og erfiðari viðfangs, en hann hafði veriö á siðastliðnu vori. Það er af ýmsum ástæðum þakkarvert að annar af þing- mönnum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hefur gefið tækifæri til að rifja þessa sögu upp. Hún sýnir svo glöggt, að ekki er hægt fyrir athafnasama og róttæka rlkisstjórn að byggja tilveru sina á klofningsliði, þar sem safnazt hafa saman sér- vitringar úr ýmsum áttum, eins og Samtökin voru og eru. Slikt lið sundrast jafnan og verður ekki að neinu gagni, þegar mest riður á. Hin eftirminnilega saga frá siðastliðnu vori, þegar Samtökin felldu raunverulega vinstri stjórnina, er stöðug og alvarleg áminning um, að umbótamenn láta ekki blekkjast til fylgsis viö sllkan sundrungarhóp. Það er að- eins vatn á myllu afturhaldsafla. Kaupið íslenzkar iðnaðarvörur Einar Agústson utan- rlkisráðherra benti nýlega á það I sjónvarpsþætti, að eitt bezta ráðið til gjaldeyrissparnaðar væri að kaupa fslenzkar iðnaðar- vörur I stað erlendra. Að undan- förnu hefur aukizt verulega innflutningur á iðnaðarvörum, og eiga samningar um friverzlun, sem við höfum gert við erlend riki, meginþátt i þvl. Hér er komiö I ljós, eins og Framsóknar- menn héldu fram á sfnum tima, að ekki var gætt nægrar aðgætni við þá samningagerð. Hin auknu kaup á erlendum iöanðarvörum stafa oftast ekki af þvi að þar séu um neitt betri vörur eða ódýrari að ræöa. íslenzkur iðnaður hefur náð þeim þroska á mörgum sviðum, að framleiðsla hans stendur alveg jafnfætis erlendri framleiðslu að gæðum og verðlagi. Það, sem ræður þvi, að fólk kaupir oft heldur erlendar iönaðarvörur er hrein nýjunga- girni. En hún getur oft ráðið miklu I þessum efnum. Sú skoðun er llka nokkuð landlæg hér, að er- lend vara sé betri og finni en sú innlenda Þetta kann að hafa haft nokkiíó til sins máls áður fyrr, en nú eru ástæður tvlmælalaust mjög breyttar I þessum efnum. Þess ber svo að gæta, að með þvl að kaupa heldur islenzkar iðnvörur en útlendar, eru menn ekki aðeins að spara erlendan gjaldeyri. Menn eru jafnframt að tryggja og treysta atvinnuna I landinu. Iðnaðurinn veitir nú þúsundum manna atvinnu. Ef iðnfyrirtækin standast ekki sam- keppnina við hina erlendu aðila, missir þetta fólk atvinnuna, og I kjölfar þess myndi fylgja sam- dráttur og atvinnuleysi á öörum sviðum. Með þvi að kaupa islenzkar iönaöarvörur gera menn tvennt I senn, spara erlendan gjaldeyri og treysta atvinnugrundvöllinn. Viðhald og efling iðnaðarins er einn mikilvægasti þáttur þess, að þjóðin geti sigrazt á efnahags- erfiöleikunum, sem nú er glimt við. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.