Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 16. febrúar 1975 Tveir vinir fylgjast af leikveili. Rikki og Hermann. leggur allt upp úr sólkninni. Björgvin Schram, þessi stórkost- legi miöframvöröur, kemur fram, og vörnin opnast. Viö lék- um 2-3-5. Það reyndi mikiö á bak- ver&ina. Þeir þurftu aö vera sterkir og lágu aftur. Ég segi ekki, aö miöframvörðurinn færi ekki fram, ef við værum að leika við veikara lið, en væri hitt liðið sterkara, eins og til dæmis út- lendu liðin, sem hingaö komu, þá kom hann svo aftur, og mark- maðurinn var skotheldur á vita- teignum. Þetta breyttist svo aft- ur, þegar þeir koma, Buchloh og Lindemann. Þeir koma með flata, þýzka spilið, innanfótar sendingar á næsta mann, nota breiddina á vellinum. Þetta er ennþá það skemmtilega við þýzku knattspyrnuna, sem hefur reynzt þeim svo vel, og hefur gert Þjóö- verja tvisvar að heimsmeistur- um. Það er Seppl Herberger, sem kemur með þetta, og Buchloh var i skóla hjá þeim karli. Fritz Walt- er er fyrirliði þýzka liðsins 1936, Buchloh er þá I markinu og langt fram i stríð, og hann er á iþrótta- háskólanum með Walter. Hitt er annað mál, að það er i Köln árið 1930, sem Reidar Sörensen kynn- ist ungversku knattspyrnunni, sem Þjóðverja sveið þá undan og Bretar og fleiri fengu að kenna á henni eftir striöið. Kunningsskapurinn varð rótfastur Ég vil endilega fá að heyra meira af þessum þjálfurum, hvernig karlar þetta voru, og eru, ef þéir eru lifandi ennþá. — Þetta voru alveg sérstakir indælismenn, hver sem annar. Reidar Sörensen þjálfaöi hjá Val og Fram. Hann var þekktur sem frjálsiþróttamaöur, þegar hann kom hingað en eitthvaö farinn aö linast á þvi sviöi, en það kemur bara I ljós, aö hann er þessi svaka þjálfari með háskólamejmtun frá Vin og Köln. Þetta var „elegant” náungi, kom alltaf á æfingar I sparifötunum með gullkeðjuna framan á maganum! Hann hafði verið i norska hernum, og aginn var i lagi hjá honum. Við komum ekki of seint, ef mögulegt var að komast hjá þvi. Nú, Buchloh var ofsafinn markmaður og góöur drengur. Hann kom hingað á veg- um Vikings og hafði mikil áhrif til góðs. Ég ætti að muna eftir honum, eins og hann tók mann i gegn i markinu. Hann var með okkur á feröalagi i Þýzkalandi þegar striðið skall á, og kom hingað aftur eftir strið, 1947. Við fengum hann hingað, Valur og Vikingur, og það var auövitað margt breytt. Aður hafði hann komið á vegum þýzka rikisins, sem væntanlegur iþróttaleiðtogi I Rinarlöndunum, en svo hrundi allt, hann missti dóttur sina i loftárás, og kom hingað berfættur i skónum og i hermannafrakkan- um. Við reyndun að sýna honum, að hann kæmi hingað til gamalla félaga og vina, og hann skildi það fljótt. Þetta var finn strákur og afbragðs kennari. En það var verið að snúa honum þvi um nasir, að hann væri Þjóðverji. Ekki voru það nú samt ts- lendingar, sem það gerðu. Við komum honum fyrir á Hliðar- enda. Þar var hann með konu og tvo stráka. Buchloh stóð sig vel. Hann var með landsliðiö, þegar það fór til Arósa 1949. Nú, ef við höidum áfram með þjálfarana, þá er það Burt Jack næst. Hann kom 1937 frá Glasgow Rangers, en það var alltaf gott samband við Skotana. Nú, það var ein- hvern veginn þannig með Burt, að hann byrjar að þjálfa, en finnst hann ekki ráöa almennilega viö tæknilegu hliöina, svo að hann fær leikmann hingað til lands, og það er þá Murdoch, sem kom mikið við sögu, afbragðs maður. Murduch hafði verið hjá Rangers, en lenti upp á kant við félagið og það kostar sitt I atvinnu- mennskunni, svo aö hann kom hingað og tók hálf laun á móti Burt Jack. Viö nutum auðvitað góðs af. Halda þessir menn ennþá sam- bandinu við ykkur? — Ég skal segja þér, að ég held, að þeim Reidar Sörensen og Fritz Buchloh þyki ekki siöur vænt um Island en heimaland sitt. Þetta eru báðir virtir menn i slnu landi, komnir á efri ár, og þeir skrifa okkur alltaf, ég var til dæmis að fá bréf frá Buchloh með blaðaúr- klippum, þar sem minnzt er á sextiu og fimm ára afmælis hans og talað um tslandsveru hans hlýjum orðum. Murdoch hefur alltaf samband við okkur. Hann er búsettur i Skotlandi. Nú, Robert Jack festi hér slikar ræt- ur, sem öllum er kunnugt, og þarf ekki frekar um að tala. Þarna sérðu bara áhrifin af kynnum okkar i knattspyrnunni þá. Það var allt miklu fastara i gamla daga. Ef maður eignaðist kunningja, varð kunnings- skapurinn rótfastur. Menn voru einlægari I lund og harðari af sér en núna, og það hefur sýnt sig að hafa verið mönnum happadrýgra en rótleysi ungu mannanna nú. Þegar þeir höfðu næstum lent í stríðinu Mig langar til að heyra meira af þvi, við hvaða lið þið lékuð á þessum árum, eftirminnilega leiki. — Ætli það sé ekki bezt að byrja á Þýzkalandsferðinni 1935, en þá lékum við m.a. i Dresden, en þetta var eftirminnilegt, þvi að Helmuth Schön er þá i þýzka liðinu. Við vorum óttalegir sveitamenn gegn Þjóðverjunum, enda samblandað félagalið úr Vlkingi, Val og KR. GIsli Sigur- björnsson skipulagði þessa ferö. Hann var Vikingur og þeir bræður hans á Hólavöllunum, Lárus I knattspyrnuráðinu og Friðrik áhugasamur. Svo koma Þjóðverjarnir hingaö 1938, úr- valslið úr skólunum, ógurlega fint liö, Karl Hohman og þessir karlar, og Gisli segir við okkur: „Það lið, sem stendur>'sig bezt gegn þeim, fer til Þýzkalands næsta ár.” Valur gerir jafntefli við þá, 1:1. Við vorum aldeilis ánægöir. Við sóttum miðfram- herjann norður á Akureyri. Við vissum af einum þar, sem sparkaöi fastar og nákvæmar en aðrir, og hann var búinn að leika með okkur og æfa um tima. Það var hann, sem gerði markið með löngu föstu skoti. Þjóöverjarnir vissu ekkert hvaðan á þá stóð veðrið. Hann átti annað skot, sem sleikti stöngina Þeir jöfnuðu svo á siðustu sekúndunum. Skorarinn okkar var Helgi Schiöth, sem þá var lögregluþjónn fyrir norðan, núna bóndi. Svo fórum við út næsta haust, Valur plús Vikingur, tólf og sex Ólafur heitinn Sigurðs- son og Gisli Sigurbjörnsson voru fararstjórar og Buchloh var með okkur. Við spiluðum bara tvo leiki af fimm og munaði minnstu, að við lentum i striöinu, en sluppum héim. Þetta var rosaleg ferö. Viö spiluðum i Bremen og Essen, og það var allt myrkvaö á kvöldin, og augljóst, að striðið var á næstu grösum. Þetta var I ágústlok og byrjun september. Það var allt sicammtað, maður fékk ekki sigarettupakka eða neytt, og við vildum bara fara að koma okkur heim. Þaö var alltaf verjð að reyna aö bjarga okkur til Kaupmanna- hafnar, og i þessu stappi stóð i hálfan mánuð. Ég veit satt að segja ekki hvernig hefði farið, hefðum við ekki átt þá dr. Erbach og Buchloh að, en það var tekið mark á þeim. Við áttum fyllilega á hættu að verða innlyksa þarna. Fritzt var kominn i reiðstigvél og einkennis- skyrtu og sagði okkur, að hann byggist þá og þegar viö her- kvaðningunni. Svo einn daginn er farið að tala um að koma okkur heim Italiumegin, en þá vill svo til, að okkur var dembt upp i hraðlest til Kaupmannahafnar og við sluppum. Við vorum orðnir hálfsmeikir, staurblankir, þvi að gjaldeyririnn var ekki mikill, eitt sterlingspund á mann að heiman. Við áttum að fá greitt eftir hvern leik, en þeir urðu færri en til stóö. Nú, viö fengum inni I KFUM- kjallaranum i Kaupmannahöfn, og sváfum þar. Það var búið að leggja duflabelti um öll sund, og meðan við biðum, er skotið niður skip, Athenia. En svo erum við drifnir um borö I Dettifoss og sett belti á okkur og lagt af stað inn i lásana á duflabeltunum. Inn fyrir skerjagarðinn norska og heim. Þetta var svakalega spennandi. Okkur var fylgt eftir uppundir Færeyjar. Fótboltinn hérna á stríðsárunum. Ég geng út frá þvi sem visu, aö ekki hafi verið mikil samskipti við útlendinga á striðsárunum, en kemst á snoðir um annað. — Þegar Bretinn er setztur að, fara að koma hingaö skemmtileg lið og leika hér á nýjársdag. Þetta voru loftherinn og landherinn. Þetta þótti mjög skemmtilegt og ekkert var selt inn. Ég man sér- staklega eftir þrem leikjum, við unnum þá 1:0, það er einn fyrsti leikurinn, sem Albert lék með okkur — hann skoraði markiö — AAanstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.