Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 40
Sunnudagur 16. febrúar 1975 BHUER H AUGSUGAN er einnig traust eldvarnatæki Guöbjörn Guójónsson SÍS-FÓWJlt SUNDAHÖFN fyrirgóúan nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖD SAMBANDSINS l i ---- Fyrsta vélknúna farartækið hér, sem ekki veldur mengun Eyðir rafmagni fyrir 200-300 kr. á ári SJ—Reykjavik — Rafgeyma- verksmiðjan Pólar h.f. hefur ný- lega flutt fyrsta rafknúna hjólið til landsins. Hjól þetta er fram- leitt i Þý/.kalandi, og er árangur- inn af orkukreppunni siðastliðinn vetur, cn þá fóru ýmsir aðilar að leggja drög að farartækjum, scm ekki þarfnast bensins eða oliu. Þetta fyrsta hjól fer upp á Akranes, en þar er að sögn tals- verður áhugi á þessu farartæki, ekki sizt meðal kvenna, sem ætla að nota það til að fara á i vinnu i frystihúsinu og i snúninga. Hjólið kostar eins og er 100.000 kr. tilbúið á götuna. Rafmagnshjól þetta er af gerðinni Solo-Electra. Það er alveg hljóðlaust, knúið áfram af tveim litlum 12 volta rafgeymum. Það getur náð 30 km hraða eða meir og aka má á þvi rúma 40 kilómetra á hverri hleðslu. Þegar hjólið er ekki i notkun eru raf- geymarnir settir i samband við hleðslutæki, sem fylgir með hverju hjóli. Að sögn Grims Valdimarssonar hjá Pólum h.f. getur hleðslukostnaður aldrei orðið meiri en 200-500 kr. á ári, og er hærri talan miðuð við daglega notkun. Hjólið er 67 kg að þyngd og burðarþol þess 180 kg. Grimur Valdimarsson kvaðst háfa mikinn áhuga á að fylgjast með tilraunum með rafknúin farartæki. En siðan orku- vandamálið mikla skall yfir heiminn vegna hinna miklu verðhækkana á oliu háfa iðnaðarrikin lagt mikla áherzlu á að finna nýja orkugjafa og hefur geysimiklu fé verið eytt til slikra tilrauna. Nú þegar eru i notkun bæði i Bretlandi og Þýzkalandi rafknúnir strætisvagnar i tilraunaskyni og hafa þeir reynzt framar öllum vonum. Sagði Grimur að vegalengirnar milli Reykjavikur, Kópavogs og Hafnarfjarðar virtust mjög hæfi- legar fyrir slik farartæki. Japanir eru mjög framarlega i tilraunum með rafmagnsbila og eru Datsunverksmiðjurnar nú að gera tilraun með einn slikan, sem mun hafa gefið góða raun og þeir binda miklar vonir við. Hol- lendingar eru einnig að reyna bil, svipaðan „rúgbrauðs” sendi- ferðabifreiðum i lögun. Rafmagnshjól eins og það, sem nú er komið hingað, hefur að sögn orðið mjög vinsælt i Þýzkalandi, einkum til daglegrar notkunar á stuttum vegalengdum. Pólar h.f. munu á næstunni flytja inn fleiri hjól af þessari gerð og framleiða rafgeyma fyrir þau i framtiðinni. Starfsmenn Póla h.f. kynna sér rafmagnshjólið sem nýkomið er á markaðinn hér. Timamynd Róbert. Fyrsta loðnan til Reykjavíkur: SIGURÐUR LANDAR 1050 TONNUM BH—Reykjavik — Umboðsmenn norskra útgerðaraðila hafa snúið sér til skipasmiðastöðva hér á landi varðandi tilboð i smiði átta flutningaskipa. Af þessu tilefni l.oðnu dælt úr Sigurði i Sundahöfn i gær. Ein sog sjá má er skipið drekkhlaðið. Timamynd G.E. Teikning af skipum þeim, sem Norðmenn vilja fá islenzkar skipasmiðastöðvar tii þess að smiða. JG—Rvk — Togarinn Sigurður kom með fyrsta stórfarminn af loðnu til Reykjavikur á laugardagsmorgun. Mun togarinn vera með um 1050 tonn af loðnu, en það er liklega stærsti farmur, sem hingað hef- ur borist af einu skipi. Sigurður er nú eitt af aflahæstu loðnuskipunum. Skipstjóri er Kristbjörn Arna- son frá Húsavik, kunnur aflamaður. Sigurður hefur hingað til aðallega landað á Siglufirði, en þar hefur komið fram nokkur óánægja vegna löndunar- f y r i r k o m u 1 a g s . Sildar- verksmiðjur rikisins hafa komið sér upp „hristara”, sem hristir sjó úr loðnúnni, en sjómenn nefna tæki þetta einfaldlega „þjófinn”. Hefur blaðinu verið tjáð að allt, að 50 tonn hafi „vantað upp á vigt” er Sigurður landaði fullfermi á Siglufirði fyrir nokkru siðan. Njáll Ingjaldsson hjá loðnunefnd kannaðist ekki við þetta mál,ogkvaðengar landanir vera núna á Siglufirði, sem væri „hinum megin á landinu” eins og nú stæði. Loðnuveiðin er núna á svæðinu milli Stokksness og Ingólfshöfða. Allar þrær á sunnanverðum Austfjörðum eru núna fullar, og fullt er i vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Grindavik, og munu skipin þvi sigla til Faxaflóahafna með loðnufarma. Nóg pláss er i Keflavik, Hafnar- firði, Reykjavik og á Akranesi. Pláss mun losna á sunnudag fyrir 1500 tonn i NORGLOBAL og um 1000 tonn á Eskifirði, og eru skipin þegar farin að melda sig i bað. Norðmenn óska eftir tilboðum frd ísl. skipasmíðastöðvum þau eiga að vera 41 m á lengd., 9,15 á breidd og 4,60 m á dýpt. Væri miðað við, að þau yrðu 540 lestir. Þau ættu að vera búin Mannheim-vélum. • — Annars er þetta ekkert ný bóla, að við fáum óskir um tilboð utan úr heimi, þau eru alltaf að koma, við og við, og frá ýmsum aðilum, vfða að. Við skoðum þetta hverju sinni og athugum vel okkar gang. Okkur er mjög i mun að gera vel það, sem við tökum að okkur, og viljum ekki flasa að neinu. Þetta tilboð er nú svo nýkomið, að það á eftir að fara fyrir stjórnarfund, þá er eftir að fá staðfestingu á verði á vélum og stáli og afgreiðslutima á þessum hlutum. Við erum með einn tog- ara sem smiði er hafin á og það er búið að semja um smiði á öðrum til, en það situr nú fast. Mér finnst, að hér verði þyngst á met- unum, hvort stjórnvöld vilji, að við höldum áfram að framleiða fiskiskip fyrir islenzkan markað af fullum krafti, eða hvort við veröum að athuga um verkefni i öðrum dúr, og munum við kanna það strax eftir helgina. — í smíði átta flutningaskipa hafði blaðið i gær samband við Jón Sveinsson, forstjóra Stálvik- ur í Garðahreppi, og spurðist fyrir um málið. — Það er rétt, sagði Jón, að okkur var að berast á föstudaginn fyrirspurn um það, hvort við vild- um gerá tilboð i smiði flutninga- skipa fyrir norska aðila. Hér er um að ræða 8skip, sem eru heldur minni en skuttogararnir, sem við höfum verið með og norski aöiiinn er stórútgerðarfyrirtækiö Odd Fjell, en Frendo-umboðið hér fer með umboð þess. Þetta er að sjálfsögðu talsvert verkefni, en ef við tökum að okkur smiði sllkra skipa, er það augljóst, að lokað er fyrir smiði á fiskiskipum fyrir innlendan markað, á meðan það verkefni stendur. Þetta er ekki æskilegt að minu mati, enda þótt þvi verði ekki neitað, að hér er um mjög spennandi og áhugavert verkefni að ræða. Og það myndi henta mjög vel fyrir skipasmiða- stöð okkar. Við báðum Jón að lýsa þessum skipum fyrir okkur, og kvað hann Enginn Silfurhestur að þessu sinni Bókmenntaverðlaun dag- blaðanna, Silfurhesturinn, veröa ekki veitt fyrir árið 1974 vegna þess að samstaða dagblaðanna um verðlaunin hefur rofnaö og aö bók- menntagagnrýni i dagblöð- um varð af ýmsum ástæðum órcglulegri I fyrra en oftast áður. Þessi ákvörðun var tekin af ritdómurum þeirra fjög- urra blaða, sem i fyrra stóðu að úthlutun Silfurhestsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.