Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 16. fcbrúar 1975 TÍMINN 13 Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla t dag er Hermann Hermannsson forstjóri Sundhallar Reykjavikur. — Tímamynd: Róbert. Framararnir vera harðir við okkur. Þeir tóku boltann af okkur og við gengum i Val. Þetta skiptist mikið eftir bæjarhlutum. Framararnir voru hérna inni við Pólana og á Laufásveginum, KR átti Vesturbæinn, Vikingur átti mikil itök i Menntaskólanum og Háskólanum, það voru sko menntamennirnir. Valur átti hins vegar Hverfisgötuna, Bjarna- borgina og upp um holtin. Nú, svo fór þett talsvert eftir deildunum i KFUM. Séra Friðrik hafði mikil áhrif. Hann var einn aðal-hvata- maðurinn að stofnun félagsins 1911 með Halli Þorleifssyni, Guðgeiri prentara, og þá var gott að eiga séra Bjarna að. Valur var i rauninni bara grein innan KFUM, eins og t.d. karlakórinn. Séra Friðrik var áhugasamur. Hann spurði efnilega stráka: „Ert þú ekki i Val?” og það var erfitt að svara þvi neitandi. „Aristókratíiö" i Vesturbænum og allir hinir. Það var árið 1932, sem Her- mann fer að leika með meistara- flokki Vals — og auðvitað i markinu. — Valur varð Islandsmeistari 1930 en það voru hörkulið hérna Framarar voru alltaf á svipuðum slóðum og við. Þeir áttu gamlan meistaraflokk, og það hefur alltaf sinn sjarma. Þeir voru þarna Brynjólfur i bankanum, strákarnir i Kaupangi, Júlli Páls og Gisli Páls, Tryggvi i Edinborg, og þetta voru strákar, sem unnu oft Jslandsmótið. Þaö vill oft verða svo, að meistaraflokkurinn er andlit félagsins. Svo átti aristókratiið sina sterku stofna i Vesturbænum, eins og Schramarana, mann fram af manni. Það er svo oft, að heilar ættir koma inn i félögin, og þetta er svona enn þann dag i dag. Gagnlegt, bæði félagslega og fyrir liðið. Sigurjón og Óli B. og Guðbjörn, þrir sterkir menn, Felixsynirnir seinna, þrir saman i liði. Ef sá elzti nær að leggja linuna, kemur þetta oft svo skemmtilega út, — hann er jú alltaf fyrirmyndin og dregur hina á eftir sér, þar sem áhuginn er fyrir hendi. Það er mikiö um þetta, ekki þó i atvinnu- mennskunni. Þar fara bræður oft i sitthvert félagið. Björgvin Schram fannst mér alltaf vera hálfgerður kóngur þarna i vestur- bænum, og skemmtilegur leik- maður, og svo KR-trióið, maður, Steini Mosi, hann Þorsteinn Einarsson, Hansi Kragh og Gisli Guðmundsson. Já, við Steini, við börðumst oft hart á vellinum, og þurftum stundum að fá okkur ær- legan kaffisopa á eftir. Svo átti Vikingur anzi sterkan meistara- flokk seinustu árin fyrir strið og i striðsbyr jun. Þar voru þeir Brandur Brynjólfsson, Þorsteinn Ólafsson, tannlæknir, Lilli Bernd- sen og Haukur Óskarsson. Þetta varstórhættulegtlið. Nú, og þá er komið að Völsurunum, sem voru með mér á fyrstu árunum og frameftir, þar voru margir skemmtilegir, Frimann heitinn Helgason og Grimar og svo vörnin, maður, þeir Bergsteins- bræður, Hrólfur Ben., og ekki skal gleyma honum Lolla. Ég hef ekki séð vinstri kantmann siðan Lolli spilaði. Og þú skalt ekki halda, að hann hafi verið örvfætt- ur eða eitthvað svoleiðis. Hann var leikfimimaður úr 1R, og þaö var alveg sama, hvað hann gerði, þetta var allt svo nett. Það var líka klassi áður fyrri Ég hlýt að inna Hermann eftir þvi, hvort ekki hafi stundum hitnað i kolunum þá eins og nú. — Æi. jú, þetta er mikið fariö aö lagast, annars talaði maður oft við hina strákana, ef manni fannst þeir hafa verið óheppnir, brennt af eða eitthvað þess hátt- ar. Fótboltinn er nú einu sinni svona, það er alltaf talsverö lukka, hvort boltinn fer innan við stöngina eða ekki. Og þvi veröur ekki neitað, að við áttum þræl- sterka vörn, likamlega sterka lika. Þaö þótti betra að geta ráðið við andstæðinginn likam- lega. En þetta er orðiö allt annaö. Nú eru engir kantmenn lengur. „Fúllbakkarnir” eru eins og byssubrenndir fram kantana, og einn fyrir aftan, eins konar sópari, sem sópar upp það, sem aflaga fer. Það var hann Birgir i KR, sem byrjaði með þetta, snöggur og lipur, strákur, og viö notuðum þetta oft. Tókum Ajax, sem nú er heimsfrægt, 1:0 á sin- um tima. Maður öskraði fram: „Bara i blikkið með hann!” — og þetta réðu þeir ekkert við. En fyrir strið voru menn áhugasamir um knattspyrnu og mikill uppgangur i félögunum, erlendir þjálfarar fengnir og leikið við erlend lið. — Jájá, og það fóru ekki allir meö stórsigra héðan á þeim árum. Það eru ýmsir að halda þvi fram, að það séu útlendu þjálfararnir, sem upp á siökastið hafi rifiö knattspyrnuna upp. En það var lika „klassi” áður fyrr, t.d. þegar Joe Devine var með Val upp úr 1939. og þegar Reidar Sörensen þjálfaði okkur eða Hermann Lindemann kom til Fram. Eöa þá þegar Fritz Buchloh kemur til Vikings rétt fyrir strið og þeir Robert Jack og Murdoch til Vals. Ég held, að islenzk knattspyrna hafi risið hvað hæst á árunum 1937 til 1940, og við höfum búið lengi að starfi þessara manna. Útlendingasveit þjálfaranna þá Ég bið Hermann að segja frá i hverju þetta hafi verið fólgið, hver áhrifin hafi verið á knatt- spyrnuna sjálfa. — Reidar Sörensen verður fyrst- ur til að kenna okkur þriggja-bak- varða-kerfið. Hann sýnir okkur fram á, að það er grundvöllurinn fyrir sigri Arsenal, miðfram- vörðurinn tekur miðherjann, bak- verðirnir taka útherjana, allt lokast, maður á móti manni. Þeir hlaupa eins og i ás, og mark- vörðurinn frir fyrir aftan. Guðmundur Ólafsson hjá KR er helzti keppinauturinn þá, og hann islenzka landsliðið, sem sigraði Finna árið 1948, meö 2:0. Efri röð frá vinstri: Ólafur Hannesson, Einar Halldórsson, Siguröur Ólafsson, Rik- harður Jónsson, Sveinn Helgason og Ellert Sölvason (Lolli I Val). Fremri röö: Sæmundur Gislason, Karl Guðmundsson, Hermann Her- mannsson, Hafsteinn Guðmundsson og Gunnlaugur Lárusson. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.