Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 16. febrúar 1975 TÍMINN 29 n • | • | *— 5 JSa es ■ -y |Bi ■ ■ bb> *cp be ■ viö mynd af móöur V ■ B ■ __ ■■ I I I ■ ■k ■ ■ ■ ■ ■L eiginmaðurinn yfirgaf hana. myndahöfundur heimi Wiiliam Peter Blatty, höfundur The Exorcist og sagöi: „Ég hef heyrt að þú værir góður fréttamaður, hvernig myndi þér lika aB koma og vinna fyrir mig? Ég sé um daglegan þátt f sjónvarpinu”. Linkletter bauB mér 36 þúsund krónur á viku, en aBeins vinnu i 13 vikur. Ég átti heima I Crenshaw hverf- inu nálægt Baldwin Hills, og varB aB sjá fyrir konu og þrem börn- um. Ég hugsaBi og hugsaði. Ætti ég aB sleppa öruggri atvinnu fyrir 13-vikna reynslutima hjá Lin- kletter? Að siBustu ákvað ég aB taka þessu tilboBi. Ég var svo þar i eitt og hálft ár, og það var eigin- lega byrjun min i skemmtana- iBnaBinum.” Góður sölumaður „Ég skrifaBi söguna Hvaða leið til Mecca, Jack? Ég kom fram i þætti Jack Paar I sjónvarpi til að kynna bókina, og svo vildi til að kona eins af forstjórum Columbia kvikmyndafélagsinssá þáttinn og fékk eiginmann sinn til aB láta mig umskrifa söguna sem kvik- myndahandrit. Aðalhlutverkið i myndinnilék Danny Kaye, en hún nefndist MaBurinn frá Diners- klúbbnum. Ég fékk fjögur hundr- uB og áttatiu þúsund kr. fyrir þetta, sem er algjört lágmarks- verB. En ég var fljótur að læra, þvi aB ég fékk sex hundruð þús- und kr. fyrir næstu mynd. Fyrir þá næstu, sem ég var aðeins viku aB skrifa, fékk ég átta hundruð þúsund krónur en hún nefndist Promise her anything. (Lofaðu henni öllu). Hvað gerBi svo Blatty viB alla þessa peninga? „Ég fékk mér umboBsmann” segir hann, „og sagBi honum, að ég vildi að hann fjárfesti peninga mina i öllþau tryggustu og örugg- ustu fyrirtæki sem hann gæti fundið. — En þvi miBur tapaði hann nærri öllum peningunum og á sama tima slitnaði upp úr fyrra hjónabandi minu.” „Ég veit varla hvaB kom fyrir,” segir Blatty „fólk breytist og fjarlægist hvort annaB. ÞaO er oft aB fólk uppgötvar ekki sjálft sig fyrr en á aldrinum 35-40 ára. Ég elskaði fyrstu konu mina Peggy og hún elskaBi mig. En viB giftumst þegar viB vorum i skóla, og fjarlægBumst hvort annað svo viB skildum.” í nokkra mánuBi eftir skilnað sinn viB Peggy lifBi Blatty dæmi- gerBu piparsveinalifi, — fékk sér IbúB I Studio City og fór út að skemmta sér með mörgum stúlk- um. „Ég fór út segir hann „meB þeim fallegustu stúlkum, sem ég hafBi séB. Ekki þeim gáfuðustu, heldur þeim fallegustu. Ég var samt fljótur aB komast að þvi að þaB er miklu auBveldara að skrifa, ef ég hafBi aðeins sam- band viB eina konu, svo ég gifti mig aftur!” 1 þetta skipti giftist Blatty stúlku I Las Vegas, Beth Tudor. Hjónabandið entist i tvö ár. Eftir skilnaBinn byrjaBi Blatty aB vinna að bókinni The Exorcist og datt þar með i lukkupottinn. Byggð á blaðagrein Eins og margir vita nú þegar, er sagan The Exorcist byggB i stórum dráttum á forsIBugrein, sem blaBamaBurinn Bill Brinkley birti i The Washington Post 26. ágúst 1949. Segir Brinkley m.a. aB fjórtán ára drengur hafi veriB leystur undan valdi djöfulsins af kaþólsk- um presti. Þetta hafi honum tek- izt eftir aB hafa gert 20-30 tilraun- ir til aB reka þann vonda úr drengnum. 1 öllum tilraununum, fyrir utan þá sIBustu sem heppn- aBist, hafBi drengurinn orBiB óB- ur, bölvaB, öskrað, æpt, og einnig hafi hann talaB á latinu, sem drengurinn hafBi aldrei lært. Þetta gerBist i hvert skipti, sem presturinn kom aB þeim hluta I særingum sinum, sem hann skip- aBi djöflinum að hverfa úr drengnum. Gott minni Blatty segist fyrst hafa heyrt sögu þessa frá föður Callagher, em var kennari hans i George- town, og sagði nemendum sinum frá þessu i kennslustund. Seinna var það annar prestur, faBir Thomas Bermingham, sem stakk upp á þvi viB Blatty, aB hann skrifaði ritgerð um efnið til að senda I ritgerðasamkeppni. Blatty gerBi þetta, og gleymdi aldrei sögunni. Eins og flestir rithöfundar, byggir Blatty upp söguna á ævi- sögum og atburðum, sern hafa átt sér staB I raunveruleikanum. Þar fyrir utan, hefur hann haft geysi- legan áhuga á þessum málum. þ.e.a.s. þegar djöfullinn tekur sér bólfestu i fólki. AriB 1969 skrifaði Blatty sögu um ungan dreng, sem fremur morö. MóBir hans segir, aö djöf- ullinn hafi tekið sér bólfestu i drengnum og þvi hafi hann fram- iB verknaðinn og fær hún prest til aB reka djöfulinn i burtu, og réttarvörnin er byggð á þessu. Þó aB þetta form sé ólikt hinni frægu söguThe Exorcist, er hugmyndin sú sama. Þegar Marc Jaffe, for- stjóri bókaútgáfufyrirtækisins Bantam Books, las The Exorcist, varö hann hrifinn af hugmyndinni en seldi útg.réttindin til annars útgáfufyrirtækis, fyrir átta hundruð þúsund kr. „Allan timann sem ég var að skrifa bókina” segir Blatty „vissi ég aB hún myndi seljast vel og komast efst á sölulista. Ég hafði þetta á tilfinningunni, þetta er kannski fullmikiö sagt, en ég var handviss um þetta allan timann.” Og þaB kom i ljós, að Blatty hafði rétt fyrir sér. Þegar bókin var gefin út 1971, komst hún þegar efst á sölulista og var þar i 55 vik- ur, en hún seldist I 12 milljónum eintaka. Vakti bókin strax miklar umræöur og deilur. 1 Hollywood vissu auövitaö allir um þessa eftirsóttu bók, jafnvel áBur en hún kom út. Paul Mpnask framkvæmdastjóri, bauö Blatty 48millj. kr. fyrir einkarétt á bók- inni I sex mánuði, og ef hann væri ekki búinn aB selja réttinn fyrir þann tima, myndi Blatty halda peningunum samt sem áöur. Blatty samþykkti þetta, og stuttu seinna gerBi Monash samning viö Wamer Brothers um kvikmynda- réttinn. Monash vildi þó gera nokkrar breytingar á bókinni, sem Blatty tók ekki I mál, og þetta endaði með þvi að Monash dró sig i hlé, gegn þvi að fá fimm prósent af hagnaðinum af kvik- myndinni. SiBan gerði Blatty sjálfur samning við kvikmyndafélagið. Hann ætlaöi að selja, framleiða og skrifa The Exorcist fyrir 65 millj. króna I peningum og fá auk þess 35,1% af hagnaðinum. „Ég hef unnið i Hollywood það lengi að ég var vel kunnugur öll- um hnútum þar” segir Blatty. „Samningur minn var mjög af- dráttarlaus og vel saminn. Kvik- myndun átti að hefjast innan tveggja ára. Ég vildi sjálfur ráða kvikmyndatökumenn, leikstjóra og annað starfsfólk. Ef þessum skilyrðum yrði ekki fullnægt, fengi ég aftur öll réttindi á bók- inni, og ég myndi halda öllum peningunum. Ef af kvikmyndun yrBi og hún myndi hefjast, en af einhverjum ástæðum dragast I meira en 90 daga, fengi ég lika réttindin og peningana. Ég var svo heppinn að ná i og ráða Billy Friedkin sem leikstjóra, en þá hafði kvikmyndafélagið tvisvar vísaB honum frá.” Þegar myndin var svo frum- sýnd I New York, voru bæði gagn- rýnendur og almenningur skelf- ingu lostinn. Og er nokkur furða? Tólf ára gamalt stúlkubarn gengur inn i mitt samkvæmi, þar sem mikilvægir stjórnmálamenn ásamt öBrum háttsettum emb- ættismönnum eru, og pissar á mitt gólfiö. Seinna blótar hún hroBalega, ælir yfir prest, sem kallaöur var til hjálpar eða i stuttu máli, gerir allt það sem skelfilegt og andstyggilegt er og hafBi aldrei sést i bandariskri kvikmynd áður. Að koma peningunum i lóg. HvaB gerir hann við alla þessa peninga? Hann hefur keypt fimm ekrur af landi i Aspen, Colo., og byggt stærðar hús fyrir sig við bakka silungsár. Hann á hús á Malibu Beach, sem hann hefur innréttaB fyrir mikla fjárhæö. Hann á likanýjan Mecedes-bil og tennisvöll. „Fyrirutan þá peninga, sem ég legg i húsin” segir Blatty, ,,þá hef ég þá alla i reiðufé, ég hef vonda reynslu af aö kaupa og braska meB veröbréf. Reynsla min af peningamálum hefur verið bæði mér og móður minni dýrkeypt. MóBir min hafði gegnum árin get- aB safnað 120 þúsund krónum, og Grikki nokkur, sem af þessu vissi, fékk hana til að leggja peningana I næturklúbb, sem hann ætlaöi að opna. Klúbburinn lokaði eftir fyrsta kvöldið. Ég man eftir móð- ur minni æpandi á Grikkjann að láta sig frá peningana sina aftur. Nei, ég vil hafa alla mina peninga I reiðufé!”. Sálfræði hans. Blatty hefur skrifað bók um móður sina, sem nefnist: Ég segi þeim aðég man þig. Honum hefur oft verið lýst af vinum sinum sem „mömmu-strák”. Hann talar um móður sina af mikilli ástúð. Hún sá fyrir fimm manna fjölskyldu alein með mikilli vinnu og trú. Hann var yngstur fimm barna hennar. Faðir hans, Peter, tré- smiður frá Damascus, gekk ein- faldlega út af heimili sinu einn daginn og lét ekki sjá sig meira. Þá var Bill þriggja ára. „Ég man eftir þvi” segir Bill Blatty, ,,að faðir minn leiddi mig út úr húsinu niður á næsta horn, þar sem tveir bræður minir voru, 14 og 16 ára, talaði við þá nokkra stund og gekk svo hægt i burtu. Við sáum hann ekki i mörg ár. Ég held að móöir min hafi verið alltof sterkur persónuleiki fyrir hann. Hún var mjög sterk og var mjög trúuð. Hún trúði þvi alltaf, að á endanum mundi allt fara vel. Hún var sifellt við bænalestur og hvað sem hún bað um, fékk hún að lok- um. Sem dæmi get ég nefnt, aö ég fór I Jesuita-skóla, þvi að á þess- um tima langaöi mig til að verða læknir. Með svolitilli heppni hefði mér átt aö takast að komast i há- skólann I New York. Móðir min hitti kennara nokkurn við Georgetown-skólann, hann hét prófessor Sullivan, og eftir að hafa boðið honum þrisvar i mat, vildi hún koma mér að skólanum, með hans hjálp. Skólinn i Geogetown var bara fyrir þá riku, sagði ég við móðir mina, það var engin leið til að ég gæti komizt þar inn. Hafðu engar áhyggjur sagði hún, þú vinnur skólastyrkinn. Ég fór i inntöku- prófin og var handviss um aö ég hefði ekki náð einu einasta. Vertu rólegur, þú kemst inn, sagöi móð- ir min. Þetta sumar vann ég sem þjónn á veitingahúsi, og var að velta fyrir mér hvaö ég ætti að gera um haustið. Þá fékk ég bréf frá Georgetown, þar sem mér var tilkynnt aö ég hefði unnið skóla- styrkinn. Akaflega ánægður hringdi ég i móður mina og sagði henni fréttirnar. Hvað er svo ann- að I fréttum? spurði hún rólega. Hún var svo sannfærð um að ég fengi styrkinn að hún hafði aldrei neinar áhyggjur út af þvi. Trú hennar var takmarkalaus. Bundin við húsgögnin „Ég veit ekki hve oft okkur var fleygt út úr ibúðum,” segir Blatty. Einu sinni þegar ég kom heim úr skólanum, voru öll hús- gögnin I hrúgu úti á gangstéttinni. Innheimtumennirnir brutust hreinlega inn, og tóku allt sem þar var og hentu öllu út á gang- stétt. Þeir settu ekkert i kassa, hentu bara öllu út. Þetta var mjög niðurlægjandi fyrir okkur krakk- ana. Það var ekki hægt að fela sig neinsstaðar, þvi við vorum bund- in við húsgögnin. Þó er það furðulegt, að ég man ekki hvað við gerðum við hús- gögnin eftir að okkur var hent út. Hvert fórum við með þau? Ég bara hreinlega man það ekki. En ég gleymi aldrei þeim áhrifum sem þetta hafði á mig. Ég var fluttur á spitala vegna tauga- áfalls. Sálfræðingarnir sögðu, að það væri vegna þeirrar spennu sem ég átti við að striða. En núna, þrátt fyrir alla sina velgengni, er William Peter Blatty, ennþá haldinn mikilli streitu og spennu. „Ég þarf aldrei að vinna framar”, segir hann, „en ef ég vinn ekki, ber sektartil- finningin mig ofurliði. Það er þess vegna sem ég hef tekið þvi boði að stjórna kvikmyndinni, Twinkle, Twinkle Killer Kane, sem ég skrifaöi fyrir mörgum árum, og kvikmyndafélögin hafa ekki vilj- að lita við i mörg ár þangað til nú. Þetta handrit er ekki ólikt að efni og The Exorcist. Billy Blatty vonast til að hann detti i lukku- pottinn i annað sinn. „Ef móðir min væri á lifi, segir hann,” myndi hún ekki vera i nokkrum vafa um það.” (Þýð.GB) Hér er atriöiö úr The Exórcist, þegar 12 ára stúlkan, sem leikin er af Lindu Blair, kallar á móöii sina i skelfingu þegar rúmiö hennar fer aö hristast og hendast til. Móöir hennar er leikin af Ellen Burstyn, og er hún aö reyna aö róa barniö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.