Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 16. febrúar 1975 TÍMINN 19 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aöaistræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 35.00. ^ Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi._Blaöaprent h.f. Alþýðubandalagið þríklofið í gengis- lækkunarmálinu Það hefur vakið athygli, að höfuðleiðtogar Alþýðubandalagsins hafa þurft að taka afstöðu til gengisfellingarinnar á þremur stöðum, i stjórn Seðlabankans, l bankaráði Seðlabankans og á Alþingi. útkoman hefur orðið sú, að Alþýðubanda- lagið hefur þriklofnað, og fer það bersýnilega eftir þvi, hversu alvarlega leiðtogar flokksins hafa tek- ið hlutverk sitt. I stjórn Seðlabankans greiddi Guð- mundur Hjartarson atkvæði með gengisfelling- unni, i bankaráði Seðlabankans sat Ingi R. Helga- son hjá við atkvæðagreiðsluna, en á Alþingi greiddu þingmenn Alþýðubandalagsins atkvæði gegn henni. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Guð- mundur Hjartarson hefur um langt skeið verið einn mesti áhrifamaður Alþýðubandalagsins og engum leiðtoga bandalagsins hefur verið betur treyst til að annast fjárreiður þess. Guðmundur var talinn af flokksbræðrum sinum óumdeilanlega snjallasti fjáraflamaður og fjármálamaður flokksins. Þegar Lúðvik Jósefsson þurfti sem við- skiptamálaráðherra að skipa bankastjóra við Seðlabankann, hóf hann vandlega leit innan flokks sins, að þeim manni, sem væri bezt fallinn til að gegna þeirri stöðu, sakir hæfileika og reynslu. Niðurstaða Lúðviks var sú, að flokkurinn ætti eng- an mann fremri Guðmundi Hjartarsyni i þessum efnum. Guðmundur Hjartarson hefur ekki heldur brugðizt þvi mati Lúðviks að vera glöggskyggn og raunsær fjármálamaður. Hann greiddi þvi hik- laust atkvæði með gengisfellingunni. Að sjálfsögðu hefur hann ekki gert það ánægður, fremur en aðr- ir, en sem reyndur fjármálamaður gerði hann sér þess grein, að ekki var um annan skárri kost að velja. Það er ótvirætt, að næst Guðmundi Hjartarsyni hefur Ingi R. Helgason verið mesti fjármála- sérfræðingur Alþýðubandalagsins. Hann hefur átt þátt i flestum eða öllum fjármálafyrirtækjum, sem tengd hafa verið Alþýðubandalaginu á ein- hvern hátt, en þegar rætt er hér um Alþýðubanda- lagið, er jöfnum höndum átt við Sameiningarflokk alþýðu — Sósialistaflokkinn. Traust sitt á fjármálahyggindi Inga R. Helgasonar hefur svo Alþýðubandalagið sýnt með þvi að gera hann að fulltrúa sinum i bankaráði Seðlabankans. Þar tók Ingi R. þá afstöðu, þegar fjallað var um gengisfell- inguna, að hann lét skjalfesta bókun, sem fól i sér allskonar vangaveltur um að gengisfelling gæti ver ið varasöm. Bókunin var lesin upp i útvarpi og birt i Þjóðviljanum. Af henni kunna ýmsir að hafa dregið þá ályktun, að Ingi R. hafi greitt atkvæði gegn gengisfellingunni. En svo var ekki. Ingi R. sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Hann vildi ekki taka á sig þá ábyrgð að vera á móti gengisfelling- unni, þótt hann teldi hana varasama. Siðast vikur svo sögunni að þingmönnum Alþýðubandalagsins, undir forustu Lúðviks Jósefssonar og Magnúsar Kjartanssonar. Þeir greiddu allir atkvæði gegn gengisfellingunni. Þetta gerðu þeir, þótt þeir hefðu undir miklu hag- stæðari kringumstæðum staðið að einni gengisfell- ingu, miklu gengissigi, og lýst sig reiðubúna að styðja nýja gengisfellingu, ef þeir væru áfram i stjórn. óneitanlega er þáttur Guðmundar Hjartar- sonar skástur i þessari sögu, þáttur Inga R. Helgasonar næstskástur, en lakastur þáttur Lúð- viks og Magnúsar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Fitzgerald nýtur mikils trausts Hann er nú formaður ráðherranefndar EBE ÞVl er nú almennt spáö, aö á fundi utanrikisráðherra Efnahagsbandalags Evrópu, sem haldinn veröur i næsta mánuði, muni verða fallizt á kröfur brezku stjórnarinnar um bætta aöildarskilmála. Fari svo, mun Wilson, og flest- ir ráðherranna i stjórn hans, mæla með þvi, þegar gengið verður til þjóöaratkvæða- greiöslunnar, aö Bretland verði áfram i Efnahagsbanda- laginu. Þessi breytta afstaöa Efnahagsbandalagsins til að- ildarskilmála Breta stafar að sjálfsögðu mest af þvi, að hvorki Vestur-Þjóðverjar né Frakkar vilja missa Breta úr Efnahagsbandalaginu, þegar til alvörunnar kemur. En það hefur vafalitið átt sinn þátt I þvi að breyta viðhorfum Vest- ur-Þjóðverja og Frakka, að um áramótin siðustu tók nýr maður við forustu i ráðherra- nefnd Efnahagsbandalagsins, en þá féll formennskan i hlut írlands, og verður þaö til 30. júni næstkomandi. I samræmi við það tók Irinn Garret Fitzgerald við formennsku i ráðherranefndinni. Fitzgerald nýtur nú þess álits að vera tal- inn hæfastur þeirra manna, sem skipa stöðu utanrikisráð- herra I löndum Efnahags- bandalagsins, og einkum sé hann þessum stéttarbræðrum sinum fremri sem samninga- maöur. Fitzgerald hefur, sið- an hann tók við formennsku i ráðherranefndinni, unniö kappsamlega aö þvi að fá hin- ar aðildarþjóöirnar til að fall- ast á kröfur Breta, en Irar styðja þær eindregið. Fitzger- ald hefur fært sterk rök að mikilvægi þess, að Bretland verði áfram I Efnahagsbanda- laginu. Jafnframt hefur hann lýst yfir þvi, aö Irland myndi ekki ganga úr Efnahagsbandalag- inu, þótt Bretar færu úr þvi. Fyrir tiltölulega fáum árum heföi þetta þó verið talið óhjákvæmilegt. Þá seldu Irar um 75% af útflutningi sinum til Bretlands. Siðan Irar urðu meölimir Efnahagsbanda- lagsins, hefur þessi tala lækk- að niður i 54%. Irar gera sér góðar vonir um að geta stór- aukið útflutning til megin- landsins, og auk þess geti þeir fengið þaðan fjármagn til að iönvæöa landið, en þaö er nú stærsta áhugamál þeirra. Fitzgerald hefur jafnan veriö mikill talsmaður náinnar evrópskrar samvinnu. „Vegna margvislegra breyt- inga,” segir hann ,,eru þjóð- irnar búnar að missa hiö forna sjálfstæöi sitt, og það verður ekki endurreist að nýju, nema með viötæku sam- starfi þeirra.” GARRET Fitzgerald hefur annars helgaö sig öðru máli meira, en það er sameining irsku rikjanna. Hann gerir sér hinsvegar ljóst, aö það hlýtur að taka sinn tima. Hann hefur aö þvi leyti góð skilyröi til að skilja deiluaðila, að móðir hans var frá Ulster, komin af mótmælendaættum og mót- mælendatrúar, en faðir hans var rammkaþólskur og einn af leiðtogum i sjálfstæðisbaráttu Ira gegn Bretum. Hann var fyrsti utanrikisráðherra Irska fririkisins svonefnda. Fitzger- ald hlaut strangt, kaþólskt uppeldi og er kaþólskrar trú- ar, en hann viröist þó hafa orðið fyrir sterkum áhrifum frá móður sinni, og afneitar þvi mörgum kreddum kaþólsk- unnar, eins og andstööu gegn Garret Fitzgeraid. fóstureyðingum og hjóna- skilnuðum. Hann hefur hik- laust haldið þvi fram, aö kaþólskir menn I Irlandi yrðu að sýna aukiö frjálslyndi og umburðarlyndi á mörgum sviðum, ef mótmælendum i Noröur-lrlandi ætti að verða fært að fallast á sameiningu landanna. Þeir yröu jafnframt að falla frá öllum kröfum um aö Noröur-lrland væri að réttu lagi hluti irska lýöveldisins. Slikt myndi aöeins auka mót- spyrnu og tortryggni i Norð- ur-lrlandi. Rikin yrðu að mæt- ast sem jafningjar og semja á þeim grundvelli. Fitzgerald sem er 49 ára að aldri, hefur lagt gjörva hönd á margt. Hann er hagfræöingur að menntun, og þvi var þess vegna yfirleitt spáð, að hann yrði fjármálaráðherra, þegar Liam Gosgrave myndaði sam- steypustjórn Fine Gael og Verkamannaflokksins eftir kosningasigur Fianna Fail, sem lengstum hefur farið með völd i Irlandi, siðan lýðveldið kom þar til sögunnar fyrir rúmlega hálfri öld. Gosgrave fól Fitzgerald I staðinn embætti utanrikisráðherra, og mun það hafa ráðiö miklu, að hann treysti Fitzgerald bezt til að annast skipti viö Efnahags- bandalagiö og Noröur-lrland. Fitzgerald haföi fengizt viö hin óliklegustu störf, eftir að hann lauk námi. Hann hafði verið fjármálaráðgjafi fyrir- tækja, háskólakennari, blaða- maður og rithöfundur. Hann var fyrst kosinn á þing fyrir fimm árum og varð brátt einn aðalforingi Fine Gael. 1 mál- flutningi sinum og framkomu hefur hann þótt sameina þaö i senn að vera hugsjónamaður og raunsæismaður, og hefur þaö siðara ekki sizt hjálpað honum viö samningaborðið. Fitzgerald hefur fengið þaö orð á sig að vera fremur hirðulaus i klæðaburði, og kann að vera enn meira eftir þvi tekiö en ella, sökum þess að hann er hár vexti, og að sama skapi þrekinn. 1 BYRJUN þessa mánaðar var Fitzgerald viöstaddur bráðabirgðaundirritun nýs samnings milli Efnahags- bandalagsins og 46 þróunar- rikja. Þessi samningur verður ekki endanlega undirritaöur fyrr en 28. þ.m.i Lome, sem er höfuðborg Togos, og mun þvi hljóta nafnið Lome-samning- urinn. Þetta er langmikilvæg- asti samningur, sem hingað til hefur verið gerður milli iðnaðarvelda og þróunarrikja, enda tók það 18 mánuði aö gera hann, og nær 200 fundi. Fitzgerald er talinn hafa átt sinn þátt i þvi að hann dróst ekki meira á langinn en ann- ars er samningurinn talinn mest verk Frakka. Samkvæmt honum fá viökom- andi iðnaðarriki að selja iðnaðarvörur sinar tollfrjálst I löndum Efnahagsbandalags- ins og flestar landbúnaöarvör- ur einnig. Efnahagsbandalag- iö stofnar jafnframt tvo sjóöi. Annar veitir fjárfestingarlán til umræddra rikja, en hinn er einskonar verðtryggingar- sjóður tólf tilgreindra hrá- efna, sem umrædd þróunar- lönd selja. Hér er m.a. um að ræða járn, te, kaffi, kakó og baðmull. Hafi eitthvert af þessum rikjum meira en 7.5% af gjaldeyristekjum sinum af sölu einhvers þessa hráefnis, og falli það i veröi um meira en 7.5% verður tap þess greitt úr sjóðnum. Þessi verötrygg- ing er talin mjög mikilvæg fyrir viðkomandi riki. Fitzgerald er að sjálfsögðu ánægður yfir aö hafa átt þátt i þessari samningagerð og flýtt fyrir henni. En hans biður sem formanns ráöherranefndar- innar annað stórt verkefni, auk samkomulagsins við Breta. Það er að koma viðræðum milli Efnahags- bandalagsins og Arabarikj- anna i höfn. Þar hefur Fitzgerald góöa aðstöðu, þvi að trland studdi Palestinu- menn á þingi S.Þ. I haust. Skoöun hans er sú, að engin lausn náist i deilunni við botn Miðjarðarhafsins, nema Palestinumenn verði hafðir með i ráöum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.