Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 16. febrúar 1975 Trafford" ÞEGAR skozki knattspyrnukapp- inn Lou Macari var loksins farinn aö borga tii baka eitthvað af þeirri miklu upphæð, sem Man- chester United greiddi fyrir hann, þegar liðiö festi kaup á honum frá Celtic fyrir 200 þús. krónur, þá fiugu þær sögur út, aö ftalska stórliöiö Inter Milan heföi áhuga á þessum marksækna og harö- snúna skozka landsliðsmanni. En þegar þessar sögusagnir náöu há- marki I Manchester, þá friöaöi hann hina mörgu og æstu áhang endur United. Hann sagöi I blaöa- viötali: — Ég er ánægöur hjá United, og ég hef ekki ætlað mér aö yfirgefa félagiö í bráö. Þegar þessi yfirlýsing kom frá Marcari, þá tóku áhangendur United gleði sina á ný. Lou Macari virtist ekki ætla aö uppfylla þær kröfur, sem voru til hans gerðar, þegar hann var keyptur til Manchester United i janúar 1974. Hann féll ekki inn i leik liðsins og þar með skoraði hann ekki mörk, en til þess var hann keyptur. Það var ekki fyrr en nú i vetur, að Macari fór aö falla inn i leik United-liðsins. Þetta byrjaði þegar Manchester United breytti um leikaðferð. Sl. keppnistimabil, þegar Macari kom fram á sviðið á Old Trafford, var liðið i fallhættu. Þá voru leik- mennirnir óttaslegnir og léku varnarleiksaðferð. En nú hefur liðið breytt um leikaðferö og leik- ur ákveðinn sóknarleik. Þegar þessi breyting varð á liðinu fór Macari aö lika lifið, enda hentaði þessi leikaðferði honum mjög vel. Nú skulum við gefa Macari, orðið: — Þaö var ekki leiðin til að ná árangri, að leika varnarleik. Það var mjög niðurdrepandi að vera i framllnunni þá, en núna erum við orðnir rólegri og við hlökkum til hvers leiks. Þetta er orðið eins og i gamla daga hjá Celtic. Macari hefur ákveönar skoö- anir á deildarskiptingu. Hann segir að 1. deildarkeppnin eigi að vera fyrir þá, sem eitthvað geta I knattspyrnu. Þess vegna segir hann, að það sé vitleysa, eins og sumir halda fram, að lið hafi gott af þvi að falla. Þvf er þó ekki að neita, að 2. deildin hefur gefiö Manchester United tækifæri til að ná liöinu saman til starfs og æfinga undir minna álagi. Og einnig það, að i 1. deildarkeppn- inni er mönnum refsað miskunn- arlaust fyrir hver mistök, en i 2. deild — til allrar haming ju — geta leikmenn oft komizt upp með að gera mistök og lagfært þau siðan. Lou Macari hefur viðurkennt það, að það hafi kannski veriö mistök hjá honum að fara til Manchester United. Hann átti kost á að fara til Liverpool. Um þetta segir hann: — Ég hélt að leikmenn Liverpool-liðsins væru búniraö vinna allt sem þeir gætu og þeir hefðu þvi ekki meira til að keppa að. Þess vegna valdi ég United. Ég hélt að það yrði stór- kostleg lifsreynsla, að endur- byggja hið fræga félag undir stjórn Tommy Docherty, sem ég kynntist þegar hann stjórnaði skozka landsliðinu. En það gekk ekki eins vel og ég hafði gert ráð fyrir, og ég varð mjög leiður og það bitnaði á knattspyrnugetu minni. En núna eru breyttir tímar. Við erum búnir að byggja upp stór- kostlegt liö hér á Old Trafford. Mér finnst sjálfum, að ég leiki núna betur knattspyrnu heldur en ég hef nokkurn tima áður gert. Þá bendir Macari til sanninda um aö United-liðið sé orðið mjög gott á fjóra mikilvæga leiki: — Við vor- um 1:2 undir i leiknum gegn Burnley i hálfleik i deildarbikar- keppninni, samt náðum við að vinna sigur 3:2. Þá vorum við marki undir 0:1 gegn Aston Villa i hálfleik I deildinni, en við bárum sigur úr býtum 2:1. Og aftur I deildinni vorum við undir i hálf- leik — 1:2 gegn Sunderland og þá tókst okkur að vinna sigur 3:2. Allir vita um árangur okkar gegn Sheffield Wednesday, þegar okk- ur tókst að vinna upp tveggja marka forskot og jafna 4:4. Þetta hefur vakið sjálfstraust okkar og við teljum, að þegar allt er með felldu þá eigum við nú að vera ósigrandi. Við höfum það alltaf fram yfir önnur liö, sem leika varnarleik — sem et mjög nei- kvæð knattspyrna — að þegar við fáum á okkur mark, þá getum við bætt tveimur við. En þau lið, sem leika varnaraðferðina, þurfa ekki að fá á sig nema eitt mark, til þess að allt fari úr skorðum hjá þeim, og þar með verður leikur- inn algjör martröð. Það er alveg sama viöhorfið hjá okkur og Stoke i 1. deildinni. Það gerir ekk- ert til, þótt við fáum á okkur mark — við gerum þá bara tvö i staðinn! LOU MACARI..........hefur sterkar tilfinningar, eins og allir sannir Skotar, og finnst heiður að þvi að leika fyrir þjóð sina. Hann lang- ar mikið til að leika fyrir Skot- lands hönd aftur, og hann hefur sagt: — Ef ég fæ ekki tækifæri til þess fljótlega þá fæ ég það e.t.v. aldrei. Ég hef aldrei verið eins góður og einmitt um þessar mundir. Phil Thompson !★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Hann sýndi mikla leikni ★ Thompson lék Billy Bremner og AAalcolm AAacDonald grátt HINN skemmtilegi miövallar- spilari Liverpool-liðsins, PHIL THOMPSON, er nú oröinn átrún- aðargoð i hafnarborgirnni frægu við Mersey-ána — Liverpool. Margir áhangendur Liverpool- liðsins fylltust efasemdum, þegar Bill Shankley, fyrrum fram- kvæmdastjóri Liverpool, setti skyndilega þennan ungling inn i aðalliöiö árið 1973. Menn höfðu ekki trú á þessari ráðstöfun Shanklys, þó að hann væri ekki vanur að flana að neinu. Liver- pool stefndi þá á toppinn, eins og það hefur reyndar gert slöustu árin, og allir heiztu andstæðing- arnir voru eftir. Efasemdir á- hangendanna voru þvf mjög skilj- anlegar. En skoðun áhangenda Liver- pool-liðsins á Phil Thompson breyttist, þegar þeir sáu hann léika. Hann stóð svo sannarlega fyrir sinu. Thompson lék af öllum þeim áhuga og hæfileikum, sem skfna i gegnum leik þeirra ung- linga, sem eiga eftir að verða stjörnur. Enda þótt peysan, sem Thompson fékk i sinum fyrsta leik væri nr. 3 (það númer er yfirleitt talið einkaeign Alec Lindsay), þá var Thómpson ein- göngu tengiliður i þessum æski- lega leik, og einnig i leikjum, sem eftir voru á keppnistimabilinu. Þá stööu hefur hann leikið siðan, — ásamt stööu miðvarðar, og skilað þeim mjög vel, — sumir segja óaðfinnanlega. Hæfileikar Phil Thompsons komu bezt f ljós i æsandi leik gegn Leeds, en á þeim leik valt, hvort Liverpool hlyti heimsmeistaratit- il. Billy Bremner, fyrirliði Leeds, hefur aldrei verið eins grátt leik- inn á slnum keppnisferli. Að eigin sögn vildi hann helzt gleyma þessum leik sem fyrst. En hann bætti við: — Þessi veikbyggöi unglingur fékk að vfsu nokkur högg frá mér, en hann sýndi mikla leikni og sjálfsaga, sem er einkenni á Liverpool-liðinu I heild. Phil Thompson var svo heldur betur i sviðsljósinu á Wembley- leikvellinum á siöasta keppnis- timabili, þegar Liverpool lék gegn Newcastle til úrslita um bik- arinn. Hann fékk þá það erfiða hlutverk að gæta markaskorar- ans mikla, Malcolm MacDonald, sem hafði skorað mark eða mörk i hverjum leik Newcastle i bikar- keppninni og komið liði sinu á Wembley. Thorripson tók Mac- Donald algjörlega i bakariið, svo að markakóngurinn hvarf gjör- samlega i leiknum. Eftir þann leik sagði MacDonald: — Ég hef aldrei lent I öðru eins, — hann fylgdi mér eins og skuggi allan leikinn, og það var gjörsamlega ómögulegt fyrir mig að komast i auðan sjó. Phil Thompson er maður, sem ég vildi ekki hitta aftur við svipaðar aðstæöur. Þau voru orð sem Bremner og MacDonald hafa látið falla um Thompson, eru nóg til að lýsa hæfileikum hans. Þar þarf engu að bæta við. Lou Macari: ..Vi& erum búnir að byggja upp stórkostlegt lið á Old

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.