Tíminn - 08.06.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 08.06.1975, Qupperneq 1
Bílsturtur Dælur Drifsköft & % B 0* 'WÆ, 0* ......II. I 9k Landvélar hf Verður leitað eftir fleiri járnsmiðum til starfa erlendis? FB—Reykjavlk. Þrjátiu og tveir járnsm iöir fóru til Noregs til starfa I byrjun april. Fréttir hafa borizt um a6 mönnunum vegni mjög vel i Noregi, en þeir vinna þar hjá sænsku fyrirtæki, Inter- thor, sem starfrækt er i Verdal i nánd viö Þrándheim. örn Clausen lögfræðingur haföi milligöngu um ráöningu járn- smiðanna til Noregs. Hann sagði i viötali viö Timann, aö honum heföi borizt bréf fra yfirmanni Interthor, og heföi hann látiö vel af lslendingunum, og sagt aö þeir væru flestir hverjir mjög góöir verkamenn. Þá sagðist örn hafa frétt, aö aöbúnaöur væri allur góöur, og mun betri, heldur en menn heföu þorað aö gera sér vonir um i upphafi. öm sagöi aö lokum, aö til greina kæmi, aö óskað yrði eftir fleiri íslendingum til Noregs, og myndi hann þá auglýsa þaö. 64% með dulræna reynslu Sjá bls. 14 og 15 Skuttogararnir bundnir við bryggju, farskipin bundin við bryggju og á þaki vöruskemmunnar stendur sægur óseldra bila. Allt er i stoppi: öfl- un, útflutningur og aðdrættir, og eyðsla. Tima- mynd: Gunnar. Óvenju mikil sókn unglinga í sveit FB—Reykjavik. Erlendur Haraldsson, lektor i sálfræði við háskólann, hefur með fjórum stúdentum framkvæmt könnun um dulræna reynslu og viðhorf til dulrænna fyrirbæra Islendinga. Spumingalistinn var sendur 1132 mönnum, á aldrinum frá þritugu til sjötugs, en þetta er um sjötug- asti hver landsmaður. 902 svör- uðu, og af þeim sem svöruðu telja 64% sig hafa orðiö fyrir einhverri dulrænni reynslu. Nánar er skýrt frá þessari könnun á bls. 14 og 15 I dag, og þar eru töflur, sem sýna nákvæmlega hvernig svörin féllu í DAG eftir kynjum, aldursflokkum og menntun þeirra, sem svöruöu. 36% þeirra sem svöruöu töldu sig berdreymna, og 31% höfðu oröið varir viö látinn mann. 18% höföu orðiö varir viö reimleika, en aöeins 2% áttu minningar um fyrra lifsskeið eða trúöu á álaga- bletti. Ef dæma má af þessari könnun, hefur þriðji hver Islendingur aldrei lesiö Biblluna, en aöeins 3% telja sig alls ekki trúaöa. Huglækningar virðast vinsælar, þvi 41% haföi leitaö huglæknis, og þar af töldu 91% þær gagnlegar. BH-Reykjavlk. — Þaö er i sjálfu sér ekkert erfiðara en veriö hefur aö útvega unglingum sveita- vinnu, en vandinn er sá, aö nú koma miklu fleiri unglingar en venjulega á þessum tlma og þess- vegna veröa fleiri eftir, sagöi Guömundur Jósafatsson frá Brandsstööum, starfsmaöur Búnaöarfélagsins, sem annast ráöningu unglinga frá höfuöborg- inni til sveitavinnu. — Um þetta eru hinsvegar engar tölur fyrir- liggjandi, þvi aö þaö svíkjast svo margir um aö láta mig vita. Viö spuröum Guömund um ald- ursflokkana, sem helzt kæmu viö sögu. — Þaö er auöveldast aö afla þeim vinnu, sem eru á aldrinum 14-15 ára, einkum drengjum, en 12-13 ára kem ég helzt ekki út nema telpum til snúninga i bæ og kringum krakka. Hvert skyldi kaupiö vera? — Þaö er aldrei talaö um pen- inga viö mig, svaraöi Guömund- ur. — Ég kem ekki nálægt því og foröast þaö eins og heitan eldinn. Ég veit aö visu, aö þaö eru tals- verö laun.sem strákar hafa, sem orönir eru fleygir og færir meö hvaöa vél sem er. Hversu mörg leita til Búnaöar- félagsins? — Ætli þaö hafi ekki komið til min hátt I fimm hundruð ungling- ar, og ætli þaö hafi ekki komiö um 80 bændur, sem hafa beöið um unglinga. En hér veröur aö at- huga þaö, aö þetta er aöeins lítill hluti unglinga, sem fer út I sveit- irnar. Ég skal segja þér sögu, sem ég held talsvert á lofti, sem aö visu er gömul. Þaö var vist á útmánuöum 1963: þá voru talin i skólum I Reykjavik þau börn, sem höföu dvaliö I sveit um sum- ariö, 12-14ára. Þau reyndust vera 1431 talsins, en þá hafa naumast fariö út I gegnum þessa stofnun nema eitthvaö um 80 börn og ung- lingar. Af þessu sést, aö leiöirnar hafa verið og eru enn margar, og jafnvel opnari nú en þá. ísla nd—A-Þýzka la nd iú Myndaopna bls. 26 og 27 SJÁLFSÁBYRGÐ BÍLEIG- ENDA ALLT AÐ 100.000 Einar Kristjónsson fró Hermundar- felli íslenzkir rithöfundar Rannsókn ó íslandi: Er krabbamein í brjósti arfgengt eða veirusýki? SJ—Reykjavik. Ætlunin er að komast eftir þvi hér á landi hvort mikil fylgni sé i ættum hvaö krabbamein i brjósti snertir. Það þarf þó ekki endilega að þýða aö sjúkdómurinn sé arfgengur, held- ur getur litið út fyrir að hann sé þaö vegna sameiginlegra um- hverfisáhrifa. Island er sérlega vel fallið tii rannsókna af þessu tagi vegna legu sinnar og vegna þess hve þjóðin er litt blönduð, einnig vegna þess, hve almennar skýrslureru hér áreiðanlegar, og aö lokum þess hve almennt menntunarástand þjóðarinnar er á háu stigi. Prófessor Ólafur Bjarnason forstööumaður Rannsóknastofu háskólans vinnur aö áöur nefnd- um rannsóknum hér i samvinnu viö aðra aöila og greinir nánar frá þeim i viðtali i blaöinu i dag. Tilraunir á músum hafa leitt i ljós aö veirur hafa úrslitaþýðingu fyrir myndun krabbameins i brjósti i músum, þótt erfðaþáttur sé aö visu fyrir hendi. — Liklegt er að veirur séu að einhverju leyti orsakavaldur hjá mönnum einnig, segir prófessor Ólafur Bjamason. SJ—Reykjavik. Iögjöld af húf- try ggingumÞifreiða, svonefndum kaskótryggingum, hækkuöu 1. mai sl. um 70% aö jafnaöi. Grunniöjöld af húftryggingum hækkuöu um 40% en jafnframt var iðgjaldaskránni breytt, og hlutfallinu á milli sjálfsáhættu- flokka. Sjálfsáhætta er nú hærri i öllum flokkum, og auk þess geta bifreiðaeigendur nú tekiö hærri sjálfsáhættu en áöur, eða allt upp i 100.000 kr., en fyrir 1. mai var hæsta sjálfsáhætta 30.000 kr. Tryggingafélögin fóru fram á 85% hækkun iðgjalda af húftrygg- ingu. Að beiðni Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra reiknuðu starfsmenn Tryggingaeftirlitsins út hverja hækkun er þeir teldu nauösynlega og varö niðurstaðan 62-73%. Lögöu þeir jafnframt, til aö áðurnefndar breytingar yrðu geröar. Nánar er sagt frá Try ggingaeftirlitinu á öðrum stað i blaöinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.