Tíminn - 08.06.1975, Side 19

Tíminn - 08.06.1975, Side 19
Sunnudagur 8. júni 1975 TÍMINN 19 ÍJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verð I lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Biaðaprenth.f. v______________________________________________J Rödd páfa ns „Boðberar kirkjunnar verða að brýna raustina og þrýsta þvi inn i vitund manna, að friðsamlegt og mannúðlegt alþjóðakerfi vérður ekki grund- vallað á valdinu einberu. Sannsýni og skilningur á rétti og þörfum allra þjóða verða að vera burðarstoðir sliks kerfis.” Þannig mæltist Páli páfa i ræðu, sem hann flutti fyrir skemmstu og viða hefur vakið athygli. Fyrr á árum hafði kaþólska kirkjan ekki á sér gott orð fyrir afstöðu sina i mannfélagsmálum, þar eð hún þótti höll undir afturhaldssamar valdastéttir og jafnvel stundum hin óhugnanleg- ustu og grimmustu einræðisöfl. Hún var sökuð um að loka augunum fyrir þvi, að i kaþólskum löndum væri örbirgð mest, ranglæti djúpstæðast og fráfræði fjölmennum stéttum þyngstur fjötur um fót. í seinni tið hefur orðið á þessu mikil breyting. Innan kaþólsku kirkjunnar, bæði i Suð- ur-Evrópu og Suður-Ameriku, hafa risið upp hinir dugmestu og hugprúðustu baráttumenn, sem helgað hafa sig réttlætismálum hinna fátækustu og kúguðustu trúbræðra sinna, og af páfastóli hefur hvað eftir annað verið tekið i þann streng- inn, sem betur gegndi. í stað þess að skeyta um eilifðarvonina eina hefur kaþólska kirkjan tekið að gefa jarðnesku réttlæti og jarðneskri far- sæld meiri og meiri gaum. Páll páfi beindi orðum sinum á dögunum til stórveldanna, sem sifellt hafa tilhneigingu til ihlutunar og valdbeitingar utan landamæra sinna og hervæðingar heima og erlendis. Eins og dæm- in hafa sannað um okkar daga hefur slikt ekki reynzt vegur til friðar og mannúðar, sannsýni og skilnings á rétti og þörfum annarra. Að visu hefur ekki verið meira um styrjaldir á þessum tima, þrátt fyrir langvinnan ófrið i Asiulöndum, marg- ar styrjaldir i Afriku og sifellt striðsástand við botn Miðjarðarhafs, heldur en verið hefur áður oft og einatt. En hervæðing hefur alltaf i sér fólgna þá hættu, að hergögnin, sem hrúgast upp, verði einhvern tima notuð, og hin geigvænlega nýlunda á siðustu áratugum er sá háttur stór- velda að birgja striðandi aðila að vopnum og hernaðarráðunautum og sjá þeim fyrir hernaðar- þjálfun, svo að ekki sé nefnd bein styrjaldarþátt- taka eins og i Viet-nam, og gera þeim þannig kleift að halda uppi ófriði og ófriðarástandi ára- tugum saman. Af þessu hafa flotið miklar og langvinnar hörmungar i sumum hlutum heims, og fyrir þetta hefur verið fórnað framtiðarhags- munum alls mannkyns með sóun á orku og málmum, sem þrjóta kunna á dögum næstu kyn- slóða. Engum þarf að blandast hugur um það, að unnt hefði verið að finna upp mikilvirkar aðferðir til þess að eima sjó og breyta eyðimörkum fyrir botni Miðjarðarhafs i áveitulönd og aldingarða, ef öllu þvi fé, sem stórveldin hafa ausið i hergögn handa Gyðingum og Aröbum, hefði verið varið til sliks, og með þvi hefði verið brotinn sárasti broddur deiluefnanna og komið i veg fyrir si- endurteknar styrjaldir og endalaus mannvig og hermdarverk. Ekki getur heldur neinn gengið þess dulinn, að hungri og vesöld i heiminum yfir- leitt hefði mátt útrýma, ef mynduð hefðu verið jafnvoldug bandalög i þvi skyni og vigð hafa verið herbúnaði, og fjárráð þeirra verið jafnmikil. Hér hrópar örbjarga mannkyn á siðabót. . *,-• , -jh Charles W. Yost, íyrrum sendiherra hjá S.Þ.: Hvert ná varnir Bandaríkjanna? Erfit er að ákveða nákvæm varnarmörk Schlesinger varnarmálaráöherra Bandarikjanna ÉG kom snemma i mal i einn af herskólunum i Banda- rikjunum og var þar spurður hvar ytri mörk varnarsvæðis Bandarikjamanna á vestan- verðu Kyrrahafi ættu nú að vera, þegar Bandarikjamenn væru á burt frá Vietnam og styrjöldinni þar lokið. Hvaða skuldbindingar munu Banda- rlkjaþing og bandariska þjóð- in viðurkenna? Svarið við þessari spurningu hlýtur að fara að nokkru leyti eftir þvi, hvernig hún er tekin. Hvað felst til dæmis i hug- takinu „ytri mörk varnar- svæðis”? Hve viðáttumikils vamarsvæðis krefjast banda- riskir hagsmunir og hve viðáttumikils varnarsvæðis þarfnast bandariskur hemaðarmáttur til varna, eða hvaða viðáttu leyfir hann? ÞEIR sem vilja lita á Bandarikin sem virki, kynnu að vilja takmarka varnar- svæðið við strendur fylkjanna fimmtiu. Þá væri treyst á það, að úthafið sjálft væri okkur vörn, eins og gert var fyrir fjörutiu árum. Trumankenningin felur i sér öfgarnar á hinn veginn. Sam- kvæmt henni á það skilyrðis- laust að vera „stefna Banda- rikjanna að styðja allar frjálsar þjóðir, sem veita viönám gegn tilraunum til undirokunar”. Sama má raunar segja um yfirlýsingu Kennedys forseta á sinni tið: „Við munum leggja allt i sölurnar, axla hvaða byrði sem, er styðja sérhvern vin og snúast gegn sérhverjum and- stæðingi til þess að tryggja varðveizlu og farsælan viðgang frelsisins.” Ósennilegt er, að margir Bandarikjamenn vildu aðhyllast þessar öfga- kenningar eins og nú standa sakir. Kenningin um Banda- rlkin sem virki féll við Peari Harbor. Það skamma timabil, sem Bandarikjamenn virtust vilja teygja varnarsvæði sitt að landamærum Sovét- rikjanna og Kina er einnig horfiö veg allrar veraldar. SPURNINGIN um, hvar „ytri mörk” varnarsvæðis Bandarikjanna eigi að vera, er sprottin af eðlilegri löngun herstjórnarmanna til vit- neskju um, hvaðþeim sé ætlað að búa sig undir að verja þegar Vietnamstyrjöldin er um garð gengin. Mikilvægt er að vita vissu sina i þessu efni, þegar svo stendur á, að sumar banda- þjóðir Bandarikjamanna, að minnsta kosti, sjá ástæðu til aö brjóta heilann um, hve áreiðanlegar skuldbindingar þeirra séu i raun og veru. Hins vegar má ekki gleyma þeim vandræðum, sem Dean Acheson lenti i fyrir 25 árum, þegar hann sagði ytri mörk vamarsvæðis Bandarikjanna á vestanverðu Kyrrahafi, og þau ummæli voru skilin á þann veg, að Bandarikjamenn teldu öllum frjálst að athafna sig utan jjeirra marka eins og þeim sjálfum sýndist. NOKKUR kviði rikir um framvindu alþjóðamála og veriðer að endurmeta margt á þvi sviði. Þegar þannig stendur á,sýnist liggja beinast við, að Bandarlkjamenn tækju af öll tvimæli um þær skuld- bindingar, sem þeir hafa undirgengist að eðlilegum stjórnarfarsleiðum, eða með samþykki öldungadeildar þingsins og vitund bandarisku þjóðarinnar. Þetta á við um Atlantshafssáttmálann og samninga við Japani, Suður- Kóreumenn, Filippseyinga, Astraliumenn, Nýsjálendinga og Samtök Ameríkurikja. Vera má, að nærvera bandariskra hervarna sé orðin miður velkomin sumsstaðar meðal þeirra samningsaðila, sem taldir voru hér á undan. Marcos forseti á Filippseyjum segir til dæmis, að hann hafi i hyggju að endurskoða sam- skiptin við Bandarikjamenn. Sumir aðilar að Samtökum Amerikurikja hafa haft opinskátt á orði, að samtökin yrðu ef til vill mannlegri og i meira jafnvægi, ef ofurþunga Bandarikjanna hætti að gæta. Vist ættu Bandarikjamenn að varast að halda áfram hernaðarsamskiptum við nokkurn þann, sem hættur er að óska eftir þeim. AUK þess, sem talið var hér að framan, eru Bandarikja- menn aðilar að öðrum skuld- bindingum sem ýmist eru laus ari i reipunum eða farnar að fyrnast. Sáttmáli Suðaustur- Asiubandaiagsins skuldbatt Bandarikjamenn einungis til samráðs, en bandalagið er þar á ofan á fallanda fæti. Banda- rlkjamenn hafa gert varnar- samninga við tran, en ekki átt bindandi aðild að öðrum sam- tökum þar um slóðir. Afstaðan til tsraels er alveg sérstaks eðlis. Um formlegan samning eða sáttmála er ekki að ræða, enda hafa tsraels- monn ekki óskað eftir þvi. Þó |2fí|? oáðar þjóðir út frá þvi sem gefnu, að Bandarikja- menn muni hlaupa undir bagga með Israelsmönnum, ef öryggi þeirra væri ógnað, og myndu ef nauðsyn krefði taka þátt i að verja tilvist tsraels, ef henni væri alvarlega ógnað. Taiwan er önnur undantekning frá'aðalreglum, enda þótt öðru máli gegni um hana en tsrael. Bandarikja- menn hafa gert sérstakan vamarsamning við stjórn ey- rikisins, en hafa eigi að siður viðurkennt, að eyjan Taiwan sé óaðskiljanlegur hiuti Kina- veldis, eins og báðar kin- versku rikisstjórnirnar standa á fastar en fótunum. Banda- rikjamenn hafa stjórnmála- samband við rikisstjórnirnar i báðum kinversku höfuð- borgunum. Það væri vissulega afbrigðilegt og óþægilegt að halda fram um Taiwan, að sá smámoli af gengnu stórveldi sé mikilvægur hluti af varnar- svæði Bandarikjamanna. ÞETTAyfirlit sýnir mætavel, hve flókið það getur verið og jafnvel áhættusamt að reyna að fara að eins og herstjóm Bandarikjanna helzt vildi, eða að ákveða og afmarka ná- kvæmlega hvar varnarmörk Bandarikjamanna séu hvar- vetna á jarðarkringlunni. Sums staðar eru engin tvimæli á og mega ekki vera Viða annars staðar eru óneitanlega og óumflýjanlega tvimæli á, enda miklu hagfelldari Bandarikjamönnum, en bindandi og órjúfanlegar skuldbindingar við óáreiðan- legar rikisstjórnir, sem ekki er unnt að hafa hemil á. Sums staðar em hernaðar- skuldbindingar Bandarfkja- manna ótviræðar og eiga að vera, eins og áður er sagt, en annars staðar er allt á huldu i þessum efnum. Þó er um að ræða afar mikilvægar undan- tekningar frá þeirri reglu og Lincoln Blomfield háskóla- kennari hefir i þvi sambandi talað um „svæði, sem beri að forðast”. Þetta á við um þau svæði, sem Bandarikjamenn og Sovétmenn- og jafnvel Kinverjar i sumum tilfellum — em sammála um að liggi utan „varnarmarka” beggja — eða allra. — Þar ættu bæði Bandarikjamenn og aðrir að forðast hernaðarnærveru, hvað þá afskipti. INDL ANDSHAF er eitt þeirra svæða, sem æskilegt væri ,,að forðast” og gera þar með að eins konar friðarsvæði eins og talsmenn Indlands og annarra strandrikja þar hafa mælt árangurslaust með um nokkurra ára skeið. Ekki spillti, að Persaflói flokkaðist undir þessi svæði. Ef takast mætti að fjölga slikum svæðum smátt og smátt og stækka þau „gætu „ytri mörk” varnarsvæðanna hægt og sigandi nálgast landa- mæri risaveldanna og nanustu bandalagsrikja þeirra. Slikt yrði ómetanleg efling öryggis þeirra sjálfra og allra annarra um leið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.