Tíminn - 08.06.1975, Page 23

Tíminn - 08.06.1975, Page 23
Sunnudagur 8. júni 1975 TÍMINN 23 71% FYRIRTÆKJA í HÚSGAGNA- OG INNRÉTTINGAIÐNAÐI MEÐ FIMM STARFS MENN EÐA FÆRRI ASK-Reykjavik. A islandi eru 71% fyrirtækja i húsgagna- og innréttingaiönaði meö færri en 5 starfsmenn — samanboriö viö 44% fyrirtækja i norskum hús- gagnaiönaði. Hérlendis eru og 38 húsgagnafyrirtæki með 5 starfs- menn eöa fleiri, en 29 þeirra voru á Stór-Reykjavíkursvæöinu. Sölu- aðilar voru skráöir 74, sem þýöir aö þaö eru 1.9 sinnum fleiri hús- gagnasaiar en framleiðendur. Heildarfjöldi starfsmanna í þess- um iðnaöi var á islandi 1972 1587 og verömæti framieiöslu 1973 var 1.414.600 milljónir króna. Þetta kemur fram i skýrslu á vegum útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins og fjallar um markaðslega athugun á stöðu is- lenzka húsgagnamarkaðsins. i skýrslunni er lýst einkennum innlends markaðar, fjallað um framleiðslufyrirtækin sjálf, vörur þeirra og samkeppnisaðstöðu. Komið hefur fram nokkur ótti framleiðenda við vaxandi sam- keppni erlendis frá, en sam- kvæmt samningum við EFTA og EBE fara tollar á húsgögnum stiglækkandi næstu árin. 1976 verður tollurinn 35% frá löndum innan bandalaganna en 60% utan þeirra. Eftir 1976 halda tollarnir svo áfram að lækka, og 1980 falla þeir alveg niður. Siðastliðið ár var heimilt að flytja inn húsgögn fyrir 75 milljónir króna, en 1. janúar féllu kvótar alveg niður og húsgagnaflutningur var gefinn frjáls. Húsgagnasalar hafa talið ótta framleiðenda um sölurýrnun ástæðulausan. íslenzk húsgögn standi þeim erlendu fyllilega á sporöi, nema hvað lokastig fram- leiðslunnar áhrærði. Þá telja þeir, að verzlanir hafi frekar ver- ið að nýta upp innflutningskvóta, frekar en sérstök þörf hafi verið fyrir vöruna. Hins vegar telja seljendur, að islenzkir framleið- endur séu of ihaldssamir i vöru- úrvali sinu, og það sé frekast ástæðan fyrir að kaupendur leiti eftir erlendum húsgögnum. 1 sambandi við sölustarfsemi var talið að islenzkir framleið- endur notfæri sér ekki nægjan- lega þá möguleika sem aug- lýsingar bjóði uppá. Einnig að samstarf við verzlanir sé i lág- marki. Samband er sjaldan haft við seljendur, og taliö að varan seljist hvort sem er, og auk þess séu engir milliliöir milli framleið- anda og húsgagnasala. Hætta er á, vegna litils sam- starfs, að erlendir aðilar fari að gefa islenzka markaðnum meiri gaum en áður. Vegna mikillar þekkingar þeirra á markaðs- framkvæmdum má búast við, að Hringið - og við sendum blaðið um ieið mmmaam vypyrf, þegar innflutningur hefur verið gefinn frjáls aukist sölustarf er- lendra framleiðenda að mun og innlendri framleiðslu verði þá stór hætta búin. í tillögum til úrbóta er meðal annars bent á, að framleiðendur ættu, þar sem mögulegt er, að mynda með sér samstarf. Þetta gæti helztgerzt, þar sem um ólika framleiðslu er að ræða. Þá ætti sölustarf að vera aukið til muna, og láta skyldi ákveðinn aðila hafa stöðugt samband við húsgagna- sala, og vera i stöðugum tengsl- um við markaðinn. Siðast en ekki sizt bæri að auka sölustarf gagn- vart landsbyggðinni. A það hefur mjög skort, að við framleiðslu væri hafður I huga ákveðinn aldurshópur eða stétt fólks. Má þar nefna, að litið hefur verið haft I huga þarfir ungs fólks er vill geta keypt ódýr og hand- hæg húsgögn. Þannig hefur verið lltið af barnarúmum til á íslenzk- um markaði, eða öðru því er til bamaherbergja lýtur. Talið er þvl, að með sllkri framleiðslu geti náðst mun meiri sala en raun ber vitni undanfarin ár. Að lokum er bent á nauðsyn sérfræðilegrar aðstoðar utan fyrirtækisins. En I könnun kom I ljós, að þeir húsgagnaframleið- endur, sem haft var samband við höfðu allir, utan einn, haft sllka sérfræðilega aðstoð. Hinsvegar töldu sumir framleiðenda, arki- tekta fullnýjungagjarna, og var það álit þeirra hinna sömu, að meöan framleiðslan seldist væri lttil þörf á arkitektum. Að lokum má minnast á töflu, er birtist i skýrslunni og sýnir markaðshlutdeild islenzkra framleiðenda á innanlandsmark- aði. Þar kemur fram að innlendir framleiðendur réðu 91,4% markaðsins 1973 en til saman- burðar réðu Norðmenn sama ár einungis 71% slns heimamarkað- ar, önnur Norðurlönd 24% og önn- ur lönd 5%. KVITTAÐ FYRIR ATHUGASEMD UM ÁFENGISMÁL Visir birti 21. mai þ.á. stutta grein eftir Kristján Þórarins- son. Hann langaði „til að koma á framfæri nokkrum athuga- semdum vegna skrifa Areliusar Nielssonar, Halldórs Kristjáns- sonar og fleiri manna um áfeng- ismál o.fl.” Grein Kristjáns hefur ýmsa góða kosti. Hún er stutt og greinagóð, málefnaleg og prúð- mannleg. Ég þakka honum fyrir greinina. Við þurfum að vita hvorir um aðra hvernig við hugsum. Kristján skipar grein sinni i fjóra tölusetta liði. Nú skulum við athuga þá hvern fyrir sig. 1. Við eigum að berjast gegn áfengisbölinu en áfengisböl er allt annað en áfengisneyzla. „Rétt neyzla vins veitir bæði gleði og hvild frá áhyggjum hversdagslifsins”. Við þennan boðskap geri ég þrjár athugasemdir. A. Reynslan er sú, að af hverjum hundrað mönnum, sem fara að neyta vins — sér til gleði og hvildar auðvitað verða 10 meiri og minni vandræðamenn vegna drykkjuskapar. Þannig virðist það vera i Reykjavik, Sviþjóð og miklu viðar. Hlutfall ólánsmannanna virðist þó vera nokkru hærra i einstökum vinyrkjulöndum, svo sem Júgóslaviu. B. Hvað sem segja má um gleði og hvild sem áfengi veitir — og þó að það sé eins konar svefnmeðal — á oftast við um þá hvild hið sama og segir i Háva- málum um þann, sem vakir all- ar nætur, — er að morgni kemur allt er vil sem var. C. Hvaða munur sem talinn er á áfengisneyzlu og áfengis- böli er það þó einföld og auðskil- in staöreynd, að allt áfengisböl stafar af áfengisneyzlu. Engin áfengisneyzla — ekkert áfengis- böl. 2. Kristján dregur i efa að bjórinn einn valdi aukinni brennivinsdrykkju Finna. Þar séu drykkjusiðir manna aðrir en hér. Finnar eru brennivinsþjóð eins og við. Þeim ofbauð brenni- vinsneyzlan i landi sinu eins og okkur. Þeir ætluðu að laga þetta með nýrri löggjöf 1969. Þá var farið að selja áfengan bjór i matvöruverzlunum og veitinga- stöðum, þar sem brenndir drykkir fengust ekki. Þetta var gert i þeirri von að drykkjusið- irnir breyttust og menn yrðu ljúfir og góðglaöir af ölinu i stað þess að verða óðir og illir eða dauðadrukknir. Þar seldist mikill bjór strax á fyrsta ári en brennivinsneyzlan ein i landinu jókst um 50%. Ég held að þar hafi mestu valdið, að þegar menn fundu á sér af bjórnum vildu þeir fá sér eitt- hvað sterkara. Auðvitað fjölgaði slysum og ó- hæfuverkum eins og alltaf þeg- ar drykkjuskapur vex. Þetta var ekki bera fyrsta ár- ið sem bjórinn var á markaði i Finnlandi. Hann er það enn og ástandiö hefur versnað ár frá ári. Ég held að það sé alveg vist að við getum dregið lærdóm af þessu, ef við erum menn til að læra af nokkru. 3. Kristján telur að áfengisböl sé ekki tiltölulega litið hér á landi, þó að áfengisneyzla sé með minnsta móti á mann. „Mestu máli skiptir hvernig drukkið er. Ekki hversu mikið magn er drukkið”. Afengisböl má flokka i þrennt: Menn veröa viti sinu fjær. Menn missa vald á drykkju- fýsninni og verða sifullir. Menn missa heilsuna og deyja. Það kann að vera að við þol- um samanburð i þvi fyrsta og tökum e.t.v. ýmsum þjóðum fram, þvi að hér drekka menn gjarnan stórum og sjaldan. Þegar svo kemur að fjölda alkóhólista og dauðsföllum vegna áfengiseitrunar eru mestu bjórlönd og vinyrkjulönd fyrir ofan okkur. Þetta er stað- reynd, sem menn ættu að vita. Skaði og skemmdir af áfengi fer einkum eftir þvi hve míkíð er drukkið, þó að engan veginn sé sama hvernig er drukkið. 4. Kristján er ekki viss um að finna megi land þar sem mönn- um hafi verið kennt að drekka svo að ekki hljótist áfengisböl af. Þó tæpir hann á þvi, að betra ástand muni vera i Frakklandi en hér, þó að áfengisneyzlan sé miklu meiri á mann. Veit hann þá ekki að Frakkar eiga Evrópumet i áfengisdauða á mannfólki? Hins vegar veit vist enginn tölu sifullra alkoholista i Frakklandi. Þar er mildara loftslag en hér og útigangur þvi auðveldári. Um samanburð á brennivinsæði skal ég ekkert segja. Kristján segir, að börnin verði ,,að ala upp við þá stað- reynd, að áfengi eigi eftir að verða þáttur i þeirra lifi”. Hversvegna? Ennþá er tiundi hluti þjóðarinnar bindindis- menn og þeim fjölgar vonandi. Hvers vegna má ekki ala börnin upp með þann veruleika fyrir Framhald á bls. 33 Nu eru allar Sunnuterðir dagflug — flogiö til nær allra staða, meö stærstu og glæsilegustu Boeing-þotum Islendinga. Þægindi, stundvisiog þjónusta, sem fólk kann aðmeta. Fjögurra hreyfla úthafsþotu, meö 7600 km flugþol. (Reykjavlk—Kaupmannahöfn 2150 km). Sannkölluð luxus sæti, og setustofa um borð. Góðar veitingar og fjölbreytt tollfrjáls verziun f háloftunum. Dagflug, brottför frá Keflavfk kl. 10 að morgni. Heimkomutlmar frá 4—7.30 siödegis. Mallorka dagflug alla' sunnudaga, COSTA DEL SOL dagflug alla laugardaga, KAUPMANNAHÖFN dagflug alla fimmtudaga ÍTALIA dagflug á föstudögum, PORTOGAL dagflug á laugardögum. Þjónusta Auk flugsins veitir Sunna islenzkum farþegum slnum erlendis þjónustu, sem engar Islenzkar ferðaskrif- stofur veita fullkomin skrifstofuþjónusta, á eigin skrifstofu Sunnu, I Kaupmannahöfn, á Mallorka og Costa del Sol. Og aö gefnu tilefni skal þaö tekiö fram, að starfsfólk og skrifstofur Sunnu á þessum stöð- um, eru aöeins ætluð sem forréttinda þjónusta fyrir alla Sunnufarþega, þó öðrum tslendingum á þessum slóðum.sé heimilt aö leita þar hjálpar og skjóls I neyöartilfellum. Hjálpsamir Islenzkir fararstjórar. — öryggi, þægindi og ánægja farþega okkar, er okkar keppikefli, og okkar bezta auglýsing. Þess vegna velja þúsundir ánægðir viðskiptavinir, Sunnuferöir ár eftir ár og einnig öll stærstu launþegasamtök landsins. sunna travel >1® i -, Æfc '^H 12070 16400

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.