Tíminn - 08.06.1975, Qupperneq 40

Tíminn - 08.06.1975, Qupperneq 40
- Sunnudagur 8. júni 1975 . - Núiima búskapur HJUfER haugsugu Guöbjörn Guöjónsson Heildverziun Sföumúla Símar 85694 & 85295 SÍS-FÓMUR SUNDAHÖFN GSÐI fyrirgóöan mut $ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS FJÖLAAARGIR BÆIR í ÁRNESSÝSLU FÁ VATN ÚR NÝRRI VATNSVEITU FB—Reykjavik. Miklar vatns- veituframkvæmdir standa nú yfir á vegum tveggja hreppa i Arnes- sýslu, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps. Er vatns- veitulögnin komin nokkuð á veg, og búizt viö aö vatn veröi komið á fyrir frost á einhverja af þeim 60- 70bæjum, sem vatn eiga að fá úr veitunni. Viö lagningu vatnsveitunn- ar. (TimamyndHG) Vatnsveitufra mkvæmdirnar hófust um miöjan marz sl. Kostnaöur viö lagningu vatns- veitunnar er mikill, og áætlun hljóöaöi upp á um 150 milljónir króna, aö þvier Haukur Guöjóns- son tjáöi blaðinu. Vatnið fæst úr uppsprettu, sem er á milli Þing- dals og Hurðarbaks, og er sú upp- spretta talin mjög góö. Talið er aö lengd vatnsleiðslunnar veröi um 150 km. Á flestúm þeim bæjum, sem vatn eiga aö fá úr þessari nýju vatnsveitu, hafa veriö brunnar, og á nokkrum stööum borholur. Hefur vatniö viöast veriö mjög lélegt, og sums staðar nánast al- gjör óþverri. Rörin í vatnsveituna eru frá Reykjalundi. Unniö aö samsetningu vatns- leiösiunnar. (Timamynd HG) Færri skipakomur til Reykjavíkur árið 1974 en 1975.— Vörumagn jókst Áriö 1974 komu 3392 skip til Reykjavikurhafnar, samtals að stærð 2.676.048 brúttórúmlestir, aö þvi er segir i Arsskýrslu Reykjavikurhafnar. Fjöldinn er 40 skipum færri en drið áöur, og rúmlestatalan er 8,6% minni. Fækkunin liggur öll i fækkun á komum flutningaskipa frá út- löndum og af ströndinni, en aöalorsök i minnkun rúmlesta- tölunnar er, aö til hafnarinnar komumun færri skemmtiferða- skip áriö 1974 en árið áöur. Af heildarskipakomum eru 3077 komur islenzkra skipa, eða tæp 91%, en miðað viö stærð gera is- lenzku skipin rUmlega 62%. Heildarvörumagn, sem um höfnina fór, nam samtals 1.515.739 tonnum. Aukningin varö 4.3% frá fyrra ári. Flutn- ingur til hafnarinnar jókst um 9.2%, en minnkun varð á flutn- ingi frá höfninni um 9.5%. Flutningar á gámum um höfnina minnkuðu nokkuð frá siöasta ári. Skýringin felst að mestui þeim flutningum á gám- um 1973, sem urðu sökum flutn- inga til og frá Vestmannaeyj- um. Heildartala 10 gáma og stærri, sem um höfnina fóru, var 6338 fullir og 3939 tómir. Af almennri stykkjavöru fóru um 23% um sundahöfn og 10% af heildarskipakomum voru i Sundahöfn, auk þess var þar landaö tæpum 22.000 tonnum af loðnu. Afli lagður á ldn á árinu nam 83.900 tonnum og jókst um 5,3% frá fyrra ári. Af heildar- magninu nam loðna 54.062 tonn- um. — danskir unglingar í heimsókn hjó jafnöldrum sínum í Öldutúnsskóla BH—Reykjavik.—Þaö bar ekki á öðru en unglingarnir, sem voru aö leik fyrir utan Oldutúnsskóla i Hafnarfiröi i gær, þegar okkur Timamenn bar aö garöi, röbbuðu saman i mesta bróðemi, enda þótt tungumálið væri ekki alveg þaö sama. En hérna er nefnilega staddur bekkur 13 ára skólabarna af Fjóni I boöi islenzkra jafnaldra sinna, 13 ára bekkjar i öldutúns- skóla, sem heimsóttu dönsku vin- ina sina i fyrra. Dönsku strákarnir, taldir frá vinstri: Henning, Oie, John, Ivan, George, Benny, Karsten og Johnny. — Okkur gengur alveg ágæt- lega aö skilja hvert annað, sögðu förunautar okkar, Jón Proppé, Steinþóra Sigurðardóttir og Orn Haröarson, sem sögöu okkur af þessu öllu saman. — Þegar viö fórum út, kenndum við þeim aö syngja, nú eru þau aö hamast viö aö kenna okkur aö dansa — og þetta gengur alveg svakalega vel. Þaö var reglulega gaman aö heimsækja þau, og þá ekki slður gaman aö taka á móti þeim nUna. — Eru mörg i hvorum bekk? — Við erum 241 okkar bekk, en þeir eru 21, dönsku krakkarnir. — Hvernig byrjaði þetta sam- band? — Þaö var fyrir fjórum árum, aö viö byrjuöum að skrifa þeim, skrifast á bréfum og peningum. Kennarinn okkar er Stina Gisla- dóttir, og hún hefur hjálpað okkur mikiö. — Hvar gista dönsku ungling- amir? — A heimilunum hjá okkur, al- veg eins og við gistum heima hjá þeim. Nokkrir foreldrar komu meö, og þeir gista hérna i skólan- um. — Hafið þiö farið viða? — Já, það er búið að vera alveg ofsalega gaman i ferðunum. Viö fórum til Krisuvikur, og svo fór- um viö austur um, i langt og skemmtilegt ferðalag. Fyrstu nóttina gistum viö á Kirkjubæjar- klaustri, þá næstu á Höfn siðan á FáskrUösfirði, og svo siðustu nóttina á Höfn. í kvöld verður skemmtun héma i skólanum, en svo förum við til Þingvalla á morgun. — Hvað stendur dvöl dönsku unglinganna hér lengi? — Þeir komu 28. mai en fara svo utan á laugardaginn. Þeir voru heldur betur duglegir viö fótboltann, dönsku strákarnir. Viö hittum 8 þeirra að máli, þar sem þeirvoru aðhamastá vellin- um, og flestir iklæddjr lopapeys- um i næðingnum. JU, þeim fannst kalt héma, en það gerði ekkert til, það er svo óskaplega gaman að ferðast um og sjá landið, og svo að fljúga hingað. Fossarnir, fjöllin og jökl- amir, maður! Og svo fótboltinn — margir, finir vellir. Og stUlkurnar — þær voru þama sex talsins, og alveg sjálf- sagt að stilla sér upp fyrir ljós- myndarann, og meira að segja að brosa fyrir hann... Fararstjóri dönsku ungling- anna er kennari þeirra, frú Birke- lund. Samskipti af þessu tagi eru lofsverð i alla staði, og ástæða til að vekja sérstaka athygli á þeim. Heimsóknir unglinga milli landa, samskipti eins og þessi eru ómetanleg til þess að skapa sann- an vinarhug milli unglinga, milli þjóða, vinarhug, sem dafnar og þróast I hugum þeirra, sem landið erfa, og skapar hlýja strauma yfir hafið. Þeir voru snjaliir i fótboltan- um, strákarnir. Timamyndir Róbert. Dönsku stúlkurnar, sem við hittum við úldutúnsskólann, Lilian, Gesine, Anne, Jette, Kate og Lene. Hlýir straumar yfir hafið...

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.