Tíminn - 22.06.1975, Síða 1

Tíminn - 22.06.1975, Síða 1
FELL S.F. Slongur og tengi Egils-. s.töðum Sími Heildsala Smásala „Farnir að tala saman" — segir Jón Sigurðsson gébé—Rvik — Sáttafundur I tog- aradeilunni stóö yfir til klukkan þrjú i fyrrinótt og viröist sem ein- hver hreyfing sé komin á málið, en aö sögn Jóns Sigurðssonar, forseta sjómannasambandsins, eru „þeir farnir aö tala saman”. Þá var Jón spuröur aö þvi, hvort sjómenn væru ekki farnir eða búnir aö ráöa sig i önnur störf, þvi eins og kunnugt er, eru 10 vikur siöan verkfalliö hófst Jón svaraði til, aö litiö væri til I verkfallsstjóði og aö hann byggistvið, aö þeir væru margir hverjir búnir að ráöa sig til annarra starfa. Fundur meö sáttasemjara hófst aftur klukkan hálf þrjú i gær. Verkfalli kjötiðnaðar- manna afstýrt SJ-Reykjavík.l fyrrakvöld tókust samningar milli kjötiðnaöar- manna og Vinnuveitendasam- bands Islands, sem voru i stórum dráttum samhljóða samningum ASl.Samningarnir verða bornir undir félagsfund i dag kl. 10 að Skólavörðustig 16. Þar með er væntanlega komið i veg fyrir verkfall kjötiðnaðarmanna, sem átti að hefjast á miðnætti i nótt. TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRDUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 - SIMI (91)19460 DJUPVEGUR OPNAR í SUMAR HG-Súðavik. Búizt er við að Djúpvegur veröi opnaður léttri umferð eftir tvo mánuði. Brúar- gerö er aö hefjast á Rjúkanda og Hestfjaröará í Hestfiröi. Hest- fjarðará er helzti farartálminn á Djúpvegi en hana hefur verið hægt aö fara á vaði, þegar litið er i ánni. Vegagerðarmenn vilja þó vara menn við að ieggja i ferðir um vinnusvæðið á lágum bif- reiðum enda hætt viö að mikil umferð tefji vinnu við veginn. Þrátt fyrir þaö, að vegurinn verði opnaður aimennri umferð i ár, þá er ekki þar meö sagt að fram- kvæmdum sé lokið. Stórir kaflar á veginum eru orðnir gamlir og lélegir, og þola verstu kaflarnir jafnvel ekki þá umferð, sem á þeim er i dag. Þá er og nauðsynlegt að ljúka við veginn gegnum Súðavik, svo hægt verði að leggja á hann varanlegt slitlag, en hér sést varla út úr augum fyrir rykmekki. A veginum frá Súðavik út á flugvöll, hafa verið gerðar nokkrar endurbætur i ár, og eins i fyrra. Þá voru verstu hæðir og beygjur sniðnar af. Byggður var nýr vegur i Arnar- dal, og er verið að ljúka þeirri framkvæmd núna með byggingu brúar á Arnardalsá. Nýlega var byrjað að ýta upp fyrir nýjum vegi um Kirkjubólshlið, en ekki verður borið ofan i þann veg fyrr m á næsta ári. idag eru sumarsólstöður og á morgun hefst sá mánuður, sem kallaður er sólmánuöur samkvæmt fornu timatali. Og hvað á þá betur við en að birta mynd af ungnu ástföngnu fólki, sem hefur brugðið sér út á Seltjarnarnes til þess að horfa á miðnætursólina — og hvort annaö. Tlmamynd Gunnar. Danskir arkitektar mæla og teikna gömul hús í Skagafirðinum — danska sjónvarpið með í ferðinni HP.-Arósum. Undanfarin þrjú sumur hafa hópar arkitektanema frá arkitektaskólunum I Kaup- mannahöfn og Árósum haldið til tslands i námsferðir. Hafa þær einkum falizt f þvf, að mæld eru og reiknuð gömul hús, bæöi i þorpum og bæjarhús á jörðum vfðs vegar um landið. Fram til þessa hafa arkitekta - nemarnir mælt upp húsin i gamla bæjarhlutanum á ísafirði, Bernhöftstorfuna og nokkra bæi i öræfum. Hafa allir þessir staðir verið valdir I samraði viö þjóðminjavörð, og verða teikningarnar gefnar út f bók, eftir að siðasta þætti þessara ferða lýkur með mælingaferð um Skagafjörð núna i sumar. I samtali við einn leiðangurs- stjóranna, Paul Nedergaard, kennara við Akritektaskólann i Áirósum, kom fram, að alls verða 2i nemendur I þessum siðasta hópi, frá Kaupmannahöfn og Arósum. Þar af eru fimm Is- lepzkir nemendur. Lagt verður uþp i ferðina frá Kaupmannahöfn þann 20. júní, og búizt er við að hægt verði að hefja mælingar i Skagafirði upp úr þeirri helgi. Léiðangursmönnum verður skipt niöur i 5 hópa, og dveljast þeir viðs vegar um héraðið. Ekki er endanlega frá þvi gengið, . hvar mélt verður, en þó hefur þjóðmin javörður bent á Viðimýri, og fleiri sagnfræðilega kunna staði,sem hentuga til þess- ara athugana. Paul Nedergaard langaði einnig til þess að minna á, að ástæðulaust er fyrir fólk að tor- tryggja tilgang þeirra með þess- um mælingum og lofaði góðri umgengni. Sagði hann, að það hefði komið fyrir, þar sem þeir hefðu veriö fyrr að fólk hefði færzt undan þvi að leyfa þeim að mæla upp, eða jafnvel skoða litil- lega gömul húsakynni á jörðun- um. Þess er einnig vert að geta, að með arkitektanemunum verða kvikmyndatökumenn frá danska sjónvarpinu, og er ætlun þeirra að kvikmynda gömlu húsin og vinnu nemanna við þau. Danska sjónvarpið mun sýna sjónvarps- þáttinn i tilefni þess, að Sam- einuðu þjóðirnar hafa valið 1975 sem alþjóðlegt friðunarár gamalla húsa. Arkitektarnemarnir munu dveljast við mælingarnar i $kagafirði i um hálfan mánuð, en þá er það ætlun þeirra að halda austur um land til Reykjavikur. EYJAFJÖRÐUR: SPRETTAN 3 VIKUM Á EFTIR MEÐALÁRI ASK-Akureyri. Samkvæmt Út með Eyjafirði hefur orðið þeim upplýsingum, er Búnaðar- vart kals I túnum og þá sér- samband Eyjafjarðar lét staklega nýræktum. A þetta við blaðinu I té, er sprettan á túnum til dæmis um Arnarnes- bænda að minnsta kosti þremur hrepp og Arskógsströnd, hins- vikum á eftir miðað við vegar er tjón af völdum kals, meöalár. Kuldakast það, er nú lltið miöað við allt svæðið< gengur yfir, hefur og þau áhrif, Stöðugt er unnið að að sprettan hefur tæplega við i tankvæðingu i sýslunni. 1 sumar gróður handa skepnum. er gert ráð fyrir að öxnadalur, Bændur á svæði félagsins hafa Skribuhreppur og Glæsibæjar- margir hverjir ekki lokið hreppur verði tankvæddir og áburðardreifingu, en um svipað eru þá einungis eftir á svæðinu leyti I fyrra voru margir þeirra Arskógsströnd, Arnarnes og þegar byrjaðir að slá tún. Svarfaðardalur .

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.