Tíminn - 22.06.1975, Side 3

Tíminn - 22.06.1975, Side 3
Sunnudagur 22. júnl 1975. TÍMINN 3 Valgarður L. Jónsson: Er þögnin sama og samþykki? Dlgresi — hvað er nú þaðV A máli okkar bænda er það sá gróð- ur á akri okkar, sem illa er séður og ekki er etinn af búfé, en stend- ur hinum arðsamari gróðri fyrir þrifum. Enillgresier vfðar. Þar á ég við úrkynjuð afkvæmi okkar mannanna. Kannski eru þetta afkvæmi, sem búið er að kosta miklu til við gott uppeldi á islenzkum mat, klæðum og húsaskjóli með hita og þægindum, góðu atlæti og slðast en ekki sizt mikilli menntun. Við Islendingar leggjum hart að okkur við að kosta börn okkar til mennta, og hefur það kostað þá kynslóð, sem nú er að ganga sér til húðar, marga svitadropa við öflun verðmæta og peninga til þess að leggja á borð með hinu unga fólki, svo að það geti átt kost á að ganga menntaveginn og verði fært um að sinna sem bezt vandasömum störfum á tækniöld og umbótatímum. Það er sannar- lega gleðiefni þeim, sem unnið hafa hörðum höndum, svo að þetta mætti verða, hve margt af ungu fólki hefur getað menntað sig. Að sjálfsögöu erum við stolt af þessu. Ungt fólk, vel upp alið og menntað, er auðvitað dýrmæt- asta eign sérhverrár þjóðar. Þeim mun viðkvæmari tilfinningastrengi snertir það, þegar ýlustráa og illgresis verður vart i þeim mannlega akri, sem hin unga, frlða og menntaða fylk- ing sprettur úr. Og hér hvarflar hugur minn að ungum ritstjóra blaðs, sem gefur okkur lltinn arð I þjóöarbúið, en tekur vist frekar frá þvl styrk. Verður ekki fram hjá gengið að veita athygli þeim hugsunarhætti, sem kemur fram hjá þessum ritstjóra, Jónasi Kristjánssyni. Hann vill flytja fólkið úr sveit- unum af jörðum þess I vinnubúðir I erlend álver. Ég segi erlend, þvi ég geri ekki ráð fyrir, að til sé auöur I garði íslendinga til þess að reisa margar slikar verk- smiðjur, sem han talar um. Ég sagði vinnubúðir, þvl að öldnu sveitafólki yrði sllkt sem versta fangavist — það getur hver mað- ur skilið, er til þekkir: Að koma úr yndisleik og frelsi, sem Is- lenzk sveit hefur upp á að bjóða, og að vera loka'ður inni I verk- smiðju I ófrelsi og hávaða. Eg held að roskið fólk, sem enn situr býli sln og nú er svo ódrengi- lega að vegið, ætti frekar annað skilið. En um það er talað að út- rýma þeim, sem með smáu búin eru, og flytja þá brott. Þetta fólk hefur ekki slður en aðrir lagt sinn hluta til uppbyggingar I þjóð- félaginu. Það hefur lagt sinn skerf til menntamála, og Jónas Kristjánsson, er búinn að fá það, sem honum bar, frá þessu fólki, þó að hann vanþakki það. Margir héldu, að þessum manni, hefðu orðið á mistök, er fyrsta forystugrein, hans um skaðsemi landbúnaðar var lesin útvarpi. Við þvi hefði verið litið að segja, þviað allir geta misstig- ið sig. En það var nú öðru nær. Hann hefur haldið áfram að sletta úr klaufum I tíma og ótima. Og ekki hefur komið fram afsökun frá þeim, sem blaðið eiga og stjórnina hafa. Þetta er þó póli- tlskt blað, og mætti því halda, að þarna birtist einnig vilji þessara manna — þeir vilja segja bænd- um til syndanna og koma þeim meira að segja á kné. Mér þykir ótrúlegt, að hugsunin á bak við þetta allt geti verið sú, sama og sagt er, að sé I heiðri höfö hjá öðrum stjórnmálaflokki — sem sé, að þeir hugsi sem svo: Við eigum svo lítið fylgi I sveitun- um, að okkur er óhætt að hrak- yrða fólk þar, því að okkur munar ekkert um atkvæðin þaðan. Ég hef alltaf staðið I þeirri trú, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti svo mikið fylgi meðal sveitafólks, að hans mönnum stæði ekki á sama um atkvæðin þess. En kannski er verið að stefna að því, að hver stétt I þjóðfélaginu stapdi einhuga um einn og sama flokk með Vlsisskrifunum. Sllk framkoma ritstjóra pólitisks blaðs, sem hér hefur verið rædd, er áreiðanlega ekki til þess fallin að halda hylli þess fólks, sem fyrir aðkastinu verður. En það er svo sem þeirra mál, sem þarna hafa hönd I bagga. Reyndar njóta þeir uppskerunnar eins og þeir hafa til sáð. SÉRSTÖK GÆÐAVARA Var að fá nýja gerð af húsgagnaáklæði sem farið hefur sigurför um Norðurlönd. Áklæði þessi eru notuð jafnt til klæðningar á yngri sem eldri gerðir húsgagna. Gott litaúrval. Þeir sem eru að leita að vandaðri vöru ættu að lita inn. Póstsendum um land allt. Agnar ívars bólstrun, Bórugötu 3, sími 20152 Rafstöð til leigu Höfum til leigu sérlega vel búna diesel-rafstöð 37 kVA, 380/220 V. Höfum einnig til sölu nýja dieselrafstöð af sömu gerð (Ford dieselvél) ,o í? k(n Laugavegi 178 simi 38000 SX-300 2 CHANNEL RECEIVER PL- 10 TURNTABLE H R 99 HOME STEREO CS- 53 SPEAKER SYSTEM AAERKI hinna vandlátu PIOIMEER Hljómtæki Hátalarar og Pick Up Hátalarar Segulþræð Cassettur Cartridge Spólur Sjónvarps- og ferða- tæki Einnig bíla sjonvarps- tæki Viðgerðar- og tækni- þjonusta a staðnum <!0h KARNABÆR '—Jr, HLJÓAATÆKJADFILn HLJOAATÆKJADEILR Laugavegi 66 * Sími 2-81-55

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.