Tíminn - 22.06.1975, Side 6

Tíminn - 22.06.1975, Side 6
6 TÍMINN Sunnudagur 22. júni 1975. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga LXXIX t baðstofunni f Suðurvfk (1915) Vegavinna í Mýrdal um aldamót. Áttæringur settur á flot i Vik um 1930. Flestir kannast við kauptúnið Vík i Mýrdal. Þorpið er byggt i landareign tveggja gamalla stórjarða, þ.e. Norður- og Suðurvikur. Þar hafa löngum verið stórbú og margt i heimili. Kristinn Helgason innkaupa- stjóri hefur léð mér þrjár mynd- ir frá Suðurvik á árunum 1915—1916. í Suðurvik voru þá um eða yfir 30 manns i heimili, enda hafði húsbóndinn Halldór Jónsson mikið umleikis. Hann rak verzlun, bú og útgerð. A garömyndinni sést flest heimilisfólkið. Hjónin voru þó á ferðalagi og eitthvað fleira fólk aðheiman. Ólafur og Jón, synir hjónanna, sjást til vinstri i fremri röð (annar heldur á hatti). Hin hópmyndin er tekin inni I baðstofu i Suðurvik og sýnir kvennahjörð heimilisins og nokkur börn vinnufólksins. Þarna er verið að kemba, spinna, prjóna og sauma. Mýr- dælingar munu þekkja fólkið á myndunum. Sem dæmi má nefna, samkvæmt frásögn Kristins, að konan með prjón- ana t.v. við rokkinn er systur- dóttir Eiriks frá Brúnum — Anna Dagbjartsdóttir. Konan með kambana er Matthildur Gottsveinsdóttir, sem siðar varð hótelstýra i' Vik og er einn- ig kunn á sviði skógræktar. Kjartan Guðmundsson ljós- myndari i Vik tók myndirnar. Svo sjáið þið mjaltir á stöðlin- um I Suðurvik 1916. Smiðja og skemma i baksýn. Snyrtilega eru þær klæddar mjaltastúlk- urnar. Þá voru aðrir timar og mörg heimili miklu fjölmennari en nú. Kynslóðirnar unnu þar saman. A myndinni frá um 1930 sést farið á flot i Vik. (,,Að styðja fram i hann” sögðu þeir.) Bát- urinn er áttæringur, 17 manna áhöfn. Mun þarna hafa verið að vinna að uppskipun. Sllkir bátar voru úr sögunni um 1940. Svo sjáið þið flokk vegavinnu- manna einhvers staðar i Mýrdal um aldamótin. Höfuðbúnaður- inn er annar en nú tiðkast við vegagerö og brúarsmiði. A stöðlinum I Suðurvík (1916) Heimilisfólk f Suðurvfk (1916) Ég spurði nýlega um strympuhlöður og birti mynd af einni á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Gissur Gissurarson i Selkoti undir Eyjafjöllum, segir slikar hlöður t.d. hafa verið i Drangshlið,Eystri-Skógum og á Eyjarhóli. Strympuhlaðan i Drangshlið stendur enn, að visu sett á hana járnþak. Hún er úr grjóti, var borghlaðin upp i topp. En flestar munu horfnar, sem úr torfi voru hlaðnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.