Tíminn - 22.06.1975, Page 8
HMINN
Siinríudagúr 22.'júríi'1975.
Jafnaðarmaður úr yfirstétt
OLOF
PALME
Olof Palme og Tage Erlander.
Hann reykir bandarfskar filter-
sigarettur, ekur venjulegri gerð
af Saab, er kvæntur barnasál-
fræðingi og er þriggja barna fað-
ir. Hann býr I látiausu raðhúsi I
úthverfi Stokkhólms og greiðir
háa skatta. Hann er ekki tildurs-
lega klæddur, vegur um það bil
150 pund, er 178 sentimetrar á
hæð. Hann er ljós á hár, og augun
eru nistandi blá. Hann er 47 ára
aö aldri og fyrrverandi lautinant i
heimavarnarliðinu. Siðustu fjög-
ur árin og hálfu betur hefur hann
verið foringi Jafnaröarmanna-
flokksins, og sem siikur jafn-
framt forsætisráðherra Sviþjóð-
ar.
Fullu nafni heitir hann Sven
Olof Joachim Palme enda þótt
samráðherrar hans og nánir vinir
kalli hann bara Olla.
Það er ekki liklegt, að nokkur
hafi hugsað sér hann sem
jafnaðarmannaforingja, ekki
einu sinni réttan og sléttan sósia-
lista, daginn sem hann fæddist,
þann 30. janúar 1927. Slikt fyrir-
bæri hefði áreiðanlega verið álitið
harla léleg skrýtla innan stórrar
og ihaldssamrar Palme-fjöl-
skyldunnar sem hafði öðlazt auð-
æfi sin á fasteignasölu og trygg-
ingum.
x Enda þótt Olof Palme sé ekki úr
verkamannastétt, getur hann
með fullum rétti haldið þvi fram,
að ætthans hafi verið stjórnmála-
lega blendin. Afi hans, Sven Teo-
dor Palme tryggingasali, sat á
þingi fyrir frjálslynda, enda þótt
hann yrði ihaldsmaður siðar á
ævinni. -
Móðir Olofs, Elisabeth von
Knieriem, var dóttir eistnesks
landeiganda og prófessors I land-
búnaðarfræðum. Hún starfaði
mikið fyrir sænska ihaldsflokk-
inn, eins og faöir Olofs, sem
andaðist, þegar forsætisráðherr-
an tilvonandi var sex ára.
Þessi fortiðaratriði voru dregin
fram siðar, þegar andstæðingar
hans I stjórnmálum reyndu að
gera hann tortryggilegan, vegna
þess að hann væri riks manns
sonur.
Enn er þeirri spurningu ósvar-
að: Hvað gerði Olof Palme að
jafnaðarmanni, þrátt fyrir
stjórnmálalegt ætterni hans?
Olof Palme lét innritast i
Jafnaðarmannaflokkinn, þegar
hann var tuttugu-og-eins árs.
Þannig brauzt hann út úr þvi um-
hverfi, sem venjulegast skapar
sveitaaðal, herforingja, háttsetta
stjórnarfulltrúa og kaupsýslu-
menn — allt annað en jafnaðar-
mannaforsætisráðherra. Það
þurfti hugrekki og sjálfstæði til
þess að taka þetta stjórnmálalega
heljarstökk frá hægri til vinstri —
og að likindum i miklu rikari
mæli árið 1948, þegar hann öðlað-
ist svokallaða ,,flokks-bók” sina,
en til þess þyrfti nú.
Sjálfur litur Olof Palme alls
ekki á þetta sem neitt „stjórn-
málalega umturnun”. Hann telur
stjórnmálaskoðanir sinar vera
afleiðingar hægfara þróunar,
þetta hafi svona liðið áfram,
þangað til hann fann sig staðfast-
lega lagztan við akkeri innan
Jafnaðarmannaflokksins.
Palme var kvellisjúkur og
lingerður sem barn. Hann eyddi
miklum hluta fyrstu æviáranna i
rúminu, Þessu fylgdi sá kostur,
að hann lærði að lesa á unga aldri.
Foreldrar hans réðu barnfóstru
handa honum, og ég spurði hana
fyrirnokkru, hverjar endurminn-
ingar hennar um Olof væru. Hún
svaraði hiklaust og afdráttar-
laust: „Olof var svo gáfaður
drengur. Hann spurði alltaf skyn-
samlegra spurninga.”
Fóstra hans segir, að Olof hafi
lika sem drengur veitt eftir-
tekt stéttamismuninum, sem
blasti við honum, er hann kom i
heimsókn á óöal föðurömmu hans
I Anga, norður af Norrköping, og
þá ekki siður, er hann dvaldist að
sumarlagi hjá móðurafa sinuai á
landsetri hans hjá Riga. Af hon-
um er sögð saga, er lýsir vel
barnslegri hreinskilni hans, og
fóstran hans fyrrverandi hefur
yndi af að rifja upp: „Ég minnist
þess, hvernig hann brást við, þeg-
ar jólagjöfunum var útbýtt og
hann var vist fjögurra ára gam-
all. Móðir hans fékk lofsyrði frá
tengdamóður smni fyrir glugga-
tjöld, sem ég hafði saumað. „Það
er alls ekki sanngjarnt, að hún fái
þakkirnar,” þegar það varst þú,
sem saumaðir þau,” sagði Olof og
var sárreiður.
Fóstran hvarf úr starfi næsta
sumar og önnur var ráðin i henn-
ar stað. Hún var frönsk, og nú
lærði Olof frönsku lika. Hann
kunni þýzku, þar sem þýzka var
móðurmál móður hans.
Með valdi á þrem tungumálum
gekk Olof inn i einkaskólann
Beskow, ,’Prinsaskólann”. Hann
var ekki nema fimm ára, tveim
árum yngri en bekkjarbræður
hans. Þarna komst hann I fyrsta
sinn i kast við það vandamálið: I
skóla eins og i herþjónustu var
hann alltaf „sá yngsti”. Það er
mjög liklegt, að þetta hafi haft
sálræn áhrif á mótun skapgerðar
hans.
Þegar hann ha’fði lokið
„Prinsaskólanum”, var Olof sett-
ur I virðulegan heimavistarskóla
norður af Stokkhólmi, mennta-
skólann I Sigtuna. Olof var að
mörgu leyti hæfileikarikur nem-
andi. Það kom mjög á óvart, er
hann reyndist gæddur beztu söng-
röddinni I skólanum, áður en
hann fór i mútur. Olof spurði
margs, og i augum sumra
kennaranna var hann uppá-
stöndugur, en aðrir litu á hann
sem fróðleiksfúsan ungling. Hann
hafði mikinn áhuga á iþróttum
(þennan áhuga hefur hann enn
sem tennisleikari og viðavangs-
hlaupari) og orðstir, sem bezti
markvörðurinn i skólanum. Hann
var ekki sérlega góður á skaut-
um, en það sem upp á hæfnina
skorti, bætti hann upp með
keppnisskapi sinu.
Á þessu stigi málsins er jafnvel
mögulegt að greina ákveðinn
stjórnmálaáhuga hjá honum.
Vorið 1944 lýkur hann mennta-
skólanámi, og mannkynssögu-
áhugi hans olli þvi að hann valdi
„Hættuástand i sögu Englands”
sem prófverkefni. Hann fjallaði
um Flotann ósigrandi, Napóleon
og það, sem hefði getað komið
fyrir England I siðari heims-
styjöldinni. Menntaskólann yfir-
gaf hann sautján ára að aldri með
mjög háa einkunn i mannkyns-
sögu.
Móðir hans hafði búið svo um
hnútana, að hann gæti komizt að
sem blaðamaður við útbreiddasta
blað ihaldsmanna I Sviþjóð,
Svenska Dagbladet. Þar vann
hann af og til á árunum 1945 til
1947, sumpart i leyfi frá herþjón-
ustu. Ég hef bréf frá þáverandi
ritstjóra blaðsins, dr. Ivari
Anderson, sem lætur i ljós svo-
hljóðandi álit á blaðamanninum
unga, Olof Palme: „Hann var
álitinn prýðispiltur, en blandaði
geði við fáa.
Palme hefði mjög liklega orðið
góður iþróttafréttaritari, hefði
hann haldið þessu starfi áfram.
Aöalstarf hans var hinsvegar
fólgið i daglegum störfum á blað-
inu, semja skeyti og minniháttar
fréttir. Sjálfur hlýtur Palme að
hafa álitið þetta heldur leiðinlegt
starf.
Hann kom ekkert nærri stjórn-
málum, hvorki innlendum eða er-
lendum. Af viðræðum okkar dró
ég þá ályktun, að hann tæki undir
CROWN
bílaviðtœki
draga afburðavel, en eru
þó ódýrari en önnur tœki
Verð cr sem hér segir:
Car 100 kr. 6.000,-
Car 200 kr. 8.885,-
Car 300 kr. 11.495,-
Cse 702 kr. 21.800,- bilaviðtæki stereo,
með kassettutæki.
Csc 8000 kr. 14.000,- stereo magnari
með kassettutæki.
Hátalarar á 300.-, 600.-, 1.735.-, 2.500,-
kr.
Þér gerið afburða kaup i Crown.
isetningar samdægurs.
Viðgerðáþjónusta á eigin verkstæði.
BUÐIN
/
Sólheimum 35, simi 33550.
Skipholti 19, simi 23800.
Kiapparstig 26, simi 19800.